Morgunblaðið - 28.02.1962, Blaðsíða 23
JVUðviKuclagur 28. febr. 1962
MOnGUNBLAÐlÐ
23
Tilræði við for-
seta S-Vietnam
Tvær flugvélar gerðu loftárás á forseta-
liöllina. Annar flugmannanna komst undan
Saigon, S-Vietnam, 27. febr.
1 MORGUN gerðu tvær flug-
vélar úr flugher Suður-Viet-
nam loftárás á forsetahöllina
í Saigon og ollu þar miklum
skemmdum. Forsetinn, Ngo
Dinh Diem, slapp með öllu
ómeiddur, svo og allt hans
skyldulið, en 16 menn af
þjónustuliði hallarinnar særð
ust meira eða minna. Önnur
árásarflugvélin komst undan
til Cambodiu, en hin varð að
nauðlenda eftir að fallbyssu-
skot hafði laskað hana.
Allt var með kyrrum kjörum
í dag og kvöld, en öflugur her-
vörður umihverfis forsetahöllina
og helztu byggingar. Forsetinn
og aðrir íbúar hallarinnar fluttu
í stórhýsi skammt frá.
Kennedy forseti sendi Ngo
Dinh Diem heillaskeyti vegna
þess, hve vel hann slapp frá
þessu tilræði. Aðeins er liðið um
það bil ár síðan gerð var upp-
reisnartilraun gegn Dinh Diem.
í>á tóku uppreisnarmenn nokkr-
ar mikilvægar byggingar í borg-
inni en náðu ekki að gera árás
á forsetahöllina áður en hermenn
hliðhollir forsetanum komu á
vettvang og bældu uppreisnina
niður.
Talið er víst, að þessi árás í
— Fundum slitið
Framhald af bls. 1.
uggandi vegna hryðjuverka OAS
og mikill tími hafi farið í um-
ræður um það, hvað hreyfingin
kunni að taka til bragðs þegar
opinberlega hafi verið lýst yfir
vopnahléi.
Óttinn við samvizkuleysi
OAS-manna er einnig almennur
í París. Michel Debré hefur,
sem fyrr segir, skipað yfirvöld-
unum að gera sitt ítrasta til að
hindra hryðjuverk og skírskot-
ar til hersins í Alsír að líta á
það verkefni sem sitt höfuðhlut-
verk í baráttunni fyrir friði í
landinu. í dag voru handteknir
í París fimm menn, sem taldir
eru mjög háttsettir í OAS hreyf
ingunni.
Síðan á laugardag hafa a.m.k.
50 manns verið myrtir í Alsír
og í dag gerðu evrópskir kaup-
menn verkfaíl — lokuðu verzl-
unum sínum — til þess að und-
irstrika kröfur sínar um franskt
Alsír.
í Oran var framið eitt banka-
ránið enn. Voru þar að verki
menn OAS og komust þeir á
brott með meira en 7 milljónir
ísl. kr.
morgun hafi miðast eingöngu að
því að ráða forsetann af dögum
en hafi ekki verið liður í upp-
reisn. Ekkert virtist benda til
þess að árásin ætti stuðnings-
menn innan hersins, sem brá
fljótt og vel við til aðstoðar for-
setanum. Þó er kunnugt að Ngo
Dinh Diem á að mæta harðri
gagnrýni ýmissa stétta þjóðfé-
lagsins.
Bandarískir diplómatar. - sem
áttu tal við forsetann í morgun,
rétt eftir árásina sögðu, að hann
hefði verið hinn rólegasti og
hefði fulla stjórn á mönnum sín-
um.
• Slapp naumlega
Flugmennirnir tveir á árás-
arvélunum — en þeir eru báðir
bornir og barnfæddir í Norður-
Vietnaihm, höfðu fengið skipun
um að styðja aðgerðir stjórnar-
hersins gegn kommúnískum
skæruliðum suður af Saigon.
