Morgunblaðið - 03.02.1962, Síða 10
10
MORGTlNfíT. 4Ð1Ð
Laugardagpr 3. febr. 1962
Mín liljan
RAGNHEIÐUR Jónsdóttir hefur
skrifað hartnæ-r hálfan þriðja
tug bóka. I>*er eru flestar ætlaðar
börnum og unglingum, og meðal
þeirra eru sumar beztu bækum-
ar, sem ritaðar hafa verið á ís-
lenzku handa ungum lesendum.
Og margar af unglingabókum
Ragnheiðar eru svo skemmtilega
skrifaðar, að fullorðnir lesa þær
engu síður en unglingarnir. Vin-
sældir hennar hjá notendum al-
menningsbókasafna hafa farið
sívaxandi, og eru lesin eftir hana
fleiri bindi í sumum bæjarbóka-
söfnum en nokkurn annan höf-
und. Hún hefur og skrifað nokkr-
ar bækur handa fullorðnum, en
þóitt sitthvað gott megi segja um
þær yfirleitt, er síðasta bók henn
ar ótvírætt veigamest. Hún heit-
ir Mín liljan fríð og kom út á
kostnað Helgafells í bókaflóðinu
fyrir jólin.
Það hefur viljað brenna við
hjá flestum íslenzkum konum,
sem skrifað hafa sögur, að þær
notuðu of einhæft bjar.ta liti í
þeim myndum, sem þær hafa
brugðið upp af mönnum og sköp-
um. Það er eins og þeim hafi
hrosið hugur við að skyggnast
svo inn í skuggaríki mannsólar-
innar og tilverunnar, að þær
fengju veitt sögum sínum svip
hins raunverulega lífs — eða þa
þær hefur skort áræði til að
bregða upp í bókum sínum þeim
skuggum, sem þær hafa séð —
og þar með firr.t sögur, er þær
hafa annars formað raunsæjar
sem lýsingar á hversdagslífinu,
því áhrifavaldi sem eðlileg skipti
Ijóss og skugga hefðu getað gætt
þær. Ragnheiður hefur ekki ver-
ið laus við þessa veilu, þó að
sögur hennar, ætlaðar fullorðnu
fólki, séu betur samdar en flestra
annarra íslenzkra kvenna og beri
að málfari og rökvisri iyamsetn-
ingu mjög af miklum meirihluta
þeirra sagna, sem íslenzkar kon-
ur hafa iátið frá sér fara. En hin
nýja skáldsaga hennar sker sig
úr. Þar hefur skáldkonan éeitt
gáfu sinni til raunsæis á skugga-
h'liðar mannlegs lífs — og ém
þess að glata nokkru af sinni
lífstrú eða samúðarríkum skiln-
ingi sínum á eðli og sköp mann-
anna.
Sagan gerist fyrir nokkrum ára
tugum í þorpi sem stendur við
hafnlausa strönd. Þar Xifði al-
menningur við þröngan kost,
bjargaðist á stopul'li sjósókn og
þeirri reytingsvinnu. sem fylgdi
verkun aflans eða gafst hjá kaup-
manninum við nýtingu á afurð-
um bænda og við uppskipun á
erlendum vörum.
Sagan fjallar aðallega um eina
fjölskyldu. Hún er bláfátæk og
býr í ömurlegasta hreysi þorps-
ins. Húsbóndinn er' greindur
maður og bókhneigður, mikið
ljúfmenni, en lítill skörungur.
Þó er hann vinnugefinn, en heils-
an er biluð og henni fer sífeilt
hnignandi. Húsfreyjan er einnig
gædd góðum gáfum, og hún er
skapmikil, tilfinningarík, stolt í
allri sinni eymd og svo hörð af
sér, að hún verður ekki beygð,
hvað sem á dynur. En svo ólík
sem þau eru, hjónin, ann hún
bónda sínum hugástum. Börnin
eru þrjú, tvær telpur og einn
drengur. Eldri telpan, Liljan, er
fötluð. Hún er greind, draum-
lynd og tilfinningarík, líkari
föður sínum en móður, og hana
tekur það mjög sárt að þurfa að
þola áf ófyrirleitnum og ónær-
gætnum krökkum hæðnisorð
sakir fötlunarinnar, og þar eð
hún er gædd ríku fegurðarskyni,
veldur það henni einnig vanda,
hve illa og fátæklega hún er bú-
in. Vegna þessa hvors tveggja
verður hún mannfælin. Yngri
systirin, Rósa, er aftur á móti
lík móður sinni. Hún herðir sig
upp, er ófyrirleitin, orðhröð og
hyskin og lætur vaða á súðum.
Drengurinn, yngsta barnið, er
fáviti.
