Morgunblaðið - 03.02.1962, Side 11

Morgunblaðið - 03.02.1962, Side 11
Laugardagur 3. febr. 1962 MORGUNBL .4 Ð1Ð 11 v gpjjjjj^ | MjjMgpmM&| 200 ár frá því fjárkláðinn barst til íslands Hefur valdið hörðum deilum i 2 aldir KVIKF J ÁRRÆKT hefur í meira en þúsund ár verið einn aðalatvinnuvegur landsmanna. Fjárpestir, sem fellt hafa bú- etofninn, hafa því ætið verið alvarlegur vágestur. Um þessar mundir eru 200 ár liðin síðan sú þeirra sem einna mestur styr hefur staðið um, barst fyrst til landsins, að talið er, en það er fjárkláðinn svokallaði. OMi hann lengi miklu tjóni og mun gera vart við sig einstöku sinnum enn, einkum á Vestfjörðum. IÞrátt fyrir lögskipaðar sauðfjárbað- anir, t.d. fannst kláði sl. v>or á einum bæ á Reykjanesi vestur. í tilefni þess að tvær aldir eru liðnar síðan byrjað var að berj- ast við þennan vágest, verður hér rifjuð í stuttu máli upp sú saga, upplýsingar tíndar úr gömlum blaðafregnum, og síðan leitað upplýsinga hjá Pá-li A. Pálssyni yfirdýralækni um á- trtandið nú. Barst með kynbótahrútum. Talið er að fjárkláðinn hafi fyrst borizt til landsins með útlendum hrútum, sem sænsk- þýzkur barón að nafni Friðrik Vilhelm Hastfer flutti til lands- ins árið 1761. Barón þessi hafði komið til íslands 1756 með 10 enska hrúta. Fékk hann 100 ísl. eer og setti á stafn sauðfjárkyn- bótabú á Elliðavatni. Heimildir frá þeim tíma skýra frá því, að hann hafi látið reisa fjárhús eitt mikið, sem var afþiljað í hólf Og gólf og var „meira en flestar kirkjur". Þótti það æfintýri lík- ast að slíkur kastali skyldi byggður yfir sauðkindur. Barón- inn skildi búið eftir í vörslu sænsks fjárhirðis og tókst svo illa til að heylaust varð fyrir hátíðir, fjárhirðirinn drakk og ensku hrútarnir féllu úr hor, eð því er talið var, allir nema einn. Þar með endaði sagan þvi mið- ur ekki. Hastfer barón virðist hafa haldið áfram að reyna að bæta fjárkyn á íslandi og út- vegaði 1760 enska merinohrúta til landsins. Með þessum hrútum er talið að kláðinn hafi borizit til landsins og mun hans fyrst hafa orðið vart veturinn 1761. Breidd- jst hann ört út í nær öllum hér- uðum vestan Jökulsár á Sól- heimasandi og Skjálfandafljóts. Voru fyrst gerðar lækningatil- raunir undir forustu Bjarna Pálssonar, landlæknis. En árið 1772 þótti ekki annað fært en »ð fyrirskipa almennan niður- ekurð, sem mun hafa verið fram' fylgt vægðarlaust. Telja margir að kláðinn hafi í það skiptið verið úr sögunni árið 1780. Sýndi Thodal stiftamtmaður, sem forustu hafði um niður- skurðinn mikla stjórnsemi og hörku við allar framkvæmdir. Er kláðinn barst til landsins var sauðtfjáreign landsmanna talin 357 þús., en 10 árum síðar var sauðfjáreign landlsmainna talin komin niður í 140 þús., enda hef- ur kláðanum verið jafnáð til hinna verstu hörmunga, er yfir þjóðina hafa dunið. Seinni fjárkláðinn. Talið er að seinni fjárkláðinn hafi borizt til landsins með fjór- um enskum lambhrútum, sem sr. Sigurður Thorarensen í Hraun gerði fékk til landsins árið 1855 og hugðist nota til kynbóta. Komu þeir með skipi til Reykja- víkur um sumarið og voru flutt- ir austur. Sumarið eftir varð kláðans svo vart í Miðdal og þegar rekið var af fjalli reynd- rot hann hafa stungið sér