Þeir breyttu skyndilega um
stefnu og héldu tii borgarinnar,
steyptu vélunum yfir forsetahöll
ina og létu léttum sprengjum
og litlum flugskeytum rigna yf-
ir hana í hálfa klukkustund. Eitt
flugskeytanna smaug gegnum
þak 'hallarinnar og inn í vinnu-
herbergi forsetans. Hann var þá
staddur í litlu hliðartherbergi þar
hjá en komst undan í tæka tíð,
áður en skeytið sprakk.
Gjögri 26. febrúar.
SÍMASAMBANDSLAUST hefir
verið hér á Ströndum um lengri
tíma vegna bilunar símalína á
Trékyllisheiði og víðar. Loks
tókst að ljúka viðgerð á línunni
á föstudaginn var. Hefir síðan
verið mikið að gera á símstöðv-
unum hér. — Regína.
Neliru greiðir atkvæði á kjörstað.
Kongress-flokkurinn í
Indlandi heldur öruggum
meirihluta
Krishna IUenon sigraði Kjripalani
Nýju Delhi, 27. fébrúar,
— (AP-NTB) —
EKKI eru enn kunn endan-
leg úrslit í kosningunum í
Indlandi, en sýnt þykir þó, að
Kongress-flokkurinn, flokkur
Nehrus forsætisráðherra, hef-
„Tíminn", Iaugardag
1962.
Shnmmast Framsóknaimenn
sín fyrir þjónnstnna?
HÉR ERU myndir af fréttaiþjón-
ustu „Tímans“ fyrir og eftir
Lionsklúbbur á Patreksfirði
MÁNUDAGINN 19. þ. m. var
Lionsklúbbur stofnaður á Pat-
reksfirði og verða félagsmenn
um 30 talsins. Umdæmisstjóri
Lions International hér á ís-
landi, Haraldur E. Sigurðsson,
og Eyjólfur Sigurjónsson, fyrr-
verandi umdæmisritari, mættu
é fyrsta fundi klúbbsins og
ekýrðu tilgang og starfsemi
Lionshreyfingarinnar.
Stjórn hins nýstofnaða klúbbs
íkipa eftirtaldir menn: Sigurð-
lir Jónasson formaður, og með-
ptjórnendur: Jakob Helgason og
Ingólfur Arason.
22 Lionsklúbbar eru starf-
*ndi hér á landi, 6 í Reykja-
vík og 16 úti á landi, og telja
§>eir um 700 meðlimi. Enn sem
Jcomið er eru engir klúbbar á
Austurlandi, en gert er ráð
fyrir að þar verði stofnaðir
klúbbar áður en langt um líður
og að keðja þessa vinsæla fé-
lagsskapar nái í kringum land-
ið. —
A þeim tíu árum, sem liðin
eru frá stofnun fyrsta klúbbs-
ins hér á landi, Lionsklúbbs
Reykjavíkur, hefur þessi féíags-
skapur látið margt gott af sér
leiða. Hafa félagsmenn unnið að
allskonar líknarstarfsemi, menn-
ingar- og framfaramálum, hver
í sínu héraði. Samtök þessi
vinna að áhugamálum sínum í
kyrrþey. Þau láta stjórnmál af-
skiptalaus og reyna að sameina
starfskrafta héraða sinna til að
vinna að hagsmunamálum
byggðarlagsins án tillits tii
stjómmálaskoðunar.
Það var Magnús Kjaran,
ræðismaður, sem stofnaði fyrsta
hérlenda klúbbinn, og á hann
heiður skilið fyrir það.
bosningar í IÐJU, félagi verk-
smiðjufólks i Reykjavík. Fyrir
kosningar hét taplistinn „listi
vinstri manna“, en eftir þær
ihafði hann breytt uim nafn og
nefndist „A-listi (Björn Bjarna-
son o.fI.)“
Bjarsaíeh o. fl.) hlaút 428 sticv,,
en B-liítt íGuðjóh Siguyðssoa o.
Ö ) 899 atkve t
„Tíminn", þriðjudag 27. febr.
