Morgunblaðið - 09.01.1962, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.01.1962, Qupperneq 2
2 MORCVNRLAÐIÐ Þriðjudagur 9. janúar 1962 Xv<SK«^<*í Orsakir flóðsins á sunnudag: Nýtt tungl, lápr loft- þrýstingur, stormur ÓVENJU mikils flóðs gætti við SV-strönd íslands um sex leytið á sunnudagskvöldið og voru lesnar tilkynningar í út varp þess efnis að veðurstof- an byggist við því. Ástæðurn ar til flóðsins voru þær að timgl var nýtt á laugardag, en áhrifa þess á sjávarföll gætir mest um tveimur sól- arhringum eftir að tungl er nýtt. Þar við bætist að loft- vog stóð mjög lágt, sérstak- lega á SV-landi og á Vest- fjörðum var stormur af norð austri. í gær var loftvog tekin að stíga og ekki var eins hvasst og á simnudag. Þegar tungl er nýtt verka aðdráttaröfl tungls og sólar saman, en áhrif þeirra valda flóði og fjöru, svo sem kunn- ugt er. Þegar svo er nefnist stórstreymt. Þessi öfl eru terkust við nýtt tungl, en áhrifanna gætir mest tveim- ur sólarhringum síðar eða svo. 1 rokinu á Norðurlandi í nóvember fór þetta þrennt saman, nýtt tungl, lág loft- Vog og stormur af hafi, með þeim afleiðingum, sem allir muna. Ekki er að vita hvað gerzt hefði í Reykjavík ef rok hefði staðið af hafi síð- ari hluta sunnudagsins, en þá var hér logn að heita. Arnlaugur Guðmundsson t. v. og Haukur Hara Idsson t. h. afhenda forseta fslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, kveðju frá fel. skátum. Sendu forseta kveðju með Ijósmerkjum og sendihoöum Fóru heilu veltu AKUREYRI. 8. jan. — Um sið- ustu helgi var allmikil hálka á götunum á Akureyri Og urðu af því smáóhöpp og árekstrar bíla. Á laugardaginn fór bifreið út af veginum nálægt Hafnarstræti 40. Fór bifreiðin heila veltu fram af rúmlega 1 m. háum kanti og niður í fjöru, en staðnæmdist þar á hjólunum. Tveir menn voru i bifreiðinni, og sakaði þá ekki, en bifreiðin skemmdist mikið. HIN VINSÆLU spilakvöld Sjálf- stæðisfélags Garðahrepps hefjast að nýju fimmtudaginn 11. jan. kl. 20:30 að Garðaholti. — Fjöi- mennið stundvíslega. — Stjórnin Ólafur Ásgeirsson og Aðalsteinn Þórðarson hlaupa með skeyt- ið frá skátahöfðingja. Af II jbús. lestum af frystri síld eru seldar tcepar 6 þús. lestir Almennur fundur síldarfram- leiðenda var haldinn í Reykjavík s.l. föstudag. þar sem rædd voru þau vandamál, sem skapazt hafa við það, að útlán bankanna á frysta síld hafa verið stöðvuð frá 3.1. áramótum. Hraðfrystihúsin hafa nú fryst 11.140 tonn af síld. Af því magni er þegar búið að selja 3.250 tonn til V.-Þýzkalands og 2.500 tonn til Póllands. Um nokurt skeið hafa farið fram samningaumleitanir við Sovétríkin um sölu á a.m.k. 5.000 smálestum af frystri síld. Um- ræðugrundvöllur .við þessa aðila var eigi fyrir hendi fyrr, en imnt var að bjóða til sölu ákveðið magn af þegar framleiddri síld. Rúmemar hafa látið í ljós áhuga á að kaupa 1.000 tonn af frystri síid fái þeir að greiða andvirði hennar í rúmenskum vörum. Er nú verið að athuga möguleikana á að flytja inn vör uir frá Rúmeníu, sem andvirði síldarinnar nemur. Einnig hafa Tékkar og A-Þjóðverjar látið í ljós álhuga sinn á að kaupa ótiltekið magn af frystri síld. Hið keypta magn fer eftir greiðslumöguleikum þeirra, en þar sem skuld þeirra á vöruskipta reikningum á íslandi er í há- marki, eru litlar sem engar líkur fyrir að unnt verði að selja frekara magn nú á næstunni. Mál þessi voru rædd á fund- inum, sem gerði að lokum efnis- lega samþykkt á þá leið, að hrað- frystihúsum verði gert kleift að framleiða til viðbótar 5.000 tonn af hraðfrystri síld með því að bankarnir lánuðu kr. 2,50 á hvert framleitt kg., og ennfremur að hrúefnisverð verði ekki hærra en kr. 1,20 pr. kg. af þeirri síld, sem nýtt er. Síðan þessi fundur var haldinn hefur S. H. fengið þær upplýsing- ar, að Sovétríkin 'séu ekki reiðu- búin til áframhaldandi umræðna um kaup á síld að svo stöddu. Verið er að leita fyrir sér með sölu á frosinni síld ; Bretlandi og öðrum löndum í V.