Morgunblaðið - 28.02.1962, Qupperneq 10
10
MORGHNBL ifílb
Miðvikudagur 28. febr. 1962
Matthías Jochumsso
Fréttabréf '*1 skáldsins um
heiidarútgáfu ísafoldar
prentsmiðju h.f. á ritum
þess, og um Skugga-Svein
100 ára.
HilRRA skáldkonungur — elsku
legj vin!
í trausti þess að þú haf;r enn
lifandi áhuga fyrir öllu mann-
legu, svo á jörðu sem á himnum,
hripa ég þér þessar línur um
bókmenntalega afkomu þína vor
á meðal, Íslendinga, um þessar
mundir.
Fáum dögum fyrir jól sendi
ísafoldarprentsmiðja n.f. frá sér
8. bindið af ritum þínurn í nýju
heildarútgáfunni, sem hafin var
árið 1956.
Tæplega heifur það verið tilvilj
un ein eða út í bláinn hjá Pétri
Ólafssyni að láta 8. bindið, sem
inniheldur frumsamin leikrit
þín, koma út núna. Hann hefur
munað hvað gerðiist í febrúar-
mánuði 1862 — að nú liði að merk
isafmiæli þíns baldna sonar Og
rómsterka öldungs, Skugga-
Sveins. Enda hefur Skuggi látið
að sér kveða að undanförnu, þvi
ekki er nóg með það, að hann
hafi sagt Pétri í ísafold fyrir
verkium og stjórni með honum
útgáfustarfinu, heldur hefur
hann þessa dagana tekið með
grenjandi skyndiáhlaupi nokkur
helztu menningarvígi höfuðistað
arins, og heldur þeim með bra-
vör og elegans svo vikum skipt
ir: Þjóðleikhúsi, Menntaskóla-
srveinum og Háskólabíói. Stór-
kostlegt, Matthías! Geri aðrir
betur. •
En hvörflum nú andartak frá
syni þínum, hinum 100 ára
gamla og ódauðlega, meðan ég
rifja upp hvað Pétur hefur ver
ið að sýsla við rit þín að undan-
förnu.
í>að byrjaði 1956, eins og ég gat
um áðan. Þá komu frumisömdu
kvæðin, bók upp á 740 blaðsiður.
Árni Kristjánsson slaghörpuleik
arinn góði bjó hana undir prent
un, af jafn umhyggjusamri ná-
kvæmni og hann býr sig undir
sóló-konserta sína, — vandvirkn
asti maður í heimi.
Mætti ég gerast svo djarfur að
segja þér hvaða visa í þessari
stóru bók kemur mér oftast í
hug eftir lesturinn? — Það er
þessi vísa úr erfiljóðum eftir
skipherrann Júlíus, á blaðs ðu
376:
Viku af viku, nótt og dapran dag
dauðans engill söng þitt
vöggulag,
söng og skenkti sárra kvala vín,
söng og spann þitt hvita
dáins-lin.
Loks kom heilög hönd, sem um
þig bjó,
himnesk röad, er sagði:
Það er nóg.
Sama ár, 1956, kom út í þrem
bindum þýðing þín á Sögum íer
læknisins eftir gamla Zacharías
Topelíus hinn finnska. Þessa
löngu sögu las ég spjaildanna
milli upphátt fyrir heimilisfóik
ið í Guttormshaga á kvöldvök-
unum þegar ég var barn. Karl
XII. — æ, að hann skyldi ekki
heldur falla dauður með öllu
sínu liði á bökkum Dnéprfljóts
við Poltava, en leita kaldra griða
og gestrisni hjá óvinum lrristn-
innar suður í Miklagarði! En
fáar skáldsögur eða engar hef ég
séð í fallegri útgáfu en Sögur
herlæknisins eru í þessari nýju
ísafoldarútgáfu, myndskreytt og
fagurlega bundin. Ljóðskáldið
Snorri Hjartarson bjó bækurnar
til prentunar.
Næst kom röðin að þýddum
ljóðum þinum, það var 1958. Vin
ur þinn Árni Kristjánsson sá u-m
útgáíuna. Þetta bindi er 710 blað
síður.
