Morgunblaðið - 16.03.1962, Side 2

Morgunblaðið - 16.03.1962, Side 2
2 MORGVNBLAÐ1Ð Fðstudagur 16. marz 1962 Afvopnunairáðstefnan hafin: Rússar krefjast enn til- raunabanns án eftirlits Segja tillögur sínar frá í fyrra eina grund- völlinn að viðræðum — Gromyko gagn- rýnir Bandaríkin harðlega Genf, 15. marz AP-NTB-REUTER Ctanríkisráðlierrar Bandarrkj- anna og Rússa, Dean Rusk og Andrei Gromyko, lögðu í dag til- lögur sinar í afvopnunarmálun- um fyrir 17-ríkja ráðstefnuna í Genf. Leggja Bandaríkjamenn m. a. til að stórveldin minnki birgð- ir sínar af tækjum til flutnings á kjarnorkuvopnum um 30% á næstu þremur árum, og verði þetta upphaf að allsherjar af- vopnun. Verði þessar ráðstafanir gerðar undir alþjóðaeftirliti. Þá fækki Rússar og Bandarikjamenn herjum sínum þannig að hvor að- ili hafi 2,1 millján manna undir vopnium. Einnig fari fram eftir- lit með afvopnun úr lofti. Tillög- ur Rússa em einkum fólgnar í þvi að gerður verði samningur í þrem ur liðum um afvopnun á fjórum árum. Enn fremur kref jast Rússar þess að allar herstöðvar erlendis verði lagðar niður og liðsafla stórveldanna verði fæklkað í 1,7 milljón manna. Helztu atriðin í tillögum stór- veldanna eru þessi: • BANDARÍKIN 30% niðurskurður á tselkjuim til þess að flytja kjarnorkuvopn sve og á meiriháttar almennum vopnum, ur.dir alþjóðlegu eftir- liti á naestu þremur árum. Stöðvun, undir eftirliti, á fram- leiðslu geislavirkra efna tii vopna framleiðslu og Rússar Og Banda- rikjamenn leggi fram 50 tönn af geislavirkum efnum til friðsam- legrar hagnýtingar. Öll lönd geri aðvart, ef vart verður við samsöfnun herliðs í árásarákyni. Komið verði upp sérstölkum svæðum, sem eftirlit verður haft með úr lofti og af landi til að köma í veg fyrir akyndiárás. Komið verði á fót alþjóðlegri stofnun til þess að fjalla um að- ferðir til þess að draga úr styrj- aldarhættu. Bandarískum og rússneskum herjum verði fsekkað í 2,1 millj. manna hjá hvorum aðila, undir eftirliti. Rláðstafanir verði gerðar til þess að koma í veg fyrir dreif- ingu kjarnorkuvopna. Bann verði sett gegn því að gjöreyðingarvopnum verði komið fyrir í geimskipum og eftirlit verði haft með því að slíkt bann sé haldið. Bannað verði tilraunir með kjarnorkuvopn, og eftirlit sé með því haft að siíkt bann sé haldið. • RÚSSAR Gerður verði samningur í þrem Hafnarfjörður Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboðinn heldur bazar í ISjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8.30. Eins og undanfarin/ ár hefur veirð vandað tilj hans og er þar margt góðraj muna. Eru þær konur,' sem vilja láta eitthvað af hendi rakna á bazarinn, góðfúslega beðn- ar að skila því í Sjálfstæðis- húsið eftir hádegið í dag. ur liðum um að leggja niður alla heri og eyðingarvopn á fjórum árum, þannig að aðeins verði eftir hæfilegt lögreglulið land- anna. Komið verði á fót alþjóðlegri stofnun til að hafa hönd í bagga með afvopnunarmálunum. Eng- inn hafi neitunarvald í stofnun þessari, en hinsvegar hafi hún ekkert vald til þess að knýja fram ákvarðanir sínar. Á fyrstu 15 mánuðum 'afvopn- unarinnar verði lokið við eyð- ingu allra tækja, sem flutt geti kjarnorkuvopn, lagðar niður all- ar herstöðvar erlendis, og herj- um Rússa og Bandaríkjamanna fsekkað í 1,7 milljónir manna hjá hvorum aðila. Samsvarandi fækk un herliðs fari fram hjá öðrum löndum. Geimferðir verði aðeins farn- ar í friðsamJegum tilgangi. Bannað verði að afhenda kjarn orkuvopn eða upplýsingar um framleiðslu þeirra, þjóðum, sem ekki eiga slík vopn. Á næsta 15 mánaða tímabili verði eytt öllum kjarnorkuvopn um, svo og vopnum til gas- og sýklahemaðar. Á sama tíma verði herjum Bandaríkjamanna og Rússa fækkað í eina millj. manna hjá hvorum aðila. Allar verksmiðjur, sem fram- leiða vopn, verði annað af tvennu eyðilagðar, eða nýttar á friðsamlegan hátt. Á lokastigi allsherjarafvopn- unar verði allar hernaðarstofn- anir