Morgunblaðið - 12.01.1962, Blaðsíða 9
Föstudaguf 12. Janúar 1962
MORCVNBLAÐIB
9
Í>orsteinn Arnórs-
son — Minning
f DAG, þegar Þorsteinn Arn-1
órsson, frændi minn og vinur er
til moldar borinn, verða mér
Ihugstæðar ýmsar myndir úr lífi
hans og urahverfi því er við ól-
umst upp L
Þorsteinn var ötull maður og
traustur ágætlega að hverju sem j
hann gekk. Trúmennskan og i
óreiðanlegheitin voru meitluð I j
svip hans og dagfar, enda leið,
manni vel í návist hans ,hvort |
heldur var til lands eða sjós og |
taldi sér vel borgið, — einkum
til sjós — þó á bátinn gæfi, ef
Þorsteinn stjórnaði förinnL
Saga Þorsteins, er saga hins
venjulega hljóðláta íslendings,
þrotlaus vinna aldamótaunglings
við misjöfn en ávalt erfið kjör,
batnandi lífsviðhorf upp úr alda
mótunum með tilkomu fjölbreyti
legri atvinnuhátta, sem glæddi
sjálfsbjargarviðleitni hans; og
renndi stoðum undir ramm-ís-
lenzka karlmennskulund.
Hann hneigðist snemma til
sjómennsku, og bættist stéttinni
þar góður liðsmaður. Ungur að
árum mun hann hafa stundað
sjó með föður minum, hve lengi
veit eg ekki, og áfram eftir það
og ávalt með ágætasta vitnis-
burði.
Mér er í barns minni þessi um
mæii föður míns, um Þorstein:
— „það fara fáir í fötin hans
Steina, þegar á sjóinn er kom-
ið —
Þorsteinn var formaður í Bol-
ungarVík um árabil, og fórst bað
giftusamlega úr hendi, og að öllu
ófallalaust að því er eg bezt veit.
Það er alkunna að sjósókn úr
Bolungarvík í þann tíð, var ekkert
meðalmennsku verk, því þar
þurftí að fara saman áræði og
dugnaður. Það lætur að líkind-
um að Þorsteini hafði ekki
skammtazt mikill tími, né fjár-
hagsleg geta til menntunar á upp
vaxtarárum sínum. frekar en öðr
um brauðstritsmönnum þeirra
tíraa, en það undraði margan,
sem til þekktu, hvað hann hafði
getað tileinkað sér af almennri
menntun, þrátt fyrir alla vinnu
semina, og skort á tækifærum
til náms.
Hann hafði snemma opin aug-
un fyrir vaxandi þörf skipstjórn-
armanna á stækkandi flota lands-
manna, en það krafði mentun-
ar.
Þar sem endranær brast ékki
kiarkurinn, þvj hann lagði í það
að sækja námskeið, sem gaf rétt-
indi til skipstjórnar á fiskiskip-
um, — „þó 1-ítt væri lærdóms
nesti —", og réttindin öðlaðist
hann með sóma.
Þegar hér er komið sögu flutti
Þorsteinn alfarinn úr Bolungar-
vik til ísafjarðar, og stundaði þar
um sinn ýms störf þó aðallega
cjómennsku. Um 1927 tók hann
að sér skipstjórn póstskipsins um
ísafjarðardjúp, og þar á meðal
aukaferðir allt norður á Húna-
flóa, og vestur á Firði eins og
kallað var þ.e.s. til og með
Patreksfirði, og í nokkrum tilfell
um til Reykjavíkur.
Um þessar póstferðir mætti
margt og mikið segja, engu siður
en um ferðir landpóstanna á
sinum tíma, sem þegar hafa hlot
ið verðugan skilning og viður-
kenningu þjóðarinnar, en þó er
hér öðru máli að gegna, og öllu
tilþrifa meira, stórbrotnara, að
ölium hinum drýgðu dáðum
ógleymdum. ísafjarðardjúp, að
Horni norður, og Látrabjargi suð
ur. má telja einstæða og tun leið
mjög tilbreytilega siglingarleið.
Sú hin mikla strandlengja, er
hóflega til orða tekið. hrikaleg,
víðast hvar, en um leið ægi-fag-
urt til lands að líta, svo að eg
fyllist lotningu er eg hugleiði
þetta. En sá sem ferðinni stjórn-
ar um þessar slóðir, hvort heldur
er innan Djúps, eða með strönd-
um fram, hefur vissulega annars
að gæta en iandfegurðar, eða
mikilleika urahverfisins ,því leið
in er torrötuð inndjúps, en
váleg þegar utar dregur, veður
öll válynd, straumar og rastir.
