Morgunblaðið - 12.01.1962, Síða 16
16
MORC VNBL AÐ1Ð
Fostudagur 12. janúar 1962
----------------^
Margaret ^ummerton
HÚSiÐ
VIÐ
SJÖINN
Skáldsaga
fyrlr héaloftið. Þegar þessi lög-
reglusnuðrari þrengdi sér inn á
mig um morguninn með þessa
s5gu um, að Esmond vaeri á lífi,
þá trúði ég honum ekki.
Hún hallaði sér fram og sagði
í grimmdartón: Og veiztu, hvers
vegna ég trúði honum efcki?
Ég hristi höfuðið.
Af því að ég vissi, að ef hann
segði satt, væruð þið öllsaman,
og ekki sízt þú, Charlotte, að
fara kring um mig. Heldurðu,
að það sé skemmtilegt að verða
þess vör að sonardóttir manns,
sem maður hefur aldrei sýnt
nema gctt eitt og reynt að elska,
er að hlífa morðingjanum hans..
Hún þagnaði, rétt eins og nafn
Dannys væri of dýrmætt til að
nefna það í návist minni. Hún
lokaði snöggvast augunum, en
svo harkaði hún af sér aftur. Ég
hefði aldrei trúað, að þú gætir
tekið þátt í slíkum sviikum. En
annnars á nú Mark alla sökina
á hegðun þinni. Honum fyrirgef
ég aldrei. Hann verður að verða
á brott úr þessu húsi....
Ég greip fram í þessa romsu
hennar. Þetta er algjör misskiln-
ingur. Það var ég sjálf, sem fann
Esmond. Mark vildi fara í lög-
regluna, en óg viidi efcki leyfa
honum það.
Leyfa. .leyfa! Fullorðinn mað-
ur ætti að vera sjálfur herra yfir
sinni eigin samvizku, en ekki
láta veikgeðja stúlkukind ráða
gjörðum sínum. Og hann hjálp-
aði þér líka bærilega! Þú hefðir
eins vel getað týnt lífinu.
Hvar er hann núna? spurði ég.
Hvar heldurðu svo sem, að
hann sé? Auðvitað er hann að
gera lögreglunni grein fyrir fram
komu sinni.
Nú heyrðist eitthvert skrjáf við
hurðina og Ivy kom inn, lafmóð
og utan við sig. Þegar hún var
farin út aftur, laut Edvina yfir
mig. Þú færð egg. Ég skipaði svo
fyrir. Og svo er til hunang. Þú
hefur gott af því.
Ég vil ekki annað en te, sagði
ég.
Ekki að tala um, mótmælti
hún. Þú verður að borða almenni
lega. Ég get ekki lofað þér að
maturinn seinna í dag verði í
neinu lagi, því að frú West er
farin, skilurðu. Já, hvarf bara
snögglega. Lögreglumaðurinn seg
ir, að hún hafi hlotið að heyra
þegar ég hringdi til hans. Og nú
er þessi útlenda dræsa, fóstran
hans Timmy, grenjandi inni í
herberginu sínu.
Mig langaði mest að segja:
Lísa, Timmy og Ivor! Hvað er
orðið af þeim? En það mundi
vera tilgangslaust.
Esmond var dauður og það var
Edvina, öðrum fremur, sem hafði
valdið honum þessum ömurlega
dauðdaga í myrkrinu í örmum
mínum. Og henni var sama um
það alLt. Eina áhyggjuefni henn-
ar virtist vera, að einhver óregla
hefði komizt á húshaldið.
Farnes læknir skipaði svo fyr-
ir, að þú færir ekki á fætur fyrr
en hann er búinn að líta á þig,
en hann ætti nú alveg að fara
að koma. Þér líður betur núna,
er það ekki, Charlotte? spurði
Edvina kvíðafull.
Ég sagði henni, að mér liði
betur.
