Morgunblaðið - 03.02.1962, Page 17

Morgunblaðið - 03.02.1962, Page 17
Laugaidagur 3. febr. 1962 MORGl’ NBLAÐIÐ 17 sent Morgunblaðinu: f allri athöfn felst áhætta ekki sízt fjárbúskap HR. RITSTJÓRI. | í leiðara Mbl. 7. deis. 1961 er I svofelldiur gireinarstófui-: „Fé fennir. — En úr þ*ví að ver ið er að tala um íslenzfca hest- inn mæti Ifka víkja örfáum orð um að þeim fregnum, sem borizt hafa um, að fé hafi fennt í síðari hluta nóvembermánaðar, og það enda þótt bændur hefðu verið aðvaraðir um að óveður væri í aðsigi. Á 7. áratug aldarinnar, í mesta góðæri, er varla' verjandi að bændur skuli á þessum árstíma ekki sinna betur fé sínu en svo, að það fenni í stórum stí’l. Slí'k óhöpp geta að vísu komið fyrir vegna veikinda eða af öðrum ó viðráðanleguim ástæðum, en varla hjá mörgum bændium í einu. Eignatjónið er að vísu á eigin ábyrgð, en hirðuleysi með skyn laiusar skepnur er málefni al'lra, sem hiklaust á að fordæma. Flestir núlifandi íslendingar hafa verið í tengslum við sveit irnar. Sem betur fer þykir þeim enm vænt um dýrin, og þeir, sem í sveitum búa, æittu að gera sér grieiin fyrir því, að þeir vekja ekki samiúð kaiupstaðabúa, þegar fregnir berast af sinmuleysi eða slærnri meðferð húsdýra". Við lestur þessarar greinar koma mér í hug margar spurning ar: Vorum við bændur þeir einu sem aðvaraðir Voru um að ó- veður væri í nánd? Er verjandi að hafa lifandi menn á smábát- skeljum út á rúmsjó á 7. áratug aldarimnar í bezta góðæri á þess um ánstíma? Á að Skylda bænd ur til að gefa fé sínu inni í auðri jörð og bezta veðri, af þvi að það getur bomið stórhríð? Á að hætta að róa til fiskjar af því að það getur bomið stormur. Nei, þessi greinarstúfur er sýnilega ritað Sextugs- afmæli KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 25 jan. — í gær átti kunnur Skaft- fellingur sextugsafmæli. í>að er Sigfús H. Vigfússon bóndi og rafvirki á Geirlandi. Geirland er ein mesta jörð hér á Síðu og er þar rekinn stórbúskapur og mikið lagt í kostnað við bygg- ingar og hvers konar umbætur, Kunnari er Sigfús þó fyrir störf sín við rafvirkjanir, og hafa margir, bæði innan héraðs- og utan, notið góðs af útsjón hans og atorku á því sviði. Hefur hann reist fjölda rafstöðva, bæði stórar fyrir marga bæi og litl- ar fyrir einstök býli eftir stað- háttum og möguleikum á hverj- um stað. — Á afmælisdaginn voru margir sveitungar Sigfús- ar staddir á Geirlandi og sátu þar í góðum fagnaði fram á nótt við rausnarlegar veitingar þeirra hjóna, en kvæntur er Sig fús frændkonu sinni Rósu Páls dóttur frá Fossi á Síðu. Að skilnaði skrifaði Úlfur læknir þessar afmælisvísur í gestabók: Aldrel stendur stundin kjur — straumur lífs er þungur — Sigfús orðinn sextugur — svona líka imgur. Það er svo með þennan mann — þess sjást víða merki. — Ætíð birtir, hvar sem hann hönd leggur að verki. Allir finna 1 þér vin, sem af þér hafa kynni. Aldrei bila öryggin í ævitöflu þinni. — FréttaritarL ur í augnablikis tilfinningalhita en ekki að vel athuguðu máli kuinnugleika á sauðifjárbúsikap, en sýnir þó rétta mynd af þeim hugsunarhætti, sem virðist ríkj andi í