Morgunblaðið - 26.01.1962, Blaðsíða 23
r Föstudagur 26. jan. 1961
MORCTJNBL 4 ÐIÐ
23
Fimm drepnir
í Alsír í gœr
PARÍS 25. jan. (NTB) Ekkerti
lát virðist á ógnaröld þeirri, er
ríkt hefur í Alsír frá áramótum.
í dag: var serkneskur lögfræðing-
ur myrtur í Oran og í Algeirs-
borg féllu tveir fangaverðir, er
óeirðir urðu við fangelsi horgar-
Endnrheimti
ærunn
Moskvu, 25. jan. (NTB)'
|Nikolai Skrypnik, sem eitt<
|sinn var náinn saimstarfsmað-<
«»ur Lenins, fékk í dag uppreisnl
|æru sinnar í Mosikvu. En <
^Skrypnik framdi sjálfsmorð <
•$1933 eftir harðar árásir frá<
JStalin. Pravda, máligagn kamim^
<•) únistaflokksins, birti í dag <
^langa lofgrvin um Skrypnik, <
<|samstarf hans við Lenin og <
^andistöðu við Stalin.
Skrypnik var fyrst kjörinn í<
|miðstjóm loommúnisitaifloikiks- <
|ins á sjötta flokksþinginu ogj
£varð fyrsti forsætisráðherra <
skommúnista í Ukrainu. Hann <
|var endurkjörinn í miðstjórni
5;ina í síðasta sinn árið 1930, <
^brem árum áður en hann fyrir j
|fór sér.
Styrkur úr
niinningarsjóði
HINN 21. des. sl. fór fram út-
hlutun úr Minningarsjóði Þor-
valds Finnbogasonar stúdents.
Styrkinn nlaut þessu sinni Sigurð
ur Þórðarson stud. polyt.,
Skeggjagötu 25, hér í bæ sem
viðurkenningu fyrir góðan ár-
angur af námi í verkfræðideild
Háskóla ísiands og drengilega
framkomu.
Uthluvun úr sjóðnum fer fram
annað hvert ár.
IÞRÓTTIR
7. M. Thomassen .... 194.992
8. Lasse Efskind .... 195.710
9. Roald Aas ...... 195.977
10. Fred A Maier .... 196.222
Þeir Stiansen og Thorsen eru
báðir kornungir og þykja líkleg-
ir til stórræða í framtíðinni.
En Knut vann meistarateign-
ina í 7. skipti — þarf af 6 skipti
í röð og heíur þar með skákað
öllum fyrirrennurum sínum.
Skautagoðið mikla, Ocar Mathie-
sen varð Noregsmeistari sex sinn
um, Ballangrud fimm sinnum og
,,Hjallis“ Andersen fjórum sinn-
um.
— Kvikmyndir
Frnmh. af bls. 6.
fósturstofnuninm til að kynna
sér heimilisástæður hinna vænt-
anlegu fósturforeldra Hún sækir
ekki sem bezt að. Þó atvikast það
svo að Augie býður henni út með
sér um kvöldið, og þá gerist það,
sem rænir hinn vammlausa eigin
mann allri sálarró. Og ofan á
það bættist, að er Pool-hjónin
fengu bráðmyndarlegan fóstur-
son, þá líktist drengurinn grunn-
samlega fósturföður sínum. Lá
við hjónaskilnaði út af því, en
úr öllu rættist þó á síðustu
stundu.
Mynd þessi er fjörug og
skemmtileg og oft bráðfyndið
það, sem leikurunum er lagt í
munn. Doris Day leikur Isolde
af glettni og gamansemi og eigin
mann hennar leikur Richard
Widmark. Oftast hefur hann leik
ið bófa frá „villta-vestrinu“, en
Ihann sómir sér einnig ágætlega
í þessu hlutverki. Þá er og Gig
Young bráðskemmtilegur í hlut-
verki Dick’s Reppers.
innar. Aðrir starfsnr.enn fangels-
isins gerðu verkfali og forðuðu
sér.
