Morgunblaðið - 28.02.1962, Síða 15
Miðvikudagur 28. febr. 1962
MORGVTSBLAÐIÐ
15
RITSTJÓRAH: BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGILSSON
annist þessa kennslu, Einar?
— Já, það er Ásgrímur Björns
son, Hörður Þorsteinsson og ég.
Við kennum héma samtals um
140 strá:kum og eru um það bil
20 strákar í hverjum flokki. Hver
þátttakandi fær 4 kennslustund-
ir í viku. Við gætum sennilega
tekið við fleiri strákum, ef hús-
næðið væri stærra, því að þessi
starfsemi á vaxandi vinsældum
að fagna.
— Ykkur vantar því meira
húsrými?
— Já, þetta er aðeins bráða-
birgðahúsnæði og ekki stærra en
40 fermetrar. Fyrst var sjóvinnu
skólinn til húsa í Lindargötu 50,
síðan inn í Laugardal og nú. síð-
ast hér. Húsnæðisskorturinn
stendur vonandi til bóta, en okk-
ar draumur er að fá gott húsnæði
við sjó, þar sem unnt er að fara
með strákana út í báta.
ÞAÐ voru hróp og köll táp-
mikilla og fjörugra stráka,
sem bárust á móti tíðinda-
manni og ljósmyndara síð-
unnar, er við brugðum okk-
ur á dögunum inn í Ár-
mannsheimilið við Sigtún,
þar sem Æskulýðsráð Reykja
víkur hefur fundið sjóvinnu-
námskeiði sínu stað. Þegar
við komum inn fyrir gat að
líta hóp af strákum, sem ým-
ist voru að hnýta net, splæsa
tó, setja upp línu eða vinna
einhver önnur af þeim fjöl-
þættu störfum, sem piltarnir
læra á námskeiðunum.
Þar voru og fyrir þrír
kennarar, sem leiðbeindu
piltunum og í einu horni
stofunnar sáum við Pétur
Sigurðsson, alþingismann,
sem þarna var staddur og
hafði hann safnað í kringum
sig hóp af strákum og var
greinilega að segja þeim
einhverja sjóarasögu. A.m.k.
störðu þeir á hann með gal-
opin augun og hálfopinn
munninn, en fóru síðan að
skellihlæja, þegar Pétur
hafði lokið sögu sinni, sem
reyndist vera frá þeim tíma
Það eru tápmiklir strákar, sem stunda sjóvinnunámskeið Æskulýðsráðs. Ljósm.
Þar una æskumenn viö
holla tdmstundaiöju
Litib inn á sjóvinnunámskeib
Æskulýbsráðs Reykjavikur
■— Hvað eru þessir strákar
gamlir.
— Þeir eru aðal'lega á aldrin-
um 13 til 16 ára, en geta þó ver-
ið eldri og allt upp í 21 árs og all-
vír. Allt þetta starf hér miðar
að því að gera piltana hæfari til
sjómennsku en ella og því er
þessi starfsemi hér í raun og veru
komin af því föndurstigi, sem
Uörður Þorsteinsson kennir Sigurði Gunnlaugssyni (16 ára) að splæsa vír.
þegar Pétur
togurum.
var háseti á
Við snerum okkur fyrst að ein-
um kennaranna, Einari Guð-
jnundssyni, þar sem hann var í
óða önn að segja einum strák-
anna tól. Sá var að hnýta net og
óður en Einar gat snúið sér að
Okkur sagði hann við strákinn:
„Haltu aftast á náliiuii, strákur".
Hann gerði eins og honum
var sagt og hnýtti síðan fimlega
Ihvern hnútinn á fætur öðrum.
— Þið eruð hérna þrír, sem
ir gera þeir þetta utan síns reglu-
lega skóla eða vinnu og þá af
áhuga eingöngu.
— Og hvað kennið þið nú hér?
— Við Dyrjum á því að kenna
þeim algengustu hnúta, sem
hnýttir eru til sjós. Þá kennum
við þeim að setja upp línu,
splæsa tó, hnýta net og bæta.
Ennfremur að þekkja á áttavita
svo og lítið eitt í hjálp í við-
lögum. Þeir, sem eru hér á fleiri
en einu námskeiði, en hvert nám
skeið tekur 3 mónuði, læra að
sjálfsögðu meira, t. d. að splæsa
hún upphaflega var í, en hinsveg-
ar orðin spurning um atvinnu
fyrir piltana
— Fara margir þeirra á sjóinn
eftir að nafa sótt þessi námskeið?
spyrjum við nú Ásgrím Björns-
son.
— Margir af þessum strákum
hér eru í skólum, t. d. er hér
einn úr Menntaskólanum. Þeir
hafa aðallega áhuga á því að fara
á síld á sumrin, en hugsa sér
ekki frekar að gera sjómennsk-
una að ævistarfi. Svo er hér allt-
af einhver hópur, sem er hér að
búa sig undir ævistarf og þeim
piltum reynum við að hjálpa og
útvega skipsrúm, en ráðningar-
málum þyrfti að koma í betra
horf. Strákarnir hafa forgangs-
rétt um rúm á skólabát æsku-
lýðsráðs, sem t. d. fór í þrjá 3ja
vikna veiðitúra s.l. sumar.
Við höfum og notið sérstakrar
velvildar Landhelgisgæzlunnar.
Einu sinni á vetri hefur eitt várð
skipið farið út á flóa með allan
hópinn og þar hafa farið fram
björgunarbátaæfingar.
— Þetta er einhver munur, en
þegar ég var strákur á togurum,
segir nú Pétur Sigurðsson. Þá
þurfti maður að hanga tímunum
saman upp á keis og reyna að fá
kallana til að kenna sér eitthvað.
Oft fékk maður óblíðar viðtökur,
enda þótt sumir að sjálfsögðu
legðu sig fram um að kenna
manni einföldustu handbrögðin.
Nú geta strákarnir lært þetta
allt hér og það er að sjálfsögðu
til mikilla bóta.
Fyrir utan það, sem beint
snertir störf piltanna, má sjá
þarna inni ýmislegt, sem minnir
á sjóinn Og sjósókn. Þarna eru
t. d. gamlar myndir af seglskip-
um, gömlum togurum og göml-
um sjómönnum Og ýmislegt
annað, sem minnir á sjðinn og
sjósókn.
— Þessar myndir eiga allar
sinn þátt i því að skapa hér gott
andrúmsloft, sem er mettað af
sjávarseltu, segir Hörður Þor-
steinsson um leið og hann geng-
ur með okkur um salinn og út-
skýrir fyrir okkur einstakar
myndir á veggjunum.
— Þessi mynd hér er af skip-
inu „Farsæll“ frá Vestmanna-
eyjum, en það var áraskip méð
,19 manna áhöfn. Þessar myndir
hérna eru hinsvegar af öllum
gömlu togurunum, sem voru fyrir
rennarar nýsköpunartogaranna.
Þannig höldum við áfram um sal
inn Og Hörður útskýrir myndirn-
ar.
— Hvað heitir þú? spyrjum við
ungan pilt, sem er í óða önn að
hnýta net.
— Bjartmar Sveinbjörnsson.
— Hvað ertu gamall?
— 16 ára.
— Og ætlar þú að verða sjó-
maður?
— Það held ég nú varla. Ég er
núna í 3ja bekk Mennetaskólans
og ég hef mestan hug á því að
verða dýralæknir. Hinsvegar
langar mig til sjós á sumrin og
þetta námskeið hér á að geta
Framhald á bls. 17.
Helgi ívarsson lærir á áttavita.