Morgunblaðið - 16.03.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.03.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐtB Eöstudagur 16. marz 1961 Aðalatriðið að fá sem hæfasta menn til starfa Kommúnistar bera fram dsakanir um „valdaníðslu" a hendur sjólfum sér — Vatnsveitan Framh. af bls. 1 mjög úr, þar sem nú er erfiðast um vatn á vetrum. Einnig var á fundinum i gær samþykkt að fela vatnsveitunni og Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar út- boð 32" aðalvatnsæðar me6- fram Miklubraut, frá Kringlu- mýrarbraut austur fyrir Grens- ásveg, jafnframt því sem sömu aðilum var falinn undirbúning- ur og útboð framkvæmdanna á Litlu-Hlíð. VIÐTAL VIÐ VATNS- VEITUSTJÓRA Vegna hinna miklu vatnsveitu framkvæmda, sem nú eru í und- irbúningi og í framkvæmd sneri Morgunblaðið sér í gær til Þór- í Grafralandinu báru jafngóðan árangur og raun varð á. JÓN ÞORLÁKSSON BENTI Á BULLAUGU 1907 Þegar Ijóst var, að ekki væri með auðveldu móti hægt að virkja vatnið í hrauninu hjá Jaðri, var fenginn jarðbor til bor- unar í Grafarlandi á landi því, seim Golfklúbbur Reykjavíkur faefur fengið úthlutað undir golf- völl. Ástæðurnar til þess, að boran- ir hófust þarna voru nokkrar m. a.: 1. Rannsóknir Jóns Jónssonar bentu til þess, að mikið jarð- sig lægi um golfvallarlandið með tiltölulega opnum sprung um sitt hvoru megin við sigið. 2. Jón Þorláksson, fyrrv. borgar- stjóri, benti árið 1907 á lindir Hrvaða fjarlægð er leyfileg milli borholanna er ekki vitað, en það mun koma í ljós við freíkari rann sóknir á svæðinu. c. Gerlarannsóknir á vatninu bæði úr lindunum og fyrrnefndu holunni var það góð, að Sigurð- ur Péturssón gerlafræðingur lét þá athugasemd fylgja, að „vatnið væri óvenju gerilsnautt". Bfnagreining á sama vatni sýndi engin skaðleg efni og er vatnið svipað og Gvendabrunna- vatnið, þó aðeins steinefnaríkara. l| • AÐRAR FRAMKVÆMDIR 1 Verði horfið að þyí ráði að virkja vatnið við Bullaugu verða aðrar framkvæmdir vatnsveit- únnar vitaskuld við það miðaðar, Og er líklegt, að framlkvæmdum yrði í stórum dráttum hagað sem hér segir á árinu 1962: 1. Haldið verður áfram og lólc ið við lagningu 24 þuml. aðal- æðar í Kringlumýrarbraut frá gamla Sogavegi suður að Vallar- leiti (Hamrablíð). Nú þegar er meginhluta pípulagnar lokið á þessum kafla, en tengingum i brunnum verður lokið næsta sumar. 2. Lögn að geymi á Litlu Hlíð frá mótum Vallarleitis — Kringiu mýrarbrautar hefst væntanlega nú í vor og eru pípur í þá lögn fyrir hendi að mestu leyti, en það sem vantar fæst úr gamla Soga- / . * ’ .*■ j Ve&farhndsvegur . / • ~ 11 ** ^"lototón ■Butlaugu- Á korti því, sem hér fylgir, má sjá, hverjar eru hær vatnsveitu- framkvæmdir, sem fyrirhugaðar er.u á næstu 2—3 árum. Á þessu ári verður lögð 32’’ aðalæð meðfram Miklubraut, frá Kringlu- mýrarbraut austur fyrir Grensásveg (merkt A—B) og byggður vatnsgeymir á Litlu Hlíð (lengst til vinstri á kortinu). Á árinu 1963 verður svo sú æð tengd við aðra 32’’ aðalæðlna við Sogaveginn inni við Skeiðvöliinn, (merkt B—C). Og fyrir árslok 1963 á að vera búið að leggja æð frá hinu nýja vatnsbóli, Bullaugum í Grafarlandi, í þessar aðalæðar (D—E á kortinu). GUÐMUNDUR Vigfússon horg- arfulltrúi kommúnista gerðist ærið stórorður á borgarstjórnar- fundi í gær um ráðningu Jóhann esar Zoega í stöðu hitaveitu- stjóra. Kallaði