Morgunblaðið - 11.03.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.1962, Blaðsíða 1
24 siður eg Lesbók 49. árgangui: 59. tbl. — Sunnudagur 11. marz 1962 Prentsmiðja Mor^unblaðslns Búizt við undirritun samninga í Evian Bardögum við Túnislandamærin lokið — mikil sprenging i Paris París, Evian Og Algeirsborg 10. marz — AP — NTB SAMNINGAVIÐRÆÐXJR sendi- nefnda Serkja ig Frakika héldu á- (ram í dag. Tafðist fundurinn nokkuð í fyrstu sökum þess að serknesku samninganefndarmenni irnir þurftu að fara á báti yfir Genfarvatn vegna veðurs, en áð- nr hafa þeir verið fluttir frá Sviss til Evian í þyrlu. Enn ríkir sama leyndin yfir íamningafundunum og strangur vörður er umhverfis Du Parc hótelið, þar sem viðræðurnar fara fram, Þrátt fyrir leyndina, eru frétta menn sarnmála um, að allt bendi til þess, að vel fari á með sendi- nefndunum og er búizt við þvi að samningur um vopnahlé í Alsír verði undirritaðir innan (árra daga. Meðan sendinefndirnar ræða vopnahlésmálin í Evian gengur á ýmsu í París Og Alsír. Þrír menn, þar af tveir lögreglumenn, létust í morgun í París, er spreng ing varð í kyrrstæðum bíl í einu úthverfa borgarinnar. Var spreng ingin svo öflug að hópur vertka- manna á strætisvagnastöð Skammt fm þeyttist til jarðar. Sagt er að 30 manns hafi særzt. Bíllinn, sem sprengingin varð í, stóð fyrir utan byggingu, þar sem fyrir dyrum stóð tveggja daga fundur friðarsamtaka vinstri manna. Ikeda sendir Krúsjeff orð- sendingu TOKYO, 10. marz. NTB-AFP. — Ikeda,' forsætisráðherra Japans, beindi í dag þeim tilmælum til Krúsjeffs, forsætisráðherra Sov- étríkjanna, að gera allt sem hann gæti til þess að koma á fót alþjóðaráðstefnu um bann við lcjamorkusprengjutilraun- um. Orðsending japanska for- sætisráðherrans var afhent af sendiherra Japan í Moskvu. í orðsendingunni segir Ikeda m.a. að Japan sé eina landið, sem orðið hafi fyrir eyðileggingar- mætti kjarnorkusprengjunnar. Hafi Japan margoft snúið sér til stórveldanna og reynt að fá þau til þess að láta af kjarn- orkutilraunum. Útvarpið í Paris greindi frá því í dag að bardagarnir á landamær um Túnis og Alsír, sem geisað hafa undatifarna tvo daga, virð- ist nú á enda. Á föstudaginn létu 44 menn lífið og 31 særðust í 55 árásum 'hryðjuiverkamanna. 18 Serkir og fimm Evrópubúar voru vegnir í Oran, og í Algeirsborg tíu Evrópubúar og tveir Serkir. Þessi mynd var tekin á strandgötu í Hampton í Virginiafylki í Bandaríkjunum í óveðrinu, sem geisað hefur á austurströnd Bandarikjanna. Tveir nienn eru að hlaupa í var til vinstri á myndinni. Gífurlegt tjón varð á mannvirkjum í óveðrinu og a.m.k. 40 manns fórust (AP). tltanríkisráðherrar stdr- veldanna hittast í Genf Gromyko lofar jákvæðri afstöðu Rússa á afvopnunarráðsfefnunni London og Gentf 10 marz, AP. U tanríkisráðherra Bandarikj- anna, Bretlands og Rússlands munu hittast í Genf á morgun, sunnudag i kvöldverðarboði De- an Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Rusk hélt áleiðis til Genf í dag. Utanríkisráðherr- fund sinn á mánudag, en á mið- vikudaginn hefst afvopnarráð- stefna 18 ríkja í Genf. Gromyko, utanrikisráðherra Rússa, kom til Genf í dag ásamt aðstoðarutan- ríkisráðherrunum Valerian Zor- in og Vladimir Semenov, auk fjölda sérfræðinga og aðstoðar- arnir munu síðan halda fyrsta manna. Semyon Tsarapkin, sér- Kroll í nýtt embætti BONN, 10. marz. — Tilkynnt var í Bonn í dag að dr. Hans Kroll, sendiherra V-Þýzkalands, sem Adenauer kanzlari kallaði heim á dögunum vegna blaða- skrifa um að Kroll væri ekki samþykkur stefnu Bonnstjórnar- innar, myndi fá annað starf í utanríkisráðneytinu. — Verður hann sérlegur ráðgjafi varðandi málefni Austur-Evrópu. Kroll hefur borið til baka öil um- mæli blaða varðandi að hann hneigðist til mildari afstöðu gagnvart Sovétstjórninni en Bonnstjómin. Segir Kroll að hann sé í einu og öllu sam- Bretar og Þjóðverjar deila um herkostnað LONDON, 10. marz. — Slitnað hefur upp úr viðræðum Breta og Þjóðverja varðandi aukin framlög Vestur-Þýzkalands til þess að standa