Morgunblaðið - 16.03.1962, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.03.1962, Qupperneq 10
10 MORGIJlSBLAÐlb Föstudagur 16. marz 1962 Gj'<SíCP"k!^<<J=*«Q=^<y=‘«3=ií<y»s<i=*Oi-'-Q=»<> f Barna- I teikningar íj) I byrjun vikunnar var skipt á (fl teikningum barna í sýningar- ’ kj glugga Mb). en Teiknikennara & félagið gengst sem kunnugt er •0 fyrir sýningu á teikninigum i barna i skólum bæjarins. Voru ((5 hengdar upp myndir frá Gagn g fræðaskólanum í Kópavogi, og (? er þetta ein af þeim. í skól- anum eru um 200 börn og - hafa verið valdar um 30 mynd 25 ir eftir þau til sýningar í glugg ) anum. Teiknikennari í gagn- (?. fræðaskóla Kópavogs er Sigur c\ jón ngi Hilavíusson. Nemend- J umir, sem þessar myndir hafa unnið, eru á aldrinum 13—14 ára og sýna þau touchmyndir, blýantsteikningar og litamynd ir. Verða myndirnar frá þess- um skóla í viku til sýnis, en 2' þá tekur annar skóli við. Ráðuneytisúrskurður um notkun vítissóda við mjólkuríramíeiðslu Morguniblaðinu barst í gær svofelld fréttatilkynning frá Bún aðarfélagi íslands: „Fyrir hart nær ári auglýsti mjólkureftirlitsmaður ríkisins bann við notkun vítissóda við mjólkurframleiðslu og þvott á mjaltaílátum. Mun tilefni þeirr- ar auglýsingar hafa verið leið- beiningar um notkun þessa efnis við hreinsun spenagúmmís á mjaltavélum, sem ráðunautur Búnaðarfélags íslands hafði þá nýlega veitt í búnaðarþætti ríkis útvarpsins. Eitt dagblaðanna bjr.ti síðan frétt um málið, þar ' sem m. a. var komizt svo að orði, að sérfræðingur vor hefði hvatt bændur til að nota eitur. 1 Alvarlegt mál. Stjóm Búnaðarfélags íslands taldi, að hér væri um mjög al- varlegt mál að ræða og slíkar , auglýsingar og fréttir gætu auð- I veldlega valdið ótta meðal mjólk , urneytenda, dregið úr notkun i þessarar hollu fæðutegundar og orðið til þess jafnframt, að bænd ur yrðu tregari til að færa sér í nyt þær aðferðir við hreinsun 1 mjaltavéla, sem vísindalegar til- raunir sanna að eru æskilegastar og stuðla að auknum gæðum mjólkurinnar, en notkun mjalta- véla eykst nú hröðum skrefum. Formaður félagsins kvaddi því fréttamenn á fund í tilefni af þessu, þar sem skýrt var frá ,að ráðunautar vorir væru sérmennt aðir menn frá háskólum og ráð- leggingar þeirra væru byggðaj á vísindalegum athugunum. Á fundinum mætti þá einnig sam- kvæmt beiðni dr. Geir V. Guðna- son, matvæla- og mjólkursér- fræðingur Atvinnudeildar Háskól ans, og tjáði hann sig sammála um þær leiðbeiningar, sem veitt ar höfðu verið. Þá voru á fund- inum lögð fram erlend rit og til- raunaskýrslur, þar sem mælt var með notkun vítissóda í þeim tilgangi, sem að framan greinir. Boðar enn bann. Þrátt fyrir þessar upplýsingar sérfræðinga og tilvitnanir í vís- indarit, sem reyndar voru á er- lendum málum, hóf mjólkureft- irlitsmaður ríkisins aftur að boða bann sitt við notkun vítissóda skömmu síðar, eftir að dr. Geir hafði flutt í útvarp búnaðarþátt um hreinlæti við mjólkurfram- leiðslu. Virtist þá mega ætla, að árekstrar mundu halda áfram og almenningur kynni, vegna ókunn ugleika að halda, að mjólkur- eftirlitsmaður ríkisins hefði rétt fyrir sér. Vér sáum oss því knúða til að leita eftir ráðuneytisúrskurði um það, hvort leiðbeiningar PIIILCO 1962 Kæíiskápar 4,7 cub. ft. (135 lítrar) Kr. 8.142.— G — — (170 — ) — 10.491.— 4 — — (190 — ) — 12.209.— 7,5 — — (210 — ) m. sjálfv. affr. — 12.757.— 8,5 — — (240 - ) — 13.699.— 8,5 — — (— — ) m. sjálfv. affr. — 14.079.— ★ Samtals 16 mismunandi stærðir og gerðir. ★ Hafgkvæmir greiðsluskilmáSar Raftækjadeild 0. JOHNSON & KAABER HF. Hafnarstræti 1. sérfræðinga vorra og Atvinnu- deildar Háskólans brytu í bága við landslög og álit annarra sér- fræðinga. Oss hefur nýlega borizt úr- skurður hins háa ráðuneytií ásamt umsögn landlæknis. Eins og úrskurður hins háa ráðuneytis ber með sér og álit landlæknis, þá eru tekin af öll tvímæli um það, að ráðunautar vorir hafa byggt leiðbeiningar sínar á traustum, vísindalegum grundvelli. Munu þeir eins og aðrir starfsmenn félagsins halda áfram hér eftir sem hingað til að leitast við að veita bændum leiðbeiningar í samræmi við það, sem bezt er vitað á hverjum tí-ma til -hagsbóta fyrir þá og þjóðar- heildina. Búnaðarfélag íslands." Úr bréfi landlæknis. Landlæknir segir m. a. í bréfl sínu: „Af meðfylgjandi gögnum má sjá, að notkun yítissódaupplausn ar til hreinsunar á spenagúmmíl er í Bandaríkjunum, Bretlandi og Danmörku a. m. k. reynd, al- geng og viðurkennd ein virkasta aðferð, sem nú er kunn. Mjólk- ureftirlitsmaður ríkisins hefur ekki getað bent á nein gögn, sem hnekkja þessari staðreynd, og honum virðist ekki kunnugt, að vítissódi sé yfirleitt notaður í þessu skyni. Á það má og bend-a að vítissódi hefur lengi verið not aður til viðeigandi hreinsunar í mjólkurbúum hér á landi, og veit ég ekki til, að mjólkureftir- litsm-aðurinn hafi mótmælt þvi. Að öllu athuguðu verður nið- urstaða mín sú, að ekki komi til mála að túlka ráðleggingar sér- fræðinga Búnaðarfélags íslands og Atvinnudeildar Háskólans um notkun vítissóda til hreisnunar á spenagúmmíi sem brot á ís- lenzkri löggjöf, og ennfremur að ráðleggingar þessara sérfræðinga séu reistar á góðri þekkingu og í samræmi við ráðleggingar sér- fræðinga reyndra landibúnaðar- þjóða. Bréf ráðuneytisins. f bréfi dóms- og kirkjumál-a- ráðuneytisins segir svo: „Tekur ráðuneytið fram, að það fellst á niðurstöður land- læknis um að umræddar ráðlegg- ingar sérfræðinga Búnaðarfé- lags íslands og Atvinnudeildar Háskólans um notkun vítissóda til hreinsunar á spenagúmmíi séu ekki brot á fyrirmælum íslenzkr- ar löggjafar.“ Fermingar Gefið gagnlegar fermingargjafir: SVEFNPOKAR BAKPOKAR TJÖLD VINDSÆNGUR L H. ÉLLEH Skápalamir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.