Morgunblaðið - 09.01.1962, Page 3
Þriðjudagur 9. ianúár 1962
MORGUNBLAÐ1Ð
3
SfÁKSTEÍMAR
Fjölbreytt þrettánda-
hátíð í Mosfellssveit
MEÐ Jjrettándanum kveðj
um *við jólahátíðina. Þá
þykir hlýða að gera sér-
stakan dagamun og þá
einkum með blysförum,
brennum, álfadansi og
hvers konar gleðilátum.
Um nokkurt árabil hafa ung
mennafélagar 1 Mosfellssveit
efnt til veglegrar álfabrennu
á þrettándanum, þótt ekki
hafi hún verið á hverju ári.
Þetta gera þeir í fjáröflunar-
skyni fyrir íþróttastarfsemi í
sveitinni og selja þeir því
aðgang að fagnaði þessum.
Allmikiil tilkostnaður og
Grýla og Leppalúði vöktu verðskuldaða athygli.
mikil fyrirhöfn er við að
koma þessu upp.
★
Núna á þrettándanum varð
að aflýsa álfabrenunni vegna
veðurs, en á sunnudaginn fór
hún fram þótt veður væri
ekki hið ákjósanlegasta.
Nokkur hundruð manns
komu þó upp að Brúarlandi
og eitt er víst, að enginn sá
eftir að hafa horft á fagnað
þennan, svo margt skemmti-
tegt bar fyrir augu.
Ásbjörn Sigurjónsson stjórn
aði fagnaðinum af sinni al-
kunnu röggsemi og gekk allt,
eins og ráð hafði verið fyrir
gert. -
Nokkur rigningarsuddi var
þegar kveikt var í brennunni,
en það gerði álfadrottning í ' éÆBMB
skrautbúningi. Með henni var
álfakonungur og eftir þeim
komu 90 álfar skrautbúnir og Álfakóngur og drottning ganga
voru þar börn og unglingar, fyrir fylkingu 90 átfa.
allir úr Mosfellssveitinni. Álfa
kóngur og drottning sungu
síðan með kór á meðan brenn
an logaði en álfarnir gengu
fylktu liði um leikvanginn.
Txn riSn 10 -fríiPvVilpíyir riHrl-
arar fram og aftur um svæð-
ið og báru þeir kyndla. Var
þeirra hlutur í hátíðinni til
mikillar nrvði
Auk álfanna og riddaranna
kom svo alls konar óþjóða-
lýður fram og lék listir sínar
öllum til hinnar mestu kátínu.
Fyrst skal frægust telja Grýlu
og Leppalúða, en karlsauður-
inn teymdi undir kerlu sinni
á hesti og voru þau ferleg
ásyndum.
Þá komu fram Skugga-
Sveinn og Ketill skrækur og
var Ketill mikið hlátursefni
manna. Griðungur stör og
tröllaukinn var leiddur um
leikvanginn og vakti óskipta
atfhygli. Þó mun það hafa vak-
ið hvað mesta aðdáun og
kátínu er Ketill skrækur stökk
öskrandi og hljóðandi á bak
honum og þeysireið fram og
aftur.. Þóttist skrækur þá
hræddur mjög en fimi hans og
skrípalæti urðu mikið hláturs
efni.
En skrækur lét ekki þar við
sitja heldur stökk hann á
bak fyrir aftan Grýlu, og
hafði nær sett kerlingargreyið
ofan í svaðið. en Leppalúði
fékk við ekkert ráðið. Þá
onaraðist hann á bak fvrir aft-
Hér koma riddararnir og fyrir
þeim fer hinn kunni hestamað
ur Aðalsteinn, ráðsmaður á
Korpúlstöðum.,
an einn riddaranna og þeystu
þeir um völlinn og mun Katli
'hafa þótt nóg um reiðina.
★
Þá komu fram alls konar
púkar og skríll úr myrkra-
heimum. Skutu þeir blysum
og h velLspreng j um svo að
mönnum þótti nóg um. Þá
voru leiddir fram hrútur
vænn svo og geit. Voru horn
þeirra iýst með litlum perum,
einnig voru höfuðleður hest-
anna lýst á sama hátt.
Yfir þetta gnæfði álfasöng-
urinn og snarkið í brennunni
og varð af hljómleikur mikill.
Litskrúðugum flugeldum var
skotið í tugatali.
Af öllu þessu má sjá að vel
var til fagnaðarins vandað.
Skemmtunin stóð á aðra klst.
og var komið sæmilegt veður
um það er lauk.
Hafi ungmennafélagar í
Mosfellssveit þökk fyrir
ánægjulega kvöldstund.