niður víða í Gullbringu-, Kjósar-, Borgarfjarðar- og Árnessýslum. Risu nú upp miklar deiLur meðal áhrifamanna um það hvort beita skyldi lækningum til að ráða niðurlögum fjárkláðans eða Skera niður allt fé á þeim svæð- um, sem sýkt og grunuð voru tal- in. Var deilt hart um þetta mál í blöðum og á mannfundum. Norðlendingar fylgdu nær ein- huga niðurskurðarstefnunni, en oddviti þeirra var Pétur Havstein amtmaður. En margir Sunnlend- ingar hölluðust að lækningum. Helztu talsmenn þeirrar stefnu voru Jón Hjaltalin landlæknir og Halldór Kr. Friðriksson, skólakennari. Veikinnar hafði ekki orðið vart á Norðurlandi, og ruku Norðlendingar til undir forustu amtmanns, skipuðu 28 menn úr Húnavatnssýslu til að gæta varnarlínu frá Hrútafjarð- arbotni til Langjökuls, og aðra varnarlínu settu þeir milli Hofs- jökuls og Langjökuls, siðan voru settir 29 varðmenn úr Mýrasýslu meðfram Hvítá og nokkrir milli Arnarfells og Tungnafellsjökuls. Auk þess létu amtmenn Norður- og Vesturamts kaupa upp dýru verði forustusauði og fjallsækið fé Borgfirðinga og Pétur Hav- stein amtmaður ferðaðist um kláðasvæðið fyrir sunnan og með honum 5 norðlenzkir bænd- ur og eggjuðu þeir bændur sunn- anlands til niðurskurðar. Niðurskurður eða lækning. Á alþingi um sumarið urðu harðar deilur um stefnuna í kláðamálinu. Var meirihlutinn fylgjandi niðurskurði, en lækn- ingamenn áttu þar og harðvítuga málsvara, einkum Halldór Frið- riksson og Jón Sigurðsson. Beittu þeir fyrir sig þeirri skoð- un dýralækna, sem fengizt höfðu við kláðalækningar, að veiki þessa mætti hæglega lœkna með lyfjum. Sú var skoðun dýralækn- ingaráðsins í Kaupmannahöfn, er taldi fjárkláða tiltölulega auð- læknaðan. Byggði stjórnin í Kaupmannahöfn, svo og Trampe stiftamtmaður, stefnu sína í mál- inu á grundvelli þessara kenn- inga. Stóð nú urn langan tíma hin grimmasta barátta manna á mieð- al um útrýmingu fjárkiáðans. Sumarið 1859 ákvað stjórnin að láta til skarar skríða og fól tveimur mönnum, þeim Tsohern- ing prófessor við dýralæknahá- skólann í Höfn og Jóni Sigurðs- syni óskorað vald til að beita sér í þessu máli. Var þeim með kóngsbréfi veitt ótakmarkað um- boð og vald til að skipa Og af- ráða hvað eina, er þeir sæju að best hentaði og var yfirvöldum, æðri sem lægri skipað að að- stoða þá að viðlögðum embættis- missi. Korou þeir hingað 15. júni frá Danmörku og höfðu meðferðis gnægð af kláðameðulum, er allir hinir snauðari skyldu fá ókeypis. Þeir félagar ferðuðust um sum- arið um Suðurland og unnu kappsamlega að útrýmingu fjár- kláðans. Víðast hvar var þeim vel tekið, en þó voru þess dæmi að niðurskurðarmenn reyndu að gera þeim erfitt fyrir. Og úr ýmsum áttum, einkum að norð- an fékk Jón Sigurðsson kaldar kveðjur fyrir að takast á hendur þetta starf. Voru þeir Tscherning kallaðir „kláðakóngar,“ „kon- unglegir kláðarekar" og Jón „leiguþjónn dönsku stjórnarinn- ar.