Morgunblaðið - 12.01.1962, Qupperneq 6
6
MORGXJTSBLÁÐIÐ
FBstudagui- 12. Janúar 1962
Eldur í bátum
F Y R IR nokkru skrifaði
ég smágrein í Morgunblaðið með
þessari yfirskrift, og benti á eld-
ihættu í bátum, vegna ónógrar
einangrunar bak við eldavélar í
þaim. Síðan þetta var hafa að
Jninnsta kosti tveir allmiklir elds-
Voðar orðið í bátum hér við
land af þess sökum, og sannar
það réttmæti þess, að vekja at-
hygli á þessum hlutum.
Það eru að sjálfsögðu skiptar
skoðanir um það, hvað bezt hent-
ar í þessu efni, en um hitt, að
þarna þurfi verulega að vanda
til hlutanna svo girt sé fyrir það
að í bátnum geti kviknað af
þessum sökum, eru allir sam-
mála.
Þeir, sem ekki hafa við sjó-
mannsstörf á sjónum kynnst
veðraham þeim, sem bátar oft
lenda í, skilja varla hve vel þarf
að vera frá öllu gengið um borð
SVo ekkert losni, þegar verstu
sjóirnir skella á bátnum, og
hrista hann á milli sín. Langar
Olig því til að lýsa hér einangr-
unarumbúnaði, um eldavélar í
bátum, sem einn kunningi minn
vildi að ég kaémi á framfæri.
En sá umbúnaður er þannig,
að hæfilega þykkar smíðajárns-
plötur eru teknar, og þær beygð
ar svo, að úr verði hæfilega stór-
ar og djúpar skúffur. Er fyrsta
skúffan gerð hæfilega stór fyr-
ir eldavélina, svo að hún geti
staðið í henni, í þá skúffu skyldi
svo setja sand er tæki á móti olíu
og öðru er myndað geti eldhættu
á gólfinu. Um sandinn mætti
skipta hæfilega oft. Við þessa
skúffu skyldi srvo rafsjóða aðra
plötujárnsskúffu, sem komi á
bak við vélina, og til enda við
hana, hæfilega hátt upp á vegg-
inn. Skyldi skúffan snúa að
veggnum, en inn í hana félli
svo múrtafla, hæfilega þykk,
'hlaðin úr eldföstum steini, og
eldföstum leir. Járnskúffurnar
skyldu svo boltaðar í gegnum
þilið, sem þær standa við, svo
þessi umbúnaður, og ágæta ein-
angrun geti ekki haggast á hverju
sem gengi. Vona ég að ábyrgir
menn um byggingu og skoðun
báta, vildu taka þetta til athug-
unar, og ef þetta gæfi góða raun,
hef ég ekki til einskis vakið máls
á þessum hlutum hér í blaðinu.
Kjartan Ólafsson.
Starfsþjálfun fyrír íslend
inga í Bandaríkjunum
MÖRG undanfarin ár hefur ís-
ienzk-ameriska félagið haft milli
göngu um að aðstoða unga menn
Oíg konur við að komast til Banda
ííkjanna til starfsþjálfunar. Er
þessi fyrirgreiðsla á vegum The
American-Scandinavian Foundat
ion í New York. Hér er um að
ræða störf í ýmsum greinum, svo
@em ýmiss konar landibúnaðar-
Störf (á búgörðum, garðyrkju-
Störfum o.s.frv.), skrifstofu- og
afgreiðslustörf (í bönkum, sklpa
afgreiðslum, verzlunum, einkum
bókaiverzlunum, o.fl.), veitinga-
Störf, störf á smábarnaheimilum
(ifyrir barnfóstrur) o.m.fl. Starfs
Ráðizt gegn OAS
úr teim áttum
tíminn er 12—18 mánuðir. Fá
starfsmenn grekid laun, er eiga
að nægja þeim fyrir dvalarkostn-
aði, en greiða sjálfir ferðakostn-
að. Nánari upplýsingar verða
veittar á skrifstofu fslenzk-ame-
ríska félagsins, Hafnarstræti 19,
2. hæð, alla þriðjudaga kl. 6:30
til 7 e.h., og þar verða aflhent um
sóknareyðublöð. Þess skal sér-
staklega getið, að einna auðveld
ast mun verða að loomast í ýmis
lan<ibúnaðar- og garðyrkjustörf,
einkum á vori komanda, en um
sóknir þurfa að berast með næg
um fyrirvara. Um flest önnur
gildir, að svipaðir möguleikar eru
á öllum tímum árs, en sem stend
ur mun greiðastur aðgangur að
bókaverzlunarstörfum og starfi
á smábarnaheimilum.
(Frá Íslenzk-ameríska ^élaginu).
Sennilega
hefur aldrei ver
ið jafnmikil sala
á nokkurt leik-
rit hjá Þjóðleik-
húsinu, eins og á
Skugga Svein,
sem sýndur er
þar um þessar
mundir, við
n-.ikla hrifn-
ingu. Uppselt
hefur verið á
allar sýning-
arnar og venju-
lega er selt á
4 sýningar fyrir
fram og væri
hægt að selja á
miklu fleiri.