Þá ætla ég að fara og leggja
mig fram að hádegisverði. Hún
stóð upp og gekk að rúminu. Ég
fór að hugsa um þessa umhyggju
semi hennar um mig, þrátt fyrir
’byrstu orðin og langaði mest til
að þakka henni.
Kræklótta höndin á henni
strauk yfir lakið hjá mér. Þú
heldur, að ég hafi engar mann-
legar tilfinningar, Chíriotte, að
ég skuli ekki gráta og núa sam-
an höndum yfir dauða Esmonds.
Já, ég veit að þú heldur það. Þú
ert ung og líklega hefur enginn,
sem þú þekkir vel, dáið fyrr. En
þegar þú ert komin á minn aldur
ertu orðin vön við dauðann.
Hann er alltaf á þröskuldinum
hjá manni og tekur fyrst þennan,
því næst hinn frá frá manni.
Loks verður ekki annað eftir en
manns eigin dauði að hafa á-
hyggjur af. ...Hún gekk út að
dyrunum.
Þegar hún var farin, hef ég lík-
lega fallið í mók, þótt einkenni-
legt megi virðast. Það næsta, sem
ég vissi af, var að Farnes læknir
tók um úlnliðinn á mér.
Jæja, unga kona, hvernig líður
okkur í morgunmálið? sagði
hann hressilega.
Ég er hálf rotin. Ég fer að
hugsa um eitthvað, og svo sofna
ég bara út frá því.
Hann skríkti og stakk hitamæli
upp í munninn á mér. Ég vildi
óska, að allir sjúklingarnir mínir
væru svona næmir fyrir svefn-
töflum. Jæja, við skulum þá líta
á handlegginn.
Hann athugaði hann fljótlega.
Þetta er að verða ágætt. Engin
ástæða til að liggja í rúminu
með það. Bezt fyrir þig að fara
á fætur en fara þér bara hægt í
nokkra daga. Að öllu athuguðu,
finnst mér þú hafa verið heppin.
Þessi óþarfa kæti við rúm-
stokkinn hjá mér fannst mér
heldur um of, og ég svaraði:
Ekki myndi ég nú komast þannig
að orði um það.
Jæja, þú ert lifandi og eftir
því sem maður heyrir, er það
fyrir heppni. Vitanlega hefurðu
orðið fyrir áfalli, en þú ert ung
og heilsugóð og verður von bráð-
ar jafngóð aftur, sagði hann.
Hann var að láta niður í litlu
töskuna sína. En um leið og hann
smellti henni í lás, leit hann allt
í einu upp og sagði, ’vingjarnlega
en jafnframt hálf-vandræðaleg-
ur: Mér þykir leitt, að hann
bróðir þinn skyldi deyja og
hvernig hann dó. Það hlýtur að
vera mikið áfall fyrir þig Hræði-
legt!
Hann mjakaði sér út að dyrum,
en stanzaði þar. Vel á minnzt,
ég lofaði Adkins, að hann mætti
tala við þig í dag. Er það í lagi?
Já, og ég þakka fyrir það, sem
þú hefur gert fyrir mig.
Það var ekki neitt. Enn hikaði
hann, en sagði svo snögglega: Þú
gerir vonandi enga vitleysu?
Mér var ekki vel ljóst, hvað
hann átti við. Vitleysu?
Já, eins og til dæmis það að
viljá ekki tala við Adkins.
Þú átt við, að ég fari að
strjúka?
Hann hló. Nei, ég veit nú, að
þú færir nú aldrei til þess. En
ég þorði ekki annað en minnast
á þetta við þig, því að, skilurðu,
ég hef að vissu leyti gengið í
ábyrgð fyrir þig hjá Adkins....
þótt ekki sé það embættislega.
Hann heilsaði með. hendinni
Jæja, ég lít ínn aftur á morgun.
Þegar hann var farinn, settist
ég fram á rúmstokkinn. Hvern
ig gat bonum dottið í hug, að ég
færi að strjúka burt imdan lög-
reglunni? Mark var hjá henni.
