Morgunblaðið - 03.02.1962, Síða 24

Morgunblaðið - 03.02.1962, Síða 24
Fiéttasímar Mbl. — eftir iokun — Erlenilar fréttir: 2-24-85 Inniendar fréttir: 2-24-84 Vettvangur Sjá bls. 13 28. tbl. — Laugardagur 3. febrúar 1962 Danir tóku léttreykta kjötinu vel BLABIÐ átti í gær símtal við Þorvald Guðmundsson forstj. í Síld og fisk þar sem. hann var staddur í Royal-Hótel í Kaupmannahöfn. Við spurð- um Þorvald um hvernig geng- ið hefði með sýninguna á létt- reykta kjötinu hjá Dönum. Sagði hann að þar hefði því yerið vel tekið. Annars kvað hann ekki aðstöðu til að skýra frekar frá þessu að sinni. Þorvaldur sagði það helzt al mennra frétta frá Kaupmanna höfn að þar væri snjór og kuldi. Bjóst hanr. við að koma heim á sunnudagskvöldið. Hann lét vel yfir þessari ferð. Eins og fram kemur í fregn blaðsins í fyrradag var íslenzka, léttreykta lamba- kjötinu vel tekið hjá Bretum, en Þorvaldur hefir verið á ferð til Bretlands og Danmerk ur til þess að kynna það. Innflutn'ngur erlends áburðar: Stórkostlegur sparnaður að nýju skipulagi LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA fól Áburðarverksmiðjunni hf., með bréfi dagsettu 30. okt. sl., að annast rekstur Áburðarsölu ríkisins. Áburðarverksmiðjan hafði látið gera ýtarlega athugun á hag- kvæmni þess að flytja erlendan áburð til landsins, iausan í skip- um og sekkja hann hér heima. Áthugun sýndi, að þetta sparaði mikið fé, og bauðst Áburðarverksmiðjan til að tryggja, að með þessu móti paraðist 100 krónur á hverri smálest. Nú hefur Áburðarverksmiðjan lokið við að kaupa þann áburð, sem pantaður hefur verið til næsta sumars. — Innkaup hafa verið framkvæmd þannig, að sparazt hefur erlendur gjald- eyrir, er nemur yfir 800 þús. kr., borið saman við það einingar- verð, sem Áburðarsala ríkisins greiddi fyrir sömu tegundir árið 1961, og er miðað við, að bæði árin væri keyptur sekkjaður áburður. Keyptar eru nú sömu tegundir og árið áður og keypt frá sömu verksmiðjum og Áburð tlppselt í tvær Grænlands- ferðir FLUGFÉLAG fslands áætlar að fara átta ferðir til Græn- lands í sumar. Fjórar verða einsdags ferðir til Kulusuk á austurströndinni. hinar fjórar verða farana til Narssarssuak á vesturströndinni og standa þær í þrjá daga. Enda þótt Flugfélagið sé nýfarið að aug- lýsa ferðir þessax hefur þeg- ar selzt í tvær Narssarssuak-1 ferðirnar. Það eru allt útlend- ingar, sem pantað hafa far, mestmegnis Frakkar, Bretar og Þjóðverjar. , arsala ríkisins hefur keypt af fyrirfarandi. Markaðsverð var nú hærra en áður, enda kröfðust framleiðslu- fyrirtækin nú í byrjun samning- anna á aðra milljón króna hærra verðs en endanlega var samið um. Auk hins lækkaða innkaups- verðs, sem Áburðarverksmiðj- unni heppnaðist að semja um, er einnig tryggt, að með því að nota nútímatækni við lestun og losun skipa og sekkjun áburðar- ins hér heima, sparast 100 kr. á hverri smálest þess áburðar, sem þannig verður með farinn. Nú þegar er hægt að fullyrða, að verð Áburðarverksmiðjunnar á eftirtöldum innfluttum áburð- artegundum getur lækkað mjög verulega, meir en um þær lof- uðu 100 krónur á smálest, eða nánar tiltekið þannig: Þrífosfat klórsúrt kalí bl. garðáb. . um 180 kr. smál. um 120 kr. smál. um 110 kr. smál. Þessi lækkun miðast við ná- kvæmlega sömu verðlagningar- aðferð og Áburðarsala ríkisins viðhafði árið 1961, en tekið er tillit til gengisbreytingarinnar 4. ágúst sl. Miðað er og við, að Varðarkafti í Valhöll í dag kl. 3-5 síðd. gengi haldist óbreytt eins og nú er. Ekkert tillit er tekið hér til niðurgreiðslna, þar sem ekki er vitað, hverjar þær verða á þessu ári. Vegna gengisbreytingarinnar í sl. ágústmánuði hækkar áburður í verði, en vegna bættrar að- stöðu og hagkvæmari innkaupa, sem skapazt hafa vegna þess, að landbúnaðarráðherra fól Áburð- arverksmiðjunni hf. rekstur Áburðarsölu ríkisins, verður áburðarverðið í ár að minnsta kosti tveimur og hálfri milljón króna lægri en annars hefði orð ið. (Fréttatilkynning frá Áburð- arverksmið j mmi) Jón ívarsson, einn af stjórn- armeðlimum Áburðarverksmiðj- unnar hf., hafði samband við Mbl. í gær og óskaði að láta þess getið að hann stæði ekki að þessari fréttatilkynningu og sé henni ekki samþykkur. Hafnir SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ í Höfn um heldur aðalfund nk. mánu- dagskvöld kl. 9 e. h. Kosið í full- trúaráð og kjördæmisráð. Reyrít að