Morgunblaðið - 28.02.1962, Qupperneq 22
22
MORGINRLAÐIÐ
Miðvikudagur 28. febr. 1962
í 1
Þrennt af bezta sund-
fdlki Norðurlanda hingað
Keppa hér á afmælismóti sem ÍR heldur
SUNDDEILD ÍR hefur boðið
hingað til lands tveimur sund-
mönnum og einni sundkonu og
nv.mu þau keppa á móti sem hald
ið verður í tilefni af 55 ára af-
mæli félagsins í byrjun næsta
mánaðar. Sundfólk þetta kemur
frá Noregi og Svíþjóð. Norðmað-
urinn er Christer Bjarne en frá
Svíþjóð koma Roland Lundberg
og Christina Larsen.
★ Sundfólkið sem kemur
Hér er um að ræða sundfólk
úr röðum hins bezta á Norður-
löndum. Norðmaðurinn Ohrister
Bjarne er bezti sundmaður Norð
manna í dag og keppir hér í
skriðsundi og flugsundi.
Ohristina Larsen er frá Málm-
ey og er margfaldur sænskur
meistari í flugsundi kvenna. En
hún er einnig mjög góð skrið-
sundskona hefur synt á betri
tíma en 1.06 mín.
Landi hennar Roland Lund-
berg er einn fremsti bringusunds
maður Svía. Hann hefur synt
200 m á skemmri tíma en 2.40,0
mín og 100 m á um það bil 1.13,0.
Það verður gaman að sjá
ísl. sundfólkið — sem er fá-
Körfubolti
í kvöld
Körfuknattlei'ksmótinu verður
fram haldið í kvötld og verður
keppnin að Hálogalandi kl. 8.15.
Tveir leikir eru á dagiskrá
kvöldsins. Fyrst leiika Stúdentar
og KFR í 1. flokiki karla en að
þeim leik loknium verður leikur
í meigtarafloikki karla milli KR
og IKF.
Ingo aftur
í hringinn
ÞAÐ mun nú skammt að bíða
þess að Ingimar Johanson,
hnefaleikakeppni, fari aftur í
hringinn í áframhaldandi sókn
að heimsmeistaratitli. Næsti
mótstöðumaður er sagður
vera Dick Richardson (ensk-
ur) Evrópumeistari í þunga-
vigt. Er gert ráð fyrir að leik-
urinn verði í Gautaborg í maí
lok.
Richardson er sagður auð-
veldari fyrir Ingimar en Byg-
reaves sem var fyrrv. meistari
brezka samveldisins.
Tottenham
í undanúrslit
TOTTENHAM, enska 1. deildar-
liðið, tryggði sér rétt til keppni í
4 liða úrslitum í keppninni uim
Evrópubikarinn er liðið sigraði í
íyrrakvöld tékikneska liðið Dukla
með 4 mörkum gegn 1.
í fyrri leiknum (í Prag) vann
Dukla 1—0 svo heildarúrsilitin
eru 4—2 fyrir Totteniham. í
fyrri leiknum lék Totteniham
varnarleik en gerbreytti um í
þeim síðari og naut þá góðs
stuðningis áhorfenda sem æptu
liðið fram til dáða.
mennur hópur en góður —
þegar það fær verkefni og
keppni sem. um munar eins og
hér gerist. Á sundmótum und
anfarið hefur sigurvegarinn
verið viss fyrirfram nema í
bringusundi karla. Nú kemur I Svíþjóð.
spenningur í allar greinar,
spenningur um sigra og afrek.
Það er »sannarlega ánægju-
legt að sunddeild ÍR tókst að fá
þetta sundfólk hingað. Deildin
var mikið búin að reyna að fá
sundfólk hingað og virtust öll
sund vera að lokast, þegar loks-
ins kom „hið græna ljós“ frá
ÍiSÍSflÖ
Hoppað og stokkið til að stæla fætur og auka stökkkraft.
Ásta Karlsdóttir brosir blítt, þegar hún hefur náð „pund-
unum“ á réttan stað.
I lyftingatíma íijá kvenfdlki
Já, það er ótrúlegt — en
það er satt. Það er kvenfólk,
laglegar og fjörugar stúlkur,
sem leggja stund á lyftingar
m. a. En markmið þeirra er
ekki að keppa í lyftingum,
lyftingaáhöldin eru þeim að-
eins hjálpartæki til að styrkja
líkama sinn, því þær undir-
búa sig í keppni í hlaupum og
stökkum og köstum á sumri
komanda.
Sveinn Þorr.ióðsson „fann“
þessar stúlkur að æfingu í
leikfimishúsi ÍR, en það hús
var áður kirkja. Frjálsíþrótta-
deild ÍR var að æfingum og
æfingin var dálítið sérstök og
það vegna þess að þjálfari
deildarinnar í s.l. 10 ár, Guð-
mundur Þórarinsson, var að
kveðja. Hann kom á þessa
síðustu æfingu og þá voru
piltarnir og stúlkumar saman
honum til heiðurs. íþrótta-
fólkið efhenti honum að gjöf
málverk sem lítinn þakklætis-
vott og formaður ÍR kom
einnig ásamt stjórnarmönnum
og sæmdi Guðmund gull-
stjörnu félagsins. Guðmundur
heldur nú til Svíþjóðar til að
þjálfa þar. Honum hafa boð-
izt betri kjör en ísl. íþrótta-
félög gætu hugsað sér að
greiða.
En þegar kveðjuathöfn var
lokið tóku allir til óspilltra
mála. Athygli Sveins beind-
ist að vonum mest að stúlk-
unum. Þær tóku lyftingar-
áhöld og gerðu þrekæfingar
og Sveinn segir að þyngdin
hafi mest orðið rúmlega 100
pund. Þær æfðu einnig þrek-
æfingar með hvor aðra á
herðunum og síðan hoppuðu
þær upp á hesta o. fl. áhöld
til að styrkja fæturna og auka
stökkkraftinn.
augnablikum í keppni.
Piltarnir gerðu einnig sín-
Asta í kúluvarpi í g»ða
veðrinu úti í garði.
ar æfingar en allt í allt voru
þarna nær 20 manns á æfingu.
Þarna ríkti gleði og glað-
værð. Fólkið fann mikla
skemmtun í æfingunum og
framundan er sumarið með
mikilli útiveru og spennandi
keppnum.
Nær er Guðrún Róbertsdóttir með Ástu Karlsdóttur á
herðunum. Fjær situr íslandsmeistarinn í 100 m hlaupi
Guðlaug Steingrímsdóttir á herðum Friðu Guðmundsd.
Sigurjón, formaður ÍR, sæmir Guðmund þjálfara gullkrossi
ÍR og þakkar honum. áratugs starf.