-----★-----
f borgarhlutum þeim í Oran,
sem byggðir eru Evrópubúum,
varð allsherjarverkfall, vegna
þess að blómsveigar, sem komið
hafði verið fyrir við minnismerki
uppreisnarinnar, voru fjarlægð-
ir Serki vopnaður rýting stakk
Evrópubúa í borginni og særðist
hann hættulega.
f Algeirsborg voru tveir Serkir
skotnir til bana.
S.l. laugardag ruddust þrír
vopnaðir menn inn í höfuðstöðv
ar franska flughersins í París.
Gerðu þeir tilraun til að brjótast
inn í vopnabúr flughersins, en
tókst það ekki. Hins vegar höfðu
þeir á brott með sér ýmis skjöl.
Efnahagsbandalagíð
rælf í Evrépurdðinu
RÁÐGJAFAÞING Evrópuráðteins
sat á fundum í Strassborg dag-
ana 16.—18. janúar. Einn íslenzk
ur íulltrúi var á fundum þings-
ins að þessu sinni, og var það
Jóhann Hafstein fyrrverandi
dómsmá 1 aráðherra. Helzjtu mál,
— Merkar
Frh. af bls. 1.
hennar er að vinna m.a. að víð-
tækum vinnurannsóknum, gera
tillögur um meiri hagræðingu,
athuga kosti og galla ákvæðis-
vinnufyrirkomulags í frysti'hús-
um o. s. frv., allt með aukna
framleiðni fyrir augum.
Þrír starfsmenn Framleiðni-
deildar SH, þeir Rolf Holmar,
norskur sérfræðingur á þessu
sviði, Benedikt Sigurðsson, vél-
fræðingur, og Jón Böðvarsson,
iðnverkfræðingur, hafa á sl. ári
unnið að mjög yfirgripsmiklum
rannsóknum til þess að koma á
meiri hagræðingu í frysti'húsum.
Hafa þeir í þeim tilgangi ferðazt
víða um land og gert athuganir.
Ef ákvæðisvinnu yrði komið á
í ein'hverju formi, að öllu eða
einhverju leyti, í frystihúsum,
krefðist það vandaðs undirbún-
ings, ef æskilegur árangur ætti
að nást. Við þá framkvæmd þarf
að samræma nýtingu vinnuafls,
véla og skipulags á þann hátt, að
á engan sé hallað, og að rekst-
urinn verði sem hagkvæmastur.
Flokka þyrfti t.d. niður hin ýmsu
störf í frystihúsum, og samræma
ákvæðisvinnutaxta þeirra í milli.
Má m.a. benda á, að ólíkt er að
vinna við flökun annars vegar og
snyrtingu, vigtun og pökkun hins
vegar.
Allt starf hinnar nýju deildar
miðast við að auka framleiðni,
eins og fyrr er sagt, og yrði
ákvæðisvinnufyrirkomulag þá að
eins einn þáttur í þeirri viðleitni.
Annars er ákvæðisvinna í fisk-
iðnaði ekkert nýtt fyrirbrigði hér
á landi. Árum saman hefur t.d.
síld verið söltuð og saltfiskur
þveginn í ákvæðisvinnu
(akkorði). Hins vegar er það
alger nýjung hérlendis, ef komið
yrði á ákvæðisvinnu, sem byggð
er á nákvæmum vinnurannsókn-
um, eins og hér er um að ræða.
Ákvæðisvinna, sem þannig er til
komin. tryggir betri ’hag allra að-
ilja, sem hlut eiga að máli.
Að sjálfsögðu hlýtur öll fram-
kvæmd vinnuthagræðingar og
ákvæðisvinnufyrirkomulags í
fiskiðnaði, eins og í öðrum at-
vinnugreinum, að byggjast á
mjög nánu samstarfi vinnuveit-
enda og launþega. Endanleg
framkvæmd yrði að fara eftir
sameiginlegu mati þessara aðilja.
sem uim var fjallað, voru stjórn
málaástandið í Evrópu og efna-
hagssamvinnu Evrópuríkja. Urðu
um þessi mál miklar umræður,
ekki sízt um Efnahagsbandalag
Evrópu og afsitöðu aði’ldarríkja
Evrópuráðsinis til þess. Jóhann
Hafstein tók sæti í efnahagsmála
nefnd ráðgjafaþingsins, en henni
er ætlað að fylgjast með þróun
mála varðandi efnahaigsbandalag-
ið.
