Morgunblaðið - 28.02.1962, Síða 17

Morgunblaðið - 28.02.1962, Síða 17
Miðvikudagur 28. febr. 1962 M nv nrnvnr, AÐIÐ 17 Einar Helgason Þykkvabæ - 55 ára EINN AF góðkunningj um mín- uim varð 55 ára gamall s.l. sunnu dag. Það er Einar Helgason, fædd ur 25. febr. 1907 að Þykkvabæ í LandJbroti. / Poreldrar b.ans voru búhöld urinn Helgi Þórarinsson í Þykkvabæ Magnússonar og kona hans, hin mæta kona, Halla Ein arsdóttir, bónda á Hliði á Síðu Bjarnasonar. Þau hjón voru merkiáhjón og bjuiggu fyrirmyndar traustu búi. Helgí Þórarinsson var oddviti og sýslunefndarmaður sveitar sinn ar um mörg ár og rækti þau störf af dugnaði og samvizku- semi, sem mér hafa tjáð kunnug ir menn. Móðir Einars, Halla Einars- dóttir, er enn á lífi (fædd 22. 6. 1870), komin yfir nírætt, og býr í Reykjavík. Hún hefur sýnt mik inn dugnað og sálarþrozka og verið umhyggjusöm móðir. Einar ólst upp í Þykkvabæ hjá foreldrum sínum, í glöðum og góðum systkinahóp og var yngst ur þeirra. Hann vandist allri vinnu, var góður og traustur verkm.aður, ágætur skepnuhirðir og dýravinur, svo að orð var á gert. Helgi faðir hans lézt árið 1915, en móðir þeirra systkinanna hélt áfram búskap um nokkur ár, og Studdí Einar hana með vinnu sinni og lá ekki á liði sínu. Nokkru .síðar tók við jörðinni Þórarinn Helgason, annar þeirra bræðra, og gerðist duglegur og framkvæmdasamur bóndi. Einar var áfram í Þykkvabæ um nokk ur ár, þar til hann fór til Reykja víkur. VEL ER það, að bókaútgáfa árs- ins 1961 varð mikil. Það er vel sökum þess, að margt kom góðra bóka, og sumar voru þær meir en góðar. En vitanlega hefir nokk uð flotið með af lítilsverðu dóti, svo mun lengi verða. Og þegar meginþorri þessara bóka, góðra Og lélegra, kemur í einum hnút á örfáum vikum, er það óumflýjan- — Flugbjörgunarsv. Framih af blis. 6 Þá gat formaður þess að á ár- inu hefðu ýmsir aðilar veitt sveitinni stuðning, bæði fjár- hagslegan og málefnalegan, svo sem Flugmálastj órnin, trygg- ingarfélög og flugfélögin, auk ýmissa annarra aðila. Sveitin hafði einnig sinn árlega merkja- söludag í des. og tók aimenn- ingur sölubörnunum vel. í lok skýrslu sinnar komst form. svo að orði. — Þótt sveitin hafi unnið vel og gert eins og hún hefir bezt getað, þá er enn margt ógert og reynir í því efni á góða sam- vinnu og fómfýsi allra aðila, sem að henni standa. Góður fjárhagur Fyrir lágu endurskoðaðir reikningar félagsins og sýndu þeir að fjárhagur sveitarinnar er góður. A tekjuhlið voru hæstir styrkir frá ríkissjóði, bæjarsjóði auk góðrar gjafar írá Loftleiðum. Stjóm sveitarinnar var öll end urkjörin og skipa hana: Form. Sig. M. Þorsteinsson, varaform. Sig. Waage, gjaldkeri Magnús Þórarinsson, ritari Axei Aspelund, spjaldskrárritari Árni Evinsson og meðstjórnendur Stefán Bjarnason og Magnús Eyjólfsson. Systkini Einars eru: Elín gift Þorsteini Einarssyni, sem var bóndi á Höfðabrekku. Valgerður ekkja Bjarna Run- ólfssonar frá Hólm. Rannveig gift Valdeímar Run- ólfssyni frá Hólmi. Þórarinn kvæntur Halldóru Ey- jólfsdóttur, nú í Þykkvabæ. Sigurlaug gift Helga Lárussyni frá Kirikjubæjarklaiustri. Einar er yngstur systkina s:nna og hefur ekki fest ráð sitt, enn sem komið er. Um nokkur ár var Einar hér í Brautarholti og vann við alls konar störf. Kom hann fram sem mesta prúðmenni, er vildi ölil- um vel gjöra og öll va.rdamiál leysa, frábær að ráðvendni og heiðarleika. Er mér, konu minni og börn um, Einar einkar