kaupstöðunum og víðar þar sem menn þekkja lítið til fjárbúskapar, sem rekinn er sem atvinnuvegur, en ekki tóm- stundagaman. Bændur líta fyrst og fremst á fé sitt sem framileiðsluitæki (og afurðir þesis sem framleiðsliu- vöru) en ekki hluita af fjölskyld unni. Þó eru þeir þess fyllilega meðvitandi að þessi framleiðslu tæki eru lifandi dýr. Enda hugsa þeir sjaldnaist um hvað borgar sig, þegar þeir eru að leita fjár sem vantar, heldur hvort skepn an líði skort. í allri athöfn felst áihætta, ekki sízt fjárbúsikap. — Hann er ekki hægt að stunda sem atvinnuveg, með núverandi verð lagi, með því að hafa fé á húsi tíu mánuði úr árinu. S.l. sumar og ennfremur 1959 fennti fé hér um slóðir í seinni hluta júnímán aðar og þess eru mörg dæmi að fé hafi fennt í september og jafn vel í ágúst. >ess vegna verða bændiur að tafca áihættunni. >að er því ekki af hirðúileysi að fé hér er látið ganga sjálfala fram í nóvemberlok eða byrjun desem ber, heldur af því að það borgar sig fjárhagslega, einnig verður féð hraustara og afurðameira. í víðáttu, eins og er víða hér í Þingeyj arsýslu og strjállbýli, er ekki hægt að grípa saman fé á nokkrum kluibkutímum, jafnt á nótt sem diegi, svo að ekki verði eftir kind. Sízt í auðri jörð. Ef stórhríð gerir á auða jörð verða því óumflýjanlega einhver van höld þó ekki meiri en 3—5% þegar verst lætur. Eg hefi athug að hvað ég bef misst í fönn frá því ég byrjaði búskap og er það innan við eitt prósent á ári að meðaltali. Og er það svipað og hjá öðrum hér. En ef horfið yrði að því ráði að hafa fé við hús í 8—9 mánuði er það 50% kostnaðarauiki frá því sem nú er þegar fé er við hús 5—6 mán. Auk þess er vart fram- kvæmanlegt að halda fé við hús á haustin i góðri tíð, á haglendi eins og hér er, nerna að gefa þvi miikið inini, vegna þess hve dagur inn er stuttur. Það er rcynsla bænda, sem það hafa afihugað, að því skemur sem fé er við hús því hraustara er það og afurða meira. Alkunna er að útigöngufé ber af öðru fé um vænleika. Girð ingar koma ekflci heldur til greina vegna þess hve víðáttumiklar þær þyrftu að vera, en öhreysti verður hvað helzt vart í þröng um girðingum og fé þrífst ebki nema það fái að dreifa úr sér og velja. Mývetningum hefur hvað helzt verið legið á hálsi að láta fé sitt, ganga austur á öræfum fram í desember. En þeir sem til þekkja lá þeirn ekki. Enda er þetta gert að mjög vel athuguðu méli. Þeir bændur í Mývantssveit sem reka fé sitt austur á öræfi, hafa ekki annað land til að beita fé sínu á heima fyrir, en gráið hraun með gjám og sprungum eða mýrar flóa með pittum og fenjum. f fyrstu snjóum eru þetta hættu- legustu staðir sem hægt er að hugsa sér fyrir sauðfé. Þegar snjó leggur yfir gjárnar og sprungurn ar eru þær eins og ljónagryfjur, fé fer út á snjóinn og hrapar í gjárnar og finnst margt aldrej, um' enda ekki hættulaust fyrir iruenn að þrautleita slíka staði. Eins er með smátjarnir og pitti. Þeigar þeir eru lagðir þunnum ísi og snjó setur á ísinn, þykknar hann mjög seinit og geta þarna verið miklar hættur fram eftir öllu hausti. Því fé sem í þessa pitti lendir verður vart bjargað nema