Morgunblaðið - 03.02.1962, Blaðsíða 13
Laugardagur 3. febr. 1962
MORGVISBLAÐIÐ
13
Rök fyrir ríkisrekstri
ekki ávallt fyrir hendi
Frá Varðarfundi á miðviku;!agsk.völd
EINS oig skýrt var frá í Morgun-
blaðinu í gær, urðu miklar um-
ræður á fundi Landsmálafélags-
ins Varðar nm Ríkisrekstur og
einkasöiur, sem Þorvarður Jón
Júlíusson hagfræðingur hafði
framsögu um.
í upphafi ræðu sinnar komst
Þorvarður svo að orði, að það
ihefði löngum verið eitt helztá
deiluefni stjórnmálanna, hvort
ríkið eða einstaklingar og félög
þeirra ættu að hafa með höndum
rekstur atvinnufyrirtaekja þjóð-
félagsins. í lýðræðisríkjunum
hafa umræður snúizt æ meira um
jþað, hve langt ríkið skuli ganga
í þessum efnum, því að þar er
almennt viðurkennt, að séreignar
skipulagið tryggi bezt frelsi ein-
stí.klingsins, öryggi og framfarir
allar. Við þetta skipulag ræður
neytandinn mestu um það hvað
framleitt er, og atvinnurekendur
eiga afkomu sína undir þyí, hve
vel þeim tekst að uppfylla þarfir
neytendanna. Þeim væri því
kappsmál, að rekstur fyrirtækj-
anna væri sem hagkvæmastur og
réttar aðferðir við framleiðslu
og dreifingu væru valdar og sem
hæfustu fólki falin störfin. —
Hinar stórstígu framfarir, sem
orðið hafa hjá hinum vestrænu
þjóðum vegna hinnar frjálsu
samkeppni, hafa orðið þess vald-
andi, að æ fleiri hafa sannfærzt
um, að bein þátttaka ríkisins í
atvinnurekstrinum eigi að vera
sem allra minnst.
Jlm það mun þó vera almennt
samkomulag, að á vissum sviðum
eigi ríkið að hafa reksturinn með
höndum. Þegar um er að ræða
að leysa ýmsar sameiginlegar
þarfir borgaranna á sviði lög-
gæzlu, heilbrigðismála, menning-
armála o. s. frv., er talið sjálf-
sagt, að ríkið eða aðrir opinberir
aðilar leysi það hiutverk. Sama
máli gegnir, þegar ekki getur
verið nema um eitt fyrirtæki að
ræða, svo sem á sér stað um póst,
síma, rafmagnsveitu og þess hátt-
ar. Þegar svo ber undir, að einka-
rekstur er dýrari og óhagkvæm-
ari en opinber rekstur, er eðli-
legt, að hið opinbera annist þá
starfsemi.
Þá gerði Þorvarður Lands-
smiðjuna að umtalsefni, sem
dæmi um ríkisfyrirtæki, og
vitnaði til Helga H. Eiríkssonar,
fyrrv. skólastjóra, sem hefði bent
á það, að með stofnun Lands-
smiðjunnar væri ríkið að fara
inn á harðvítuga og ójafna sam-
keppni við eina grein íslenzks
iðnaðar. Landssmiðjunni hefur
verið veitt ókeypis lóð og gert
greiðara fyrir um lánsfé og
rekstrarfé en keppinautunum.
Þótt hún greiði tekjuskatt eftir
sömu reglum og hlutafélög, er
hún ekki útsvarsskyld að öðru
leyti en því, að hún greiðir 5%
af nettó ágóða sínum í borgar-
sjóð samkvæmt sérstökum lögum
um aukaútsvar ríkisstofnana.
Meðan Landssmiðjan er rekin
sem líkisfyrirtæki í samkeppni
við einkarekstur, er sjálfsagt og
eðlilegt, að hún sitji við sama
borð og hliðstæð fyrirtæki, hvað
snertir útsvör, lánsfé og verk-
tökuaðstöðu. Annars kæmi til
greina, að starfssvið hennar yrði
þrengt þannig, að hún þjónaði
eingöngu ríkisfyrirtækjum og
stofnunum og hætti verzlunar-
rekstri og umboðssölu. Loks er sá
möguleiki, að henni verði breytt
í almennt hlutafélag og þar með
losuð úr tengslum við ríkið, og
væri það að hans áliti eðlilegasta
lausnin.
Verzlun með viðtæki
og rafmagnstæki hliðstæð
Þá ræddi Þorvarður um Við-
tækjaverzlun ríkisins sem dæmi
um einkasölu. Minnti hann á þær
dei'lur, sem orðið hefðu, er frum-
varp um einkasölu á viðtækjum
var lagt fyrir Alþingi árið 1930.