hann ráðningu hans m. a. „valdníðslu“ af hálfu meirihluta borgarstjórnar, en varð þó heldur framlágur, þegar Geir Hallgrímsson bovgarstjóri vakti athygli hans á því, að hann og flokksbræður hans hefðu a.m. k. þrisvar á undanförnum hálfum mánuði átt hlutdeild í því, sem hann nú kallaði „valdniíðslu“, eða ráðningu í stöður án þess að þær væru fyrst auglýstar. Minnti borgarstjóri t. d. á, að ekki væri lengra en síðan á síðasta borgar- stjórnarfundi, að kommúnistar hefðu samþykkt ráðningu skrif- stofustjóra Félags- og framfærslu stofnunar Reykjavíkurborgar og ráðningu félagsmálafulltrúa við sömu stofnun — hvort tveggja án auglýsingar. Og ekki væru nema 9 dagar síðan Guðm. Vigfússon hefði samþykkt I borgarráði að ráða Helga Sigurðsson sem ráð- gefandi verkfræðing hitaveitunn ar — einnig án þess að starfið væri auglýst laust til umsóknar — en svo, þegar um væri að ræða ráðningu manns, sem hann af einhverjum ástæðum hefði eitt- hvað á móti, þá kallaði hann það „valdníðslu", ef staðan væri ekki auglýst. Hann kvaðst þó ekki benda á þessi dæmi komm- únistum til hnjóðs, heldur sem sönnun þess, að þeir, sem nú teldu auglýsingu starfa nauðsyn- lega, gerðu sér jafnvel Ijóst, þeg- ar pólitísk viðliorf fengju ekkl yfirhöndina, að margs konar at- vik gætu ráðið því hvort rétt væri að auglýsa stöður lausar til umsóknar í hverju einstöku til- felli. — Þá kvaðst borgarstjóri vilja á þessum tímamótum færa fram þakkir til Helga Sigurðsson ar fyrir starf hans sem hitaveitu stjóri og árna honum heilla í hinu nýja starfi og að samþykktri tU- lögu borgarráðs jafnframt bjóða hinn nýja hitaveitustjóra velkom inn til starfa og lét I ljós þá von, að starf hans mætti verða til heilla fyrir borgarbúa. Þá var það einnig sérstaklega atlhyglisvert á fundinum í gær, að árásir Guðmundar Vigfússonar Á borgarstjórafundi í gær var samþykkt með 10 sam- hljóða atkvæðum að skipa Kristján Kristjánsson aðal- bókara Reykjavíkurborgar frá 1. júní nk. Kommúnistar lögðu til að Jón B. Jónsson yrði skipaður í embættið. Guðmundur J. Guðmundsson K. mælti fyrir tillögunni uxn ákipun Jórus B. Jónssonar. Hann kvað Jón hafa unnið hjá bæn- um í 41—42 ár, en Kristján Kristjánsson hefði skemmri Starfstíma. Benti Guðmundur á, að borgarritari hefði talið alla umsækjendurna, sem voru 4, hæfa í starfið. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, bentí á, að val á einum umsækj- anda fæli engan veginn í sér van mat á störfuim annarra, en auð- ▼itað að sá maður, sem valinn væri, væri talinn heppilegur i viðkomandi starfi. Allir umsækj- endurnir hefðu starfað hjá bæn- um og reynzt prýðilega. Þótt Jón B. Jónsson hefði starfað lengst á hinn nýráðna hitaveitustjóra gengu svo úr hófi í heift og ó- rökstuddum fullyrðingum, að m. a. s. 2 fulltrúar minnihdutans í borgarstjórn sáu ástæðu til að setja ofan í við Guðmund og taka upp hanakann fyrir hita- veitustjóra. Sagði borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, Þórður Björnsson, t d., að sér væri full kunnugt um, að Jóhannes Zoega væri „ hir.n hæfasti verkfræð- ingur“, og varafulltrúi Aliþýðu- flokksins, Óíikar Hallgrímsson, sem verið hf.fur starfsmaður hans hjá Landssmiðjunni, kvaðst geta vottað, að hann hefði staðið mjög vel í stöðu sinni sem förstjóri Landssmiðjunnar, en Guðmundur Vigfússon hafði verið