Nú stend ég uppi ráðalaus* —
að segja í fáum orðum það sem
segja ber. Mér dettur þetta í hug:
Stórt væri skarðið í menntun ís-
lendinga og bókmenntalegu upp-
eldi þrjá síðustu aldarfjórðung
ana, ef þú hefðir ekki gefið okk
Matthías Jochumsson
Ijóðaþýðingar þínar. Þeir hafa
sett Friðþjófssögu Tegnérs
fremista, þetta alþjóðlega iista-
verk, sem þú gerðir svo fullkom-
lega íslenzkt, að það rann okkur
í roerg og blóð ekki síður en
Njála og passíusálmarnir. Enn í
dag syngja börn okkar fullum
hálsi:
Vorið kemur kvaka fuglar,
kvistir grænka, sunna hlær,
ísinn þiðnar elfur dansa
ofan þar til dunar sær;
rósin gegnum reifa brosir
rjóð og hýr sem Freyju kinn;
brjóstum manna vorið vekur
vonarhlýjan unað sinn.
En ekki fullyrði ég náttúrlega
að þau viti það öll, að þetta
sé upphafið á 19. kafla Friðþjófs
sögu.
Síðasta stórvirkið í þýddum
ljóðum er Mannfreð eftir Byron
Bretatröll. Um þá þýðingu segir
okkar lærði bókmenntaprófessor,
Steingrímur J. Þorsteinsson:
„Þetta er ein frábærasta ís-
lenzk þýðing, sem nokkru sinni
hefur verið gerð“.
Skemmtilegur bókarauki er
Ávarp þitt til lesendanna og for-
máli fyrir fyrstu útgáfu Frið-
þjófssögu. Þetta er í reyndinni
snjöll og stórfróðleg ritgerð um
bókmenntir og andlega strauma
á Norðurlöndum.
Næsta bindið, sem ísafold gaf
út af ritsafni þíinu var sjálfsævi-
sagan: Sögukaflar af sjálfum
mér. Árni Kristjánsson sá um
útgáfuna sem fyrr, bindið kom
út 1959. Bftirmála og viðauka við
sögukaflana ritar þinn ágæti son
ur, Steingrímur Matthiíassön
læknir. Segir þar nokkuð frá
glímu þinni við síðasta stórvirki
ævinnar. Ennfremur frá veikind
um þínum og banameini, vinsæld
um, alþýðuhylli og þjóðhylli,
samsæti og saroúð, andláti cg út
för. Þessi bók er 447 blaðsíður.
Sjöunda bindið í ritsafni þínu
kom út 1960. Það er 391 blað-
síða og hefur inni að halda þau
fjögur leikrit Shakespeares sem
þú þýddir: Macbet, Hamlet,
Rómeó Og Júlíu og Óteiló. Um
fangbrögð þín við andagift og
skáldlist brezka ofurmennisins
eru ekki lengur skiptar skoðanir.
Shakespeare hæfði þér og þú
hæfðir honum. Þetta er 3. prent
un leikritanna. Bókarauka, fag-
lega ritaðan og fróðlegan, hefur
ungur leikhúsfræðingur, Sveinn
Einarsson fil. kand., skrifað, og
nefnir ritgerð sína: „Leijchúslíf á
Englandi á dögum Shakespeai es".
Þá er komið að 8. bindi ritsafns
ins. Það kom út fyrir síðustu jól,
svo sem fyrr er getið. Það er
536 blaðsíður plúis 47 síður, og
enn sá Árni Kristjánsson um út-
gáfuna. Hérna eru saman komin
öll frumsamin leikrit þín og leik
þættir, átta talsins, ef Útilegu-
mennirnir og Skugga-Sveinn eru
ekki taldir sama leikritið.
Um leikritun þína skrifar
Steingrímur J. Þorsteinsson
langa og gagnmerka ritgerð, um
40 blaðsíður að lengd, hún er
prentuð fremst í bókinni.
f þessari ritgerð trúi ég að
fært sé saman allt sem vitað er
og máli skiptir um þessa grein
skáldskapar þíns. Langmerkiileg
astar eru -upplýsingarnar um
sköpunarsögu Útilegumannanna
og Skugga-Sveins, og svo aðdrag
andinn að ritum Jóns Arasonar
og glíma þín við það verkefni,
ásamt viðleitni þinni til að koma
leikritinu á framfæri. Við sjáum
þig á öðru leitinu vinna fræga
sigra, þar sem þú bjóst ekki við
miklu, og á hinu leitinu verða
fyrir harkalegum vonbrigðum,
þar sem þú væntir hvað stærstra
sigra. Svona er að vera skáld:
Það er eins og að spila fjárhættu
spil um hjarta sitt — að yrkja
er að kasta teningum: Vinning-
urinn er aldrei viss. En hvort Jón
Arason á eftir að koma upp eða
ekki, eitt er Skugga-Sveinn held
ur velli. Mér er sagt að Mennta-
skólapiltamir þræði frumgerð
leikritsins og farist það af snilld,
láti hinn töfrandi og barnslega
einfaldleika njóta sín til fulls.
