Morgunblaðið - 28.02.1962, Page 24
Fiértasímar Mbl
— eftir lokun —
Erlecdar fréttir: 2-24-85
Innienrlar fréttir: 2-24-84
Vettvangur
Sjá bls. 13
49. tbl. — Miðvikudagur 28. febrúar 1962
w
Myndin var tekin, meðan dælt var úr borholunni við Bullaugu. Vatnsflaumurinn úr þessari
einu holu var gífurlegur, eða 120 I á sek., sem svarar til 9 þúsund tonna á sólarhring.
GeysiSegur vatnsfundur:
Ndg vatn handa Reykjavík
MORGUNBLAÐIÐ frétti um
helgina, að geysilegt vatns-
inagn hefði fundizt í ná-
grenni bæjarins, sem myndi
nægja íbúum Reykjavíkur
um næstu aldir, þótt miðað
sé við mestu hugsanlega
fjölgun. Af þessu tilefni
gekk fréttamaður Mbl. á
fund vatnsveitustjóra, og
fékk eftirfarandi upplýsing-
ar hjá honum.
Jón Þorláksson benti á staðinn
Þóroddur Th. Sigurðsson,
vatnsveitustjóri Reykjavíkur-
borgar, tjáði tíðindamanni Mbl.
að vatnsveitan hefði undan-
farið borað víða eftir vatni, m.a.
í Grafarlandi, austur af Smá-
löndum, þar sem nýi golfvöll-
urinn er, og virtist borun á
þeim stað hafa gefið mjög
góða raun, þannig að líkur eru
fyrir, að horfið verði að því
ráði að reyna að virkja þar. —
Jón Þorláksson benti fyrst á
þennan stað árið 1907, en lind-
irnar sem borað er við eru kall-
aðar Buliaugu og rennur Graf-
arlaekur úr þeim. Boraðar hafa
verið tvær holur.
Fyrri holan er 27—29 m á
0 0 0 & 0 0 0'0 0‘* & & * * & T
dýpt. Stanzlaust var dælt úr
henni í 8 klst. og runnu til
jafnaðar úr henni 120 lítrar á
sekúndu, en gamla sjálfsrennslið
nemur 200 lítrum á sekúndu. Til
samanburðar má geta þess, að
úr Gvendarbrunnum fást 700
lítrar á sek., sem nægja fyrir
alian bæinn, auk Seltjarnarness
og Kópavogs. Úr hinni borhol-
unni renna 20—30 lítrar á sek.
í sjálfstreymi og reiknaði vatns
veitustjóri með, að hún væri í
gærkvöldi orðin um 35 metrar
á dýpt. Svo virtist sem þarna
sé komið niður á sandsteinslög,
7—8 m á þykkt, sem geyma
mikið af vatni og flytja grunn-
vatnið til sjávar.
Bullaugu eru í 51 m hæð yfir
sjávarmáli og taldi vatnsveitu-
stjóri, líkur til, að horfið yrði
að því ráði að virkja þarna,
þótt dæla þurfi vatninu upp í
40 m hæð, þar sem lindimar
eru svo skammt frá bænum.
Líflegt Oidið í
Vestmannæyjum
Unnið iil miðnætiis í öllum írystihúsum
Fjórir slasaðir togara-
sjómenn á Þingeyri
§
Strákar
sprengga
skot
Skotfæri fundust
enn í gær
í FYRRADAG barst lögregl-
unni í hendiur noikikuð af sikot-
um, sem strákar í Austurbæn-
varningi, sem stráíkamir
höfðu hnuplað víðsvegar um
gær. Hafa strákamir gert sér
að leik að sprengja skotin með
því að berja á þau, O'g er hér
að sjálfsögðu um stórhættu-
legan leiik að ræða. Ennfrean-
ur fannsit talsvert af smá-
um höfðu safnað, og sprengt
sum þeirra. Voru stráikarnir
yfirheyrðir, og kom í ljóis að
fleiri skot miyndu í umferð, og
eftir tilvíisan þeirra fann lög-
reglan á annað hundrað skot í
bæinn.
000000000000 ÍI
FJÓRIR brezkir togarasjómenn
liggja nú í sjúkrahúsi á Þing-
eyri, og hafa togarar þeirra kom
ið með þá þangað inn á síðustu
10 dögum, eftir að þeir lentu í
slysum um borð.
f gærmorgun kom togarinn
Barnsley frá Grimsby inn með
ungan háseta, sem hafði lent í
spili togarans í fyrrinótt og
slasast mikið. Var hann lærbrot-
inn og handleggsbrotinn. Lækn-
irinn á Þingeyri, Þorgeir Jóns-
son, gerði að sárum hans, en hann
hafði einnig tekið á móti hin-
um, þegar komið var með þá.
Fyrir þremur dögum kom sami
togari inn með slasaðan háseta,
er reyndist vera með brotinn
augnkarlinn. Líður honum nú
ágætlega.
Þann 16. febrúar kom togarinn
Everttan með sjómann. sem var
brákaður á hrygg og þann 19.
kom togarinn Ross Rhartoum
inn með mann, sem hafði mar-
izt illa á baki.