Þá hefðu stuðningsmenn frum-
varpsins haldið því fram, að hag-
ur neytenda yrði bezt tryggður
með því að hafa einkasölu, sem
aðeins skipti við bá framleiðend-
ur útvarpstækja, sem þá voru
viðurkenndir. Andstæðingarnir
hefðu hins vegar bent á þá stað-
reynd, að útvarpstæki væru hér
mun ódýrari en í nágrannalönd-
unum, og að beztu tækin myndu
halda velli í frjálsri samkeppni
og innflytjendur myndu leggja
sig fram um, að útvega sem
bezt tæki við vægustu verði. Við-
tækjaverzlunin hefur síðan beint
viðskiptum sínum aðallega til
þeirra þriggja verksmiðja, sem
áður höfðu haslað sér vö'll hér-
lendis og hafa óeðlileg tengsl
tekizt þar á milli. En fyrir þá
sök hafa íslenzkir neytendur
ekki nema að takmörkuðu leyti
notið góðs af þeirri samkeppni,
sem erlendis er milli framleið-
enda viðtækja. Þá minntist Þor-
varður á nauðsyn góðrar við-
gerðarþjónustu og las upp úr
skýrslu er yfirverkfræðingur út-
varpsins samdi í október 1957
um viðgerðarstofuna, en þá hafði
hún verið rekin með halla um
Þorvarður Jón Júlíusson
tíu ára skeið, þótt viðgerðarstof-
ur einstaklinga hefðu hins vegar
getað þrifizt. Þar segir m. a.:
„önnur hlið þessa máls er inn-
flutningur viðtækja og viðgerð-
arefnis hjá viðtækjaverzluninni.
Öll slík innkaup virðast vera af
mesta handahófi og þess alls ekki
gætt, að hafa rétta varahluti á
boðstólnum, auk þess sem af-
greiðsla hjá verzluninni er í
mesta ólestri."
Þorvarður bar saman verzlun-
ina með viðtæki og hliðsteeða
verzlun með rafmagnstæki, eins
og þvottavélar, ísskápa, sauma-
vélar, ryksugur o. s. frv., þar
sem verzlunarfyrirtækin kapp-
kosta að leiðbeina kaupendum
um notkun tækjanna, reka eða
styðja að viðgerðarþjóustu, veita
greiðslufrest o. s. frv. Kvað hann
ekki frekari ástæðu til að við-
hafa einkasölu á útvarpstækjum
en þeim tækjum, sem nefnd
voru.
Of hár rekstrarkostnaður
Varðandi Tóbakseinkasöluna
minnti Þorvarður á. að Svavar
Pálsson hefði á sínum tíma sýnt
fram á, að rekstrarkostnaður tó-
bakseinkasölunnar væri hærri,
miðað við kostnaðarverð seldrar
vöru, en sú hámarksálagning,
sem innflutningsverzlunum var
leyfð á vörum, sem þó væri
kostnaðarsamara að dreifa. Það
væri því í lófa lagið að semja
við fyrirtæki, sem dreifa vörum
sínum oft í sömu verzlanir og
selja tóbak, um að taka að sér
dreifingu tóbaks fyrir mun lægrl
upphæð en rekstrarkostnaði Tó-
bakseinkasölunnar nemur. —
Kvaðst Þorvarður þó ekki vilja
mæla með þessu skipulagi. held-
ur hinu, að innflutningur á tó-
baki yrði gefinn frjáls, því að þá
myndi hann lenda í höndum
þeirra, sem bezta aðstöðu hafa
til dreifingar, og verðið geta
lækkað.
Loks kvaðst Þorvarður furða
sig á, að allur innflutningur á
ilmvötnum, hárvötnum og and-
litsvötnum, bökunardropum, —
kjarna og pressugeri skuli vera
í höndum Áfengisverzlunarinnar
og sýndi fram á, hve óhagkvæmt
það er.
Máli sínu lauk hann á þessa
leið: Þó að einhver rök kunni að
hafa verið fyrir ríkisrekstri á
þeim sviðum, sem ég hef nefnt,
þegar fyrirtækin voru sett á
stofn, þá eru þau rök ekki fyrir
hendi í dag.
Fyrirtækin eru öll stofnuð
á stjórnartímabili Framsóknar-
flokksins og Alþýðuflokksins.
Hliðstæðir flokkar í nágranna-
löndum okkar eru yfirleitt and-
vígir slíku fyrirkomulagi á at-
vinnurekstri. Við skulum vona,
að Alþýðuflokkurinn sé nú þeirri
reynslu ríkari, sem þar hefur
fengizt, og sé nú reiðubúinn til
að gera þær breytingar, er öll
skynsemi mælir með.
