Morgunblaðið - 03.03.1962, Blaðsíða 12
12
MORGVNBLAÐiÐ
Laugardagur 3. marz 1962
JfotpiitlrlaMfr
Otgeíandi: H.í. Arvakur. Reykjavik.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 3.00 eintakið.
VERÐUR ALÞÝÐU-
BANDALAGIÐ
END URREIST ?
rins og áður hefur verið
rætt um hér í Maðinu
ákváðu kommúnistaleiðtog-
amir í vetur að reyna að
efna til nýrrar san^ylkingar
vinstri manna fyrir bæjar-
stjórnarkosningarnar, þar
sem þeir töldu lítið gagn orð-
ið í Alþýðubandalaginu. Síð-
an hafa þeir biðlað ákaft til
Þjóðvarnarflokksins og ann-
arra vinstri brota og jafnvel
stigið í vænginn við Fram-
sóknarmaddömuna.
Moskvumenn ákváðu að
reyna að beita fyrir sig hinu
svonefnda Málfundafélagi
jafnaðarmanna, sem raunar
er nú ekki orðið annað en
nafnið tómt. Treystu þeir
Alfreð Gíslasyni lækni bezt
til að annast milligönguna
við aðra vinstri menn, enda
hafa þeir nú pólitískt líf hans
í hendi sér. Alfreð hefur síð-
an setið á fundum með Gils
Guðmimdssyni, foringja Þjóð
varnarmanna og framámönn-
tun hinnar svonefndu Mý-
nes-hreyfingar eða Málfunda
félags vinstri manna. Þar hef
ur Alfreð að boði húsbænda
sinna harðneitað að til greina
geti komið nokkur vinstri
samvinna, án þess að Moskvu
kommúnistar hafi þar tögl og
halgdir. Hins vegar hafa
bæði Þjóðvarnarmenn ogfor
ystumenn Málfundafélags
vinstri manna lýst því yfir,
að þeir taki ekki í mál sam-
vinnu undir yfirstjórn erind-
reka heimskommúnismans.
Ekki er heldur lengur ger-
andi ráð fyrir því, að Fram-
sóknarmenn gangi til opin-
berrar samvinnu við komm-
únista, því að helztu tals-
menn samstarfs við komm-
únista, eins og Þórarinn
Þórarinsson og Hermann
Jónasson eru nú að einangr-
ast í Framsóknarflokknum.
Þannig vírðist nú liggja orð-
ið ljóst fyrir, að kommúnist-
um muni ekki takast að
þessu sinni að fá til liðs við
sig fleiri nytsama sakleys-
ingja til framboðs í kosning-
um, þótt menn á borð við
Gils Guðmundsson séu undir
þeirra stjórn á öðrum vett-
vangi í hinum svonefndu
„Samtökum hemámsandstæð
inga.“
Naumast eiga kommúnist-
ar nú annars úrkosta en að
reyna að hressa upp á Al-
þýðubandalagið og notast við
þá Alfreð Gíslason og Hanni
bal Valdimarsson, þó að
gengi þeirra sé ekki orðið
hátt. Morgunblaðið gerir því
ráð fyrir því, að innan
skamms byrji kommúnista-
málgagnið að tala í nafni
Alþýðubandalagsins og sam-
þykktir og fundahöld verða
væntanlega auglýst undir því
gamla firmanafni, úr því
ekki hefur tekizt að fá á-
byrgðarmenn á nýjan
Moskvuvíxil og ekki er út-
lit fyrir, að það auðnist, þó
að tilraununum sé haldið
áfram.
RÉTT STEFNA,
í FÉLAGS-
MÁLUM
í borgarstjómarfundi í
fyrradag skýrði Geir
Hallgrímsson, borgarstjóri,
frá nýskipan félags- og fram
færslumála í Reykjavík. Er
þar um að ræða gagngera
endurskipulagningu þessara
mála, sem hefur sparnað í
för með sér, en sérstaklega
er þó vert að geta um mik-
ilsvert nýmæli.
