Morgunblaðið - 09.01.1962, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.01.1962, Blaðsíða 4
4 MORGUTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. janúar 1962 Sængur Endurnýjun gömlu sæng- urnar, eigum dún og fiður- held ver. Seljum gæsa- dúnssængur. Dún- og fiðurhreinsunin Kirkjutei^ 29. Sími ó3301. Barnavagnar Notaðir barnavagnar og kerrur. Sendum í póst- kröfu hvert á land sem er. Barnavagnasalan Baldursgötu 39. Sími 24626 Sauma eftir máli kjóla fyrir öll betri tæki- færi. Margrét Björnsdóttir Sími 36888. Saumaskapur Vil taka heim að sauma, helzt rúmfatnað, t. d. fyrir sjúkrahús eða hótel. Uppl. í síma 22772. Vélritun Þaulvön vélritunarstúlka vili taka að sér heimaverk- efni. Er til viðtals í síma 3-76-44. Hvolpur til sölu af útlendu kyni. Uppl. í síma 13392. 2ja herbergja íbúð Ung hjón með eitt bam, óska eftir 2ja herbergja íbúð sem fyrst. Vinsaml. hringið í síma 13081. Aukavinna Óska eftir kvöldvinnu, hef Kvennaskólapróf. Tilboð sendist Mbl. fyrir 15. þ. m., merkt: „7649“. Hannyrðakennsla (listsaum), námskeið byrj- að. Komið og veljið verk- efni. Dag- og kvöldtímar. Guðrún Þórðardóttir Amtmannss. 6. Sími 11670. Keflavík Reglusamur maður óskar eftir fæði um óákveðinn tima. Til viðtals kl. 9—6 i sima 2044. Til leigu er mjög skemmtilegt for- stofuherb. í Hlíðunum. Að- eins reglumaður kemur til greina. Uppl. í síma 18590. 2ja eða 3ja herbergja íbúð óskast strax. Uppl. í síma 16739 eftir kl. 5. Til leigu í Miðbænum herb. og aðg. að eldhúsi gegn einhverri húshjálp fyrir konu, sem Íítið vinnur úti eða stúlku með ungbarn. Uppl. í síma 16639. Ráðskona óskast Má hafa 1 bam og vera erlend. Gott kaup. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. íyrir fimmtudagskvöld, — merkt: „Barngóð — 7654“. Til sölu amerískur pels nr. 16 og EVA (HANNAU) giktar- og ljósalampi. Uppl. í síma : 19497 á kvöldin. í dag er þriðjudagurinn 9. janúar. 9. dagur árstns. Árdegisflæði kl. 7:15. Síðdegisflæði kl. 19:40. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringinn. — .Læknavörður L.R. (fyrír vitjanir) er á sama staS frá kL 18—8. Símí 15030. Næturvörður vikuna 6.—13. jan. er í Vesturbæjarapóteki sunnud. Apótek Austurbæjar. Næturlæknir 1 Hafnarfirði 6.—13. jan. er Garðar Ólafsson, simi 50126. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15—8, iaugardaga frá kl. 9:15—4. helgid. frá 1—4 e.h. Sími 23100. Ljósastofa Hvítabandsins, Fornhaga 8: Ljósböð fyrir börn og fullorðna Uppl. 1 síma 16699. □ Edda 5962197 — 1 Atkv. Ixl Helgafell — 59621107 — IV/V — 3 I.O.O.F. Rb. 1 = 11119812 — iflEiim Hraunprýði heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 9. jan. kl. 8,30 í Sjálf- stæðishúsinu. Kvenfélag Háteigssóknar. byður öldruðum konum í sókninni á fund- inn í kvöld í Sjómannaskólanum kl. 8 e.h. Sýnd verður kvikmynd, upp- lestur, söngur, kaffidrykkja. Skólastjórar, kennarar: — Bindindis félag ísl. kennara hefir látið endur- prenta, með nokkrum breytingum, „Vinnubók um áhrif áfengis og tó- baks'*. — Vinnubókina má panta hjá Jóhannesi Óla Sæmundssyni, námsstj. Akureyri. Leiðrétting: í minnlngarkvæði um dr. Matthías Þórðarson, eftir Andrés Johnson, sem birtist í blaðinu á laug ardaginn, urðu prentvillur í tveimur vísum og birtum við þær því aftur: Ríkti réglusemi — rétt að marki settu, signdi sig að morgni sáttur daginn átti: Ljótt orð lét ei heyra Ijúfur ei né hrjúfur, frómur fylgdi sóma fast, i rótar rasti. Vinur vina sinna var f hlýju svari, bar i brjósti hlýju — brauð gaf úti snauðu. Þolinmóður þreyði þarfur vel í starfi: þyngsla þéttur fyrir þótti, og