“ Hefur oft verið sagt frá hans hlut í máli þessu og verður ekki komið nánar inn á það hér. Bkki varð f járkláðanum þó út rýmt í það sinn. 10 árum eftir að hans varð vart í seinna skiptið, var hann enn útbreiddur. Þá var haldirm almennur fundur Sunnlendinga í Reykjavik, þar sem voru mættir 33 fulltrúar bænda Og borgara Og samiþykkt að beita sér fyrir niðurskurði í þeim sveitum, sern sjúkar voru eða grunaðar. Munu flestir hafa verið með niðurskurði. Aldrei alveg kveðinn niður. Ekki varð þó af því að niður- skurður færi fram og létu stjórn- arvöld engan bilbug á sér finna. Árið eftir sendi danska stjómin hingað danskan dýralækni og út- vegaði baðlyf. Var unnið af kappi að kláðalækningum. Af blöðum 1868 sést. að þá hafa menn gert sér vonir um að vágestur þessi væri yfirunninn. Það reyndust þó tálvonir. Og enn var haldið áfram, böðunum og lækningatil- raunum. Árið 1880 er enn rétt einu sinni talið að sigrast hafi verið á kláðanum fyrir fullt og allt. Þá hafði Jón landritari Jóns- son í nokkur ár verið fram- kvæmdastjóri aðgerðanna gegn fjárkláðanum og þótti ganga fram í því af framúrskarandi öt- ulleik og harðfylgi. Ekki dugðl sam.t herferð hans. Eftir að hann gerði þessa hríð að kláðanum, var slegið slöku við um baðanir um skeið með þeim afleiðingum að um aldamót var kláði kom- inn um allt land, en þó eitthvað haldið í skefjum. Böðunarmenn ferf. iðust um. Þannig stóðu málin um síðustu aldamót, en strax upp úr þeim var enn hafinn lækningaherferð gegn kláðanum. Um upplýsingar um kláðann á þessari öld og hvernig málin standa nú snerum við okkur til Páls A. Pálssonar, yfirdýralæknis. Skýrði hann svo frá, að eftir að kláðinn var aftur orðinn útbreiddur, hafi Páll Briem gengist í því að sett voru lög á Alþingi, sem heimiluðu landstjórninni að gera ráðstaf- anir til að útrýma kláðanum með lyfjum. Var Norðmaðurinn Ole Myklestad fenginn sem fram- kvæmdastjórL Hann kom til landsins árið 1902 og byrjaði á að mennta menn sem kláða- lækna. Náði hann í ágæta menn til þess, en þá var tóbakið enn notað til baðana. Ole Myklestad var ákaflega stjórnsamur og duglegur. Fjár- böðunarmennirnir ferðuðust bæ frá bæ á árunum 1902 til 1906 og reiddu með sér 100 lítra potta, sem í var soðið tóbakið í 1—2 klst. og var blandað 1 pundi í 10 lítra af vatni. Þessir pottar eru sums staðar til enn. Stundum reiddu þeir líka með sér kassa til að baða í. Svona var maliað baðlyf á allt fé á landinu. Var það að sjálfsögðu mjög örðugt, auk þess sem böðunum fylgdi sífellt þref. Er sagt að Myklestad hafi ekki látið mótmæli neitt á sig fá. Eftir að hafa þrefað við viðkomandi bónda sagði hann undir kvöld: — Saa begynder vi allsá i morgen! Til gamans má geta þess, að Myklestad setti m.a. þær reglur að menn mættu ekki vera undir áhrifum áfeng- is við að baða kindur. En reglur sýna hve nau2 hann taldi að böðunin væri framkvæmd með vandvirkni og samvizkusemi. — Næst þegar maður heyrir um kláðann, er það í sambandi við deilur um baðlyf, segir PálL Magnús Einarsson dýralæknir stofnaði ásamt fleiriun til fram- leiðslu á „Kreolinbaðlyf j um“ Og Garðar Gíslason byrjaði að flytja inn enslcu baðlyfin svo- kölluðu, Coopers baðlyf. Um þessi baðlyf og fleiri var svo deilt, þangað til ensku lyfin urðu ofan á. Eftir þetta gekk á ýmsu. Árið 1935 voru sett ny lög um út- rýmingu fjárkláðans og 1938 um þrifabaðanir. Átti nú að taka málið föstum tökum. En þá kom mæðiveikin, féð var viðkvæmt Framhald á bls. 16. LIX CHCHg- Sn Þóafc

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.