Morgunblaðið - 28.02.1962, Síða 3

Morgunblaðið - 28.02.1962, Síða 3
Miðvikudagur 28. febr. 1962 MORGU'NBLAÐIÐ 3 mmm 50 þús. haglskot Spjallað við Albert í Gröttu um uglur, Selsskerið, höfðingja og haglabyssur FRETT AMENN Mbl. brugðu sér út í Gróttu í góðviðrinu í gær til þess að kanna hvort Albert Þorvarðarson vitavörð- ur gæti ekki sagt okkur eitt og annað. Og í hlaði mætti strax sjóiMim fréttaefni: Dauð ugla og veiðibjalla við hlið hennar. — Ég sá þessa uglu á flæk- ingi hér tvisvar fyrir helgina, sagði Albert þegar við vorum seztir í stofu. — Það er tiltölulega sjald- gæft að þær flækist hingað, hélt hann áfram. — Ég held að þetta sé kattugla, og hún var orðin fremur slæpt. Át heila veiðibjöllu — Vitið þið að uglur þurfa að éta mikið? Ég get sagt ykkur sögu af uglu, sern var hér á flækingi fyrir nokkrum árum. Hún fann engar róttur hérna, en á þeim lifa þær mest. Þannig vildi til að ég hafði hent dauðri veiðibjöllu upp á út- byggingu við sjávarskúrinn hér úti, og þar settist uglan að um nóttina og át hálfa bringuna alveg upp til agna. Þetta var stór veiðibjalla og þetta fór allt niður í þennan litla skrokk. — Daginn eftir var ég á gangi skammt frá skúrnum, og tók þar kassa, sem rekið hafði þarna upp um veturinn, og hugðist kasta honum niður fyrir Kambinn. Flýgur þá ekki uglan út úr kassanum en var svo þung á sér að hún komst ekki neana þrjá eða fjóra faðma, þar sem hún faldi sig á bak við stein. — Ég lét veiðibjölluna liggja á sama stað næstu nótt Oig uglan fékk sér þá ekki minni skammt en nóttina áður. Þótti mér með eindæm- um að ekki stærri skrpkkur rúmaði svona mikið fóður. — Annars voru mín fyrstu kynni af uglunum við rottu- veiðar. Þær fara ekki að veiða fyrr en kvölda tekur, og þá stilltu þær sér upp á girðingar stólpa, ef þeir vom nærri rottu búi, og ’oiðu þar færis. Þegar rotta fór á stjá, var gaman að sjá ugluna láta sig detta eins og pokadruslu yfir hana. Ugl- ur hafa komið hér einstaka sinnum, kannske á svona 10 ára fresti. Fyrir utan Vesturgötuna — Hvað fannst þér um tog- arastrandið á Selsskerinu um daginn? — Togarinn? Ég var nú eiginlega í hálfgerðum vand- ræðum með hann. Það var verið að þýfga mig um að hann væri strandaður hjá mér, en ég sá ekkert hvert sem litið var. Um leið Og birti sá ég hann, og tilkynnti þeim í Reykjavík að hann væri strandaður hjá þeim sjálfum, skammt fyrir utan Vesturgöt- una. — Mér finnst merkilegast um þetta strand að vaktin um borð skyldi ekki sjá nein Ijós á vit- um eða baujum. Þeir hefðu átt að sjá 3—4 ljóst út af Gróttu, og ekki veit ég til þess að þarna hafi skip strandað áður. Sofandi á Selsskeri — En sögu get ég sagt ykk- ur um Selsskerið, sem ég heyrði sem strákur. Tveir ungl ingar ætluðu að róa á þara- þyrsling og báðu gamlan for- mann, sem var nokkuð spaug- samur, að vísa sér á góð mið. Þá sagði hann þeim frá sker- inu. „Þið skuluð stoppa og renna þegar Vífilsfell ber yfir Rauðará og Keilir um Lamba- staði" sagði hann, en þetta er einmitt há-Selsskerið. En svo sagái sagan líka að for- maðurinn