kær og teijum hann einn af okkar beztu vinum. Vil ég minnast þess, að einstök vinátta var milli Bjarna sái. son ar okkar og Einars og er Bjarni lézt, var Einar, góður vinur í raun, sem aldrei gleymlst. Þannig er háttað á sveitahewn ilum, um mesta annatíma árs- ins, að oft og tíðum verður að halda vinnu langt fram eítir kvöldi við ýmiss nauðsynleg störf. Einar var fus til að taka þátt í slíku starfi og lét sitt ekkj eftir liggja. Hann skyldi vel búmannsraunir og — gleði, enda gladdist hann innilega þegar vel gekk. Einar er greindur vel og naut góðrar tilsagnar í barna- og ungl ingafræðum í foreldrahúsum, enda góðan aðgang að lestri góðra bóka. Hann les talsvert og fylgist vel legt að sumar fái þær minni at- hygli en þær verðskulda. Eg hygg að sú muni hafa orðið raun in á um Endurminningar Kristín- ar Dahlstedt, og segja þó bók- salar að hún hafi helzt dável. En færri en skyldi hafa minnst þess arar bókar i blöðunum til þess að vekja athygii á henni. Það er öfgalaus sannieikur um þessa bók að merk er hún og mun lengi verða lesin. Hún mun ekki reynast nein dægurfluga og svo mun það líka reynast að vekja mun hún ó- skipta samúð lesenda með konu þeirri, er segir frá margbreyti- legri og viðburðaríkri æfi sinni. Hér er sögð saga ódrepandi kjarks, óþreytandi framtaks, margbreytilegrar ástarreynslu og mikilla mannrauna. Enga fjöður dregur kona þessi yfir mannlegan breyskleika sinn, og víst eru sum sporin fyrir það misstigin. En engum getur dulizt það, að göfugt hjarta hefir henni verið gefið, fullt af samúð með samferða- mönnunum á langri ævi. Hjartað sem við kynnumst þarna, er skiln ingsríkt og stórt og kann því að fyrirgefa, en það getur hið þrönga hjarta smámennisins aldrei lært. Lengi hafði heimskur heimur ver ið reiðubúinn til þess að varpa steini að höfundi þessara endur- minninga, og oft fundizt hún standa vel við högginu og því ekki sparað tækifærin til þess að greiða höggið. Það mun sannast að héðan í frá munu þeir ekki margir, er steininum kasti, og ekki heldur hinir, er treysti sér til að greiða höggið. Sögu sinni, átakanlegri sögu, lýkur Kristín með þeirri játningu að nú, þegar tala aldursáranna segir að viðskiptanna síðustu geti ekki verið langt að bíða, vænti hún þeirra róleg, í fullri sátt við guð og menn. Og nú mun líka heimurinn, svo oft annars ósanngjarn, játa sig í fullri sætt við hana. Það eru góð sögulok. G. J. 1 með líðandi stund í athafna og stjórnmálaliíi. Við óskum Einari ti! hamingju með afmælisdaginn og biðjum honum góðra daga og guðis bless unar. Ó. B. — Nú á oð drifa Frh. af bls. 13 24 íbúðir. Einn hlutann eigi Byggingarfélag múrara og annan Byggingarfélag tré- smiða Kúnninn verður að fá sitt rafmagn Þegar við ökum niður göt- una sjáum við hiilla undir mann uppi í staur. — Þú hef- ur auðvitað gripið góða veðrið til að klöngrast þarna upp, köllum við til hans. — Blessuð verið þið, það er unnið í öllum veðrum, svar ar Þorsteinn Bjarnason og hallar sér í öryggisbeltið. Það er ekkert spurt að því. Kúnninn verður að fá sitt raf- magn. Það er verið að leggja niður spennistöðina á Miklu- braut og önnur í Háaleiti á að taka við. — Hvernig farið þið að tolla þarna uppi, þegar Kári fer að blása, eins og hann hefur gert í vetur? — Maður er alveg þræl- fastur. Svo erum við alltaf með öryggis'belti. Það er skylda nú orðið. Fæst ekkert út úr tryggingunum ef svo er ekki. Nú er Þorsteinn kominn niður til okkar og heldur áfram að næsta staur. — E.Pá. f ALÞÝÐUBLAÐINU 23. febr. s.l. birtist greinarkorn eftir Konráð Þorsteinsson á Sauðárkróki undir fyrirsögninni • „Hvað hræðast þeir?