Morgunblaðið - 28.02.1962, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 28.02.1962, Qupperneq 11
Miðvikudagur 28. íebr. 1962 MORGV1S BL AÐIÐ 11 KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR yí^p^'trhy KVIKMYNDIR AUSTURBÆ JARBÍÓ: SKKIFAR UM: > W KVIKM'SNDIR * • Dagur í Bjarnardal. MYND þessi, sem. er austurrísík og tekin í litum er byggð á skáld sögu eftir Trygve Gulbranssen, og hiefur sagan komið út í is- lenzkri þýðingu. Segir þarna frá stórbóndanum í Bjarnardal, semn Dagur heitir. Hann er gajnald xnaður, haxðlyndiur, sérgóður og tillitslauis við aðra, en undir kaldhryissingnum búa þó sterkar tilfinningar. Dagur hefur alla sma löngu ævi hugsað um það eitt að stæikka jörð sína og efl- ast að völdium og veraldarauði, ekki sízt til þess að geta boðið byrgin nágranna sínum von Gall, sem býr á- herrasterinu Borg. Bex gamli maðurinn þung an hug til von Gall, en þó eink um til Elisabetar dóttux hans, sem er hrokafull stúlka, sem aldrei hefur dregið dul á fyrir litningu sina á þeim BjarnardaiLs bændium. Dagur gamlj á tvo syni Þóri, sem er fljóthuga og ofsa fenginn og ærið kvenhoillur, og Dag, sem er hæglátur drengiskap armaður og djarfur veiðimaður. Meginefni myndarinnar eru átök in milli þessara nágranna og þau átök eru mikil og verða öriaga rík áður en lýkur, svo sem hlaut aC verða, þar sem annarsvegar er hin hrokafulla og ósveigjan- lega dóttir von Gall’s og hins vegar hinn skapmikli og óbil- gjarni Bjarnardalsbóndi, sem hatar Elísabetu, sem hann telur að eigi sök á dauða I>óris, eftir lætissonar hans. Til þees að heifna sín á Borgarfólkinu, notar Dagur sér fjárþröng von GaU’s og kaup ir veðskuldabréf og víxla, sem vo Gall hefur neyðst til að selja til þess að geta haldið eigninni. Dagur hefur því lobum öll ráð von Gall’s í hendf sér. En þegar ó að selja Borg á uppboði grípur Elísabet til örþrifaróða . . . Von Gall, stendur nú uppi allslaus og einmana en óbilgirni og harðlyndi Dagis gamla hefur einnig gert honum lífið erfitt og gleðisnautt þrátt fyrir hina fjárhagslegu Velgengni hans. Að lokum leitar hann af veikum mætti upp í fjallakofann til Dags sonar síns óg Aðalheiðar bonu hans og deyr þar rólegur, er hann heyrir að nýfæddúr sonur þeirra hjónanna á að hljóta nafn Þóris sonar hans. Mynd þessi er mjög áhrifamik il, enda stórbrotið fólk, sem þar beyr hatramma baráttu unz yfir lýkur. Aðalpersónuna, Dag gamla leikur Gert Fröbe, stór vexti og svipmikill eftir því. Er leikur hans allur þróttmikili og heilsteyptur. Elísal>etu von Gaili Ieikur Anna Smolik og fer einn ig afburðavel nB&ð það hlutverk. Aðrir leikendur fara og vel með hlutverk sín. í myndinni eru fagr ar landslagsmyndir teknar í Noregi. STJÖRNUBÍÓ: Susanna. Þessi sænska mynd fjallar um hið óholla sloemmtanalif ung- linga eins og það gerist í Sviþjóð og reyndar víða um Iieim. Er sagt að myndin byggist á raiunveru- legum atburðum, en höÆundar hennar eru læknishjónin Elsa og Kit Colfach. Aðailpersóna myndarinnar er kornung stúlka, Susanna að nafni. Henni leiðist í skólanum ög heima hjá sér er Ivún ein- mana. Því að foreldrarnir eru uppteknir af samkvæmdislífinu og hafa því engan tíma aiflögu til að 6inna þessari dótur sinni, sem er á svo viðkvæmum aldri. Af þessum ástæðum liendir Susanna í vondium félagsskap, þar sem unglingarnir, piltar og stúlkur eyða öllum stundum við tryllta og æsandi jazz-músik, dans Og daður, en þjóta þess á milli meira og minna drukkin í biXum. Fyrir Súsönnu endar þetta á hörmuleg- an hátt. Hún er með „vini“ sín- um, Óla, í bifreið hans og hann er drukkinn við stýrið, þau lenda í árekstri, er veldur dauða þess sem var í hinium bílnum, og sjáXf eru þau liættulega limlest og farið með þau í sjúkrahús. Sús- önnu er í fyrstu vart hugað líf. Að lokum batnar henni þó og hún fer heim til sán. En hún breyst svo við áfallið að hún hef- ur engar hömlur á sér og fleygir sér út í æðisgengið lauslæti. Hún verður barnshafandi með Óla og hann giftist henni, enda þykir honum vænit um hana þrátt fyrir allt. En hjónaband þeirra er allt í