með dylgj- ur um starf hans þar. Um ráðningu Jóhannesar Zoega í stöðu hitaveitustjóra sagði börgarstjóri annars, að þeg- ar ljóst var, að Helgi Sigurðs- son mundi sækja um hina nýju stöðu ráðgeíandi verkifræðings hitaveitunnar, hefði hann talið það ákyidu sína að svipast um eftir nýjum manni í stöðu hita- veitustjóra. Og þá hefði auðvitað verið mjög eðlilegt, að hann hefði fengið augastað á Jöhannesi Zoega, þar sem hann grandþekk- ir öll málefni hitaveitunnar eft- ir ágætt starf sitt sem förmaður hitaveitunefndar 4 undanfarin ár og vegna hins mikla þáttar hans í samningu hitaveituáætlunarinn ar og undirbúningi að fram- kvæmd hennar. Þá sagði borgar- stjóri það einróma álit allra, sem til hins nýráðna hitaveitustjóra þekkja, að hann væri einstaJklega vel til þessa starfs fallinn og að það væri mikið happ fyrir Reykjavíkurbórg að hafa fengið hann til strrfa í þágu borgarbúa. Aðalatriðið væri að fá sem hæf- asta menn til starfa, og kvaðst borgarstjóri ekki hika við að leita slíka menn uppi, hvort sem þeir væru í þjónustu ríkis- eða einkafyrirtækja. Það eru hags- munir borgarbúa, að sem hæfast- ir menn fáist til starfa í þeirra þágu og þá þer að setja ofar slikri sýndarmennsku, sem það oft óneitanlega er að auglýsa stöður, sern þegar er búið að ákveða, hverjir verði ráðnir í. hjá borginni, þá hefði hann síðast liðna tvo áratugi aðallega fengizt við inmheiimtu fasteignagjalda, en ekkj beint við bókhaldsstörf, en Kristján Kristjámssön hofði ver- ið bókari síðan 1944 og síðar fuil- trúi aðalendurskoðenda, og væri hann gagnkunnugur bóklhaldi allra borgarstofnana. Borgarstjóri sagði, að með vali Kristjáns Kristjánssonar fengist áreiðanlega mjög góður aðalbók- ari til að taka við af þeim á- gæta manni, sem léti af störvfum. „Við metuim og þökkum störf allra umisækjendanna,“ sagði Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. Val Kristjáns Kristjánssonar er engan veginn vanmat á störfum þeim, sem hinir umsækjendurn- ir hafa gegnt með prýði.“ Guðmundur J. Guðmundsson tók aftur til miáls og sagði borg- arstjóra nú hafa gefið ýtarlegri upplýsingar um störf umsækjend anna, en legið hefðu fyrir i borg- arráði. Benti borgarstjóri honum þá á, að hann hefði ekki óskað upplýsinga, þegar þær voru boðn- Frh. á bls. 23 odds Th Sigurðssonar, vatns- veitustjóra og leitaðí hjá honum nánari upplýsinga um þessi mál, og fara þær hér á eftir. Eina vatnsból Reykvíkinga nú er Gvendarbrunnar, en núver- andi rennsli þaðan er 700 1/sek. Það er fyrir alllöngu orðið ljóst, að á þeim er ekki hægt-að byggja meiri aukningu, sem er þó óum- flýjanleg. Þess vegna hefur á undanförnum 2 árum verið unn- ið við rannsóknir á lindum og vatnsibólum. sem til greina komu. Hefur vatnsveitan haft Jón Jóns- son jarðfræðing í þjónustu sinni við þessar rannsóknir, en hann hefur rannsakað allt svæðið frá Kaldá norður að Úlfarsfelli og gert sprungukört aif svæð- inu. Niðurstaðan af þessum at- hugunum er sú, að til greina kem ur að virkja ýmsar lindir, sem allar hafa þó þann annmarka, að þær eru nokkuð langt frá núver- andi aðalæðum nema svæðið í Grafarlandi. Þessi kortlagning jarðsprungnanna er sá grunnur, sem öll vatnsleit mun byggjast á í framtíðinni, og hlýtur að verða unnið áfram að tilraunaborun- um, svo að kortleggja megi grunnvatnsrennsli heiðarlandsins fyrir austan