Morgunblaðið - 26.01.1962, Blaðsíða 17
Föstudagur 26. jan. 1961
MOKGVNPr J n 1 f>
17
Sigríður
Sigurðard.
Nýkomið Nýkomið
Danskar poplínkápur
með kuldafóðri
AMERÍSKAR ÚLPUR
mjöef fallegar
T ízkuverzl unín
Rauðarárstíg 1
Simi 15077
í DAG, föstudag, er Sigríður Sig-
urðardóttir, húsfreyja í Sólheima
tungu, Stafholtstungnahreppi,
Mýrasýslu, sjötug.
Hún er fædd að Ketilsstöðum
í Hörðudal í Dalasýslu 26. janúar
1892, dóttir Sigurðar Magnús-
sonar og Guðrúnu Tómasdóttur,
er bjuggu þar. Nokkrum árum
fyrir aldamótin fluttu foreldrar
ihennar búferlum suður í Mýra-
sýslu og bjuggu í nokkur ár í
Svignaskarði, en keyptu svo
Stóra-Fjall í sömu sveit og
bjuggu þar upp frá því. I>ar
ólst Sigríður upp og átti heima
þar til ársins 1926 er hún giftist
Tómasi Jónassyni frá Sólheima-
tungu. Sama ár hófu þau bú-
skap í Sólheimatungu Og bjuggu
þar til ársins 1954 er Tómas and
aðist. Eftir andlát manns síns
Ihélt Sigríður búskapnum áfram
með aðstoð sona sinna, sem báð-
ir eru ókvæntir.
Þau Sigríður og Tómas eign-
uðust fjögur börn, tvo syni, Jón-
as og Sigurð, sem standa fyrir
búi móður sinnar og tvær dæt-
ur, Guðrúnu og Guðríði, sem
foáðar eru giftar og búsettar 1
Rvík. Auk þess hafa miörg börn
og unglingair divalið um lengri
eða skemimri tíma í Sólheima-
tungu og hefur Sigríður reynzt
þeim eins og þau væru hennar
eigin börn og borið hag þeirra
mjög fyrir brjóisti.
Þrátt fyrir þennan aldur er
Sigríður kvi'k á fæti og óbuguð,
Starfsorku hennar og dugnaði
er viðbrugðið og þau verk, sem
vinna þarf eru ekki látin bíða.
Hún er ekki lengi að taka ákvörð
un um að bregða sér í heimsókn
til vina eða venzlamanna, ef því
er að skipta, en hún stendur
jafnan stutt við, því margt kall
ar að heima fyrir og þar vill hún
ekki láta sig vanta. f dag á þess-
um tímamótum ævi hennar, verð
ur mörgum hugsað heim að Sól-
beimatungu með þakklæti í huga,
því ófáir hafa þegið þar góð-
gjörðir og fyrirgreiðslu af þeirri
gestrisni og hjartahlýju, sem Sig
ríði er lagið og öllum er minni-
Stæð, er henni hafa kynnst.
Aúk húsmóðurstarfanna á
mannmörgu heimili hefur Sig
ríður gefið sér tóm til þess að
taka þátt í félagslífi sinnar sveit
ar og unnið mikið starf í þágu
kirkju og safnaðar Stafholtssókn-
ar.
Eg sendi þér mínar beztu heilla
óskir og óska þér til hamingju
með daginn.
______________ r'rændi.
Samkomur
Hjálpræðisherinn
Vakningarsamkomurnar halda
éfram. — í kvöld kl. 8.30:
Brigader Nilsen og frú stjórna
og tala. — Æskulýður frá KFUM
og K syngja og spila. — For-
ingjar og hermenn taka þátt í
samkomunni. — Laugardag og
sunnudag verða einnig samkom-
ur á sama tíma.
Velkomin.
S ALT
í NOREGI, er bezt afgreitt frá
A/S NORSKE SALTKOMPAGNI
Bergen
Sími 18135, símnefni „Saltkompaniet“
Stserstu innflytjendur Noregs
af fiskisalti, með eigin birgða-
stöðvar og sambönd meðfí am
allri ströndinni.
Ilreiniætistæki
nýkomin
Einnig margar gerðir
af
liKIIDK
blöndunarkrönum
4 fjóbatwusson &
Brautarholti 4 — Sími 24244
IMýr kraftmeiri
VOLVO
1962
J
ISTEIHPÚR
VÖRUURVAL -
URVALSVÖRUR
HEINZ
barnamatur
17
tegundir
HEINZ
barnamjöl
tegundir
0.
* Ný gerð af vél B18, 75 og 90
* 12 volta rafkerfi
* Asymmenetrisk ljós
* Öflugri hemlar
* Diskahemlar á AMAZON SPORT
* Öflugri tengsli
* Stærri miðstöð
* Nýtt litaúrval
V e r ð :
PV 544 Favorit kr. 159.500,00
Amazon 75 hp. — 195.000,00
Amazon 90 hp. — 205.500,00
Innifalið í verðinu er:
* Miðstöð
* í»votiata:ki fyrir framrúðu
* Aurhlífar
* Öryggisbelti
Biðjið um myndalista.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suourlandsbraut 16. Sími 35200