Aftur á móti sé Þjóðleikhúsið
með dýra skrautútgáfu og var-
iationir af verkinu á sinum fjöl-
um. Sumir segja: Þetta er ekki í
anda Matthíasar, gef oss heldur
Útilegumennina einfalda og ó-
mengaða! En aðrir segja: Semj-
um óperu upp úr þessu þjóðlega
verki — nýja My fair Lady! En
enginn segir: Burt með æsku-
verk Matthíasar úr íslenzkum
leikhúsum. Það dettur engum í
hug, heldur fyllir fólkið húsin
viku eftir viku til að gleðja augu
sín við hið 100 ára gamla sjónar
spil þitt, en deilir aðeins um
hvort eigi að setja það á svið
svona eða hinsegin. „Þetta er
að kunna vel til vígs og vera
landisins hnoss“, eins og þú hefur
eftir Runeberg og Sandels um
Svein Dúfu.
En svo að fleiri geti nú tekið
til máls um gerð Útilegumann-
anna og Skugga-Svein heldur en
þeir sem ná í aðgöngumiða að
Lœknisráð vikunnar
Practicus ritar um:
Ingi vonn 50
skókir n Akur-
eyri
Ingi R. Jóhannesson brá sér til
Akureyrar um helgina til að tefla
við Akureyringa. Varð þetta mik
il frægðarför fyrir Inga.
Á laugardaginn fcefldi hann á
21 borði við nemendur í Mennta
skólanum. Vann Ingi 20 skákir
en einni lauk með jafntefli.
Á sunnudag telfdi Ingi á 29
borðum við ýmsa skákmenn.
Ingi vann 23 skákir, 4 urðu jafn-
tefli en 2 tapaði Ingi. Þeir sem
unnu voru Ólafur Kristjánsson
og Balvin Kristjánsson.
Á sunnudagiskvöld telfdi Ingi
við 10 meistaraflokikismenn. Ingi
vann 7 skákanna, tapaði einni en
2 urðu jafntefli. Sá sem vann
var Halldór Jónsson Norður-
landismeistari. Jafntefli gerðu
þeir Albert Sigurðisson cg Júlíus
Bogason.
Sjúkdómurinn ræðst eink-
um á konur, sem eru að kom
ast á miðjan aldur. öruggast
er að greina sjúkdóminn með
mælingu á efnaskiptum.
Meðferðin í fyi*»tu er lyf-
lækning með efni, sem nefn-
ist methylfchiouracil og dceg-
Basedows - sýki
SJÚKDÓMUR sá, sem kennist
við Basedow, á heima í skjald
kiritlinum og er að einhverju
leyti arfgengur .Orsök hans
er ekki þekkt, en rálrænar
verkanir virðast oft eiga nokk
urn hlut að máli. Fyrstu ein
kennin eru oft þau, að sjúkl
ingurinn er þreyttur og ergi-
legur. Sjúklingar þessir eru
órólegir, handóðir cg fljótir til
gráts. Þeir hafa oft glansandi
augu .Mjög einikennandi er að
þessir sjúklingar finna sjald
an til kulda og fá oft hita-
köst. Húðin er heit og rök og
líkamshitinn oftast lítið eitt
hækkaður. Púlsinn er nærri
alltaf hraðúr, sjúklingarnir
kvarta oft um hjartslátt. Fín
gerður skjálfti sést á tungu og
fingrum, sjúklingnum sjáli-
um finnst þetta vera titringur
og óróleiki.
Nærri alltaf finnsc stæikkun
á skjaldkirtlinum, svonefnd
struma. Sjúklingarnir verða
oft fyrir óþægindum af þess
um sökum, og hafa oft
hósta. í h.u.b. belming sjúkl
inganna eru augun stór, glans
andi og virðast sitanda mikið
fram.