borgina. Við rann- sóknir á virkjunarmöguleikum á svæðinu milli Jaðars og Gvend arbrunna kom í ljós, að þar er mjög mikið vatnsmagn, og runnu á þurrkatímabilinu á s.l. sumri t.d. að minnsta kosti 500 1/sek. af mjög góðu drykkjarvatni und- an hrauninu á þessu svæði út í Kirkjufaólmatjörn. Niðurstöður þeirra rannsókna, sem þarna fóru fram voru þær, að virkjun á þessum stað yrði mjög kostnað- arsöm, og er það skoðun min, að fresta eigi framkvæmdum þarna í nokkur ár ,þar sem boranirnar (sem hann nefnir Bullaugu) á þessum stað og telur þær koma til greina sem vatnsból fyrir Reykjavík, en hvarf frá þeim og valdi Gvendarbrunna vegna óhagstæðari hæðarlegu Bull- augnalindanna, en nú skiptir það atriðj ekki lengur máli. 3. Golfvöllurinn verður væntan- lega tekinn í notkun árið 1963, og af þeim sökum var æski- legt að fá vissu fyrir vatnsöfl- unarmöguieikum svæðisins í tima og samræma aðgerðir V.R. gerð brautanna eftir föng- um. • MJÖG GOTT VATN Þarna vOru svo boraðar 2 hol- ur og varð árangur þeirra bor- ana sá, að úr annarri holunni fást 120 1/sek., og úr hinni 70 1/sefk., en núverandi sjálfsrennsli úr Bullaugum er samkvæmt laus legri mælingu a. m. k. 200 1/sek. Að svo komnu er of snemmt að fullyrða nokkuð um vatnsmagn það, sem unnt á að vera að vinna á þessum stað, en þó virðist á- stæða til nokkurrar bjartsýni, og eru ástæðurnar til þess helzt- ar: a. Eftir athugunum Jóns Jóns sonar á borsvarfinu virðist vera komið niður á sandsteinslag neð an við 20 m dýpi í fyrrnefndu holunni, og náði það í ca. 29 m dýpi. Við borun í Rauðhólum í sl. viku fannst svipað sandsteins lag á milli 12 og 22 m dýpi. Þessi atriði benda til þess, að undir Hólms- og Reynisvatns- heiði sé sandsteinslag, sem ber grunnvatn til sjávar og virkar jafnframt sem mifkið vatnsforða- búr, sem dæla má úr. b. Sprungulengdin yfir dal- verpið er um 600 m á lengd, og á því að leyfa dælingu úr nokkrum borholum samtímis. veginum á næsta hausti. 3. Bygging vatnsgeymis á Litlu Hlíð, sumarið 1962. 4. Lögn 32“ (800 mm*) að- alæðar meðfram Milklubrautinni frá Kringluroýrarbraut austur fyrir Grensásveg. Efni í þessa lögn er að mestu komið til lands- ins og undirbúningsvinna til út- boðs að verða loikið. 5. Bygging dælustöðvaiihúss við Stóragerði. 6. Lögn 16“ aðalæðar í Rauð- arárstíg milli Háteigsvegar og Laugavegar. Verk þetta er nú hafið og því lýkur væntanlega fyrir vorið. • HEILDARKOSTNAÐURINN 33,2 MILLJ. KR. Heildarkostnaðurinn við þess- ar framkvæmdir og virkjun Bull- augna yrði samkvæmt kostnað- anáætlun, som gerð hefur verið um 33,2 mililj. kr„ en sjálf getur vatnsveitan lagt til þeirra 17,2 millj. kr. á árunum 1962—’63. svo að afla þyrfti 16 millj. kr. láns, ef Ijúka á þessum fram- kvæmdum á næstu 2 árum. Ef ráðizt yrði út í framkvæmdir þessar án lánsfjár tæki virkjun Bullaugna hins vegar ekki skemmri tíma en 5—6 ár, en ef fresta ætti framkvæmdum svo lengi mundi það vafalaust hafa i för með sér alvarlegan vaitns- skort fyrir þá bæjarhluta, sem hæst standa. Það er þess vegna skoðun mín, að vaiihugavert sé að draga virkjun Bullaugna lengur en til árslóka 1963 og í lengsta lagi til ársloka 1964. GUNNAR IÓNSSON LÖGMADUR við undinétti oq haestarétt hmgholtsstr«eti 8 — Sími 18259 Kristján Kristjánsson, aðalbókari borgarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.