lagðar niður, utan þær, sem nauðsynlegar eru til að halda uppi lögum og reglu inn- Yfirkjörstjórn kosin Á borgarstjórnarfundi í gær var kosið í yfirkjönstjórn og hlutu þessir kosningu: Torfi Hjartarson, tollstjóri, Einar B. Guðimundsson, hrl., Þorvaldur í>órarinsson. hrl., Til vara: Guðmundur Pétursison, hrl., Guðmundur Vignir Jósefss. hrl. Steinþór Guðimuindisisoin, fyrrv. kennari. anlands, og bann lagt við hem- aðarþjálfun og fjáxrveitingum til hernaðarþarfa. Komið verði á fót „friðar- her“ Sameinuðu þjóðanna, sem myndaður verði af lögregluliði þátttökulandanna, og stjórnað verði af „troika“, þremur mönn um, einum frá kommúnista- löndunum, einum frá Vestur- veldunum og einum frá hinum hlutulausu ríkjum. Hafi hver aðili í þessu „troika" neitunar- vald varðandi beitingu „friðar- hersins“. Þetta er í fyrsta sinn, sem Rússar hafa lagt fram ákveðn- ar tillögur í afvopnunarmálun- um. 1 Genf er talið að tvö at- riði í tillögum Rússa séu eink- um athyglisverð: að Rússar hafa dregið í land frá fyrri af- stöðu sinni í þessum málum með þvi að leggja til að herliði þeirra og Bandaríkjamanna verði fækkað í 1,7 milljónir manna á fyrsta stigi afvopnun- arinnar, en til þessa hafa Rúss- ar ekki viljað slíka fækkun fyrr en á öðru stigi, svo og að Rúss- Framhald á bls. 23. ------------------------------ SNAIShnti'r S V 50 hnútar H Snjiioma • C/HmHh 7 Síiírir K Þrumur ws KuUnkH H Hm$ Í LLmg$ || Á KORTINU frá í gær liggur Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi háþrýsti-hryggur frá Norð- austur-Grænlandi til suðaust- urs, yfir ísland og þaðan alla leið til Frakklands. Þarna er víðast hvar stillt og léttskýj- að, svo að næturkuldi verð- ur meiri en annars. Því fór svo, að frost varð í fynýnótt meira hér á landi Austan gola og siðar kaldi, en komið hefur síðan árið skýjað. 1918. Þá mældist 38 stiga . frost á Grímsstöðum á Hóls- VesMxrðxr og miðxn: Aust- fjöllum, enda hafís fyrir öllu an °5 N^ 6°„la °S skyjað norð Norðurlandi. Nú mældist 33ja an . 1 nott, en kaldi og smael norðan til a morgun. SV-land og miðin: Auistan kaldi en stinningskaldi á mið unuim skýjað. Faxaflói og miðin: Austan gola en kaldi á miðunuxn, skýjað sunnan til. Breiðafjörður og miðin: stiga frost í Möðrudal og 30 á Grímsstöðum. Lægðin suðvestur í hafinu hefur þokazt lítið eitt norð- ur á bóginn og dregið hafloft ögn lengra norður. Við suð- ur-stiöndina var orðið frost- laust og farið að þykkna upp. Boðar það, að nú muni brátt fara að hlýna í veðri. Norðurmið: Austan gola og slkýjað í nótt en austan og NA kaldi og 9máél á morgun. Norðurland til Auisbfjarða, NA-mið og Austurmið: Hæg- viðri, léttskýjað. SA-land ög miðin: Auistan og NA kaldi, skýjað. Styrkir borgarstjdrn menn til tannlæknanáms? Á FUNDI borgarstjómar í gær var samþykkt tillaga meirihlutans þess efnis, að stjóm Heilsuvemdarstöðvar- innar yrði falið að kanna og hafa um það samráð við Tannlæknafélag íslands, hvort ráðlegt mundi til að bæta úr tannlæknaskortin- um, að borgarsjóður veitti á næstu árum hagkvæm lán til tannlæknanáms. 1 umræðun- um um tannlæknamálið kom fram, að enn hefur enginn árangur orðið af málaleitun- um borgarstjóra við Tann- læknafélagið, fremur en Frjálslyndir sigra i atikakosningitfn i Bretlandi BREZKI fhaldsflokkarinn heiff mikmn ósigur í aukakosningum í Orpington í Kent á miðviku- dag. Töpuffu íhaldsmenn þar þingsæti, sem þeir hafa skipaff í fjölda ára. Aff þessu sinni var kjörinn frambjóffandi frjáls- lyndra meff yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. Við þinglkosningarnar 1959 var frambjóðandi íhaldsflokkis- ins í Orpington kosinn með 14.760 atkvæða meirihluta. í kosningunum á miðviikudag hlaut frambjóðandi þeirra, Peter Goldman, aðeins 14.991 at- kvæði, en framlbjóðandi Frjáls- lyrxda flokksins 22.846 atkvæði. Frambjóðandi Verkamanna fllokksins hlaut 5.350 atkvæði. AðaLstöðvum Frjáilslynda flokks ins hafa borizt fjöldamargar heillaóskir í dag í tilefni sigurs- ins, sem leiðbogi flokksins, Mr. Grirrnmond nefnir „undraverðan sigur.