hafi tekið það fram að ’ann yrði tregur fyrst, en kæmi til. — Þá hugsuðu þeir sem klókir menn að úr því ’ann væri tregur fyrst þá væri bezt að leggja sig þangað til ’ann kæmi til, og eftir að hafa kast- að stjóra lögðu þeir sig báðir og sofnuðu í sólinni. En þegar þeir vöknuðu lá báturinn á hliðinni og þeir gátu gengið allt í kringum hann, sagði Al- bert og hló. Albert vitavörður með vitann í baksýn. Sportfiskirí með höfðingjum — Hvað hefurðu að segja um spórtfiskiríið, sem menn eru farnir að stunda hér í Fló- anum? — Það má segja að síðan þessi sjóstangaveiðibátur kom til sögunnar hafi verið stundað mikið sportfiskirí hér úti. Annars hafa menn tekið upp á því síðustu 20 árin eða svo að skjótast út á trillum og veiða. Þetta fannst þeim sport, og þessir róðrar hafa aukizt upp á síðkastið. — Það hefur komið fyrir að ég hafi farið með menn út á veiðar, og þar í bland hafa verið ambassadorar og stór- höfðingjar. Nefna má ágætan mann, Gilchrist, brezka ræðis- manninn, sem var hér. Hann fór héðan áður en hann átti að fara og áður en það var æskilegt. Hann er prýðismað- ur. Gilchrist kemur hingað í júní í sumar og_ ég hlakka til að hitta hann. Ég fór þrisvar með hann á'fiskirí hér úti, Og hann var mjög hrifinn af þess um veiðiskap. Svo kom hann hingað stundum á skarfa- skyttirí. Þá hefi ég farið á sjó með Mr. Solen frá ameríska sendiráðinu Með hann fór ég norður í Kollafjörð í fyrra. Þessa skemmtilegu mynd tók ljósmyndari Mbl. ÓI.K.M. úr Gróttuvita í gærdag Hætti aS telja eftir 50,000 Úti í horni standa tvær glj'Á fægðar haglabyssur og einn riffill, sem Albert sagði að væri aðallega ætlaður til að hræða hrafna með. — Haglabyssan þarna er 23 ára gömul, sagði hann. — Þetta er sennilega sá byssu- hólkur, sem flestum skotunum hefur verið skotið úr á ís- landi. Ég keypti hana 1939 fyrir 222 krónur. Þegar ég var búinn að eiga hana í um 12 ár þá hafði ég skotið 50 þús- und skotum úr henni og þá hætti ég að telja. — En nú verður maður að fara að fela skotin, sagði Al- bert, og benti á hrúgu af hagla skotum á borði. — Æðarkoll- urnar fara að koma hingað. Þetta eru vinir mínir, og eru hér eins og hænsni. Einu sinni varð ráðskonan, sem ég þá hafði, að fara út með disk á hverjum morgni til þess að gefa æðarblika, sem mætti hér daglega í morgunmat. En einn daginn koma hann of snemma, flaug á vír, sem hann sá ekki og vænbrotnaði. — Þegar fugl arnir korna, skýt ég ekki einu skoti hérna. — Jæja, og svo gerið þið mann að margföldum lygara í Morguabl aðinu á morgun ef ég þekki ykkur rétt, sagði Al- bert þegar við kvöddum hann, — og fari það í hoppandi að ég nenni að lesa þao. Vestmannaeyja- bær selur Dalabúið Vestmannaeyjum 26. febr. FYRIR nokkrum dögum seldi Vestmannaeyjákaupstaður kúabú sitt í Dölum. Bærinn hefir rekið Dalabúið frá því fyrir stríð og hefir oltið á ýmsu með afkomu þess. Það var upphaflega stofn- sett af brýnni þörf Nú hefir Mjólkursamsalan sett upp útsölu í Vestmannaeyjum og er því mjólkurskortur ekki að öllu jöfnu. Þeir sem keyptu Dalabúið eru Magnús