maður sé með því, og dugir ekki alltaf til, því að slílkir staðir geta einnig verið hættulegir fyrir menn. Og víða er svipaða sögu að segja. Algengt er að bæjarlæk- urinn er drýgistur við að skerða bústofn bóndans. Mönnum er al- mennt óhætt að treysta því að bændur gera ekki annað við sinn búpening, en það sem er honum fyrir beztu og fjárhagslega ekki bóndanum ofraun. Og þegar heil sveitarfélög hafa samtök um með ferð fjár þá er ekki annar kostur betri. Grundarhóli í jan 1962. Víkingur Guðmundsson. * A móti stækkun s jón va rpsstöðva r FUNDUR í Félagi íslenzkra há- skólastúdenta í Frakklandi hald- inn í París 15. des. 1961 mótmæl- ir eindregið ákvörðun íslenzkra ráðamanna um að veita banda- rísku berliði á Keflavikurflug- velli heimild til þess að auka til muna orku sjónvarpsstöðvar sem starfað hefur nokkur ár í þess þágu. Komi þessi ákvarðun til framkvæmda, verður veitt yfir landslýð sjónvarpssendingum á erlendu máli og telur fundurinn furðu sæta að þurfa skuli að benda á röksemdir gegn slíku endemi. Tiltæki sem þetta er fyrst og fremst alvarleg skerðing á menn ingarlegu fullveldi þjóðarinnar og ekkert sjálfstætt ríki sem virð ir sjálft sig getur unað við slika tilhögun, hvert svö sem innihald og gæði slíkra sendinga kynni að vera. Fyrir íslendinga á íslandi á að sjónvarpa og útvarpa á ís- lenzku. Allit annað fyrirkomulag er fáránlegt og það sem verra er. hættulegt menningu og hugsunar hætti þjóðarinnar. Áhrif ameriskra lifnaðarhátta eru ekki einkennandi fynr ís- land heldur alla Vestur-Evrópu, og er hverjum sjálfrátt að líta á þá þróun sem sýnist. Hitt munu hrif amerísku á franska tungu og flestir sammála um, að á- tungumál og menningu þessara þjóða eru ískyggilegri. Viljum vér benda á í þessu tilefni að einn víðkunnasti prófessor í bókmennt um og frönsku, við Parísarhá- skóla, M. Etiemble, hefur nú um þriggja ára skeið fjallað í tveim höfuðfyrirlestrum sínum um á- hrif amerísku á frasnka tungu og tjáningarmáta, ekki einungis íþróttamál, auglýsingamál og tæknimál ýmis, heldur og á innri byggingu málsins og þar með á franskan hugsunarhátt. Fyrir- lestrar þessir hafa vakið mikla afihygli — þeim hefur verið út- varpað beint frá Sorbonne — og orðið til þess að blaða-, útvarps- Og sjónvarpsmenn hafa tekið höndum saman undir forystu Etiemhles og hafið herferð gegn þessum áhrifum. Sjáum vér ekki fram á að fs- lendingum, fámennri þjóð, sé síð ur hætta búin, eins og sumir und arlega sinnaðir blaðamenn á ís- landi hafa haldið fram, en frönskumælandi tugmilljónaþjóð- Afleiðingar þessarar ákvörðun ar íslenzkra stjórnarvalda geta því ekki orðið til annars en flýta fyrir þróun sem þegar var hafin og það þeim mun fremur sem dag skrá áðurnefndar sjónvarpsstöðv ax er frámunalega léieg að allra dómi og þorri landsmanna kann hrafl í ensku eða amerísku. Vís- ari vegur til þess að afmennta þjóðina og gera mállausa, sem er eitt og hið sama, er ekki tiL Skorar því fundurinn á alþingi og forráðamenn þjóðarinnar að hindra slíkan ósóma. „HUSVORÐURINN" Þetta nýstárlega leikhús- verk er sýnt í Þjóðleikhúsinú um þessar mundir og hefur