molum, því að hún heldiur á- fram hinu tryllta líferni sínu. En að lokuim verður það móður- ástin í brjósti hennar er beinir lífi hennar á rétta brauit. Mynd þessj er geyisi áhrifa- mikil, enda er hún tímabær og alvöruþrungin áminning og að- vörun til æskufólikis nú á dögum. Ættu því sem flestir unglingar að gera sér ferð í Stjörnubíó og sjá myndina. Hún er auk þesisa, ágætlega leikin. Einkum er þó leikur Susanne Ulfsater í hlut- verld Súsönnu afbragðsgóður, eðlilegur og sannfærandi. Einnig eru sýndar í myndinni miklar skurðaðgerðir og barrtsíæðing. Eg mæli eindregið með þessari óvenjulega athyglisverðu og lær- dómsriku mynd. BÆJARBÍÓ: SAGA UNGA HERMANNSINS ÞETTA er rússnesk verðlauna- mynd. Leikstjóri er Grigori Clrrukari, þekktur víða um heim fyrir listræna leikstjórn. Hann hefur einnig skrifað handritið ásamt Valentin Yezhov. Hér er ekki um venjulega stríðsmynd að ræða, heldur sögð saga ungs hermanns, Alyosha, sem vegna hernaðarafreks fær orlof til þess að heimsækja móður sína, og á leiðinni til hennar gerast þeir atburðir, sem myndin segir frá. Atburðarásin er hvorki hröð né fjölbreytileg, en hún lýsir vel hin um unga hermanni, mannkostum hans, skyldurækni og hreinu hug- arfari, og jafr.framt lífi fólksins, sem er meira og minna þrúgað af ógnum stríðsins og kvíða fyrir örlögum ástvina sinna, sem kall- aðir hafa verið á vígvöllinn. Á leiðinni hittir AlyOsha unga stúlku, Shura, og verða þau sam- ferða í vöruflutningalest. Hún verður hrædd við hann í fyrstu, en sér brátt hver ágætismaður hann er. Þau fella hugi saman og þegar þau skilja Iirópar hann til hennar hermannaheimilisfang sitt. Alyosha hittir nú móður sína og verður með þeim innileg- ur fagnaðarfundur. En hann á eft ir aðeins nokkrar mínútur af or- lofi sínu. Alyosha verður að slíta sig úr faðmlögum móður sinnar, — en hún stendur við veginn og horfir á eftir bílnum, sem flutti hann á brott. Mynd þessi er nokkuð þung og drungaleg eins og margar rúss- neskar myndir, en þó er yfir henni aðlaðandi listrænn blær. Og aðalhlutverkin eru ágætlega Ibúðir til sölu í sambýlishúsi við Kleppsveg eru til sölu mjög rúm- góðar 3ja—4ra herbergja íbúðir. Eru seldar með full gerðri miðstöð, sem er komin nú þegar, með tvö- földu gleri og sameign inni múrhúðaðri. Fullgerð húsvarðaríbúð fylgir. Hægt er að fá íbúðirnar múr- húðaðar á skömmum tíma, ef óskað er. íbúðirnar eru í fullgerðu hvarfi með verzlunum og öðrum þægindum, Hitaveha væntanleg. Hagstætt verð, ef samið er strax. ÁRNI STEFÁNSSON, hrl., Málflutningur — Fasteignasala. Suðurgötu 4 — Sími 14314 og 34231. Lagerpláss . 150—200 ferm. að stærð óskast til leigu. Upplýsingar í snna 22973. I B li Ð Góð - íbúð óskast, 3—4 herb. helzt innan Hring- brautar. — Upplýsiugar í síma: 1-21-76. leikin. Vladimir Ivashov leikur Alyosha og Shuru leikur Shanna Prokhorenko. Þau eru bæði nem- endur við kvikmyndaskólann í Moekvu. Er þetta fyrsta hlutverk þeirra og bendir ótvírætt til þess að þau búl yfir góðum leikgáf- um. Myndin hefur hlotið mörg verð laun, meðal annars á kvikmynda- hátíðinni í Cannes, í San Francisco og í Tékkóslóvakíu. NÚ fer að líða að þvi að flugturninn nýi á Reykja- víkurflugvelli verði full- byggður. Þessa mynd tók ljósmyndari blaðsins, Ól. K. Mag., í sl. viku. Þá var verið að vinna að því að setja upp glerkúpulinn, þaðan sem flugumferðar- stjórnin fær gott útsýni upp í geiininn og út yfir völlinn. HEMCD HflklL VERÐLÆ8CKIJN Næstu daga seljum við sterkar og vand- aðar BAÐVOGIR með 25% afslætti. Grípið tækifærið og eignist góðan hlut, MAYONNAISE SANDWICH SPRED F yrirligg j andi I. Brynjólfsson & Kvaran Jafnan fyrirliggjandi TVÍHERTIR AMERÍSKIR STÁLBOLTAR MEÐ FÍNU OG GRÓFU GENGI. TVÍHIíRTIR SÆNSKIR OG ÞÝZKIR STÁLBOLTAR MI.Ð MILLIMETRA GENGI — RÆR — HÁRÆR — SPENNISKÍFUR — FLATSKÍFUR — BRETTA- SKÍFUR. Afgreiðum af lager jafnskjótt og pantanir berast. Sendum gcgn póstkröfu um land allt. BIÐJIÐ U M VERÐLISTA Umboðs- & heildverzlun Brautarholti 20 — Reykjavík Sími 1-51-59. ISÓL HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.