Vonlausri baráttu þessarar
fjölskyldu er lýst af hlífðarlausu
raunsæi, en þó þannig, að við
sjáum glögglega hið jákvæða í
fari persónanna. Við láum ekki
húsfreyjunni að hún notar sér þá
spádómsgáfu, sem hún hefur
með lagi látið fólk ímynda sér,
að hún sé gædd, ok-kur finnst
hetjuleg barátta hennar við
hreppsnefndina fyrir heilsu
bónda síns og síðan legstað hans;
og við áfellumst ekki einu sinni
þessa hrjáðu konu, þegar hún
grefur á næturþeli ófullburða og
andvana fóstur sitt í kálgarðin-
um og lætur sem hún hafi aldrei
þunguð verið til þess að sleppa
við umstang og skipti andlegra
og veraldlegra valdamanna af
sér og sínum. Sæunn húsfreyja
er rismikil, sérkennileg og mjög
eftirminnileg persóna.
En hin raunverulega aðalper-
sóna bókarinnar er bæklaða dótt-
irin, Lilja. Hún kemst af tilvilj-
un í kynni við kaupmannssoninn,
greindan og li&thneigðan pilt,
sem liggur í heimahúsum sjúkur
af tæringu. Hann lánar henni
bækur, sem gefa meðfæddri feg-
urðarþrá hennar og ímyndunar-
afli byr undir vængi, og hjá
þessum vini sínum. sem hefur
yndi af að tála við hana, kynnist
hún listrænni viðleitni í meðferð
lita, og vinurinn gefur henni liti.
Hún fer svo að fást við að mála,
verður heilluð af tilraunum sín-
um til að lýsa í litum því, sem
hún sér, hugsar og þráir, og
þetta verður henni meira og
meira virði, eftir þvi sem frum-
stæð leikni hennar eykst við sí
vaxandi aðdáun vinarins. Á fá-
um máuðum lifir hún síðan gleði
og þjáningar heiliar mannsævi.
Hún fær ást á vini sínum, og þó
að hún viti, að ást hennar fær
aldrei þá fullnægingu, sem hún
ge'tur ekki gert sér grein fyrir,
en samkvæmt eðli sínu þráir,
kemst hún í kynni við kvalir
afbrýðinnar; hún nýtur þess un-
aðar, sem því fylgir að lýsa
draumum sínum, fegurðarþrá og
sárljúfri ást í litum og línum, og
þá er hún verður þess vís, að
hún er orðin brjóstveik og hefur
smitazt af vininum, grípur hana
undarleg gleði, og þegar henni
elnar veikin og vinkona fjöl-
skyldunnar og velunnari Lilju,
tekur hana til sín, býr um hana
í drifhvítum sængurfötum, hjúkr
ar henni eins og hún kann bezt
og les fyrir hana fögur ljóð, er
hún sælli en nokkru sinni áður
é ævi sinni, og hún vill ekki
fyrir nokkurn mun láta sér batna
og verða svo að hverfa aftur í
hið ömurlega hreysi, þar sem
engu fögru er eirt, þar sem eng-
um þrifum verður einu sinni við
komið. Hún tekur að sjá sýnir,
fögur blóm og trjágróður og
þannig svífur hún inn í svefn og
gleymsku.
Þær persónur, sem koma við
sögu auk fjölskyldunnar í hreys-
inu, eru misjafnlega skýrar. Sig-
ríði í Finnshúsi kynnist lesand-
inn svo, að hann þekkir hana vel
að lestri loknum. Hún er ein af
þessum konum, sem eru ekkert
nema gæðin og hjálpsemin —
virðast gerðar af svo völdu efni,
að við þær loðir ekkert af skarni
veraldarinnar. Af fó'lkinu í kaup
mannshúsinu er Óii skýrastur,
en einnig sjáum við allglögglega
móður hans og Kötu, en kaup-
maðurinn sjálfur er í sömu fjar-
lægð við okkur og Slíkir menn
þeirrar tíðar voru við fólk eins
og Sæunni spákonu og fjölskyldu
hennar. Sumum mun kannski
finnast, að lýsingin á kaupmanns
frúnni, þegar hún kemur og sæk-
ir son sinn í hreysið, sé nokkuð
óhrjáleg, en mér virðist hún
fyllilega eðlileg, þó að hún sjálf
hafi komið kvalin og ráðþrota
til spákonunnar Sæunnar í von
um hálmstrá, sem hún geti grip-
ið í, og borgi fyrir sig eins og
upp er sett, og þótt hún hafi til
skemmtunar syni s’v n, sem er
það eina, sem hón ., . fíð sækja
Lilju og þolað hana undir sínu
þaki, er þess engan veginn að
vænta, að hún vilji, að sonurinn
taki að venja komur sinar til
hyskisins í þessu óþrifabæli. Það
er sitthvað Sánkti Pétur og
Helga skrína, eins og segir á ein-
um stað í sögunni. Og oddvit-
inn, — hann er aðeins að gæta
skyldu sinnar eins og þeir gerðu,
jafnvel beztu menn, á þessurn
árum. Hitt er annað mál, að því
trúa sjálfsagt fáir nú, hve sú
krafa flestra málsmetandi mannsi
var harðákveðin, að sveitarstjóm
gerði bókstaflega allt, sem lög!
leyfðu — og vel það — ti'l þess
að firra hreppinn útgjöldum, og
hve hart oddvitar voru dæmdir,
ef þeir brugðust að einhverju
litlu leyti á þessum vettvangi.
