Morgunblaðið - 09.01.1962, Side 6
6
UORGUISBLAÐIÐ
Þriðjudagur 9. janúar 19611
,Sigling“ Þorkels G. Guðmundss. arkitekts hlaut 1. verðlaun.
Verðlaun fyrir minnismerki
nm hafnfirzka sjómenn
HAFNARFIRÐI — 1 gaer boðaði
Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri
fréttamenn á sin,n fund í Alþýðu-
húsinu, en þar fór fram verðl.-
afhending fyTÍr minnismerki um
hafnfirzka sjómannastétt. Auk
dómnefndar, voru msettir bæj ar-
stjórnarmenn o.fl. Fyrstu verð-
laun blaut Þorkell G. Guðmunds-
son arkitekt Melhaga 17 í Reykja
vík, 30 þúsund krónur. Nefnir
ihann listaverkið „Sigling". Alls
bánxst sex til'lögur, en veitt voru
þrenn verðlaun. önnur verðlaun
hlaut Guðm. Elíasson mynd-
(höggvari Njálsgötu 94, Rvík, og
þriðju Gerður Helgadóttir mynd-
höggvari, París. Fyrir önnur verð
laun voru veittar 15 þús. kr. og
5 þús. fyrir þriðju.
G. Guðmundssyni arkitekt af-
hent 1. verðlaunin í gaer. Óskaði
bæjarstjórinn honum til ham-
ingju með minnismerkið, sem
Hafnfirðingar gætu verið hreykn
ir af, og væri hafnfirzkri sjó-
mannastétt til sóma. Stefán rakti
nokkuð aðdraganda að verki
þessu og þakkaði þeim, sem í
dómnefndina voru kjörnir, vel
unnin störf.
Líkaní af minnismerkinu var
komið fyrir í Alþýðuhúsinu og er
það hið myndarlegasta, einfalt í
sniðum en tignarlegt að allri
gerð. Verður það einir 5 eða 6
metrar að hæð og staðsett í garði
fyrir sunnan þjóðkirkjuna. —
G. E.
Belgísk farþegaþota neydd
til oð lenda í Sovetríkjunum
Istanbul, Tryklandi, 8. jan.
(NTB-AP).
RÚSSNESKAR orustuþotur
neyddu í dag Caravelþotu frá
belgíska flugfélaginu Sabena að
lenda við Jerevan í Armeníu.
Með flugvélinni eru 27 man,ns.
Vélin var á leið frá Teheran til
Istanbul.
Hálfri annari klukkustund áður
en flugvélin var væntanleg til
Istanbul tilkynnti flugstjórinn,
Freddy Moreu, að hann vissi ekki
hvar vélin væri stödd því átta-
vitinn væri eitthvað í ólagi. Hann
sagði að rússneskar Mig-þotur
hefðu umkringt vél sína og yrði
hann að fylgja þeim. Bjóst hann
við að þurfa að fara til Armeníu,
sem er eitt Sovétríkjanna.
Talsmenn Sabena flugfélagsins
í Istanbul segja að ekki hafi fyr-
irhuguð flugleið Caravel-þötunn
ar legið nálægt landamærum
Armeníu. Hins Vegar sé ekki úti-
lokað að allhvass vindur hafi bor
ið vélina af leið. Engin tilkynning
hefur borizt frá Armeníu um að
flugvélin sé lent og er talið að
hún hafi verið neydd til að lenda
á herflugvellL
Farþegar með vélinni eru frá
Leiðrétting
í FRÉTTINNI um likanið af Arn
arnesi í blaðinu s.l. sunnudag
féllu niður þjú orð í einni setn-
ingunni. Rétt er málsgreinin
þannig: „Er þá t.d. strax fjarlægð
ur allur moldarjarðvegur úr
götustæðunum og sandur eða
möl, sem þarna er fyrir hendi
sett í staðinn“.
íran, Bandaríkjunum, Þýzka-
landi, Suður Afríku, Belgíu,
Grikklandi og Líbanon.