bjarga Viktoríu í GÆRKVÖLDI var verið að vinna að því að ná vélbátnum Viktoríu á ílot, sem strandaði fyrir nolckru á Grandanum við Grindavíkurhöfn. Búið var að þétta skipið og verið að setja undir það txl varnar er það verð- ur dregið á grjótinu. Vírar eru strengdir yfxr höfnina ein hinum megin er svo jarðýta til dráttar. Vestan vindur var í gærkvöldi og talið að sjórinn mundi hjálpa til við að koma skipinu inn yfir Grandann og inn í höfoina. — Ætlunin var svo að reyt. ' flóð- inu í nótt, eit það er mest um 3 leytið. S.l. þriðjudag brotnaði olíu- flutningaskipið Bridgewater frá Liberiu í tvennt á siglingu ’ skammt vestur af Ástralíu. Rak hlutana hvom í sína átt- ina og var gerð viðtæk leit að þeim úr lofti og á sjó. Fund- ust skipshlutamir fljótlega og tókst að bjarga áhöfninni, 31 manni, um borð í ítalska olíu- flutningaskipið Elios. Aðeins einn skipbrotsmanna var lít- ilsháttar meiddur. Meðfylgjandi mynd er tek- in úr einni af flugvélum' brezka flughersins, sem tók þátt í leitinni. Sést þar fram- hluti Bridgewater að sökkva en í baksýn er Elios. Laegjöktill komst ekki að bryggju AKRANESI, 2. febr. — Ska'gfirð- ingur fór út á veiðar í dag, í úti- legu. — Hér var Tungufoss í gær og lestaði skreið. f gær kom og Langjökull og átti að taka óhemju af freðsíld. komst ekki að hafnargarðinum vegna brims, og sneri þá frá og sigldi norð- ur um. — Oddur. vegna nætur- gagns FYRIR áramótin var dæmt í óvenjulegu skaðabótamáli hjá embætti borgardómarans í Reykjavík. Mál þetta höfð- aði kona gegn manni einum, sem hafði skvett á hana úr næturgagni. Málavextir voru þeir, að einn napran haust-1 dag gekk konan eftir götu í miðbænum. Veit hún þá ekki fyrr en skvett er framan á h-ana torkennilegum legi og síðan sér hún á bakhluta á manni, sem gengur inn í hús, þar við götuna, og hélt sá á næturgagni tómu. Konuna grunaði strax, hvað hér hefði gerzt, og við athug- un reyndust verstu grun- semdir hennar um vökvann hafa við rök að styðjast. Kyn- systir hennar ein var þarna nærstödd og gat vottað skaða- verkið. Konan stefndi mannin um til greiðslu skaðabóta fyr- ir fataskemmdir, hreinsun og óþægindi. Fyrir réttinum bar nætur- gagnseigandinn fyrir sig sal- ernisleysi í híbýlum sínum og hefði hann haft þennan háttl á um nokkurt skeið, að tæma næturgagn sitt fyrir húshorn- ið, án þess að nokkur hafi beðið tjón af. Þessi vöm dugði manninum þó ekki, og var hann dæmdur til þess að greiða konunni andvirði káp- unnar, hreinsur. á kjól og 800 kr. fyrii óþægindi. Hrofta- háttur stráka á Egilsgötu LAUST eftir klukkan fjögur fyrradag var níu ára dreng- ur á leið til sín frá Austur- bæjarskólanum. Á Egilsgöt- unni réðust að honum þrír strákar. nokkru eldri, lömdu hann og færðu úr stígvélun- um. Skildu þeir drenginn eftir á sokkaleistunum í snjónum og kom hann þannig útlítandi heim til sín. Ekki þekkti hann strákana, sem f hér voru að verki, en lýsti þeim svo, að einn hafi verið í bláum jakka með húfu, ann- ,ar í grárri peysu og sá þriðji freknóttur í blárri peysu. Eru það vinsamleg tilmæli til for eldra og annarra, se meinhver deili kynnu á máli þessu, að gera rannsóknarlögreglunni l aðv-art. Bæjarstjórinn í meiðyrðamáli HAFNARFIRÐI, 2. febr. — í dag sprðist, að Stefán Gunnlaugs son, bæjarstjóri, hefði stefn rit« stjóra HAMARS, vegna ummæla sem birtust í blaðinu um ger- ræði bæjarstjórans að reka einn starfsmann bæjarins fyrirvara- og ástæðulaust úr starfi. Málið mun koma fyrir sátta- nefnd á næstunni og sennilega fara fyrir dómstólana. Æskulýðsmessa í Neskirkju Á SUNNUDAGINN verður æsku lýðsmessa í Neskirkju og hefst hún kl. 2 sd. Nemendur Haga- skólans og sr. Ólafur Skúlason murau flytja messuna, sem er eins og aðrar slíkar messur £ vetur, byggð upp á víxllestri prests og safnaðar. Fjölrituð pró- gröm verða afhent kirkjugestum og allir beðnir um að lesa messu- svörin og syngja sálma. Akraborg komst ekki til Borgarness AKRANESI. 2. febr. — Svo mik- ið brim og hvítfyssandi brotsjó- ir eru inn allan Borgarfjörð, en hann er vestan og stendur upp á fjörðinn, að þá er Akraborg, sem átti að fara í Borgarnes laust eftir hádegið í dág, hafði stímað inn fjörðinn í þrjá stundarfjórð- unga, sneri skipið aftur og lón- aði síðan hér fyrir utan þangað til á áætlunatímanum 18:45, að hún lagðst að hafnagarðinum. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.