Morgunblaðið - 12.01.1962, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 12.01.1962, Qupperneq 11
Föstudagur 12. janúar 1962 MORGVÚBL AÐIÐ 11 Þjóðviljinn sýknar Túkat- sévskí skv. skipun að austan Var sammála dauðadómnum 1937 Hefur Einar Olgeirsson breytt um skoðun ? MÁLGAGN sovétstjómarinnar á íslandi, dagblaðið „Þjóðviljinn“, sýknar í gær eitt af fómarlömb- um „réttarfarsins" í Ráðstjórnar ríkjunum, og fer þar eftir heim- ildum í málgagni sovétstjórnar- Innar í Ráðstjórnarríkjunum, dag blaðinu „Isvestía“. í júní 1937 sakfelldi „Þjóðvilj lnn“ sama fórnarlamb sovét-rétt arfarsins, sem var dæmt t>l dauða ásamt fjölda annarra manna, — og fór þá eftir heimild í dagblað- inu „Isvestía". „Þjóðviljans" vegna er von- andi, að „Isvestía“ sakfelli fóm- arlambið ekki enn á ný, svo að réttlætisvitund ritstjóranna þurfi ekki að snúast um 360 gráður á fáeinum árum. Isvestía og Þjóðviljinn heiðra minningu Túkatsévskis. í gaer segir „Þjóðviljinn" í fyrir Bögn, að „Isvestía“ heiðri minn- ingu Túkatsévskís marskálks. — Ekkert er getið um það, að „rétt- vísin“ í Sovétríkjunum hafi hreinsað mannorð hans, heldur lætur „Þjóðviljinn" sér nægja grein í fyrrnefndu blaði, sem tryggingu fyrir æru-uppreisn marskálksins. í upptuggu „Þjóð- viljans“ úr „Isvestía“ segir, að Túkatsévskí og aðrir helztou for- ingjar Rauða hersins hafi verið „settir af og teknir af lífi fyrir upplognar sakir“. Þá heimtaði Þjóðviljinn dauðadóm — eius og Isvestía. í júni 1937 átti „Þjóðviljinn“ hins vegar vart nógu sterk orð til þess að lýsa glæpaverkum þessara imanna, og trúði ritstjórinn, Einar Olgeirsson, þá eins og nú heim- ildum, „Isvestía“ og „Pravda“. Bæði blöðin heimtuðu, eða voru látin heknta, dauðadóm yfir sak borningum, og öskruðu yfir þver or síður: Sýnið njósnurum kapí- talismans enga náð! Þetta át auka útgáfa þeirra á íslandi, dagblað- ið „Þjóðviljinn", auðvitað eftir. Sovétfréttir Morgun- hlaðsins og Þjóðviljans. 12. júnl 1937 segir í forsíðufyrir- eögn í „Þjóðviljanum": „Sovét- Btjórnin tekur fyrir það, að hægt verði að fylgja dæmi Francos í Bovétríkjunum.“ Fýrir neðan seg jr m.a.: „í dag hófust réttarhöld igegn þeim Túkatsévski, Jakir, Úborevitsj, Kork, Eidemann, Feldmann, Primakoff og Pútna". Þeir voru ákærðir fyrir brot á herskyldu, landráð, að hafa liit ið erlendum ríkjum í té upplýs- ingar um Rauða herinn, að hafa haft í hyggju að vinna að ósigri Sovétrílkjanna í stríði, og að ætla að steypa ráðstjórninni. f lok fréttarinnar að austan bætir „Þjó&viljinn“ við eigin hug leiðingum, og segir þar m.a.: •— „Þannig eru Sovétfréttir Morg- unblaðsins rakalausar lygar og ósvífinn uppspuni, sem ritstjór- arnir verða að éta ofan í sig svo að segja samstundis“. — Það var nú það. „Játuðu alUr“. í fyrlrsögn 13. júni 1937 segir „Þjóðviljinn“: Verkalýðsríkið á verði gegn flugumönnum fasism ans“. Þar undir stendur m.a.: —, Túkatsévskí marskálkur. „Játuðu allir sakborningar sekt sína“. Þeir „játuðu“ að hafa fram- kvæmt hernjósnir o.s.frv., og að hafa viljað „styðja auðvalds- skipulagið til valda í Sovétríkj- unum“. Siiðan segir „Þjóðvilj- inn“ kampakátur, að þeir hafi verið dæmidir sekir í svikum við verkalýðs- og bændaherinn, svik um við hið sósíalistiska föður- land, og allir dæmdir „til þyngstu refsingar — til dauða“. „Árvekni lýðræðisins". Að vanda þótti „Þjóðviljanum" ekki nægilegt að láta hrifningu sína á tíðindunum að austan í ljós í fréttadálkum. Nei, 13. júní er heilum leiðara fórnað um mál ið. þótt alþingiskosningar á ís- landi væru framundan í sömu viku. Leiðarinn ber hið fagra nafn: „Árvekni lýðræðisins". „llm það tjáir ekki að tala“. Þar er gerður samanburður á þvi, hvernig fasisminn komst til valda í Þýzkalandi og á Spáni, og látið að því liggja, að eins hefði getað farið í Sovétríkjunum, ef „árvekni lýðræðisins" hefði ekki