★
Að loknu framsöguerindi urðu
fjörugar umræður og virtust all-
ir ræðumenn sammála um, að
varhugavert væri að ganga of
langt í ríkisrekstri og að einka-
sölur væru oft og tíðum ver rekn
ar en skyldi, svo að beinn ávinn-
ingur væri að því bæði fyrir
einstaklinginn og þjóðfélagið, að
þær yrðu lagðar niður. Vildu
menn þó ganga misjafnlega langt
í þessum efnum. Þessir menn
tóku til máls á fudindm: Lúðvig
Hjálmtýsson framkvst., Vilhjálm
ur H. Vilhjálmsson stórkaupm.,
Birgir Einarsson apótekari, Jón
Hjörleifsson viðskiptafræðingur,
Árni Brynjólfsson rafvirkja-
meistari, Sigurður Magnússon
kaupmaður, Haukur Eggertsson
framkvstj. og loks Bjarni Bene-
diktsson dómsmálaráðherra, sem
svaraði framkomnum fyrirspurn-
um og skýrði frá, hvernig þessi
mál stæðu.
ÖLÆÐI það og skrílmennska, er
á svo áberandi hátt, gerði vart
við sig meðal allstórs hóps ung-
menna og æskulýðs hér í borg-
inni á síðasta Þorláksmessu-
kvöldi, hefur að vonum vakið
umræður bæði manna í milli og
í blöðum. Er m.a. á það minnzt
í forystugrein í Morgunblaðinu
sunnudaginn 7. janúar sl. og þar
réttilega á það bent, hve
hneykslanleg ósvinna hér sé í
uppsiglingu. Er og með sama
rétti á það bent, í umræddri
grein, að friðsamir og heiðvirðir
borgarar eigi kröfu á því, að
slík ósvinna verði stöðvuð, með
hverjum þeim ráðum, sem til-
tæk eru. — Sé það virkilega að
verða svo, að gera eigi aðfarar-
daga jólanna áð dögum allsherj-
ar ómenningar, drykkjuskapar
og skrílæðis, er þar á ferð at-
hæfi, sem sigrast verður á að
fullu og öllu og uppræta skil-
yrðislaust. Sá hugsunarháttur,
það hyldýpi virðingarleysis fyr-
ir helgasta helgidómi lífsins,
Bem að baki slíks verknaðar
Btendur, er svo ómennskur og
6iðlaus, að í landi, sem ekki
hefur enn varpað fyrir borð
kristinni trú, vegna hjáguðadýrk
unar pólitískra skurðgoða, eða
emurlinga, verður hann eigi
þolaður, eða má þolast. Jólahá-
tíðin er hátíð hátíðanna meðal
kristinna þjóða um gjörvallan
heim, Fagnaðarboðskapur jól-
anna er, í sínu dýrðlega látleysi
hinn fegursti óður friðar og
kærleika, sem hrjáðu mannlífi
þessa syndumvelkta jarðhnattar,
hefur fluttur verið.
Frá öld til aldar og frá kyni
til kyns hefur hann verið sá
lýsandi og vermandi viti, sem
jafnt á stundum stórra hátíða,
sem í baráttu þungra örlaga og
dýpstu sorga hefur fært hugg-
un, frið og rósemi hverju því
hjarta, sem til hans hefur leitað
og borið lif einstaklinga og
þjóða fram til sigurs og göfgi.
Þess vegna hafa jólin, fyrst og
fremst, orðið hin mikla hátíð
friðar og fegurðar, hátíð hrein-
leika, samúðar og mildi.
Það má því undrun vekja að
allstór hópur manna, í kristnu
þjóðfélagi, skuli svo langt leidd-
ur frá skilningi á helgi og tign
jólaboðskaparins, að hann gerist
til þess, að tileinka aðfarardög-
um jólanna hinar verstu skríl-
æsingar og siðleysi. Og spurn-
ingin vaknar í hugum margra:
Hvernig má vera að slíkt skuli
ske? Hljóta ekki einhver sterk
rök að liggja til þess, að æska
kristinnar þjóðar, gerist sek
um slíkt hyldýpi virðingarleysis
fyrir trú og siðgæði, er speglast
í slíkum verknaði, sem þeim er
hér var framinn síðasta Þorláks-
messukvöld? Og getur það ver-
ið, að við, sem eldri erum, eig-
um hér einhvem hlut að mál-
um? Enginn hlutur er fjarri
mér en sá að fara að bera hönd
fyrir höfuð þess óhamingjusama
æskulýðs, sem ljær sig til því-
líks verknaðar, sem þess, er hér
um ræðir, eða koma sök hans
að einhverju eða öllu yfir á
aðra. En í sambandi við þessa
atburði, er vissulega þess vert,
að staldra við og leiða hugann
að því, hvort jólahald okkarmú-
tímamanna, sé með þeim blæ
helgi og hógværðar, sem skyldi
og sem nægja mætti til, að
vekja hjá börnum okkar og
æskulýð þann skilning á til-
gangi og tilefni jólanna, sem
bægði frá þeim því hugarfari,
er speglast í því að nota síð-
ustu undirbúningsstundir jól-
anna til ölæðis, uppþota og
spellvirkja.
