Morgunblaðið - 09.01.1962, Side 18

Morgunblaðið - 09.01.1962, Side 18
JLU MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. janúar 1962 ► Aðems 2 þjóðir eiga betri þristökkvara EINN íslendingur er á heims skránni yfir beztu frjáls- íþróttaafrekin á árinu 1961. Það er Vilhjálmur Einarsson og hann skipar þennan veg- lega sess enn einu sinni fyr- ir afrek sitt í þrístökki, 16.17 m. Það afrek er það 8. bezta EM í Irjólsum i Finnlondi 1966? FINNSKA ft-jálsíþróttasam- bandið hefur ákveðið að sækja um að fá að halda Evrópu- meistaramótið i frjálsum í- þróttur 1966. Ef umsókn Finna verður samþykkt þá verður frjálsíþróttamótið 1966 fyrsti stórviðburðurinn í frjálsum, íþróttum í Fannlandi síðan 1958 að Finnar stóðu fyrir, Olympíuleikum. sem vannst í heiminum í þeirri grein á sl. ári. Aðeins tvær þjóðir í heimi eiga betri þrístökkvara en íslend- ingar á árinu 1961. Það er heiður hverri smá- þjóð að komast á blað á heimsafrekaskránni og þær eru ekki ýkja margar sem eiga fulltrúa þar. Um 5 ára skeið hefur Vilhjálmur nú verið á þessari skrá. Það sýn ir hversu framúrskarandi af- reksmaður hann er í þessari grein. Afrekaskráin í þrístökki lítur þannig út: 16.71 Kreer, Rússland. 16.53 Malcherscyk, Pólland. 16.52 Gorjajew, Rússland. 16.40 J. Schmidt, Pólland. 16.33 Rajkowski, Rússland. 16.26 Dementjew, Rússland. 16.20 Okunkow, Rússland. 16.17 Vilhjálmur Einarsson. 16.15 Solotoarjev, Rússland. 16.13 Werestschagin, Rússl. 16.13 Michailow, Rússland. 16.11 Samuels, Jamaika. Vilhjálmur stekkur 16.17 í lands- keppninni s.l. sumar. Hvergi annars staðar eru ís- lendingar nálægt því að vera á heimsafrekaskránni. 1 stangar- stökki t. d. er bezta afrek árs- ins 4.83 — heimsmet G. Davies, Bandaríkjunum. 13. maður á skránni er með 4.65 m. Svo all- langt er þar í land fyrir Val- bjöm. 1 hástökki er Brummel með bezta afrekið — heimsmet- ið 2.25. — 18 menn hafa stokkið 2.08 eða hærra. Svo þar er og talsvert langt að sækja á bratt- ann fyrir hinn unga Jón Þ. Ólafs- son sem setti ísl. met í stimar. X öðrum greinum er ennþá lengra í sæti á þessari eftir- sóttu skrá. KR til Danmerkur - og Danir hingað DANSKA blaðið Berlinske Tid- ende skýrir frá því að íslands- meistarar KR í knattspyrnu muni heimsækja Danmörku í sumar og leika 4 leiki á tímabilinu 26. júní til 4. júlí. Heimsókn KR til Dan- merkur er á vegum Sjællands Boldspil Union en það samband á afmæli í ár og heldur upp á það með veglegum og fjölbreyttum hátíðahöldum. M.a. mætir úr- valslið þess úrvali Kaupmanna- hafnar í Idrætsparken. STUTT SAMBAND SBU er sterkt samband. Það hefur sent lið sín hingað til lands og hafa þau farið ósigruð héðan. KR-ingar hafa einnig áður keppt við þá úti en ekki borið sigur úr býtum í þeim leikjum. Ekki er enn vitað hvaða liðum KR-ingar mæta, en Berlingur seg ir að líklegast sé að það verði úr valslið Holbæk-sambandsins og „Úthverfa“-samsteypan, en í henni er nú m.a. AB sem hefur sameinast Bagswærd IF. Ver Evrópu- meistaratitil ENSKI hnefaleikakappinn Dick Richardson hyggst verja Evrópu meistaratitil sinn í þungavigt 24. febrúar n.k. Mætir hann þá Þjóð verjanum Carl Mildenberger. — Leikurinn fer fram í Dortmund í Þýzkalandi. DANIR HINGAÐ HEIM. Til endurgjalds fyrir þessa heimsókn KR-inga, sækja Sjá lendingar ísland heim í júlí lok eða ágústbyrjun. f þeirri ferð verða allir sterkustu leik- menn sambandsins þ.e.a.s. beztu menn deildaliðanna Köge, AB, Næstved, Hróars- keldu, Helsingör og Lyngby. Afmœlismót HKRR um helgina HANDKNATTLEIKSRÁÐ R-vík- ur á 20 ára afmæli hinn 29. janúar n.k. Ráðið ætlar að minn ast afmælisins með hraðkeppni í handknattleik og fer hún fram um næstu helgi. Keppnin hefst á laugardaginn kl. 7:30 og verða fyrst leiknir 4 leikir í m.fl. krv. óg síðan 5 leikir í m.fl. k— í kvennaflokki mætast á laug ardag: Víkingur — Valur. KR — Breiðablik Armann — Þróttur FH — Fram í karlaflökki mætast þá: FH — Breiðablik Yalur — KR Ármann — Fram Víkingur — ÍR Haukar — Þróttur Keppnin heldur áfram á sunnu dag og hefst þá kl. 8. Það lið se<m tapar leik er úr keppninni. morgun hefst okkar % árlega IÍTSAL á alls konar fafnaði FYRIR KVENFÓLK: ULLARKÁPUR POPLÍNKÁPUR DRAGTIR JERSEYKJÓLAR POPLÍNKJÓLAR PEYSUR KULDABUX UR PILS ÚLPUR HÚFUR TREFI.AR FYRIR BÖRN: STAKKAR POPLÍNKÁPUR PEYSUR BLÚSSUR — PRJÓNASKYRTUR FYRIR KARLA: ULLARFRAKKAR POPLÍNí’RAKKAR BLÚSSUR PEYSUR PRJÓNASKYRTUR TREFLAR -X illikiil afsláttur, uieira voruval en nokkru sinni fyrr -x EVGLÓ, Laugavegi 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.