Morgunblaðið - 16.03.1962, Page 6
6
MORGUN BLAÐ1Ð
Föstudagur 16. marz 196£
Rússland og Þjöð-
sögur og sagnir
IMýjar bækur fra AB
ÚX ERU komnar hjá Almenna
bókafélaginu bækur mánaðar-
ins fyrir febrúar og marz, Rúss-
land og þjóðsögur og sagnir,
skráðar af Torfhildi Hólm.
Febrúarbókin, Rússland, er
önnur bókin, sem kemiur út í
floikknum Lönd og þjóðir, en áð-
ur er komin út í þeim flökki
bókin Frafckland. Bókin urn Rúss
iand er eftir bandaríska
rithafundinn Charles W. Thayer,
Hafa Gunnar Ragnarsson og
Thoroif Smith þýtt hana. Bókin
með skrám og mymdasíðuim 175
bls. í stóru broti og eru mynd-
irnar hátt á annað hundrað bæði
litmyndir og svart-hvítar mynd-
ir. Annaðist prentsmiðja í Ver-
óna á ítalíu prentun þeirra, en
textan prentaði prentsmiðjan
Oddi í Reykjavík og er frágang-
ur bókarinnar hinn vandaðasti.
í formála bókarinnar, sem
annar þýðandi hennar, Gunnar
Ragnarsson, ritar segir m.a.
„Bók sú, er hér birtist, ætti
að verða kærkomin öilum þeim,
sem vilja afla sér raunsærrar
þekkingar á Rússlandi, staðhátt-
um, stjórnarfari og menningar-
sniði, og er mér til efs, að yfir-
gripsmeiri fræðsla urn öll þau
efni sé annars staðar tilteek í
svo skýru og skemmtilegu formi.
í bókinni er ekki aðeins brugðið
upp svipmyndium stórbrotinnar
sögu, sem á sér í heillandi bafc-
sýn hin víðáttumiklu landtflæimi,
allt norðan frá íshafi og suður
til Svartahafs, heldur leiðir hún
ofckur umfram allt á vit þess
raunveruleika, sem oftast hvertf-
ur í skugga hinna heimspólitísfcu
átafca. Hér kemur fólíkið sjálft til
dyra eins og það er klætt, geð-
fellt og uppgerðarlaust, í hvers-
diagsönnum og hið mikla mynda-
val bókarinnar hjálpar ekfci hvað
sízt til að gera þessi kynni náin
Og minnistæð."
Almenna bókafélagið hefur
áisamt 13 öðrum bókaútgefend-
um í Bvrópu, útgáfuréttinn á
bðkaflotaknum Lönd og þjóðir,
en flokkurinn er gefinn út atf
tiimaritiniu Life. Nsesta bókin,
seim AB gefur út í þessum flofciki
kemur væntanlega á markaðinn
í vOr og fjallar hún um Ítalíu.
Með haustinu er væntanleg bók
wm Bretland. Auk þeirra hefur
félagið ákveðið að gefa út bók
uan Japan og e.t.v. um Indland.
bjóðsögur og sagnir
Marzbókin er Þjóðsögur og
sagnir, sem Torfhildur Þorsteins
dóttir Hólm, hefur safnað og
skráð. Útgáfu hennar annazt dr.
Finnur Sigmundsson og ritar
hann ítarlegan inngang um Torf-
hildi, þar sem hann rekur ævi-
feril hennar og ritstörf eftir gögn
um, sem nýlega eru komin fram.
Þjóðsögurnar eru um 240 tals-
ins og hafa ekki verið prentaðar
áður, að örfáum undanteknum,
sem skáldkonan birti í tímaritum
sínum Draupni og Dvöl.
Handrit þessara þjóðsagna er
um 80 ára gamalt, en barst Lands
bókasafninu ekki fyrr en á s.l.
ári.
Skáldkonan safnaðj þjóðsöguim
sínum á árunum 1876—78 meðal
íslendinga, sem nýfluttir voru til
Vesturheims. Eru flestar sögur
eftir Sigríði Jónsdóttur frá Vog-
um, móður Nonna, Elínu Guð-
mundsdóttur, Sigríði Pétursdótt-
ur og Ingibjörgu Eggertsdóttur
Fjeldsted.
Torfhildur Hólm
Eins og að líkum lætur eru
þjóðsögur þessar úr öllum lands
hlutum, eins og sögumenn og efn-
ið mörg margvíslegt, allt frá
drauga- og álfasögum til kveð-
skapar, skringisagna og sannra
viðburðasagna. Eru margar sagna
þessara hinar merkustu, svo sem
af Hallgrími Péturssyni, Jórni
biskupi Vídalín, Magnúsi Ketils-
syni sýslumanni Jónasi Hall-
grímssyni o.m.fl.
