Morgunblaðið - 11.03.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.03.1962, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 11. marz 1962 Fréttamyndir FRANCIS G. Powers heldur hér á likani af U-2 könnun- arflugvélinni, sem skotin var niður yfir Sovétríkjunum í maí 1960. Powers var, sem kunnugt er, látinn laus í febrúar sl. og hafði þá setið í fangelsi í 19 mánuði. Hann fékk tíu ára fangelsisdóm eftir réttarhöldin í Moskvu. Myndin var tekin er hann kom fram opinberlega í fyrsta sinn eftir heimkom- una. Skýrði hann þá öldunga deildarþingmönnum frá því, sem á daga hans hefur drif- ið, síðan flugvéi hans var skotin niður. Þetta er hinn umdeildi Sir Roy Welensky, landstjóri Breta í N-Rhodesíu. FYRIR nokkrum dögum setti bandarísk sprengjuflugvél — B58 Hustler — met á flug- leiðinni Los Angeles—New York. Yar vélin 4 klst. og 42 mín. að fara frá Los Angeles til New York og aftur til Los Angeles. — Myndin var tekin er flugvélin var að lenda að loknu metfluginu. LENGI hefur leikið grunur á þvíj að Fordverksmiðjurn- ar brezku hefðu í hyggju að hefja framleiðslu á nýrri gerð Zephyr-bifreiða. Hingað til hafa verksmiðjurnar neit- að þessum orðrómi, en sjón er sögu ríkari. Meðfylgjandi mynd af hinni nýju Zephyr- bifreið tók spænskur ljós- myndari á Costa del Sol- ströndinni, en þar voru menn frá verksmiðjunum að reyna bifreiðina og ljósmynda hana. LÖGREGLUMÖNNUM í New York hefur áreiðanlega orðið tíðhugsað til starfsbræðra sinna í Lundúnum daginn, sem þessi mynd var tekin. — Það var daginn eftir að Kennedy flutti sjónvarps- ræðu sína og tilkynnti, að Bandaríkjamenn m y n d u hefja að nýju tilraunir með kjamorkuvopn, tækjust samn ingar ekki í Genf. — Hópur manna safnaðist saman til mótmæla í Breiðgötu og til að undirstrika skoðun sína settist fólkið niður á götuna og stöðvaði alla umferð. — Lögreglumenn reyndu fyrst með fortölum að fá fólkið til þess að færa sig, en án ár- angurs. Tóku þeir þá sama ráð og Lundúnalögreglan hefur gripið til undir sams konar kringumstæðum — að bera fólkið inn í lögreglu- bifreiðir og aka því á brott. ÞAÐ er víða glatt á hjalla í Þýzkalandi þessa dagana, því að nú standa hinar miklu kjötkveðjuhátíðir yfir. Þessi mynd var tekin fyrir nokkr- um dögiun í Mainz og sýnir líkneskju, sem dregin var eftir götum borgarinnar. —■ Líkneskjan á að sýna Krús- jeff reyna að velta jörðinni ofan í skjóðu sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.