“. Greinarhöfundur ræðir meðal annars um kæru niður- jöfnunarnefndar Sauðárkróks á hendur honum, en þar sem gefið er í skyn að kæran hafi verið dregin til baka er ekki nema sjálfsagt að fræða Konráð um gang málsins með eftirfarandi upplýsingum bæjarfógetans á Sauðárkróki, sem hann sam- kvæmt beiðni lét í té í dag. „Með bréfi Saksóknara ríkisins dags. 23. jan. s.l. barst bæjar- fógetanum bréf Guttorms Er- lendssonar hrl. dags. 20. sama mánaðar þar sem hann, fyrir hönd niðuijófnunarnefndar Sauð árkróks, kærir Konráð Porsteins- son kaupmann Sauðárkróki fyrir meiðyrði, meint brot gegn 108. gr. hegningarlaganna og lagði saksóknari svo fyrir að mál þetta skyldi tekið til rannsóknar í Saka dómi Sauðárkróks. Með fylgdi 269. tbl. Alþýðublaðsins þar sem meiðyrðin höfðu birzt. Þar sem bæjarfógeti er nafngreindur í téðri blaðagrein úrskurðaði SPILIÐ, sem hér fer á eftir er frá leiknum milli Bandaríkjanna og Ítalíu á nýafstaðinni heims- meistarakeppni. Á öðru borðinu sátu ítalarnir Garrozzo og For- quet N—S, en Bandaríkjamenn- irnir Coon og Murray A—V. — Þar gengu sagnir þannig: Norður Austur Suður Vestur pass 1 A 2 ¥ dobl pass 2 A 3 ♦ 3 A 4 ♦ 4 A 5 ♦ Allir pass A D 7 2 ¥ 6 4 ♦ D G 6 5 * A 7 5 4 A A 10 9 ♦ K G 8 6 ¥ G 10 8 . 5 3 3 2 ¥ 5 ♦ 4 ♦ K * D 10 8 6 ♦ K G 9 3 2 A 4 ¥ Á K D 9 7 ♦ Á 10 9 8 7 3 2 * Murray (Vestur) lét út spaða ás og var það eini slagurinn, sem A—V fengu og vann Forquet (Suður) því 6 tigla og ítalska sveitin fékk 620 fyrir spilið. Á hinu borðinu sátu Banda- ríkjamennirnir Mathe og Porten N—S, en ítalirnir Averelli og Belladonna A—V. Þar gengu sagnir þannig: Norður Austur Suður Vestur pass 2 * 3 A 4 sp. 5 A pass 6 ♦ dobl. Redobl. pass pass pass Belladonna (Vestur) lét út A 6, sem drepið var í borði með ás og suður lét í spaða 4. — Suður fékk þannig 13 slagi og fengu Bandaríkjamennirnir á þessu borði 2180 fyrir spilið, en í heild fengu Bandaríkjamenn- irnir 1560 fyrir spilið eða 19 st. Ekki er hægt að segja annað, en sagnirnar á síðara borðinu séu skemmtilegar. 4 fyrstu sagnirnar eru allar í spaða og Suður segir ekki frá tiglinum fyrr en hann segir 6 tigla. — Norður redoblar til að sýna fé- laga að hann eigi styrk í tigli og því er óhætt að láta sögnina standa. Fréttir hafa nú borizt um stöðuna eftir 98 spil í eftirtöld- um leikum: Bandaríkin—Argentína 271—138 ítalía — England 256—161 hann sig þann 31. jan. s.l. úr dómarasæti vegna málsins og ósk aði þess síðan með bréfi til dóms- málaráðuneytistins að setudóm- ari yrði skipaður til að fara með málið. í símtali f gær tjáði ráðuneytis- stjóri dómsmálaráðuneytisins bæjarfógeta að setudómari verði í dag (laugardag) skipaður í mál- ið, sem síðar verður væntanlega lokið á viðeigandi hátt“. Það verður að teljast harla sennilegt að Konráði Þorsteins- syni muni gefast kostur á að fylgj ast öllu betur með þessu máli nú á næstunni. En úr því að greinar- höfundur virðist svona ófróður um sín skatta- og útsvársmál mætti ætla að honum væri nokk- ur greiði gerður með því að upp- lýsa hann ennfremur um afdrif kæru hans á hendur skattanefnd Sauðárkróks frá 3. febr. 1961. Skattanefndinni hefir nýlega borizt bréf frá fjármálaráðuneyt- inu dags. 15. febr. s.l. þar sem kærunni er