imarkverða siöky cmfæyp m hlotið mikið lof sem einmark- verðust sýning, er hér hefur verið völ á um langan tíma. Fer þar saman ágætur leik- ur allra leikara og góð leik stjórn. Næsta sýning verður annað kvöld. Myndin er af Val Gísla- syni í aðalhlutverkinu. Bændafundur haldinn að Hólum í Hjaltadal BÆ, HÖFÐASTRÖND 1. febr. —^um vélamjaltir og sýndi í þvi Á vegum Búnaðarsambands Skag firðinga var bændafundur hald- inn að Hólum í Hjaltadal þann 31. janúar. Þar mætti frá Búnað- arfélagi Islands Ólafur Stefáns- son ráðunautur og talaði hann um nautgriparæktarfélögin, starf semi þeirra og árangur. Jóhann- es Eiríksson ráðunautur fræddi um sumar- og haustbeit kúnna við misjafnar aðstæður, einnig sambandi skuggamyndir og kvik- myndir. Sigfús Þorsteinsson ráðu nautur A-Húnvetninga, talaði um nautahald og sæðingastöðv- ar. — Um þessi erindi urðu mikl- ar umræður og fyrirspurnir. Fjölmennt var á fundinn og nutu fundarmenn allir rausnarlegra veitinga hjá skólastjórahjónun- um. — í dag er samskonar fund- ur haldinn að Ökrum og á föstu- daginn á Blönduósi. — Björn. Jóhanna Guðmunds dóttir — Minning F. 28/8 1879 D. 25/1 1962 JÓHANNA Guðmundsdóttir lézt að heimili sínu, Laugavegi 93, aðfaranótt 25. janúar, eftir þunga legu. Jóhanna giftist ár- ið 1899 Guðmundi Vigfússyni frá Valdakoti í Flóa. Mann sinn missti hún 1944. Þau hjónin bjuggu allan sin búskap á Stokks eyri. Þar eignuðust þau 8 börn, en 6 eru á lífi. Dóttur sína, Guðmundu, misstu þau imga, en son sinn, Steindór, missti hún 1959. Eftir lát manns síns flutt- ist Jóhanna til Reykjavíkur, til dóttur sinnar og tengdasonar að Laugaveg 93, og hefur átt sitt heimili hjá þeim síðan. Eg sem þessar línur rita, kynntist Jóhönnu Guðmunds- dóttur ekki fyrr en hún fluttist til Reykjavíkur. Eg mun ævin- lega telja mér og mínu fólki til ávinnings í lífinu að hafa fengið að njóta sambýlis við hana. Jóhanna var sviphýr og að- laðandi kona, góðleg og með af- brigðum friðsöm í sambýli. Hún var glaðlynd og svo barngóð, að ing og vináttu. í þessi 18 ár sem við bjuggum í sama húsi kom það aldrei fyrir að hún talaði styggðaryrði til barna minna eða barnabarna. Jóhanna var ein þeirra kvenna, sem átti hina bjargföstu trúar- vissu, sem gaf henni fórnfýsi og umburðarlyndi til að mæta raunum lífsins, allt til hinztu stundar. í haust veiktist Jóhanna og varð að ganga undir erfiðan uppskurð. Eftir það lá hún oft- ast mjög þungt haldin, en æðru- laus með vaxandi umhyggju fyr ir ástvinum sinum, sem allt gerðu til að létta henni hinztu stundirnar. Eitt af því síðasta sem hún sagði við mig var: „Þetta átti ég eftir, en ég veit Vala mín, að guð mun styrkja mig og leiða til sín að lokum, verst hvað börnin mín hafa mik- ið fyrir mér.“ Nú er þrautum þínum lokið, þú horfin okkur vinum þínum, við kveðjum þig með hjartans þökk fyrir samveruna. Hann sem græðir manna mein, mýkir sár og þaggar kvein. Sendir ljós í lífsins þraut öll böm sem hún umgekkst hændust að henni og fundu að I lýsi þér á hinztu braut. hjá henni áttu þau vísan skiln- l Valgerður Gisladóttir,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.