Þá má ekki gle.yma því að þarna
er maður kominn allt norður að
heimskautsbaug, méð öllum
þeim vanda og hörku er þeim
slóðum fylgir, t.d. hafísum á
vetrum, svo og þokum, að
ógleymdum nær daglausum nótt-
um, og áhlaupa byljum, svo ekki
sér út úr augum. A þessum
slóðum og í þessu umhverfi lifði
og hrærðist Þorsteinn, og brást
hvergi. Mér er ekki kunnugt um
að honum hafi nokkurntima
hlekkst á svo að slys hafi af hlot-
izt, og mun þó skip hans oftast
hafa verið full fermt, auk mikils
fjölda farþega, þar á meðal kon-
um og börnum, þar sem hér var
um einasta samgöngutækið að
ræða er tengdi hina fjarlægu
staði samari.
Póstferðir eru að því leyti frá-
brugðnar öðrum ferðum m.a. að
undantekningarlítið er ' lagt af
stað úr heimahöfn á tilsettum
tíma, hvernig sem útlit þá og þá
er, og þarf þvi nokkra karl-
mennsku til, vitandi að skipið er
fullt af alslags vöru, og fólki af
báðum kynjum og börnum líka,
fólki sem fyrst og fremst, næst
Guði, setur von sína og traust á
skipstjórnarmanninn, að hann,
komi öllu heilu í höfn.
Að dagsverki loknu, sem stund
um varð röð svefnlítilla sólar-
hringa, með samfeldum stöðum,
og rýnt í sortann, — gekk skip-
stjórinn hægum þungum skref-
um heim til konu og barna, jafn
óræður i fasi, þögull og svara
fár, hvort sem hann fór að heim-
an eða kom, að lokinni drýgðri
dáð. Eftir allmargra ára skipstj.
á Djúpbátnum, en svo var far-
kosturinn jafnan nefndur, hvert
sem skipið annars var, lét Þor-
steinn af skipstjórn sökum heilsu
brests og flutti alfarinn til
Reykjavíkur.
Eg fuliyrði að ekkert starf tók
hann eins mikilli tryggð við, og
var honum eins hjartfólgið eins
og póstskipstjórastarfið.
Árið 1915 giftist Þorsteinn
fyrri konu sinni Elísabet Ingi-
mundardóttir frá Bolungavík,
elskulegri konu, léttlyndri og
athafnasamri. Hann misti hana
1941, og hafði hún strítt við
strangan sjúkdóm árum saman.
Eg heimsótti þau hjón um þær
mundir, óvitandi um þann hinn
þunga örlagadóm hennar, en þar
heyrðist ekki æðru orð frá hvor-
ugu hjónanna, og hvarf eg svo af
heimili þeirra, einskis vísari, um
„dómsorðin þungu" er fullnægt
var rúmlega hálfu ári síðar. Þar
áttu við orð skáldsins „.... þér
lætur svo vel að látast, að látin
verður þú grátinn .... “
Þorsteinn var orðinn ekkjumað
ur, með fimm börn á pallinum,
og allar ytri ástæður hinar erf-
iðustu, sjálfur búin að þola
tveggja ára heilsuleysi, og mun
honum þá hafa sýnst „svart í
álinn".
Mér finnst sem Þorsteinn hafi
aldrei verið vinmargur, en vina-
fastur að sama skapi, og mun það
i fullu samræmi við skaphöfn
hans, sem var stórbrotin, en
ekki allra. Einn er sá vinur, sem
hann telur hafa reynzt sér bezt
og þegar mest á lá. það var Elías
HaUdórsson forstjóri, það sagði
, Þorsteinn mér að þar færi traust
ur maður og yfirlætislaus, og það
munu fleiri hafa reynt.
Eg tel engan vafa á að Þor-
steinn taldí það Elíasar verk að
hann fékk rólegt og öruggt starf
við Útvegsbankann h.f., sem
hann síðan gengdi til hinstu stund
ar. Auk starfsins, sem hann mat
mikiis, mun hann hafa eignazt
trausta vini innan þeirrar virðu-
legu stofnunar, og eru mér kunn
j nokkur nöfn þeirra. sem þó verða
ekki rakin hér, en eg geymi þau
nöfn í þakklátum huga.
Þá kem eg að loka þættinum
— æfintýrinu hugljúfa — i æfi
Þorsteins.