Bókin er 232 bls. að stærð og inn
Gunnai Gunnarsson
gangurinn að aúki 24 hls. Fylgir
henni ýtarleg skrá um manna-
og staðanöfn og auk þess stutt
atriðaskrá. Prentun hefur annazt
Steindórsprent h.f.
Báðar þessar bækur hafa verið
sendar umboðsmönnum Almenna
bókafélagins út um land en í
Reykjavik eru þær til afgreiðslu
fyrir félagsmenn AB í Bókaverzl
un Sigfúsar Eymundssonar.
Aðrar bækur á árinu
Forstöðumenn Almenna bóka-
félagsins skýrðu fréttamönnum
frá nökkrum bókum, sem getfnar
verða út á vegum þess á árinu.
Eru þar t. d. fjögur bindi rit-
safns Gunnars Gunnarssönar, en
áður eru komin út af því tvö
bindi, en þau verða alls átta.
Aprí'lbókin verður sjálfsævisaga
Hannesar Þorsteinssonar og er
hún um 450 bls. Handrit þeirr-
ar bókar var geymt í innsigluðu
umslagi þar til á 100 ára afmæli
Hannesar 30. ágúst 1960. Síðara
bindi ærvisögu Hannesar Hafstein
er væntanlegt á markaðinn. Bófc
um helztu trúarbrögð mannkyns-
ins, sem biskupinn yfir íslandi,
Sigurbjöm Einarsson, þýðir, er
einnig væntanleg á árinu. Auk
þess fyrsta bindi bófcmenntasögu
Einars Óiafs Sveinssonar, Hand-
bók um fugla í Bvrópu í þýðingu
Finns Guðmundssönar og Moby
Dicfc í þýðingu Júlíusar Havsteen.
Almenna bókafélagið hefur
tryggt sér útgáfurétt á hók Ey-
vinds Johnson, er hlaut bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs
ins fyrir skömmu.
Verkfræðingar gang-
ast fyrir ráðstefnu um
orku- og iðnaðarmál
Frá aðalfundi Verkfræðingafélags íslands
AÐALFUNDUR Verfctfræðinga-
félags íslands var haldinn 28.
febrúar sl. Þá voru kosnir 3
menn af 5 í stjórn til næstu
tveggja ára. Úr stjórninni gengu
Jakob Gíslason, raforkumála-
stjóri, sem verið hefur formaður
undanfarin 2 ár, Hallgrímur
Björnsson, efnaverkfræðingur,
og K. Haukur Pétursson, mæl-
ingaverkfræðingur. í þeirra stað
voru kosnir Sigurður Thorodd-
sen, verkfræðingur, formaður,
Haukur Fálmason, rafmagnsverk
fræðingur og Karl Ómar Jóns-
son, byggingaverkfræðingur. Aðr
ir stjórnarmenn eru Gunnar B.
Guðmundss., byggingaverkfræð-
ingur, og Hjálmar R. Bárðarson,
skipaverkfræðingur.
Fráfarandi formaður flutti
skýrslu um starfsemi félagsins á
liðnu starfsári Stjórnin hélt 30
bókaða fundi og tók til meðferð-
ar 103 mál.
I byrjun starfsársins var félaga
talan 296. *. félagið gengu á ár-
inu 27 nýir félagsmenn, einn hef-
ur dáið en 5 felldir af félagaskrá.
Af hinum nýju félagsmönnum
hafa 19 nýlega lokið námi en 8
var véitt innganga í félagið skv.
5. gr. félagsins, sem heimilar að
bjóða öðrum en verkfræðingum
að gerast félagar, ef þeir hafa
unnið að tæfcnistörfuim eigi skemn
ur en 10 ár og leyst af hendi
tæknileg verkefni sjálfstætt og
á eigin ábyrgð. Skipting hinna
nýju félagsmanna eftir sérgrein-
um er þannig:
Byggingaverkfræðingar .... 11
Efnaverk- og efnafræðingar 2
Iðnaðarverkfræðingar ...... 1
Rafmagnsverkfræðingar .... 2
Skipa- og vélaverkfræðingar 3
Ýmsir....................... 8
Eftir sérgreinum flokfcast fé-
lagsmenn þannig, í sviga eru töl
ur fyrra árs: .