Langar bið-
raðir eru í and-
dyri Þjóðleik-
hússins þegar
aðgöngumiða-
sala hefst. T. d.
seldust aðgöngumiðarnir fyr-
ir sýninguna n. k. sunnudag
á tæpri klukkustund og einn,
sem beið í biðröðinni keypti
70 miða. Skugga Sveinn verð-
ur sýndur fimm sinnum næstu
viku og verður framvegis
sýndur á sunnudagseftirmið-
dögum kl. 3, en sá sýningar-
tími virðist mjög vinsæil.
Þetta er leikrit fyrir alla
fjölskylduna og ekki hvað
sízt fyrir börnin, sem alltaf
hafa gaman af „Skugga
gamla“.
Myndin er af Valdimar
Helgasyni og Bessa Bjarna-
syni í hlutverkum sínum.
-
Sigurður Jóhannsson
kjörinn forseti Ferðafél.
AÐALFUNDUR Ferðafélags fs-
lands var haldinn 19. desember
1961 kl. 20,30 að Café Höll.
Porseti félagsins Jón Eyþórs-
son veðurfræðingur, setti fund-
inn og bauð gesti velkomna.
Fundarstjóri var kosinn Hall-
grímur Jónasson, kennari, en
fundarritari dr. Sigurður Þórar-
insson.
Þá flutti forseti skýrslu um
starfsemi félagsins á árinu.
Helztu þættir í starfsemi félags-
ins voru þessir: Viðhald sælu-
húsanna, sett upp hringsjá á
„Geirsöldu" á Kili, útgáfa ár-
bókar lfl«l ,sem fjallar um upp-
sveitir Árnessýslu, rituð af dr.
Haraldi Matthíassyni, Lauga-
vatni, unnið að gróðursetningu í
Heiðmörk og gróðursett þar 6500
plöntur. Þá voru farnar 61
skemmti- og eftirlitsferðir, þar
á meðal opnuð ökuleið inn á
Emstur og Grashaga á Fjalla-
baksvegi syðri, þá voru haldin
2 skíðanámskeið í Kerlingar-
fjöllum að frumkvæði Valdimars
Örnólfssonar og Eiríks Haralds-
sonar, íþróttakennara. Skommti
og fræðslufundir félagsins urðu
6 á árinu. Þá stendur stjórn fé-
lagsins í samningum um að láta
prenta hérlendis þau íslandskort,
sem félagið mun gefa út fram-
vegis, en sem hingað til hafa
verið prentuð i Danmörku.
París og Marokko, 10. jan.
(NTB).
UNR-flokkurinn, sem er stærsti
flokkur franska þingsins og styð-
lir De Gaulle, bar í dag fram
alvarlegar ásakantir á hendur
leynihernum OAS og baff frönsku
þjóðina aff fylkja sér um De
Gaulle og standa vörff um lýð-
veldiff.
Einnig tilkynnti útlagastjórnin
i Alsír í dag, að hún muni gera
allt, sem i hennar valdi stenidur,
til að brjóta OAS á bak aftur.
UNR-flokkurinn segir það eina
takmark OAS, sem séu samtök
ófyrirleitinna ævintýramanna, að
koma á ringulreið í Frakklandi.
Segir flokkurinn ennfremur að
OAS muni tkki ná tilgangi sín-
um, þar sem mikill meirihluti
þjóðarinnar sé algjörlega andstæð
ur samtökunum.
Útlagastjórnin í Alsír segir
OAS samtök hópa fasista og
heimsvaldas,inna, sem vilja lokka
Evrópumenn í landinu til að taka
upp stefnu, er stofni framtíð
þeirra Og löglegum réttindum
í landinu í hættu.
• ísköld kirkja
Eg hefi heyrt talað um að
hér áður, meðan enn var sið-
ur að fylgja gangandi á eftir
líkvagninum til grafar, hafi
það komið fýrir að fólk lagði
svo hart að sér í vondum veðr
um að vetrarlagi, til að fylgja
vinum og ættingjum síðasta
spölinn, að það veiktist og
beið þess ekki bætur. Nú ber
sjaldan við að líkfylgdir sjá-
ist á götum Reykjavíkur. Ætt-
ingjar og vinir fara í kirkju
til að kveðja þann látna, og
stundum aðeins þeir nánustu
að gröfinni.
Tilefni þessara orða er það,
að fyrir nokkrum dögum kom
hér kona, sem hafði farið í
kirkju til að fylgja ættingja
til graíar að morgni til milli
jóla og nýjárs. Þar. var þá
svo ískalt að varla var vært.
Fiðlu.eikari hafði verið feng-
inn, en hann var krókloppinn
við að ieyna að leika og
fiðla hans fölsk í kuldanum.
Einnig var orgelið slæmt. Fóik
hafði eKki reiknað með þessu,
og var ekki klætt eins og það
væri aö fara í gaddi á fjöll.