“ Momillan forsætisiáðherra, leið togi íhaldismaiina, reyndi í dag að stappa stálinu í flotóksbræður sína eftir ósigurinn, sem hann þó viðurkenndi. Sagði hann að rétt væri að viðurkenna að íhaldis- menn væru vonsviknir vegna úr- slita kosninganna. „Við höfum beðið ósigur í nokkrum smáskæx um, jafnvel í ornstu en efcki í baráttunni," sagði Macmillan. Forsætisráðherrann sagði að eng- inn kysi frambjóðanda FrjáJs- lynda flakksins vegna flotóks- stefnunnax, því hún væri etóki tiL w fyrri tilraunum til að fá það til að aðstoða við lausn vandans og byggðist það á miklum önnum tannlækna. Alfreff Gíslason (K) hafði á síðasta borgarstjómarfundi, eins og frá hefur verið skýrt, flutt tillögu í tannlæknamálinu, sem efcki fól í sér neitt nýtt. Kvaðst hann nú vilja verða við áskor- un borgarstjóra um að leggja eitthvað raunhæft til málanna og las upp tillögu, sem efniislega flól ekki annað í sér en það, sem borgarstjóri hefur þegar óskað eftir samstarfs um við Tann- læknafélagið, að undanskyldu því, að tillögumaður vildi fá erlexxda skólatannlækna, ef ís- lenzkir fengust ekki. Stöffugar tilraunir til aff fá tannlækna Úlfar Þórffarson (S) rifjaði upp gang tannlælcnamálsins. Ár- ið 1960 sögðu þrír skólatann- læknar upp starfi og báru fyrir sig af lítil laun. Upplýsti ÚMar, að starfsdagar skólatannlækna væru 180 og ynnu þeir í sex stund ir á dag, en fariað heÆði verið fram á fimm stunda vinnu. — Ræðumaður rifjaði það upp, að stjórn Heilsuverndarstöðvar- innar hefði reynt að komast að samningum við tannlækna, en ekki tekizt. Hins vegar hefði verið upplýst að þótt gengið væri að öllum kröfum tann- lækna, þá fengjust í hæsta lagi tveir. Tannlæknar svöruðu því til, þegar til þeirra væri leitað, að þegar væru allir tannlæknar önnum kafnir. Hann minnti einnig á, að stjórn Heilsuvemd- arstöðvarinnar hefði undirstrik- að, að við skólana ættu að starfa eins margir tannlæknar og nokkur leið væri að fá. En þar sem það hrykki ekki til, væru floreldrar hvattir til að leita til tannlækna, sem störf- uðu úti í hæ, og greiddi borg- arsjóður þá helming kostnaðar. Úlfar Þórðarson minnti á, að Alfreð Gíslason hefði lagt til, að athugað yrði að skylda tann- lækna til að starfa eitt ár í skól- um. Þessi lausn hefði ekki þótt aðgengileg, þar sem um beina þvingun væri að ræða, enda þyrfti lagaheimild til slíks. Ræðu maður gat um skýrslu þá, sem fræðslunefnd Tannlæknafélags- ins birti i dagblöðunum. Sýndi hann fram á, að hún hefði að ýmsu leyti verði vanhugsuð, en undirstrikaði, að fyrir tannlækn unum hefði ekki annað vakað, en vekja athygli á þessu vanda- máli, sem borgarstjórn hefði þó verið full kunnugt um og marg- rætt. Úlfar Þórðarson gat þess loks, að útlit væri fyrir, að tannlækn- ar gætu lítið hjálpað, enda hefðu þeir fellt í félagi sínu að skipta á milli sín að starfa í skólunum. Hann lagði til, að tillögu Alfreðs Gíslasonar yrði vísað frá, enda væri unnið að því, sem þar væri drepið á. Jafnframt lagði hann til að ungir menn yrðu styrktir til tannlæknanáms. Fara tillög- urnar hér á eftir: Lán til tannlæknanema „Með þvi að tannlæknaiþjór.- usta í skólum borgarinnar heyx> ir undir verksvið heilsuvendar- stöðvarinnar, sbr. 3. og 4. tl. 2. gr. laga nr. 44/1955, og borgar- stjórn er kunnugt um, að stjórn •heilsuverndarstöðvarinnar hefur unnið og vinnur enn að því að leysa vandamál þau, sem nú er um að ræða á því sviði, og koma á traustri framoúðarskipan, með- al annars í samráði við stjórn T.L.F.Í., telur borgarstjórnin báð ar tillögur Alfreðs Gislasonar ó- tímabærar og vísar þeim frá. Þar sem fram hefur komið, að þau vandamál, sem nú er vxð að eiga, stafa fyrst og fremst af Framhald á bls. 23, TC

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.