Tyrknesk sendinefnd tók nú
þátt í þingstörfum í fyrsta
skipti eftir að byltingin var gerð
þar í landi í maí 1960. Gagnrýni
hefur komið fram varðandi með-
ferð, er tyrkneskir þingmeinn,
sem sæti áttu á ráðgjafaiþinigi
Evrópuráðsins, hafa sætt. Var
enn vikið að því máli að þessu
sinni. Kjörbréf hinna nýju tyrk
neskiu fulltrúa voru þó samlþykkt
mótatkvæðalaust, og bauð for-
seti þingisins, danski þingimaður-
inn Per Federspiel, þá sérstak-
lega velkomna.
(Frétt frá upplýsingadei’ld
Evrópuráðsins).
— 22 drepnir
Frh. af bls. 1.
þótt kveikt hafi verið í byggð-
AGALAUSIR UNGLINGAR
Kongóhermennirnir á svæðinu
umhverfis Kongolo eru flestir
á aldrinum 17—18 ára, segir
Lawson. Þeir hafa litla þjálfun
fengið og eru algjörlega aga-
lausir. Yfirmenn þeirra reyna
að hafa hemil á þeim, en eiga
það á hættu að verða fyrir
skotum frá hermönnum sínum.
Presturinn Jules Darmont
sagði frá því í Leopoldville í
dag að það hafi verið einn af
Kongóhermönnunum, sem bjarg
aði lífi hans. Þegar færa átti
hann út til. aftöku dreif einn
hermanna hann með sér niður í
kjallara trúboðsstöðvarinnar og
kvaðst þurfa að gá hvort þar
væru nokkrir af hermönnum
Tshombe. En þetta var ein-
göngu yfirskin, því bæði her-
maðurinn og félagar hans vissu
að engir Katangahermenn voru
á trúboðsstöðinni. Seinna létu
svo hermennirnir Darmont í
friði, því þeir sögðu að hann
væri undir töfravemd.
Meðal þeirra, sem drepnir
voru var belgískur læknir, dr.
Pierre Honoré Moreau. Einn her
mannanna mótmælti því að
læknirinn yrði drepinn, en mót-
mælum hans var ekki sinnt. Þó
segir Darmont að hermenríirnir
hafi á éftir verið áll skömm-
ustulegir.
— Bruninn
Framhald af bls. 24
'þá verið brugðið við fólkinu til
hjálpar. Þá var húsið á Sveins-
stöðum alelda og ekkert hægt að
gera annað en veita f ólkinu húsa
skjól.
í Þórsmörk, en svo nefnist hús
skammt vestan Brúarlands, hitt-
um við fjölskylduna, sem varð
fyrir hinu mikla óhappi, eða það
af henni, sem heima var statt.
Húsmóðirin frú Halldóra Hall-
dórsdóttir svaraði nokkrum
spurningum er við lögðum fyrir
hana. Henni sagðist svo frá:
• Leituðu í myrkrinu
-— Ég vaknaði um nóttina við
það að ég heyrði háan hvell. Fór
ég fram til að aðgæta hvað um
væri að vera. Er ég leit fram á
ganginn fyrir framan herberg-
in tvö er ég fór í gegnum, en
við hjónin sváfum í hinu þriðja,
sem var innst við austurgaflinn,
skall á móti mér kæfandi reykur
og eldur. Ég flýtti mér að loka
og vakti fólkið og við freistuð-
umst að komast í þau föt sem við
fundum í myrkrinu, því rafmagn
ið var farið af húsinu. Þetta var
þó heldur fátæklegt t. d. var allt
skótau frammi á gangi en þangað
komumst við ekki. Ekkert bjarg-
aðist þvi nema ein sæng sem ég
vafði utan um 3ja ára dótturson
okkar er ég rétti hann út um
gluggann.