Þar sem konan frétti svo hjá
öðrum að þetta hefði komið
fyrir áður ákvað hún að vekja
athygii fólks á þessu og um
leið biðja hlutaðeigendur um
að iáta slíkt ekki koma fyrir.
Það er hættulegt heilsu manna
sem undir slíkum kringum-
stæðum íara ógjarnan út úr
kirkjunni, hversu kalt sem
þeim er að sitja þar hreyfing-
arlausir.
• Krullupinnar
á almannafæri
Sú skoðun hefur myndazt á
íslandi að íslenzkar stúlkur
séu öllum kynsystrum sínum
betur klæddar og snyrtilegri.
Ekki ætla ég að hætta mér út
í slíkan samanburð.
í einu standa þær konum
flestra annarra þjóða þó áreið
anlega að baki, hvað snertir
snyr,timennsku. Fjölmargar is
Tala félagsmanna er sem næst
óbreytt, um 6000. Félagsdeildir
störfuðu með svipuðu sniði og
áður. Framkvæmdastjóri L.
Ottesen las upp endurskoðaða
reikninga félagsins, en þeir báru
með sér að rekstrarafgangur s.l.
reikningsárs hefði verið kr. 83.
935,85. Félagið er skuldlaust og
á nokkuð í sjóði og hefur stjórn
þess hug á að efna til sæluhúss
byggingar í náinni framtíð. —
Reikningarnir voru samþykktir
einróma.
Jóni Eyþórssyni þakkaff,
Forseti lýsti yfir því, að vegna
anna, bæðist hann eindregið und-
an endurkosningu sem forseti, og
var þvínæst Sigurður Jóhanns-
son vegamálastjóri kosinn ein-
róma florseti félagsins til næstu
þriggja ára. Þeir sem úr stjórn
áttu að ganga: Jón Eyþórsson,
Lárus Ottesen og Gísli Gestsson,
voru allir endurkosnir.
Þá tók til máls Guðmundur
Einarsson frá Miðdal og flutti
fráfarandi forseta þakkir fyrir
mikið starf og vel af hendi leyst.
Meðal annars gat hann um mikið
og eigingjarnt starf hans við rit-
stjórn árbóka félagsins og fagn-
aði því, að hann skyldi annast
það áfram.
Þá voru þeir Björn Pétursson
og Ólafur Gíslason kosnir endur-
skoðendur, og til vara Óskar
Bjartmarz.
Að kosningum loknum, tók til
máls, hinn nýkjörni forseti fé-
lagsins og þakkaði auðsýnt traust
fundarins. Því næst hófst al-
mennar umræður og tóku til
máls: Guðmundur R. Ólafsson,
Þorleifur Guðmundsson, Helgi
Ásgeirsson, Hallgrímur Jónasson,
Jón Eyþórsson, Óskar BjartmaTZ,
Sigurður Þórarinsson og Lárus
Ottesen.
Leovildville, 10. jan. (NTB).
TILKYNNT hefur verið í Eliza-
bethville, að Sameinuðu þjóðirn-
ar og stjórnin í Katanga, hafi
ákveðið að grípa til aðgerða til
að varna því, að fólk setjist að i
húsum, sem standa auð Og til-
heyra öðrum, en talsverð brögð
hafa verið að því eftir að friður
komst á í borginni.
lenzkar stúlkur ganga með
hárið vafið upp á krullupinna
á almannafæri. Þetta þekkist
að vísu í Bandaríkjunum, þó
það þyki subbuskapur, en ég
held að mér sé óhætt að full-
yrða að í Evrópulöndunum
þyki það svo ljótt, að engin
stúlka láti sjá sig þannig.
• Gott skrýtluefni
Krullupinnar í hári eru gott
efni fyrir skrýtluhöfunda, sem
óspart hafa gert skoplegar
myndir af eiginmanninum, þeg
ar hann sér fegurðardísina, er
hann hefur tekið sér fyrir
konu, búa sig í fyrsta sinn út
i rúmið með krem framan í sér
og krullupinna standandi 1
allar áttir. Og er hryllingur
hans þá gjarnan uppmálaður á
andlitinu.
Kona nokkur kom hér um
daginn, og vakti máls á því.
að hún hafði séð stúlkur í til-
teknum verzlunum við af-
greliðslu með krullupinna i
hárinu. Og hún spyr: Hvernig
er hægt að hafa svona ósnyrti
legar manneskjur í vinnu og
bjóða viðskiptavinum upp á
það. Tal hennar rifjaði upp
fyrir mér, þegar ég fyrir 2—3
árum var að sýna þýzkri
konu ísland og við fórum víða,
m. a. í frystihús á laugardags-
morgni. Um kvöldið sagði
hún: Eg er búin að sjá mikið
af íslenzku kvenfólki. Margar
stúlkurnur gætu verið falleg-
ar, ef þær væru ekki á al-
mennum vinnustöðum eins og
hyrndar rollur, með stórar
rúllur um allt höfuðið. Þetta
hefi ég aldrei séð annars stað-
ar.