Ef hann hefði sagt henni allt,
sem, hann vissi í gærkvöldi,
hversvegna kyldi honum þá vera
haldið þar enn? Var kannske
hægt að ásaka hann fyrir það,
sem hann hafði gert? Það var
lítil huggun, að það var allt mér
að kenna.
Við Edvina borðuðum hádegis-
verð saman og þegar ég spurði
hversvegna Mark hefði ekki kom
ið aftur, virtist hún alveg áhuga-
laus um það atriði.
Þegar máltíðinni var lokið, til-
kynnti hún: Ég ætla að leggja
mig núna. Ef þessi lögreglumað-
ur fer að valda þér óþægihdum,
þá láttu mig vita og ég skal koma
honum þangað sem hann á
heima.
Þegar ég gekk gegn um for-
stofuna, heyrði ég í þungu læs-
ingunni á framdyrunum. Mark
kom inn og á eftir honum komu
Adkins og einn lögregluþjónn.
Þetta andartak, er ég sá Mark
aftur, fékk mér slíkrar gleði, að
það var eins og ég vsesri að sjá
hann aftur eftir óralanga fjar-
veru.
Áður en við gætum nokkuð
sagt, hvort við annað, tók Adkins
til máls: Jæja, ungfrú Elliot, það
gleður mig að sjá yður svona vel
á yður komna. Kannske við gæt-
um talað ofurlítið saman?
Hann gekk fram hjá mér inn
í vopnaherbergið og lögreglu-
þjónninn á eftir.
Rétt sem snöggvast tókst mér
að líta á Mark og heyrði hann
hvísla: Hafðu engar áhyggjur.
Segðu blátt áfram frá öllu
Adkins kallaði til mín: Ef þér
vilduð koma hingað inn, ungfrú
Elliot, og síðan, er Mark kom
með mér bætti hann við: Ég held
ekki að það sé nem ástæða til að
ónáða yður frekar, hr. Halliwell,
en ég kynni að þurfa að tala við
yður seinna.
Mark greip hönd mína, en síð-
an lokaðist hurðin á milli okkar.
Adkins benti mér að setjast í legu
bekkinn og þegar ég var sezt,
dró hann stól að borðinu.
Ungfrú Elliot, sagði hann
hressilega, — nú ættuð þér að
segja mér, hvenær yður fór
fyrst að gruna, að bróðir yðar
væri á lífi og fæli sig fyrir okkur
í húsi Tarrands majórs. Þér skul-
uð ekki flýta yður ofmikið, því
að Willis hérna kann ekki hrað-
ritun. Hvenær til dæmis, sáuð
þér fyrst bróður yðar?
Ég sagði honum í eins einföldu
máli og mér var unnt alla sögu
síðustu daga.
Þegar ég hafði lokið máli
rnínu, sagði Adkins: Yður hlýtur
að hafa dottið í hug, að bróðir
yðar væri sekur um eitthvert ill-
virki, úr því að hann lagði svona
hart að sér að sannfæra logregl-
una um, að hann væri dauður.
Sagði hann yður, hvað það var?
Já.
Tölduð þér það þá ekki skyldu
yðar að tilkynna það annaðhvort
mér eða lögreglunni á staðnum?
Hr. Halliwell benti mér á það,
sagði ég. Hann vildi fara rak-
leitt til yðar.
Hann opnaði möppuna sína og
dró fram eitthvert skjal. Hr.
Halliwell hefur tjáð mér, að þeg-
ar þér urðuð þess vísari, að
bróðir yðar var á lífi og sekur
um glæp, þá hafi það verið yður
mikið áfall, og að á þessum tíma,
sem leið þangað til lík hans
fannst hafið þér ekki áttað yður
nægilega til að komast að neinni
niðurstöðu um, hvað gera kyldi.
Auk þess höfðuð þér miklar á-
hyggjur af því, hvemig þetta
myndi orka á ömmu yðar. Hann
leit upp. Er þetta rétt, ungfrú
Elliot?