• HIupu berfætt
eftir hjálp
Hjá okkur voru dætur okkar
13 og 14 ára og sonur 11 ára. Þau
hlupu berfætt yfir í Meltungu til
þess að leita hjálpar. Maðurinn
minn, Magnús, reyndi að fara
inn í húsið eftir að við vorum
öll komin út, til þess að ná í
skó á okkur, en hann komst ekki
nema rétt inn fyrir gluggann á
svefnherberginu en var þá að
flýja út undan eldi og reyk.
Ég geri ráð fyrir að ég hafi
vaknað við það er eldhúsglugg-
inn sprakk af eldinum, en annað
hvort þar eða í stofunni hefir
eldurinn komið upp.
Reykur og eldur lokaði öllum
útgönguleiðum fyrir okkur nema
gluggunum.
• Hræddist veðurofsann
Venja var að 13 ára dóttir
þeirra hjóna svæfi í stofunni. en
í fyrrakvöld var veðurofsinn svo
mikill að hún vildi heldur sofa
inni í austurendanum og má
telja að það hafi orðið henni til
lífs, því ekki hefði verið hægt að
komast inn til þess að vekja
hana hefði hún sofið af eldsupp-
tökin.
Tjón þessarar fjölskyldu er
mjög tilfinnanlegt þar sem allt
þeirra var óvátryggt. Nágrannar
brugðu skjótt við og komu með
föt til brýnna þarfa.
Frú Halldóra Halldórsdóttir
með sonarson sinn Svan
Heiðdal í fanginu. Henni á
hægri hönd er Jóhanna
Súsanna, en á vinstri hönd
Magnús yngri Magnússon
og Sigríður. Húshóndinn á
Sveinsstöðum, Magnús H.
Magnússon, var f jarverandi
er við hittum fjölskylduna.
Sókn
í Laos
Nam Tha, Laos, 25. jan. (AP)
H E R M E N N Pathet Lao
kommúnista réðust í dag I
gegnum varnarlínur stjórnar
hersins við Nam Tha í norð-
vesturhluta Laos og virðast
nú vera að undirbúa sókn til
borgarinnar.
Nam Tha er um 160 km. fyrir
norðan konimgsborgina Luang
Prabang og aðeins 35 km. frá
kínversku landamærunum. All
fjölmennur her stjórnarinnar er
í borginni, en vafasamt talið að
honum takist að halda henni.
Fréttaritari AP í Naam Tha
skýrir svo frá að yfirmaður
stjórnarhersins hafi fyrirskipað
brottflutning kvenna, barna og
erlendra fulltrúa og frétta-
manna.
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 12.
né íhald’smenn, heldur kommúin-
istar. Þeir óttast að eif Nenni fái
aukin ítök muni honum aukast
fylgi á kostnað þeirra. En koman-
únistar eiga sem stendur í nógu
miklum vandræðum eftir 22.
flokksþings kommúnista í
Moskvu og vill leiðtogi þeirra,
Togliatti, að dregið verði úr af-
skiptum Moskvu af komimúnista-
flokkum utan Sovétrikjanna.
Kommúnistar reyna að draga úr
áhrifum Nennis á sósilistaflokkn-
um m.a. með því að benda á að
Nenni hafi í viðtölum við ítalska
dagblaðið Tempo í Milano og við
bandaríska tímaritið Foreign
Affairs fallizt á aðild Ítalíu að
NATO. Segja kommúnistar að
Nenni stefni að því að efla kristi-
lega demókrata og vestræna
heimsvaldasinna.
— ★ —
Eftir er að sjá hver ‘árangur
verður á flokksþingi kristilegra
demókrata. En takist Fanfani að
mynda samsteypustjórn með
Nenni-sósía 1 isturn, jafnaðarmönn
um og republikönum, sem sam-
tals eiga 387 fulltrúa af 596 í
fulitrúadei’ldinni, verður það
sterkasta stjórn, sem farið hefur
með völd á ítaliu um langan
tima.