straum af kostn- aðinum við brezka herliðið í Þýzkalandi. Aðstoðarfjármála- ráðherra Bretlands, sagði er hann kom frá Bonn að viðræð- ur þessar hefðu farið fram í fullri vinsemd, en enginn árang ur hefði náðst. Þjóðverjar hefðu boðizt til að .auka greiðslur sín- ar nokkuð, en ekki nóg. Kostn- aðurinn við brezka herliðið í Þýzkalandi er nú 73 milljónir punda á ári, og sagði ráðherr- ann að Bretar mymdu gera sig ánægða með að Þjóðverjar greiddu 63 rnilljónir af þessari upphæð. Vestur-þýzka stjómin er nú að athuga hvort hún telji sig geta hækkað tilboð sitt. þykkur stefnu Bonnstjórnarinn- ar í málefnum A-Evrópu. Dr. Kroll mun halda til Moskvu og dveljast þar um hríð áður en hann tekur við hinu nýja emb- ætti. — fræðingur Rússa í afvopnunar- máilum, var meðal þeirra, sem tóku á móti Gromyko. Gromyko sagði við fréttamenn í Genf að afvopnunarráðstefnan mundi leita lausnar á vanda- máli, sem væri svo mdkilvægt fyrir allt mannkyn, að erifitt væri að gera of mikið úr því. Hann sagði að öll öfl í heimirium yrðu að sameinast um að stöðva víg- búnaðarkapphlaupið, og útrýma hinní miklu hættu á kjarnorku- stríði, sem vofði ytfix öliu mann- kyni. Gromyko sagði að ef stórveld- in gæfu sama gaum aÆvopnun og stjórnmálamenn þeirra og leið togar gæfu framleiðslu gjöreyð- ingarvopna, værj sigur afivopn- unarinnar viss. Gromyko lofaði að Rúissar myndu gera alt, sem í þeirra valdi stæði til þess að jákvæður árangur yrði af afvopnunarráð- stefnunni, og kvaðst vona aðrir aðilar sýni viilja til þess að kom- ast að samikomulagL Kosningar 27. apríl LONDON, 10 .marz. — Sir Edgar Whitehead, forsætisráS herra Suður-Rhodesiu, hefur lagt fyrir stjórnir Bretlands og Mið-Afríku rikjasambandc- ins tillögur sínar um framtíð ríkjasambandsins. Segir Sir Whitehead að hér s% lausn, sem ekki byggir á kynþátta- málunum. Er m. a. gert ráð fyrir því að Nyassaland geti sagt sig úr ríkjasambandinu. Tilkynnt hefur verið að kosn- ingar fari fram í ríkjasamband inu þann 27. apríl nk. Jackie Róm r I RÓM, 10. marz. AP. — Jacque- line Kennedy, forsetafrú, kom hingað í morgun á leið sinni til Indlands og Pakistan. í dag mun hún heimsækja Ítalíufor- seta og á morgun mun Jóhannes páfi taka á móti forsetafrúnnL Kongóstjórn kaupir sprengju- flugvélar með mikilli leynd - segir New York Times New York, 10 marz — AP. NEW YORK TIMES sikýrir frá því í dag að fulltrúi stjórnarinn- ar í Ueoi>oldville í Kongó hafi haldið til Bandaríkjanna með mikilli leynd þeirra erinda að festa kaup á fjórum bandarískum sprengjuflugvélum frá heims- styrjöldinni síðari svo og öðrum vopnum. Fréttina hefur New York Times eftir fréttaritara sínum í Leopoldville. Segir blaðið að em- bættismaður þessi, Simon Bou- hula, hafi umboð til þess að greiða 3—400 þúsund dollara fyrir sprengjuflugvélarnar og önnur vopn. Blaðið segir að Sameinuðu þjóðirnar verði vafalítið mót- fallnar þessum vopnakaupum, svo og Bandaríkjastjórn, þar eð þau hljóti að verða til þess að Kongóstjórn verði óháðari SÞ en áður, en þessir aðilar telja það mjög óæskilegt t fréttinni frá Leopoldville segir að nokikrir ráðamenn í Kongóstjórn hafi verið mótfallnir vopnakaupun- um, og teldu Kongóstjórn hafa annað þarfara við peningana að gera, þar sem fátækt og sultur væri í landinu. Segir fréttaritari N. Y Times að hinsvegar sé greinilegt að fyrirhuguð vopna- kaup séu gerð með samþykki Adoula forsætisráðherra, seoa einnig fer með varnarmál. Þá hefur blaðið það eftir frétta ritara sínum að Bouhula hafi einnig áhuga á því að kaupa brezkar flutningaflugvélar sem flutt geti brynvarðar bifreiðir og Vampire orustuflugvélar, sem séu í einkaeign í Svíþjóð." Segir blaðið að Bouhula hafi farið frá Leopoldville til Brússel sl. miðvikudag ásamt John Angelides, hvítum ráðgjafa í ut- anríkisráðuneyti Kongó. Segir N. Y. Times að talið sé að með í kaupum flugvélanna eigi að fylgja að hinir hvítu flugmenn, sem fljúga vélunum til Kongó, verði þar í tvo mánuði eftir kom- una.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.