komið til skjalanna. í lokaroðum segir orðrétt: „Lýðræði verkalýðsins í Sovét ríkjunum hefir reynzt nægilega þroskað til þess að standa á verði um fjöregg sitt, stinga á meinun- um, áður en orðið var um sein- an. Það kostar að vísu sársauka í bili, en um það tjáir ekki að tala“. „Herréttardómunum í Moskva fullnægt“. í smáfrétt segir „Þjóðviljinn" svo frá því 15. júní 1937, að hinir á- kærðu hafi allir verið drepnir, þeirra á meðal Túkatsévskí. „Saklausum hegnt". f „Hugleiðingum Örvaodds" í „Þjóðviljanum" segir 16. júní 1937: „Morgunblaðið óskapast mjög ef hreinsað er til á „hærri stöð- um“ í Sovétríkjunum, og spill- ingu, sem erlendu auðvaldi hefir tekizt að læða þar inn, útrýrnt" ...j-._______________' • « . . . Þjóðviljinn sýknar Túkatsévskí eftir fordæmi Isvestía. j .....Mbl. vill, að þeim saklausu sé hegnt, en þeir seku verði verð- launaðir". Já, „Þjóðvilji“ sæll, hverjir voru og hverjir eru saklausir eða sekir? Er ekki bezt að láta „Isvestía“ og „Pravda“ vera á verði um rættlætiskenndina fram vegis eins og hingað til? „Sektin sönnuð" — „Réttarfarslegt öryggi". Enn heldur málgagn Sovétríkj- anna á íslandi, „Þjóðviljinn", á- fram "að túlka sovézka réttvísi hinn 18. júní 1937. Þá birtist grein, sem heitir „Rógurinn um Sovétríkin" undir risastórri mynd af tveimur mönnum, sem haldast innilega í hendur. Ánnar er Stal ín, hinn er Vörosjiloff, fyrrv. for seti SovétrSkjanna og fjöldamorð ingi, skv. upplýsingum Krúsjeffs, en enn hefur hann ekki hlotið aðra refsingu en þá að fá ekki að fara upp á höfðingja pallinn 7. nóv. 1961-, heldur þurfa að hírast með almenningi hjá íssölu konu á Rauða torginu. Krúsjefif bað honum miskunnar á 22. flokksþinginu, og það virðist dóm stólum og réttarfari í Ráðstjóm arríkjunum nóg, þótt um ríkis- stimplaðan fjöldamorðingja sé að ræða. í grein þessari stendiur m.a.: „Það munu vera fiá pólitísk málaferli, þar sem sekt sakborn- inga hefir verið eins áþreifanlega sönnuð — eins og í málaferlun- um gegn samsærismönnunum, spellvirkjunum og tilræðismönn unum í Moskva. Frátnmi fyrir öllum heimi, með útvarp til um- ráða, höfðu þeir ótakmarkaðam rétt til að verja sig, og til hvers konar réttarfarslegs öryggis . . . Og frammi fyrir alþjóð játuðu þeir sekt sína“. Þá hneykslast „Þjóðviljinn** mjög á því, að skv. Morgunblað- inu sé „öll ríkisstjóm verkalýðs- ins (= Sovétstjómin) sarrwizku- lausir glæpamenn og níðingar, sem myrða saklausa ágætismenn sér til dægrastyttingar". Er þáverandi ritstjóri „Þjóð- viljans", Einar Olgeirsson, ekki á sama máli og Morgunblaðið nú, fyrst Krúsjeff er kominn á sama mál og það? Hrylllngur. Að lokum klykkir „Þjóðviljinn" út í hugleiðingum Örvaroddá sama dag með þessu: „Það eina, sem vekur hryUing þessara heiðursmanna (= rit- stjórn Mbl. o.fl.) er, ef nokkrir óþokkar eru dæmdir til þyngstu refsingar". Skyldi nokkur hryllingur fara um Örvarodji nú? Bntnondi somkomulag Elisabethville, 10. jan. (AP). AÐALFULLTRÚI Sameinuðu þjóðanna í Karanga, George Dumontet, tilkynnti í dag, að SÞ undirbyggju ekki frekari hernað- araðgerðir í iandinu. Hann sagð- ist vera bjartsýnn á að Katanga- málið yrði til lykta leitt á frið samlegan hátt og meiri skilning- ur ríkti nú en áður milli SÞ og Katangastjórnar. Ennfremur neitaði Dumontet því, að SÞ hefðu á prjónunum fyrirætlanir um að reka hvíta málaliða brott frá Katanga. , Indonesía Á efri myndinni sézt Su- karo, forseti Indónesíu, í ræðu stól á f jöldafundi í Makassar á S.-Celebes. Sem kunnugt er í fréttum hefur Sukarno talað á mörgum f jöldafundum á Cele- bes eftir nýárið og fundarefnið er alls staðar það sama: — „Taka V-Nýju-Guineu“. Á neðri myndinni sjást Indó neskir hermenn á æfingu í nánd við Makassar. Þeir munu taka þátt í innrásinni á V- Nýju-Guineu, verði hún gerð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.