Nú er gert ráð fyrir því,
að megináherzla verði lögð á
að hjálpa mönnum að kom-
ast yfir tímabundna erfið-
leika, þanig að þeir geti síð-
ar staðið á eigin fótum og
þurfi ekki að vera fram-
færsluþurfar hjá borginni. í
þessum tilgangi er komið upp
sérstakri félagsmáladeild til
að aðstoða þá, sem fyrir ó-
höppum verða, til að komast
á réttan kjöl.
Að sjálfsögðu er hér um
rétta og merka stefnu að
ræða, hvernig sem á málin er
litið. Fyrst og fremst hlýtur
það að vera mannúðlegra að
reyna að forða mönnum frá
því að verða framfærsluþurfi
um langa framtíð og ef til
vill til æviloka. Það hlýtur
að vera líklegri leið til að
tryggja lífshamingju þeirra,
sem á aðstoð þurfa að halda,
að hjálpa þeim verulega í
eitt skipti og leiðbeina þeim
til að komast til starfa og
rétta við eftir áföllin, en að
setja þá á framfærsluskrá
hjá borginni.
Samhliða hlýtur það svo,
þegar fram í sækir, að verða
kostnaðarminna fyrir borg-
ina að losna við verulegan
hluta framfærslunnar, þótt
það hafi í upphafi í för með
sér nokkur útgjöld. Þessi
stefna er líka í beztu sam-
ræmi við takmark heilbrigðr
ar lýðræðissinnaðrar stefnu,
sem miðar að því að sem
allra flestir þjóðfélagsþegn-
vétríkjanna, sem dæmdur er í
Vestur Þýzikalandi eftir að
landið hlaut sjálfstæði sitt að
lokinni síðari heimsstyrjöld-
inni. . í
■ Málaferlum gegn Pripolzew
var hcaðað og var það án efa
gert vegna áhrifanna, sem mál
ið hafði á stjórnmálasviðinu.
Stjórnin í Bonn tók því feg-
ins hendi að geta bent á það
um þetta leyti að Sovétríkin
hefðu síður en svo dregið úr
njósnum sínum í Vestur
Þýzkalantíi.
GÓÐ „VERZLUN"
i
Á því leikur enginn vafi að ,
Sovétríkin hafa hagnazt mest
af ,.verzluninni“ með njósn-
arana á dögunum. Powers i
veit ekkert um Sovétríkin þótt
hann geti gefið ríkisstjórninni
mikilvægar upplýsingar um
og .verzlun' með njósnaraj
gjafar-, framkrvæmda- og
dómsvaldsins. Síðustu dagarn-
ir hafa fært okkur heim sann-
inn um þetta.
Þetta sýna m. a. skiptin á
U-2 flugmanninum Powers og
rússneska njósnaranum Abel,
þögnin í Sovétríkjunum yfir
skiptunum og áherzlan, sem
þar er lögð á að afhending
Powers hafi verið á'kveðin til
að bæta sambúð ríkjanna.
ÁFALL
Þessi njósnaraskipti eru tvö-
fallt áfall fyrir Sovétríkin. f
fyrsta lagi viðurkenna þau
með þessu að Abel hafi verið
rússneskur njósnari, en því
harðneituðu þau meðan rétt-
arhöld fór fram í máli hans.
í öðru lagi var bandaríski stú
dentinn Pryor, sem dæmdur
var í Austur Þýzkalandi fyrir
njósnir, einnig látinn laus fyr-
ir Abel og ber það með sér
að Sovétríkin eru ekki jafn af
skiptalaus af málum Austur
Þýzkalands og af er látið.
Á sama tíma sem njósnara-
skiptin fóru fram í Berlín var
rússnesikur njósnari dæmdur
til fjögurra ára fangelsisvistar
í Vestur Þýzkalandi. Fréttin
um handtöku njósnarans féll
í skugga njósnaraskiptanna.
Þó er málið athyglisvert.
Njósnarinn var verkfræðing-
ur, Valentin Pripolzew að
nafni, og meðlimur rússnesku
viðskiptanefndarinnar í Vest-
ur Þýzkalandi.
Þegar Pripolzew var hand-
tekinn reyndi hann að gleypa
leyniskjöl, en lögreglunni
tókst að ná þeim. Urðu þau
til þess að sanna sök hans.
