Morgunblaðið - 12.01.1962, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.01.1962, Qupperneq 1
"JA3 síður V' Frakkar hafa undanfarin 7 , ár haft í smíðum stórt farþega skip til Atlantshafssiglinga. Nú er þaff tilbúiff og fer jóm- frúarferðina eftir fáa daga. — France er 66 þús. tonn aff stærff og lengsta farþegaskip í heimi, og er geysilega iburðar mikið. Mynd þessa tók ljós- myndari AP úr lofti, er skipiff fór rúmlega tveggja klst. reynsluför til Southampton 7. jan. s.l. Sjá nánar á bls. 3. Andstaða repúblikana ) EFTIR aff forsetinn hafffi fluttf ^boðskap sinn, sagði EverettX r Dirksen, leiðtogi repúblikanaf öldungadeild þingsins, að> ’Kennedy hefði gefiff merkiff,t |sem vekja mundi repúblikana? |til harðari stjórnarandstöffuf |en áffur. Tillögur forsetansf ^fela í sér fjárútlát, sem ekkif íeru í samræiúi viff þau halla-f |lausu fjárlög, sem hann hefirl rlofaff, sagffi Dirksen. | Leiðtogi demókrata í öld-f |ungadeildinni, Hubert Hum-f |phrey, lýsti hins vegar mikilli| |ánægju með boðskap forset-l ans og sagði m.a., að hannf |hlyti að efla vonir allra þeirra.f «er standa vildu vörð um frels-f lið. I Talið er, að Kennedy getif jstreyst á eindreginn stuðningl ^við stefnu sína í öldungadeild-f |inni, enda hafa demókratar? |þar öflugan meirihluta. Afturl |á móti er búizt við allharðrif |andstöðu í fulltrúadeildinni.f |enda þótt demókratar séu I Iraunar einnig í meiri'hluta þar. f Nýjasta Atlantshafsfariff, stórskipiff France. Kennedy í boðskap til Bandaríkjaþings; Vaxandi eining álsra man — en deilur austan Járntjaidsins Forsetinn boðaði frumvörp um tollalækkanir á innflutningi til Bandaríkjanna, um lánasjóð fyr ir Ameríkuríki, fjárhagsstuðning við SÞ, „löng lán“ til vanþróaðra þjóða o. fl. — Ilann lýsti von um farsæla lausn Berlínarmálsins, en kvað Bandaríkin ekki mundu hika við að berjast, ef þórf krefði. Washington, 11. jan. — ( AP) „V É R, sem byggjum hinn frjálsa heim, færumst stöð- ugt nær hvert öðru, til vax- andi einingar og samstarfs — á sama tíma og vaxandi óá- nægjuhljóð og ómur af deil- um berst yfir járntjaldið.“ Þannig fórust Kennedy Bandaríkjaforseta m. a. orð, er hann í dag flutti þjóðþing inu hinn árlega forsetaboð- skap um ástand og horfur í málefnum ríkisins. — Eins og venja er, talaði hann ekki aðeins um hin innri mál 'Bandaríkjanna, heldur dvaldi hann talsvert' við utanríkis- stefnuna og heimsmálin al- mennt. — M.a. ræddi hann Berlínardeiluna og sagði, að einskis yrði látið ófreistað til að komast að friðsamlegu samkomulagi við Sovétríkin um lausn þess vandamáls. En jafnframt beindi hann þeirri aðvörun til Rússa, að Banda- ríkin mundu ekki hika við að „berjast, ef nauðsyn kref- ur“ fyrir borgina, sem komm únistar ógna. 0 Segja má, að forsetinn hafi lýst bjartsýni í utan- ríkismálum í boðskap sínum. Þar benti hann á Berlín, Suð ur-Vietnam, afvopnunarmál- in og fjárhagskröggur Sam- einuðu þjóðanna sem hættu- leg vandamál — og lagði um leið