Þorpið, umhverfið — húsin á
strjálingi, eins og þeim hefði
verið dreift úr háloftum, blásið
og sendið land, fram undan fjar-
an, skerin, lónin, brimið, hafið,
— að baki þorpsins víðáttumikið
mýrlendi — og svo fjallasýn til
þriggja átta — við lýsinguna á
þessu hefur skáldkonan ekki
lagt nægilega rækt til þess að
við eins og öndum að okkur and-
rúmsloftinu, sem persónurnar
lifa í — til þess að umhverfið
svo sem dýpki myndirnar, sem
okkur eru gefnar af fól-kinu og
Framhald á bls. 16.
1 " - - ........ t>i~’ n.- . » ,■>
PICASSO sýnir nú 31 mynd í|
París, sem hann hefur málaðj
í kastala sínum við Vauven-
argues, í nágrenni Aix-en-|
Provence. Allar nema sex afj
þeim voru málaðar milli 3.i
marz og 24 júní 1959. Þegarj
hann flutti úr húsi sinu La
Hinn nvi stíll Picassos í landslagsmyndum: Regn í Vauvenargues.
Picasso sýnir
1
Californie við Cannes til hins
drungalega kastala við rætur
Montagne Saint-Victoire, var-
aði Kahnweiler hann við því
að dapurleiki staðarins gæti
haft áhrif. á verk hans. Pic-
asso sagðist ekki þurfa að ótt-
ast það, því hann væri Spán-
verji.
Sumir gagnrýnendur þykj-
ast sjá spönsk áhrif í þessum
verkum, meðal þeirra er létt
tilbrigði við E1 Bobo eftir
Murillo; barn að steikja egg
í skaftpotti. Sumt minnir einn
ig á skynvillukenndar kyrra-
lífsmyndir Zurbarans og prins
essur Velasquez, en Picasso
málaði röð mynda (Les Mén-
ines) sem líktu eftir þeim
fyrir fimm árum.
En þarna er einnig jarð-
bundið þunglyndi að finna er
minnir á verk sumra róman-
tízku málaranna á 19. öld,
einkum Corots. Myndirnar frá
Vauvenargues líkjast lands-
lagsmyndum eftir Corot eða
Courbet, sem hafa verið tekn-
ar sundur og skrúfaðar saman
aftur af snjöllum vélamanni.
Hinar djúpu, grænu skugga-
tjarnir, umluktar leirveggj-
um, gefa myndunum blæ
sorgarljóða, sem er nýr í verk
um Pieassos. Andlitsmyndirn-
ar minna einnig á Corot. í
vinnustofunni ríkja dökk-
grænir, nærri svartir, skugg-
ar, og innan um þá grillir
maður bros fyrirsætunnar og
blóðrauðan eða ljósgrænan
kjól hennar, sem aðeins er í
litlu ósamræmi við umhverf-
ið, eins og í L’Atelier eftir
Corot í Louvre.
Þung undiralda
í þessum verkum má
greina miklu þyngri undir-
öldu en í hinum léttu ogskraut
legu Les Ménines. Meiriháttar
stí'lbreytingar eru engar, en í
þessum nýju verkum hans
hefur stíllinn verið þróaður
og blæ þeirra breytt svo mik-
ið að áhrifin jafngilda meiri-
háttar stílbreytíngu.
Og tæknin er jafnvel enn
glæsilegri en van,t er. Meðal
annars virðist Picasso hafa
fengið lánað lauf frá abströktu
expressjónistunum: hann hef-
ur notað uppáhaldsbrögð
þeirra eins og að mála yfir
stór svæði í andstæðum lit og
ýft upp hálfþurr svæði með
stífum bursta.
En mesta breytingin er hið
nýja hugsandi þunglyndi.
Eftir hina blindandi birtu
Rivierunnar virðist Picasso
hafa uppgötvað á ný ljóðrænu
skuggana og hinna mjúku,
dökku lita. Að hann skuli geta
það og haldið samt hinni föstu
rökrænu og fullkomna sam-
ræmi, sem alltaf hefur ein-
kennt hann er enn ein sönn-
un þess að hann er málari,
sem allt er mögulegt.
1
! nýjar myndir í París