Hann er fyrsti borgari So-
það hvernig vél hans var skot
in niður. En Abel veit heil-
mikið um Bandaríkin, um
möguleika á njósnum þar í
landi og alla erfiðleika, sem
því eru samfara. Hann getur
skýrt frá því að hverju hann
var spurður við rannsákn í
máli hans og af því geta Rúss-
ar dregið mikilvægar álykt-
anir um vitneskju Bandaríkja-
manna. Og Abel er atvinnu-
njósnari og mjög hæfur í sínu
starfi en Powers aðeins leik-
Framhald á bls. 17
Rússneski njosnarmn Abel með bandaríska verjandanum
sínum, Jamcs Donovan.
Njdsnir
NJÓSNUM hefur verið beitt,
þótt stórveldin hafi ekki alltaf
viðurkennt það, a. m. k. frá
því er Móses stóð við landa-
mæri fyrirheitna landsins,
einis og segir í Bibliunni, og
sendi 12 menn til að njósna
í Kanaan. Það er ekki fyrr en
eftir síðustu heimsstyrjöld að
njósnir eru viðurkenndar sem
liður í stórveldapólitíkinni.
Eða eins og Ladislas Farago
segir í nýútkominni bók sinni
„Bum after reading“, njósnir
eru fjórða valdið við hlið lög-
Francis Gary Powers.
ar séu fjárhagslega sjálf-
stæðir.
FRAMSÓKN OG
SJÓNVARPIÐ
Piná og kunnugt er, hefur
^ Morgunblaðið lýst sig
eindregið fylgjandi því, að
varnarliðinu væri heimilt að
reka sjónvarpsstöð sína og
jafnframt að hraðað yrði
undirbúningi að því að koma
upp íslenzku sjónvarpi. Þrátt
fyrir þessa stefnu blaðsins
viðurkennir það ýmsar rök-
semdir þeirra, sem andvígir
eru sjónvarpi almennt, og hef
ur líka léð þeim rúm til að
túlka sjónarmið sín.
En í sambandi við útvarps
umræðumar um sjónvarps-
málið eru það ekki þessar
skiptu skoðanir, sem vekja
meginathygli, því að fyrir-
fram var vitað áð menn hlytu
að skiptast nokkuð í hópa um
afstöðu til sjónvarps almennt
og sú skipting gæti ekki far-
ið eftir neinum flokkslínum.
Hitt er athyglisvert, að Fram
sóknarmenn, sem upphaflega
heimiluðu sjónvarpsstöð varn
arliðsins skuli nú deila áVið
reisnarstjórnina fyrir að
leyfa áframhald þessa rekstr
ar.
Eina röksemd Framsóknar-
manna, sem við fyrstu sýn
virðist vera bitastætt í, er
sú, að dr. Kristinn Guð-
mundsson hafi aðeins fallizt
á að leyfa sjónvarpsrekstur-
inn í núverandi formi til
bráðabirgða og reynslu. En
þegar betur er að gáð, eru
þetta líka haldlaus rök.
Sjónvarpið er nú 7 ára
gamalt og hefur allan þenn-
an tíma verið rekið með
sama hætti. Meirihluta þessa
tímabils hafa Framsóknar-
menn — og kommúnistar
raunar líka — haft aðstöðu i
ríkisstjórn til þess að krefj-
ast breytinga á þessum
rekstri, en aldrei hefur því
verið hreyft einu orði, né
heldur eftir að þeir hrökkluð
ust úr ríkisstjórn, fyrr en nú
í vetur.
Stækkun sjónvarpsstöðvar-
innar hefur litla sem enga
þýðingu að því er varðar
vídd sjónvarpssviðsins, enda
áfram um mjög litla stöð að
ræða, eða 250 vött miðað við
fyrirhugaða 5000 vatta stöð,
sem íslendingar myndu
byggja. Má því með sanni
segja, að afstaða Framsókn-
armanna sé kynleg, og því
miður verður ekki hjá því
komizt að láta sér detta í
hug, að hún sé sprottin al
hvötum til að gera sambúð-
ina við varnarliðið erfiðari
eða a.m.k. að sumir Fram-
sóknarmenn létu sér í léttu
rúmi liggja, þótt svo færi.