áherzlu á vaxandi ein- ingu og samvinnu hinna vestrænu bandalagsþjóða sem góðs vita á vettvangi alþjóða mála. ■Ar Aukin viffskipti Kennedy boðaði nokkurlaga frumvörp, sem hann mun leggja fyrir þingið innan skamms. — Hann kvaðst mundu leggja fyr- 3 þús. manns saknaö eftir ægilegt snjóílób i Perú Lima, Perú, 11. jan. (AP) — í GÆRKVÖLDI féll af- skaplegt snjóflóð niður vesturhlíðar Huascaran- f jallsins, hæsta f jalls Perú (rúml. 6.700 m.), sem er um 300 km norðvestur af Lima, og þurrkaði bókstaf lega út þorpið Ranrahica og nokkrar plantekrur. — Ekki er ljóst, hvert mann- tjón hefir orðið, en yfir- völdin hafa tilkynnt, að saknað sé milli 3 og 4 þús. manns. í bænum Ran- rahica voru um 300 íbúar, og segja fréttamenn, sem flugu þar yfir í dag, að bærinn sé gersamlega á kafi í snjó og eðju, sem flóðið hefir borið með sér, svo að vonlítið sé, að marg ir hafi komizt lífs af úr þessum hamförum. — ★ — Flokkur sérþjálfaðra björgunarmanna hefur ver ið sendur til Ranrahica, en búast má við, að það taki tvo til þrjá daga að fá úr því skorið, hve margir hafa farizt í snjóflóðinu. Fimm tímum eftir að flóð ið féll á bæinn hafði ein- ungis fundizt eitt lík. — ★ — Fyrir réttum 20 árum, eða árið 1941, urðu miklir Iandskjálftar og skriðuföll á svipuðum slóðum og snjóflóðið féll nú — og fórust þá um 4 þúsund manns. ir þingið víðtæka áætlun um aukin viðskipti við aðrar þjóð- ir á næstu fimm árum, er mið- aðist m. a. við það, að forsetan- um verði veitt heimild til þess að lælcka aðflutningstolla 1 Neptúnus greiddi 68 þús. kr. í toll f GÆR seldi fyrsti íslenzki tog- arinn síldarfarm í Þýzkalandi eftir aff tollur hækkaði í aðildar- ríkjum Efnahagsbandalagsins um áramótin. Það var Neptúnus, sem seldi í Cuxhaven og greiddi í toll af farminum sem svarar isl. kr. 67.838,40, auk hins venjulega löndunargjalds, en tollur var áður enginn á ísaðri síld í Þýzkalandi. Einkaskeyti til blaffsins frá Cux- haven hljóðaffi svo: „Neptunus seldi 245,6 lestir fyrir 120.195 mörk. Tollur var 6300 mörk og löndunargjald 4.452 effa gjöld alls 10.752 mörk“. -ár Margir á leið út Eins og áður hefur verið frá skýrt í blaðmu, var ákveðið að frá áramótum skyldi koma 6% tollur á ísaða síld innflutta til Þýzkalands. Margir íslenzkir togarar eru á leið til Þýzkalands með síldar- farma. Mun Gylfi selja næst. Aðrir eru Úranus, sem er með 220—230 lestir, Jón Þorláksson með 130 lestir, Hvalfellið með um 100 lestir, Freyr með um 300 lestir. Sumir togaranna eru með annan fisk, auk síldarinnar. Bandarikjunum á ýmsum vörum — allt upp í 50% — og jafnvel að fella alveg niður verndartolla á einstökum vörutegundum smám saman. Þetta mun reynast nauð- synlegt, sagði forsetinn, ef Bandaríkin eiga að halda Ev- rópumörkuðum sínum, í sam- keppninni við hið nýja og öfl- uga Efnahagsbpndalag Evrópu, sem mun koma á sameiginlegu tollakerfi fyrir flest lönd í vest- anverðri álfunni. Frh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.