Og er við látum hugann nema
staðar við þau efni, og hugleið-
um málin, án allrar blindni fyr-
ir staðreyndum og raunveru-
leika, ætli okkur verði þá ekki
erfitt að komast hjá að játa, að
jólahald okkar nú í seinni tíð,
hafi ekki gefið hinum uppvax-
andi æskulýð hinn rétta tón um
tilgang og helgi jólanna, þann
tón, sem öllu öðru fremur til-
heyrir þeirri miklu hátíð feg-
urðar og friðar.
Eða hvað er það sem hæst
ber í jólahaldi og jólaundirbún-
ingi okkar nú? Er það hinn ró-
sami friður, hin hljóða, yfirlætis
lausa kyrrð, hin sanna trú-
rækni, sem þar gnæfir hæst?
Því miður held ég að ömurlegri
skopmynd af sannleikanum væri
ekki hægt að gefa, en þá að
halda því fram að svo væri.
Sannleikurinn er nefnilega sá,
hvort sem okkur fellur betur
eða verr að játa það, að jóla-
hald okkar og jólaundirbúning-
ur mótast fyrst og fremst af
allf öðrum athöfnum og hug-
blæ en þeim, sem jólin helgast
af. —
Ýmsir hafa látið sér þau orð
um munn fara, að jólin væru
orðin einskonar síldarvertíð
kaupmennsku og verzlunar-
mangs, hátíð gróðabralls og auð
söfnunar. Þetta eru vissulega
ömurleg ummæli um helgustu
hátíð kristninnar, en því miður
eru þau ekki mælt út í loftið.
Er ekki einmitt það sem hæst
ber í okkar jólaannríki fyrst og
fremst verzlun, viðskipti og
kaupskapur. Löngu fyrir jól
byrjar hvert verzlunarfyrirtæki
og hver kaupahéðinn að fylla
blöð og útvarp af stórletruðum
og magnþrungnum auglýsingum
um alls kyns hégóma og prjál,
sem á boðstólum sé til jólanna.
Og eftir því, sem nær líður há-
tíðinni,‘verður þessi auglýsinga-
áróður magnaðri og háværari.
Og þessir áróðursmenn auglýg-
ingastarfseminnar vinna ekki án
árangurs. Hégómagirnd og tild-
ursæði borgaranna lætur ekki á
sér standa að gína við flugunni.
Dag eftir dag og viku eftir viku
eru menn á þönum, svo að segja
í einskonar Maraþonhlaupi, frá
búð til búðar í taugasjúku kapp
hlaupi um að verða fyrstir til
að ná í sem mest af þeim mun-
aði, sem á boðstólum er. Og sá
einn þykir og þykist maður að
mestur, sem stærstar byrðar get
ur heim reitt og hæstum fjár-
hæðum sóað. Og allt þetta hug-
stola verzlunaræði nær svo loks
hámarki sínu á Þorláksmessu-
kvöld, þegar háhelgi jólanna er
að ganga inn, en þá er hverri
verzlunarholu haldið opinni til
viðskipta fram um miðnætti og
ös viðskiptavinanna slík, að nær
því hvorki er hægt að snúa sér
fram né aftur.
Og meðan pyngjan gefur
nokkuð, já í mörgum tilfellum
eftir að hún er tæmd, er hvergi
slakað á að kaupa og kaupa.
Þetta er sú mynd, sem blasir
við af jólafagnaði okkar hina
síðari áratuga.
Vissulega er það eðlilegt að
hver og einn fegri og prýði
heimili sitt um hver jól, svo
sem bezt má verða. Slíkt til-
heyrir fegurð og hreinleika jól-
anna. Og það er jafn sjálfsagt,
enda forn og fagur siður, að
vandamenn og nánustu vinir
skiptist á um jól hógværum og
skynsamlegum gjöfum.
En sú gegndarlausa fjársóun,
sá fánýti hégómaskapur, það
taugasjúka kápphlaup um mun-
að og prjál, og sá taumlausi
gróðahugur, sem einkennir nú
allan jólaundirbúning, á ekkert
skylt við þá hljóðu og yfir-
lætislausu dýrð, sem jólin helg-
ast af. Og er allt þetta umstang,
allur þessi bægslagangur, er
hugleiddur rís sú spurning,
hvort þetta allt muni enga sök
eiga á því virðingarleysi fyrir
tign og dásemd friðarhátíðar-
innar miklu, jólanna, sem birtist
meðal annars í slíku ósæmi, sem
því, er fram kom í háttsemi
nokkurra hluta hinnar reyk-
Framhald á bls. 14.