áfram sótti. FermingarbÖrn Fermingarbörn f Reykjavíkurpró- fastsdæmi, vor og haust 1962. Rétt til fermingar á þessu ári eiga ÖU börn, sem fædd eru 1948 eða fyrr. Dómkirkjan: Fermingarbörn Sr. Jóns Auðuns, vor og haust, komi til viðtals í Dómkirkjunni, fimmtudaginn 11. jan. kl. 6 e.h. Fermingarböm Sr. Óskars J. Þorlákssonar, vor og haust, komi til viðtals í Dómkirkjuna, föstudaginn 12. jan. kl. 6 e.h. Neskirkja. Böm sem fermast eiga á þessu ári, 1 vor eða að hausti komi til viðtals í Neskirkju, sem hér segir: Stúlkur á fimmtudag 11. jan kl. 8,30 e.h. Drengir föstudag 12 jan. kl. 8,30 eh. Sóknarprestur. • Hallgrímskirkja: Fermingarböm Sr. Sigurjóns Þ. Árnasonar eru vinsam- lega beðin að mæta til viðtals í kirkj una n.k. miðvikudag kl. 6:15 e.h. Fermingarbörn Sr. Jakobs Jónssonar eru vinsamlega beðin að mæta til við tals 1 kirkjuna n.k. fimmtudag kl. 6:15 e.h. Háteigssókn: Fermingarböm 1 Há- teigssókn á þessu ári, vor og haust, eru beðin að koma til viðtals í Sjó- mannaskólann, fimmtudaginn 11. þ.m. kl. 6:30 e.h. Sr. Jón Þorvarðsson. Laugarnessókn: Börn, sem fermast eiga í vor eða haust eru beðin að koma til viðtals 1 Laugarneskirkju (austur- dyr) n.k. fimmtudag k1. 6 e.h. Sr. Garðar Svavarsson. Langholtsprestakall: Fermingarbörn Sr. Árelíusar Níelssonar á árinu 1962 eru beðin að koma til viðtals í safnað arheimilið við Sólheima n.k. föstudag 12. jan. kl. 6 e.h. Bústaðasókn: Fermingarböm í Bú- staðasókn mæti til viðtals í Háagerð- isskóla kl. 8 e.h. miðvikudaginn 10. þ.m. Sr. Gunnar Árnason. Kópavogssókn: Fermingarböm 1 Kópavogssókn mæti til viðtals 1 gagn fræðaskólanum kl. 5 e.h. fimmtud. 11. þ.m. Sr. Gunnar Árnason. Fríkirkjan: Væntanleg fermingar- börn, vor og haust, eru beðin að koma til viðtals í kirkjuna, föstudaginn 12. jan. kl. 6 e.h. Sr. Þorsteinn Björnsson. Lesa og skrifa list er góð, læri það sem flestir; þeir eru haldnir heims af þjóð höfðingjarnir mestir. Skrifaðu bæði skýrt og rétt, svo skötnum þyki á snilli; orðin standa eiga rétt, en þó bil á milli. Skriftin mín er stafastór, stílað illa letur; hún er eins og kattarklór, ég kann það ekki betur. (Gamlar lausavísur) Á jóladag voru gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni, Laufey Símonardótt- ir og Magnús Jónsson starfsmað ur hjá Skýrsluvélum ríkisins. — Heimili þeirra er í Faxatúni 25. — Silfurtúni. Á gamlárskvöld opinberuðu trú lofun sína frk. Ásta Jónsdóttir, Birkivöllum 5, Selfossi og nr. Albert Guðmundsson, Skólavöll um 14, Selfossi. Laugard. 23. des. voru gefin saman í hjónaband af séra Guð- mundi Óla Ólafssyni ungfrú Kristín Sigurðardóttir, Úthlíð, Biskupstungum og Greipur Sig- urðsson Haukadal, Biskupstung- um. Á gamlársdag voru gefin sam- an í hjónaband af séra Ingólfi Ástmarssyni ungfrú Kristrún Stefánsdóttir frá Minni-borg Oig Sigurþór Sigurðsson, frá Norð- firði. Heimili þeirra er að Rauða- gerði 8. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sigurveig Jónsdóttir, Patreksfirði Oig Pétur Sveinsson, sjómaður, Vogum. Við áramÓt Árið er liðið. Allt er runnið eilífðar fram í dimman hyl eins og þá kerti út er brunnið. Upp renna tímans þáttaskil, líkt og stjarna úr dökku djúpi djarflega bruni á himinhvel árið nýa úr aldahjúpi áfram boðar oss líf og hel. Aldirnar hverfa. Árin líða áfram á tímans settu brauit eirulaus streymir strauimur tíða stefnu í aldahafsins skaut. Alheimsins eru örlög dulin einurn og sama vilja háð, skilningur vor er skugga hulinn skynjum vér aldrei Drottins ráð. Boðar oss árið betri tíðir, birtu og frið um jarðarhring? Munu úr ánauð leysast