Gáfu skólanum
kvikmyndavél
HÖFN, Hornafirði, 8. jan. — S.L
föstudagskvöld höfðu yfirmienn
varnaliðsins á Stokksnesi boð
inni fyrir skólanefnd Hafnarskóla
hverfis og fleiri gesti. Að loknu
borðhaldi flutti J. C. Biaid majór
ræðu og afhenti hann barna- og
unglingaskólanum í Höfn kvik-
myndatökuvél að gjöf frá þeim
félögum. Gunnar Snjólfsson, for
maður skólanefndar veitti þessari
veglegu gjöf viðtöku fyrir hönd
skólans og flutti þeim þakkir og
árnaðaróskir. — Gunnar.
Einleikur d hörpu og
tvær þekktur sinlóníur
Tónleikar sinfóníuhíjómsveitarinnar
noÉst komandi fimmtudag
Á FIMMTUDAGINN kemur held
ur sinfóníuhljómsveitin fyrstu
tónleika sína á þessu ári. Á efnis
skránni eru tvær þekktar sinfón-
íur, ófullgerða sinfónían eftir
Schubert og pastoral-sinfónia
Beethovens. Þá leikur hljómsveit
in tvo dansa eftir Debussy. Ein-
leik á hörpu í þeim verkum leik
ur fröken Mariluise Draheim frá
Þýzkalandi.
Forstöðumenn sinf óníuhlj óm-
sveitarinnar ræddu við blaða-
menn í gær, asamt fröken Dra-
heim og stjórnandanum Jindric-h
Rohan. Sinfóníur þær, sem flutt-
ar verða, hafa báðar verið leikn
ar áður af hljómsveitinni. Ófull-
gerða sinfónía Sohuberts er ein-
hver vinsælasta sinfónía, sem sam
in hefur verið. Pastoral-sinfónía
Beethovens nr. 6 er mjög róman
tískt verk og kvað Rohan það
vera eftirlætisverk sitt. Sinfónían
væri ekki í þeim hetjuanda, sem
einkennir þær sinfóníur Beethov
ens, sem auðkenndar eru með
oddatölum. í 6. sinfóníunni örlar
á upphafi rómantísku stefnunn-
ar úr klassisku stefnunni. Róm
antákin þróaðist síðan yfir í
impressionismann og í nútíma
tónlist. Það má því segja, að sin-
fónían sé upphaf að nýrri tónlist
arstefnu.
EINLEIKUR Á HÖRPU
Þriðja verkið á efnisskránni
eru dansar eftir Debussy. Einleik
á hörpu í því verki leikur fröken
Draheim, sem nú er hörpuleik
ari í hljómsveitinni, sá fyrsti,
sem ráðinn er. Forráðamenn
hljómsveitarinnar gátu þess, að
það væri stefna þeirra, að gefa
sem flestum hljóðfæraleikurum
sveitarinnar færi á því að leika
einleik.
Blaðamenn ræddu nokkra
stund við frökenina og fengu
nokkrar upplýsingar um hljóð-
færi hennar, sem telja má nýstór
Mariluise Draheim.
legt hérlendis. Á hörpu eru 48
strengir og má leika þrjá tóna
á hvern þeirra. Verður að stilla
hvern um sig daglega og er það
ærið verk. Þá eru sjö fótskemlar,
svo að segja má að leikið sé jafnt
með höndum sem fótum. Harpan
sem lei'kið verður á, er mikill
gripur og kostar á við tvo kon-
sertflygla.
Fröken Draheim kvaðst ekki
vera Skyld Áslaugu, dóttur Sig-
urðar fáfnisbana og Brynhildar,
þeirri, sem falin var í hörpunni
Heimis konungs, og er henni var
sögð sagan, þótti henni gott að
heyra, að harpan er ekki_ með
öllu óþekkt hljóðfæri með íslend
ingum.
Ekki er að efa, að tónleilkar
þessir verði mjög fjölsóttir, enda
er efnisskráin óvenju forvitnis-
leg.
Sjómannastéttinni til heiðurs.