• svip á hátíðina. — Myndirnar tók Sv. Þormóðsson.
Með síld
til Þýzkalands
9—10 þús. tunnum af síldinni,
sem barst á land í Reykjavík
íyrir helgina, var landað yfir í
fjóra togara, Úranus, Neptúnus,
Gylfa og Frey, sem sigla með
hana til Þýzkalands. Eru tveir
þeirra, Neptúnus og Gylfi, farnir,
en ætlunin er að dreifa síldar-
sölunum á nokkra daga.
Síldarbátarnir fóru út í gær,
en veður var ekki mjög hagstætt.
Tvær ræður, sem vöktu
athygli
Hannes á Horninu gerir ræðu
forsætisráðherra og biskups um
áramótin nýlega að umræðuefni
í Alþýðublaðinu. Kemst hann þá
að orði á þessa leið:
„Áramótaræður Bjarna Bene-
diktssonar, forsætisráðherra, og
Sigurbjarnar Einarssonar, bisk-
ups, voru með nokkuð öðrum
hætti en við höf-
um átt að venj-
ast á liðnum ára
tugum við slík
tækifæri. Það
hefur legið í
landi að tala sem
lengst og segja
sem minnst,
enda hefur kenn
ing forystumann
anna nær alltaf verið sú að særa
engan, taka sem óvissasta afstöðu
til málefna, „gæta orða sinna“,
eins og það er kallað: segja sem
minnst, segja sem fæst, í mörgum
orðum þó.
Bjami Benediktsson sagði
margt í ekki langri ræðu. Hann
tók fyrir málin, tók ákveðna af-
stöðu til þeirra en fordæmdi þó
ekki eitt né neitt, en lét stað-
reyndirnar tala. Hann bar heldur
ekki á borð fullyrðingar. Það var
einna helzt eins og stærðfræðing
ur væri að skýra frá niðurstöð-
um, án þess þó að hann væri á
nokkurn hátt að skýra frá tölum.
Mér líkaðl þessi ræða vel, hún
var skýr og skilmerkileg, flutt
af þrótti og ábyrgðartilfinningu.
Hér var pólitískur forystumaður
að tala — maður, sem oftast
standa á öll vopn. Það er oft erf-
itt fyrir slíka menn að leggja frá
sér stríðsvopnin.“
Óvenjuleg biskupsræða
Greinarhöfundur heldur síðan
áfram:
„Biskupinn skar ekki niður
ræðu sína um áramótin. Hún var
líka óvenjuleg. Hann gekk beint
að málefnunum, talaði ekki tæpi
tungu, benti fram á leið, kvað
upp dóma og ræddi fyrst og
fremst þau viðfangsefni, sem við
eigum við að stríða í andlegum
málefnum. — Hvaða skoðun, sem
menn kunna annars að hafa á
trúmálum, bá held ég að við vilj-
um allir að kirkjan hafi skel-
eggri forystu en henni hefur lán-
azt að hafa í samfélaginu.“
Framsókn og aukning
framleiðslunnar
Framsóknarmenn halda því nú
fram, að sú framleiðsluaukning,
sem orðið hefur hér á landi síð-
ustu árin sé fyrst og fremst að
þakka forystu þeirra um öflun
nýrra atvinnutækja til landsins.
Þessi kenning felur í sér til-
raun til grófra fölsunar á stað-
reyndum. Allir íslendingar muna
það, að þegar nýsköpunarstjórn
Ólafs Xhors hófst handa um
uppbyggin-gu íslenzkra bjargræð-
isvega, að síðari heimsstyrjöld-
inni lokinni, þá snerust Fram-
sóknarmen gegn þeirri viðleitni
af hinni mestu heift og þver-
móðsku. Þeir töldu það hina
mestu fásinnu að verja 'gjaldeyr-
issjóðum styrjaldaráranna til
þess að kaupa ný og fullkomin
framleiðslutæki. Tíminn hefur
margsinnis lýst því yfir sem
sinni skoðun, að nýsköpunartjórn
in hafi kastað mörg hundruð
milij kr. „í sjóinn“, þegar hún
beitti sér fyrir endurnýjun fiski-
skipastólsins, byggingu verk-
verksmiðja og fiskiðjuvera, kaup
um á landbúnaðarvélum og nr.arg
víslegum tækjum til verklegra
framkvæmda í Iandinu.
Það varð hinsvegar hlutskipti
Framsóknarflokksins, þegar hann
myndaði vinstri stjórnina sáluðu
að hella stórkostlegu verðbólgu-
flóði yfir allan atvinnurekstur í
landinu og grafa þannig undan
rekstrargrundvelli framleiðslu-
tækjanna.