Já... .en aðalatriðið fyrir mér
var nú samt frelsi bróður míns.
Hann leit aftur á skjalið. Þeg-
ar þér voruð með bróður yðar
og Tarrand majór í jarðgöngun-
um, hvað skeði þar eiginlega?
Ég sagði honum það eins greini
lega og ég gat.
Út af hverju voru bróðir yðar
og majórinn að rífast?
Tarrand majór var ástfanginn
af konu bróður míins, sagði ég.
Það játaði hann sjálfur. Hann
ætlaði að strjúka með henni. Nú
gat ég ekki ráðið við hræðslu
mína og kvíða öllu lengur, og
spurði: Hvað varð af henni og
Timmy? Hafið þér hugmynd um
það?
Nei, ég veit það ekki, en ég
gæti kannske getið nærri því.
Þegar við vorum búnir að taka
fyrstu skýrsluna af hr. Halliwell
í gærkvöldi, voru margar klukku
stundir liðnar síðan frú Elliot
fór frá húsinu í heimilisbílnum.
Við settum okkur strax í sam-
band við flugklúbbinn, en um
seinan. Bíllinn fannst þar, yfir-
gefinn, en ekki tangur né tötur
af frú Elliot eða drengnum. Það
Pöstudagur X*. Janúar.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunlelkfimi. _ 8.15 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8,35
Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir,
— 9.20 Tónleikar). (10.00,
12.00 Hádegisútvarp (Tónieikar. — 12.25
Fréttir og tilkynningar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk.
— Tónleikar. — 16.00 Veður-
fregnir. — Tónleikar. — 17.00
Fréttir. — Endurtekið tónlistar-
efni). ,
17.40 Framburðarkennsla I esperanto
og spænsku.
18.00 ,,t>á riðu hetjur tun héruð“t
Ingimar Johannesson segir fleira
frá Gunnari á Hlíðarenda.
18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Harmon*
ikulög.
19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir.
20.00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson
cand mag.).
20.05 ísland—Frakkland: Dagskrá I
tilefni af 50 ára afmæli félags-
ins Alliance Francaise í Rvík.
a) Jean Brionval sendiherra flyt-
ur ávarp.
b) Magnús G. Jónsson mennta-
skölakennari talar um Aliance
Francaise.
c) Hörður Helgason deildarstjórl
ræðir um Frakkland nútím-
ans.
* * *
GEISLI GEIMFARI
X- X- X-
k’«— Pála, farðu með frú Colby til
herbergis hennar. Yertu hjá henni!!
•— En læknir....
. Uei, frú Colby, nú teke ég á-
kvarðanir fyrir yður!
— Góða nótt, Berta Colby.
í næsta herbergi....
- Ég kem hljóðnema fyrir á þess-
um vegg svo við eetum hlerað á
Gar lækni.
d) Albert Guðmundsson forsetl
Alliance Francaise talar um
kynni sín af Frakklandi.
e) Viðtal við Þorvald Guð*
mundsson forstjóra.
£) Kveðja frá Frakklandl. -r*
Einnig flutt frönsk þjóðlög,
21.10 Frægir söngvarar; IX; Kathleeu
Ferrier syngur.
21:30 Útvarpssagan: ,Selður Satúnusar*
eftir J.P. Priestley; III. (Guðjón
Guðjónsson).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Erindi: Leiftur frá liðnu sumrl
(HCugrún skáldkona).
22.30 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón»
list.
a) Tveir spánskir dansar (Col-
onne hljómsveitin í París leikur;
George Sebastian stjórnar).
b) Atriði úr óerunni „Madama
Butterfly'* eftir Puccini (Licia
Albanese, James Melton og
Lucielle Browning syngja;
RCA-Viotor hljómsveitin leile
ur. Stjómandi: Frieder Weiss^
mann).
c) „Bourrée Fantasque'* eftiíi
Chabrier (Sinfóníuhljóm*
sveitin í Detroit leikur; Paul
Paray stjómar).
«aao Daícskrárlok.