Það var á fimmtíu ára afmæli
Hafnarfjarðarkaupstaðar 1. júní
1958, sem bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar ákvað að heiðra hafn-
firzka sjómannastétt fyrir hinn
miikla og sérstæða þátt hennar í
uppbyggingu kaupstaðarins með
því að reisa táknrænt verk, hafn
firzkri sjómannastétt til heiðurs
og viðurkenningar.
Dómnefndin.
Hugmyndasamkeppnin var
ekki bundin við styttu eða högg-
mynd, heldur komu allar tillögur
til greina. Dómnefndin var skip-
uð þeim Birni Th. Björnssyni
listfræðingi, sem var form. nefnd
arinnar, Eiríki Smith listmálara,
Friðþjófi Sigurðssyni mælinga-
manni, Valgarð Thoroddsen yfir-
verkfr. og Friðriki Á. Hjörleifs-
syni sjómanni.
Ágætt listaverk.
Eins og fyrr segir, var Þorkeli
• Misheppnaður
jólasveinn
B. H. B. skrifar:
— Fjölmargar jólatrés
skemmtanir hafa verið haldn-
ar í höfuðborginni um þessi
jól sem önnur, og standa enn
yfir. En misjafnlega er vel til
þeirra vandað, eins og gengur.
Þó gekk alveg fram af mér
og öðrum, þegar ég fór með
dóttur mína á jólatrés-
skemmtun um daginn, óg
jólasveinarnir mættu vel
drukknir og gátu varla á fót-
unum staðið, sérstaklega ann-
ar þeirra, sem var aðaljóla-
sveinninn, hitt var einhvers
konar hjálparmaður eða und-
irleikari. Jólasveinninn röflaði
einhver ósköp upp við hátal-
arann, sem betur fór stóð
hann svo nærri honum, að
lítið sem ekkert heyrðist um
salinn. Og þá var söngurinn
með einsdæmum. Jólasveina-
vísunum gömlu og góðu var
varpað fyrir borð og dægur-
flugur eins og ,,Ó, María, mig
langar heim“ og þess háttar
glumdu í eyrum.
• Augafullur
fratjólasveinn
Það þarf varla að taka það
fram, að þeir, sem stóðu fyrir
jólatrésskemmtuninni, voru
alveg í öngum sínum vegna
þessa jólasveins, og ræddu um
að fleygja honum á dyr. Það
var þó ekki gert, enda varla
hægt að Mtillækka sjálfan
jólasveininn þannig í augum
barnanna. Þau voru sýnilega
sáróánægð með þennan nýstár
lega jólasvein og þótti hann
ekkert skemmtilegur, þótt
fæst hafi gert sér grein fyrir
að hann var augafullur. „Oj
bara, þetta er fratjólasveinn“,
heyrði ég eina stúlkuna segja,
og tóku allar vinstúlkur henn-
ar undir.
• Blöðruhvellir
Annað, sem mér þykir vert
að gagnrýna, er að útblásnar
blöðrur skuli vera seldar á
jólatrésskemmtunum. Á áður
nefndri skemmtun úði allt og
grúði af marglitum blöðrum,
sem alltaf voru að springa
með þeim ógurlega hvelli, að
engu líkara var en verið væri
að endurtaka gamlárskvöld,
Ekki gat ég séð að börnin
hefðu neina sérstaka skemmt.
un af þeim, og þykir mér mið
ur ef beina á athygli þeirra
frá jólatrénu, jóladönsunum
og fleiru, sem eru aðalein-
kenni þessara skemmtana.
• Hljómsveitin
bjargaði
Þá vil ég að lokum geta
þess, að hljómsveitin bjargaði
alveg heiðri þessarar jólatrés-
skemmtunar, svo og ágætar
veitingar. Sérstaklega var
harmónikkuleikarinn ánægju-
legur náungi, sem safnaði um
sig hópi barna og lét þau
syngja með og kallaði þau
„kórinn“. Var það hið eina,
sem dóttur minni þótti frá-
sagnarvert, þegar hún fór að
segja tíðindin af jólaskemmt-
uninni heima.