-Evrópu. Þorskflök til Bretlands Undanfarið hefir S. H. unnið að sölu á þorskflökum með roði til Englands og hafa tekizt samn- ingar við brezk fyrirtæki, sem hafa keypt verulegt magn. Vænt- anlega verður hægt að selja þessum og öðrum aðiljum í Eng- landi viðbótarmagn á þessu ári. Söluverð er 15 pence per Ib. c.i.f. af þorski m/roði, og 16 pence fyrir roðlaust í 7 lbs. pergament umbúðum og 18-% pence fyrir blokkir. (Frétt frá Sölumiðstöð Á GAMLÁRSKVÖLD sendu ís- lenzkir skátar forseta íslands nýárskveðjur með þeim hætti, að kveðjan var senid með ljósmerkj um yfir Skerjafjörð, en sendi- boðar fluttu hana heim að Bessa- stöðum til forseta. Hann sendi svo aftur kveðju, en forseti ís- lands er verndari íslenzkra skáta. Þessar kveðjusendingar fóru þannig fram, að nokkrir skátar sóttu heim tii Jónasar B. Jóns- sonar, skátaforingja, boðkefli, sem á var rituð nýárskveðja til forsetans. Hlupu þeir síðan með það niður í Grímsstaðavör við Skerjafjörð. en þaðan sendu skát arnir kveðjuna yfir fjörðinn, með ljósmerkjum — morse —- til skáta, sem voru staðsettir í Álfta nesfjörunni. Jafnskjótt og þeir iásu úr ljósmerkjunum rituðu þeir kveðjuna á skjal og settui í bambushólk. Hlupu síðan tveir skátar með kveðjuna til Bessa- staða og afhentu forseta íslands hana. Tóku þeir aftur við kveðju frá honum og hlupu með hana niður í fjöruna og sendu yfir fjörðinn á sama hátt og áður. Kveðjurnar voru svohljóðandi: Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, hraðfrystihúsanna). verndari íslenzkra skáta. V7?NA/5 hnútor 11ir* SV SOhnúfar X Snjóhma » ÚSi *• V Siúrír K Þrumur WXii KuUatkil Hitrskí f H Hm 1 L LctqS íslenzkir skátar senda yður og fjölskyldu yðar einlægar nýárs- kveðjur, er skátaárið 1962 gengur í garð. Vér heitum því að efla skáta- starfið hvarvetna á landinu sem framast vér megum og minnast þannig 50 ára skátahreyfingar á Islandi. Með skátakveðju. Jónas B. Jónsson skátahöfðingi. Kveðjan sem forseti sendi var svohljóðandi: Skátahöfðingi Jónas B. Jónssön. Ég þakka kærlega nýárskveðj- ur íslenzkra skáta og árna þeim góða félagsskap allra heilla á komandi hálfrar aldar afmælis- ári- Ásgeir Ásgeirsson. pessar kveðjusendingar fóru fram kl. 3%—6 á gamlársdag. Skátafélag Reykjavíkur annaðist um flutning á kveðjunum. 36 st. hitamismunur á kortinu í gær var grunn lægð yfir Faxaflóa og fór minnkandi, hafði þó áður valdið NA- stormi og snjókomu á Vest- fjörðum. Samskil með illviðri voru að nálgast Bretlandiseyj- ar úr vestri og í sam/bandi við þau var nýmynduð lægð fyrir sunnan land, og fór hún vax- Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-land, Faxaflói og miðin: NA kaldi í nótt, allhvasst með köflum á morgun, skýjað að mestu, vægt frost. Breiðafjörður og miðin: — Hvass NA, snjókoma, einkum norðan til. Norðurland til Austfjarða andi. Var talið í gær, að hún og mi5in: NA stinningskaldi í myndi herða á norðanátt, a. m.k. austan lands. — Hiti var víðast um frostmark á landinu í gær. Kaldast á kortinu var í Scoresbysundi, — 26 stig, en hlýjast á fslandi, 10 stig. nótt, hvasst a morgun, snjo- koma. SA-land og miðin: Allhvasst NA, rigning í nótt en léttir til á morgun, frystir. Dregið í happ- drætti DAS í GÆR var dregið í 9. fl. Happ- drættis D.A.S. um 55 vinninga og féllu vinningar þannig; 3ja herb. íbúð Ljósheimum 20 tilbúin undir tréverk kom á nr. 38853. Umboð Aðalumboð. Eig- andi Álfheiður Ólad. Vesturg. 52. 2ja herb. íbúð Ljósheimum 20 tilbúin undir tréverk kom á nr. 30471. Ekki hefur náðzt í eig- anda. 2ja herb. íbúð Ljðsheimum 20 tilbúin undir tréverk kom á nr. 9286. Umboð Aðalumboð. Eigandi Ellert Ketilsson, Glaðheimum 26. Opel Caravan Statien fólksbif- reið kom á nr. 24441. Umboð Aðal umboð. Eigandi Guðlaugur Krist mundsson. Granskj. 4. Moskvitch fólksbifreið kom & nr. 44137. Umboð Aðalumboð. Eigandi Bæringur Sigvarðsson, Ægissíðu v/Kleppsveg. Eftirtalin númer hlutu húsbún- fyrir kr. 10.000,00 hvert. 4412 14530 14707 36397 45374. Eftirtalin númer hlutu húsbún að fyrir kr. 5.000,00 hvert: 134 446 2330 3586 3951 4276 4287 5532 10478 11669 14687 18556 19829 19943 25454 26441 26778 29023 30169 30428 31949 32296 32489 32907 33642 35337 37632 38942 39343 40635 42440 42770 43450 43617 44490 49946 51468 51732 52215 53349 53620 53818 54719 59477 61982

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.