Einkenni Von Graefes. Þeg-
ar augunum er rennt niður
á við fylgja augnlokin eftir
í heilbrigðu fólki. Þegar
starfsemi skjaldkirtilsins er
aukin hverfur þessi hreyfing
jafnvel þótt lítið eða ekk-
ert beri á að augun séu fram
stæð. Þegar fingrinum er
haldið í hæð við hársræturn
ar og hann hreyfður hægt
niður, eins og á myndinni
sézt, fylgja augun hreyfing-
unni eftir og sjá má hvítuna
ofan við sjáaldrið.
0 0 0 0,0 0 0 00 0 0 00 0 0
Þj óðleikhúsinu og Háskólabíói,
er ekki tilvalið fyrir þá að
fletta upp í 8. bindi RitEafnsms,
þar sem báðar gerðir leiksins
eru prentaðar? — Þar að auki er
bókin augnayndi að ytri frá-
gangi.
Herra skáldkonuna„r, þár mun
nú finnast nóg komið af svo
góðu. Fyrirgefðu fljótaskriftina.
í febrúarmánuði 1962,
Þinn einlægur
Guðmundur Daníelsson.
Fjárhagsáætlun
Keflavíkur
Fjárhagsáætlun Keflavíkur hef
ur nýlega verið samþykkt og eru
niðurstöðutölur kr. 17.3 milljónir.
Þar af eru áætluð útsvör 13,9
millj.
Útsvarsupphæðin er 13,5%
hærri en árið áður, sem stafar
af fjölgun gjaldenda, en útsvör
verða lægri en árið áður miðað
við sömu tekjur.
Helstu gjaldaliðir á fjárhags-
áætlun eru þessir:
Lýðtryggingar
og lýðhjálp ..
Menntamál ....
Styrkir til
menningarmála
Heilbrigðismál ..
Þrifnaður .. ..
Framfærslumál
Löggæzla .. ..
Skipulagsmál ..
Eldvarnir og
öryggismál ..
Viðhald gatna ..
Verklegar framkv.
Afb. af lánum og
vextir........
Til áhaldakaupa
Stjórn kaupstaðarins
Óviss útgjöld .. ..
2.900.000.00
1.300.000.00
375.000.00
675.000.00
585.000.00
810.000.00
728.000 00
470.000.00
256.000 00
645.000 00
5.735.000.00
1.100.000 00
710.000.00
775.000.00
230.000.00
Við síðari umræðu fjánhags-
áætlunar kom minnihluti Alþýðu
flokksins með nokkra rtillögur
til hækkaðra útgjalda og lækk-
aðra tekna, en þær tillögur náðu
eðlilega ekki fram að ganga.
— h.s.j. —
ur úr framleiðslu skjaldkirtils
hormónsins. Verði enginn ár-
angur af þessu ma reyna upp
skurð, og þá er fjarlægður
meiri hluti skjaldkirti/lsins, eft
ir viðeigand lyfjameðferð.
Margir læknar vilja þó heildur
skera upp strax, vegna þess,
að oft er erfitt að fá sjúkling
ana til að mæta til áframihald
andi eftirlits, eftir að þaim
finnst þeir vera orðnir alheil
brigðir. Ef sjúklingarnir
hætta þá sjálfir að taka lyf
sín, verða þeir veikir á ný og
leita þá til læknis. Meðferð
in verður þá aðeins fram-
kvæmd með höppum og glöpp
um, en í þeim tilfellum, þar
sem lyfjameðferðin er fram-
kvæmd á réttan hátt næst
eins góður árangur og við
skurðaðgerð.
Augun hætta oftast að vera
framstæð eftir skurðaðgerð-
ina eða lyfjameðtferðina. Þó
eru undantekningar frá þeirri
reglu, augun taka að standa
meira og meira út, þrátt fyrír
rétta meðferð. Þetta er mjög
alvarlegt einkenni, og þá á
sjúklingurinn að leita tiil lækn
is við fyrsta tækifæri. Frum
orsök þessa fyrrbrigðis er ó-
þekkt, en sem stendur er
reiknað með, að ákveðnu
heiladinigiuiLshonmóni sé um að
kenna. Reynt hefur verið að
taka burt heiladingulinn, og
hefur það bætt úr fyrir sum-
um. Einnig má reyna, að fá
meira rúm fyrir augun með
því að taka „þakið“ af augn-
tóttunuim.
Um það bil 90% allra með
aukna skjaldkirtilsstarfsemi
læknast, annaðhvort með lyfj
um eða uppskurði. Lyfjameð-
ferðin tekur heilt ár, minnsta
kosti.