St jornarkosiiing í
Sókn
AÐALFUNDUR Sóknar var hald
inn í Aðalstræti 12 í gærkvöidi.
Fór þá fram stjórnarkjör. Var
Margrét Auðunsdóttir endur-
kjörin formaður og er stjórnin
óbreytt fra því á síðasta ári.
ur haldið öruggum meiri-
hluta síuum á þingi og þar
með tryggt sér stjórnarfor-
ystu næstu fimm árin.
Þegar taiið hafði verið í 82
kjördæmum hafði Kongress-
flokkurinn fengið 70 þingsæti
í þjóðþinginu og hlotið
allt að tveim þriðju hlutum
þingmanna á fylkisþingunum
þrettán.
Flokkurinn hefur þó greini-
lega tapað nokkru fylgi í ýms-
um kjördæmum, til dæmis Mi-
dras og Punjab og í Kerala
fengu kommúnistar alla þing-
mennina, átta talsins.
I Norður-Bombay er Krishna
Menon landvarnarráðherra Ör-
uggur um sigur — hafði er síð-
ast fréttist um 70 þús. atkvæði
fram yfir höfuðandstæðinginn,
Kripalani, frambjóðanda jafn-
aðarmanna. Og í kjördæminu
Pmuiphur í Norður-Indlandi
leiddi Nehru forsætisráðherra
með 43 þúsund atkvæði fram
yfir höfuðandstæðinginn.
Einar kaupir
Hannes lóðs
Vestmannaeyjum, 26. febr.
EINAR Sigurðsson útgerðarmað-
ur og frystihúsaeigandi hér í Eyj-
um hefir nú keypt vélbátinn
Hannes lóðs fyrir 4% milljón kr.
Bátinn átti Jóhann Pálsson og
var hann jafnframt skipstjóri á
honum oig mun verða það áfram
hjá Einari. — Bj. Guðm.
Talið er víst að þegar allt er
tahð muni Kongressflokkurinn
hafa tapað þó nokkru fylgi, en
kommúnistar hafa hinsvegar
aukið fylgi sitt allverulega,
sennilega um það bil 3%. 1
sumum kjördæmum varð á-
greiningur meðal kommúnista
út af stefnu flokksins gagnvart
yfirtroðslum Kínverja á landa-
mærum Indlands. Flokkurinn
fordæmdi þær víðast hvar og
mun sú stefna hafa orðið mjög
happadrjúg. Þar sem frambjóð-
endur voru hógværari gagnvart
Kínverjum misstu kommúnistar
yfirleitt fylgi frá því sem var
í síðustu kosningum.
Félagslíf
55 ára afmælissundmót íþróttafélags
Reykjavíkux verður haldið í SundhöU
Reykjavíkur dagana 7. og 8. marz
1962. Keppt verður í eftirtöldum
greinum:
Fyrri dagur:
100 m bringusund karla,
50 — bringusund karla,
100 — skriðsund karla,
100 — flugsund karla,
100 — skriðsund kvenna,
50 — bringusund kvenna,
100 — bringusund unglingaff,
piltar (18 ára og yngri)
100 — skriðsund drengja,
(16 ára og yngri)
50 — bringusund sveina,
(14 ára og yngri).
100 — bringusund telpna,
4x50 — bringusund kvení«K,
4x50 — bringusund karla,
Síðari dagur:
200 m skriðsund karla,
200 — bringusund karla,
50 — flugsund karla,
100 — flugsund kvenna,
50 — skriðsund kvenna,
200 — bringusund kvenna,
100 — bringusund drengja,
50 — skriðsund drengja,
50 — skriðsund sveina,
50 — bringusund telpna,
50 — skriðsund telpna,
20) — einstaklings fjórsund karla.
Þátttökutilkynningair skulu berast
til Guðmundar Gíslasonar, Hvassaleiti
37, sími 37925, fyrir þ. 3. marz 1962.
Sunddeild Í.R.
Unglíngur
óskast til að bera MorgunbJaðið út á
FÁLKAGÖTU
Afgreiðslan — Sími 22480.