vísað frá að fenginni umsögn rikisskattanefndar. Sauðárkróki, 24. febr. Guðjón Sigurðsson. — SUS-siöan Framhald af bls. 15. orðið mér góður undirbúningur. Frammi í gangi er strákur aff splæsa vír. — Hvað heitir þú? — Sigurður Gunnlaugsson. — Hefur þú áhuga á sjó-- mennsku. — Já, mig langar til að verða sjómaður. Ég hef farið á síld og þótti mér mjög gaman. Þetta er fjórði veturinn, sem ég kem hér á sjóvinnunámskeiðið og hér hef ég lært ýmislegt, sem mun koma mér að miklu gagni, þegar á sjó- inn er komið. Við snúum okkur nú aftur að Einari og spvrjum? — Hérna á veggnum hangir auglýsing um skemmtifund meðal þátttakenda. Haldið þið slíka fundi oft? — Við nöldum skemmtifund að jafnaði einu sinni í mánuði. Þá eru sýndar kvikmyndir og venju lega fáum við einhverja þekkta Reykvíkinga til að flytja frásögu þætti. Á síðasta skemmtifund komu t. d. þeir sr. Bjarni Jóns- son og Birgir Kjaran og sögðu strákunum frá gömlum dögum í Reykjavík. Þar fyrir utan för- um við með strákana inn í Hrafn- istu og þar mætast gamli og nýi tíminn. Gómlu sjómennirnir þar inn frá hafa gaman að því að hitta fjöruga stráka og strákarn- ir gleypa hvert orð, sem fellur af vörum þeirra. Við æfum líka kappróðrasveit, sem venjulega keppir á sjómannadaginn og á vorin förum við venjulegast einn túr á báti hér um sundin, út 1 Engey og aðrar eyjar hér í ná- grenninu. ★ Við tökum nú Pétur Sigurðs- son, alþingismann, tali og spyrj- um hann, hvort þessi starfsemi Reykjavíkurborgar sé ekki spor í þá átt að ala upp hæfari og ' betri sjómannastétt. — Það er enginn vafi á því, seg ir Pétur. Hér læra strákarnir handbrögð , sem nauðsynlegt er að hver sjómaður kunni. Þessi starfsemi Reykjavíkur var upp- haflega hugsuð sem tómstunda- starfsemi, enda er hún rekin sem slíik í dag, og af henni er mikið gagn. En á þessu sviði þarf að gera stórátk af hálfu ríkisvalds- iní. Ég tel t. d. að nauðsynlegt sé að endurskoða lög og reglu- gerðir um Stýrimannaskóla ís- lands. Og við þá endurskoðun verði sérstaklega haft í huga, hvernig auka megi þekkingu væntanlegra nemenda í meðferð og notkun nýrra siglinga og fiski leitartækja, sjóvinnu, fiskverkun og meðferð sjávarafurða og jafn framt finnsí mér mjög koma til greina að taka upp kennslu í síðasttöldum greinum við verk- nám gagnfræðastigsins. — En hvað um sjóvinnuskóla? — Enginn vafi er á því, að framtíðin verður sú, að stofnsett- ur verði opinber Sjóvinnuskóli, og mættu útgerðarmenn gefa því máli meiri gaum en verið hefur til þessa. Þar yrði m. a. kennt það sem strákarnir læra hér og ýmislegt fleira, t. d. grundvallar- atriðin í meðferð sjávarafurða, fiskmat og verkstjórn. Að sjálf- sögðu þyrftu þeir, er lykju prófi úr þeim skóla að fá ákveðin rétt indi. Annars eru margar leiðir til í þessu efni og aðalatriðið að hafizt sé handa. Við yfirgefum nú sjóvinnu- námskeið Æskulýðsráðs Reykja- víkur. Hér er á ferðinni merkileg starfsemi. Sú grundvallarhugsun, sem þarna liggur á bak við, er sú, að borgaryfirvöldin sjái uppvax- andi borgurum fyrir hollri og góðri tómastundavinnu. Starf- semi æskulýðsráðs hefur á und- anförnum árum vaxið og dafnað. Innan þess vébanda starfa nú þúsundir reykvískra ungmenna að hollri og þroskandi tómstunda vinnu. Þökk sé stjórnendum Reykjavíkur fyrir myndarlegt framtak. bIg. Eftirminnileg bók Upplýsíngoi fyrir Konróð Þorsteinsson Snnðórkróki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.