Við síðastliðin áramót var
skuldabréfaeign Lífeyrissjóðs VFÍ
kr. 12.342.224,64. Á árinu var 23
félagsmönnum veitt lán samtais
að upphæð kr. 2.878.000,-. Einun*
sjóðfélaga voru greiddar örorku-
bætur allt árið og einum maka-
bætur, einnig allt árið. Stjóra
sjóðsins skipa Rögnvaldur Þor-
láksson, form., Páll Ólalsson,
efnaverkfr., varaform., Leifur
Hannesson, ritari, Hinrik Guð-
mundsson, gjaldkeri og Jakob
Björnsson, meðstjórnandi.
Verkfræðingafélag íslands verS
ur 50 ára 19. apríl nk. og í því
sambandi verður haldin 2. ráð-
stefna íslenzkra verkfræðinga,
Er nú unnið að undirbúningi ráð-
stefnunnar, sem á að fjalla un>
orku- og iðnaðarmál. Af tilefni
afmælisins hefur félagið samið
við feðgana próf. Guðna Jónssoti
og Jón Guðnason, sagnfr., um a8
semja sögu verklegra fram-
kvæmda á íslandi 1 hálfa öld,
Framkvæmdastjóri félagsins er
Hinrik Guðmundsson, verkfræð-
ingur.
Bátar með yfir
20 lestir
SANDGERÐX, 13. marz: — K
sunnudag komu 14 netjabátar a8
landi með 69,1 lest. Blakkur var
atflahæstur með 22,2 lestir. Sa9-
rún var næst með 7,6 lestir.
Á mánudag komu 28 bátar a8
með 206,5 lestir. Mumimi var
afla'hæstur með 13 lestir, Gylft
II var með 12,7, Freyja 12,3 og
af netja'bátum var Blakkur hæst-
ur með 12,9 lestir. Auk bess kom
Víðir II með 23,8 lestir af ýsu,
sem veidd var í fisknót. — POP.
Arkitektar 7 ( 10) þar af erl. 0 ( 0)
Byggingaverkfræðingar 115 (104) þar af erl. 23 (16)
Efnaverk- og efnafræðingar .. 52 ( 50) þar a<f erl. 7 ( 6)
Rafmagnsverkfræðingar 58 ( 56) þar af erl. 9 ( 6)
Skipa- og vélaverkfræðingar .. 57 ( 55) þar aif erl. lil (10)
Ýmsir verkfræðingar o.fl 28 ( 21) þar aÆ eri. 0 ( 2)
Samtals 317 (296) þar af erl. 50 (40)
• Liggja á soðnum
eggjum
Miklu bleki og mörgum orð
um er eytt á erkióvininn, svart
bakinn. Sumir vilja lóta verð
launa þá sem koma honum fyr
ir kattarnef, aðrir hafa menn
á kaupi til að liggja fyrir hon
um Og skjóta hann og enn aðr
ir ræna hann eggjum sínum.
Sá hængur er á þessu síðasta
að svartbakurinn á það til að
verpa aftur, etf eggin hverfa
og þá verður að fara aftur af
stað.
Um daginn hitti ég Ófeig J.
Ófeigsson, lækni, sem kunni
ráð við því. Bara gera út menn
með pott og prímus í varplönd
in, láta þá sjóða eggin og skila
þeim svo aftur. Þá getur fugl
inn setið ánægður á sínu
hreiðri allt sutmarið, og e.t.v.
sumar eftir sumar og aldrei
fjölgar afkomendunum. Þetta
er ajm.k. ný og frumleg kenn
ing.
• Táknar það
tímamót?
„Hlustandi" skrifar eftirfar
andi hrósbréf:
I
Táknar þetta Tímamót?
Svo var komið um útvarps-
þáttinn vikulega „um daginn
og veginn" að hann var orðinn
að hreinu viðundiri. Við hlust
endur vorum hættir að búast
þar við öðru en alveg efnis-
lausu þrugli einhverra and-
legra smælingja, sem efckert
höfðu að segja, eða efckert
þorðu að segja um þalð er
máli skipti. Hinn viðurkenndi
Og almenni vesaldóimur rífcis-
útvarpsins var koiminn þarna
niður í hreint undirdjúp og
orðinn öllum til vansæmdar,
enda flestum til Skapraunar,
En nú bregður svo við nokkrar
síðustu vikurnar að þarna kem
ur hvert erindið öðru sköru-
lefera, einarðlegra og þartflegra.
Nú er gripið á hverri þjóðtfé-
lagsmeinsemdinni etftir aðra,
með því marfcmiði að reynt
verði að lækna hana. Getur
það verið að þessu eigi að
halda áfram, og að jafnvel
kunni svo að fara að snúizt
verði gegn hinum óskapiegu
skemmdum sem verið er að
vinna á þjóðtungunni? /V ið
skulum vera á verði og athuga
hvað gerist. ,
— Hlustandi.