Barnsley fór aftur út á veið-
ar í gærmorgun, er sjómannin-
um hafði verið skilað á land.
Ekki er lengur fullur mannskap-
ur um borð, aðeins 17 menn.
VESTMANNAEYJUM, 27. febr.
— í dag var hér hver fleyta á
sjó, línubátar, færabátar, loðnu-
og síldarbátar. f gær var í fyrsta
sinn gott sjóveður, eins og sagt
hefur verið frá. Enda sáist það á
aflanum. Alls munu hafa borizt
á land tæpar 600 lestir. Af því
fékk Vinnslustöðin 120 lestir, ís-
félagið 100 lestir, Hraðfrystistöð-
in 160 Iestir og Fiskiðjan 125 lest-
ir. Var líflegt hér, unnið til kl.
12 í gaerkvöldi í öllum frysti-
húsunum og verður vafalaust
aftur í kvöld.
Mestan afla í gær hafði Dala-
röst, rúmar 20 lestir. Hjá flestum
bátunum var liðlega helmingur
af líhunni beitfcur loðnu, og í
róðrunum í dag beitfcu allir
loðnu, sem nóg fékkst af í gær.
Var miikill handagangur í öskj-
unni í gær, þegar menn beiittu
hver sem bebur gat.
Flestir munu í dag hafa farið
með um 45 sitampa af l'ínu og
nokkrir meira. Þegar ég var niðri
á bryggju lel. 7 voru margir bátar
komnir að með afla og höfðu
yfirleitt aflað vel, Aðeins 2—3
bátar voru með undir 10 lestum.
Plestir höfðu 10—12 lestir og sá
hæsti 18. Þó ber þess að geta, að
ekjkj er ólíklegt að þeir bátar
sem seinna koma séu með ennþá
meira.
★ Lélegur afli á net.
Tveir bátar eru byrjaðir með
net, Leo og Erlingur, og hefur
aflinn hjá þeim verið lélegur.
Sex bátar komu inn með sild.
Var sílveiðin sæmileg frá 100
upp í 6—700 tunniur. Þrír togar-
ar biðu hér eftir sild. Er búist
við að Gylfj leggi af stað með
síldarfarm til Þýzikalands
kvöld. Byrjað er að lesta Ask,
en þriðji togarinn er Neptúnus.
— Bj. Guðm.
17 Sandgerðisbátar.
SANDGERÐI, 27. febr. — 17
þátar komu að landi í gærkivöldl
með 162,4 lestir. Þar er aflahæst
Freyja mieð 18,6 lestir, Smári
16,6, Giuðbjörig 12,1 lest. — P.P.
ic Feitur og fallegur þorskur.
AKRANESI, 27. febr. 11 liinu-
bátar lönduðu hér í gær, og var
afli þeirra samtals 107 lestir. Afla
hæstir voru þessir þrír Ólafuir
Magnússon 12.9 Istir, Ásmundur
næstur með 12,7 og Skipaskagi
11,7 lestir. Megin hluti aflana
var feitur og faMegur þorskur,
sem aliúr var flakaður Oig hrað-
frysfcúr. 12. bátar eru á sjó í dag.
Helmingur bátanna var kiominn
að kl. 10 í kvöld og höfðu 7—10
lestir.
Hér var hollenzkt skip í gær,
og lestaði 3000 tunnur salbsíild,
sem á að fara til Póllandis.
Þrír eru ennþá með hringnó't-
ina um borð. Einn þeirra, Har-
aldur, fékik í nótt 200 tunnur af
síld út af Eldeyjarskerjium. 4—5
bátar fóru út í dag með þorska-
netin til að leggja. — Odidur.
F) rsti togarinn
landar í Reykjavík
á árinu
f GÆR landaði togarinn Fylkir
150 lestum af fiski í Reykjavík
og er það fyrsti togarafiskurinn
sem hér kemur á land á þessu
ári. Hafa togararnir yfirleitt
siglt með afla sinn. Hallgrímur
Guðmundsson í Togaraafgreiðsl-
unni sagði að þetta hefði verið
1 ágætur fiskur.
Aðspurður um það hvort þetta
muni ekki vera einsdæmi, að eng
inn togari landi í Reykjavík næst
um fyrstu tvo mánuði ársins,
kvaðst Hallgrímur halda það.
Vöruskiptajöfn-
uður hagstæður
SAMKVÆMT upplýsingum frá
Hagstofu íslands var vöruskipta
jöfnuðurinn í janúar s.l. hagstæð
ur um liðlega 78,7 millj. kr. í jan
úar s.l. en var hagstæður um lið
lega 40,6 millj. 1964.
Út voru fluttar vörur (tölur frá
í fyrra í svigum) fyrir 305,8
millj. kr. (188,3) en inn voru flutt
ar vörur fyrir 2i27,l millj. kr.
(147,6).
Pétur Sigurðsson, alþingismaður, sýnir strákunum í sjóvinnunámskeiði Æskulýðsráðs Reykja-
vikur pokahnútmn (sjá grein á SUS-síðu í dag). Ljósm. Mbl. Sveinn Þormóðsson.