lýðir, íétta kúgun og fordæming? Kemur árið með kvöl %g þrautir, kúgun og meira heljarstríð, eða leiðir það bjartar brautir blessun og nýa, fegri tíð? Færi oss árið fegri tíma, farsæld og gæfu um lönd og höf, lyfti sannleik í ljóssins bríma, lýginni búi þögla grö£. Byggi það nýar helgihlóðir, heillir og frið um lýða ferð, kærleika efli, en kasti á glóðir kommúnisma og glæpamergð. Pétur Ásmundsson. MNN 06 = MALEFNI= LISA LANE, bandaríkjameist ari kvenna í skák, tilkynnti fyrir skömrnu, að hún myndi hætta keppni í skákmótinu í Haistings. Hún tók þessa ákvörðun eft ir að hún hafði teflt í þrjá daga með lélegum árangri. Hún tapaði alltaf tveimur skákum, gerði eitt jafntefli og ein skák hennar fór í bið. Ungfrú Lane sagðist ekki geta haldið áfram að tefla, því að henni væri ómögulegt að hugsa um skákina. — Eg er ástfangin, sagði hún, ég borfi á vatnið fyrir utan gluggann og hugsa um maiminn í Banda ríkjunum, sem ég elska. Lisa Lane hefur sex sinnum orðið bandaríkjameistari kvenna í skák. í október s.L lagði hún af stað í keppnis- ferðalag til Júgóslavíu, geklk Bandaríkjamelstarl kvenna í skák, ungfrú Lisa Lane. vægi, en loks gaf hðn upp nafnið Neil Hickey. Þegar fréttamenn höfðu fengið hana til að segja nafn- ið, stundi hún og sagði: — all vel. En eftir að hún kom E,g, er ^ædd wn að ég giítist til Haistings er annað uppi á teningnum. Það olli mikilli óánægju meðal forstöðumanna mótsins í Haistings, að ungfrúin skyldi aldrei, ég held að hann endur gjaldi ekki tilfinningar mínar. Hún sagðist myndi fljúga til New York strax daginn eftir að hún hætti að tefla. Fréttamenn settu sig í sam- allt í einu leggja upp laupana, band við Neii Hickey og hann en hun segir: sagði: — Eg er að vísu vinur get ekkl kugsað um ungfrú Lane, en ég skil ekki taflið, eg er alltaf að 'Ugsa ástæðuna fyrir því, að hún um hann. Þetta er tilgangs- bættir keppnL Mér er ókunn- laust. Eg er kona. Eg get ekki ugt um að hún sé ástfangin af mer. verið án hans lengur — Eg hefði ekki gert rétt, ef ég hefði haldið áfram, ég tefli miklu ver, en efni standa til, þegar ég er með hugann ann ars staðar. Mikhail Botvinnik, rúss- neski stórmeistarinn, sem efst ur varð á mótinu sagði aðeins að sólin í keppnissalnum væri of sterk. Voru strax gerðar í fyrstu neitaði ungfrú Lane ráðstafanir til að byrgja glugg að segja hver það væri, sem ana og síðan var mótinu hald kæmd henni svona úr jafn- ið áfram án ungfrú Lane. JÚMBÓ og SPORI í frumskóginum r34-10 Teiknari J. MORA 1) Andersen var ekki alveg með á nótunum. — Er það svo merkilegt, að ég skyldi finna dýrin niðri við fljótið? Þorpararnir hafa auðvitað dregið þau fram á bakkann — og svo siglt síðan burt með tennurnar.... — Já, en það er nú einmitt það merki- lega, sagði Júmbó ákafur. 2) — Þegar við Spori kom- um hingað, sögðu Lirfusen- bræðurnir okkur, að það yrði ómögulegt að sigla á fljótinu um nokkurn tíma vegna vatnsleysis.... og það er þess vegna sem við höf- um neyðzt til að fresta för okkar! 3) Júmbó hugsaði og hugs- aði, svo að hann fékk suðu fyrir stóru eyrun sín. Hvers vegna höfðu bræðurnir logið til um ástand fljótsins? Var það til þess að fá þá Spora til að vera um kyrrt? En hvað gat þeim þá orðið gott a£ því? 4) Þegar Júmbó hafði velt þessu fyrir sér á ýmsa vegu góða stund sneri hann sér að Andersen og sagði: — Við verðum að hitta ættflokk- inn, sem notar þessar örvar, sem við höfum fundið. — Ég held, að það verði til lítils, anzaði Andersen. — Ég þekki hina innfæddu.... og þeir eru áreiðanlega saklausir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.