Hinn 14. júní 1946, giftist Þor-
steinn, eftirlifandi, seinni konu
sinni Helgu Þorgilsdóttir frá
Knarrarhöfn, nú yfirkennara við
Melaskóla.
Nafnið Helga ber hátt í þjóðar-
sögu okkar allt frá söguöld, og
svo reyndist enn að þessi góða
kona sem ber þetta nafn, kafnar
ekki undir nafni. Hún reyndist
Þorsteini hinn ágætasti förunaut
ur, og stærst í ást sinni og um-
önnun barnanna fimm, sem hún
gekk þegar í móður stað, og kall-
ar öll sín böm. Eg hef síðustu
árin haft nokkur kynni af heim-
ilisbrag þeirra hjóna, og er mér
það óblandin ánægja að láta þess
getið að eg tel frú Helgu hafa
fegrað og bætt líf Þorsteins
frænda míns og barna hans, sem
bezt verður ákosið, og Þorsteinn
trúði mér fyrir því. líklega ein-
um manna að síðan hann kynnt-
ist Helgu hafi lífið breyst fyrir
sínum augum úr stormasamri
æfi í friðsælt og fagurt sólarlag.
Allt bendir til að börn Þor-
steins og barnabörn geti unað
glöð við sitt. Öll hafa þau tengzt
hinum traustustu lífsförunaut-
um, minnug ástríkra foreldra,
— já tveggja mæðra, og bið eg
þeim og niðjum þeirra allrar
blessunar. Grátið ekki því hér
er allt á réttri leið, á leið til
Ijóssins.
„Þó að fornu björgin brotni
bili himinn, þorni ’upp mar
allar sortni sólirnar,
Aldrei deyr, þótt alt
um þrotni
endurminning þess sem
var —(G. Th.).
Högni Gunnarsson.
Þorsteinn Arnórsson, skipstj.,
andaðist hér í Reykjavík 3. þ.m.
Þorsteinn var fæddur 20. febr.
1893. Foreldrar hans voru hjón-
in Salóme Jónsdóttir og Arnór
Friðrik Þórðarson frá Hattardal
í Álftafirði. Bjuggu þau fyrst á
Svarfhóli þar í firði en áttu
seinna heima í Bolungarvík til
dauðadags.
Systkini Þorsteins voru:
Þórður skipstjóri Bolungarvík,
var tvikvæntur, dó úr Spönsku
veikinni 1918. Valgerður, gift
Eyjólfi Guðmundssyni frá Suður
eyri, Margrét, gift Guðjóni
Bjarnasyni, Bolungarvík, Gunn-
ar Haildórsson, Hóli í Bolungar-
vík, giftur Guðfinnu Hálfdánar-
dóttir. Salóme átti Gunnar áður
en hún giftist.
Þorsteinn giftist Elísalbetu
Ingimundardóttur frá Bolungar-
vík 1916 og átti með henni 5
börn. Valmund Jón, sjómann, gift
ur Friðriku Jónsdóttir, Reykja-
vík, Þórð Arnór, nú látinn,
Huldu Valdísi, gift Gunnari
Björnssyni, Grjótnesi, Valgerði
Guðrúnu, gift Jóni Helgasyni,
rafveitustj., Egilsstöðum, Gunn-
finnu Sesselju, gift Harry Green,
Bandaríkjunum. Elísabet lézt ár-
ið 1941.
Seinni kona Þorsteins er Helga
j Þorgilsdóttir frá Knarrarhöfn, nú
yfirkennari við Melaskólann í
( Frh. á bls. 19.
í DAG BYRJAR OKKAR ÁRLEGA
IITSALA
Mikið af allskonar
KVEN—BARNA—KARLMANNAFATNAÐI
METRAVARA ásamt fjölbreyttu úrvali af
BÚTUM
Selt fyrir ótrulega
LÁGT VERÐ
ðConiið meðan úrvalið
ER MEST
DTSALA
Höfum tekið fram
SÍÐDEGISKJÓLA
Verð frá kr. 100,— 800,—
Stórkostleg kjarakaup
Tízkuverzlunin Guðrún
(Bílastæði við búðina) — Sími 15077
ÚTSALA
UNGLINGAFÖT
DRENGJAFÖT
ULLAR-ÚLPUR
Á DRENGI og TELPUR
MATRÓSAFÖT
Á DRENGI og TELPUR
SPORTSKYRTUR
VINNUSKYRTUR
BINDI — TELPUPILS
Veltusundi 3 — Sími 11616