Magnússon, sem alllengi hefir unnið við það og Daníel Guðmundsson bifreiðarstjóri hér í Vestmannaeyjum. Eru þetta báðir ungir menn og munu þeir taka við rekstri búsins ínæsitu fardögum. — Bj. Guðm. STAKSTIINAR Opíð b/éf til Karls Kristjánssonar Morgunblaðinu barst eftirfar- andi opið bréf til Karls Krist- jánssonar frá Þingeyingi, sem ekki vill láta nafns síns getið: „Heill og sæll Karl, — Mig langar til þess að senda þér nokkrar línur, en sknl vera stuttorður, svo þú tefjist sem minnst við lesturinn og getur óskiptur staðið á verðinum, til björgunar okkur frá móðuharð- indunum! (sem þó enn eru ekki komin hér). Þar sem þú ert sparisjóðsstjóri K. Þ. vii ég minna þig á inn- stæðu mina í sparisjóðnum hjá þér, þótt hún sé ekki stór. Og ég ætla að láta þig vita, og biðja þig jafnframt að láta Eystein fé- laga þinn vita, að mér finnast vextimir, sem ég nú fæ af inn- stæðu minni, vera svolítil sárabót fyrir allt það, sem hún hefur verið óbeint skert frá því að ég lagði hana fyrst inn hjá þér. Þú tókst á móti henni með glöðu geði, og hefur sjálfsagt verið glað ur yfir því að geta lánað hana svo til aimarra. En nú berjast flokksbræður þínir (áður líka mínir) fyrir því að vextirnir verði lækkaðir. Ég trúi ekki að þú svíkir mig svo að þú sért þeim fylgjandi, því þá ertu þínum innleggjendum ekki trúr“. Vextirnir mitt eina kaup Og bréfritari heldur áfram: „Það er eins og vaxtagjöldin séu einu útgjöldin, sem á fram- leiðslunni og útgerðinni hvfla. Það er ekkert talað um lækkun á öðmm liðum. Og þér fanrast ekki í fyrra vor nokkrir erfióleikar á því að hækka kaupið. Það þoldi framleiðslan þá. EN VEXTIRNIR SEM ÉG FÆ AF INNSTÆBU MINNI F.R NÚ MITT EINA KAUP, og svo fæ ég gefins pen- inga frá tryggingunum. Þetta veizt þú, og ég tel að þú ættir frekar að vera baráttumaður fyrir því að halda vöxtunum óbreyttum, en að vinna að lækk- un þeirra. Ég hef átt tal við tvo útgerðar- menn og spurði þá, hve mörg prósent af heildar útgjöldum þeirra vextirnir væru. Annar sagði 1% en hinn 4%. Er ekki hægt að lækka einhvern kostn- aðarliðanna, sem skapa 96 og 99% heildar útgjalda. Þú hefðir ekki átt að berjast svo fyrir kauphækkununum í fyrravor, ef þú vilt láta það bitna á okkur, sem höfum sparað og nurlað einhverju saman. Það er þó undirstaðan undir því að hægt sé að lána út, að einhverjir eigi inmstæðu. Em ekki fleiri sparisjóðsstjór- ar á þingi en þú? Ég veit um 3 bankastjóra. Reyndu nú að fá þá í lið með þér til þess að verja ok’kur, sem spörum, og minni ég þig þá sérstaklega á, sem inni eiga í þínum sjóði. Ef þú verð okkur ekki, og berst á móti vaxtalækkuninni, þá ertu ekki ekki eins trúr hér heima, eins og þú vilt vera láta. Ég minni þig enn á það, að þú lánir ekki mikið út, ef enginn leggur inm. Og ef ekkert er tii að lána, þá er sama hverjir útlánsvextir eru. Fyrst og fremst er að fá féð inn og halda því, það er frumskil- yrðið, og það færðu frekast með því að hafa innlánsvextina nokkuð háa. Ég kveð þig svo vinsamlegast. N, Þg“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.