Morgunblaðið - 16.03.1962, Síða 14

Morgunblaðið - 16.03.1962, Síða 14
f 14 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 16. marz 1962 — Ræða Jóns G. Frh. af bls. 13. r aukna afla að verulegu leyti nýrri veiðitækni, sem vaxandi íjöldi báta hefur tekið upp og vonir standa til að geri síldveið- arnar að árvissari atvinnugrein en reyndin hefur verið áður fyrr. Verðlag á síldarafurðum batnaði einnig á árinu frá því, sem var 1960, sérstaklega hækkaði verð á síldarmjöli og hagstæðir samn- ingar tókust um sölu á miklu magni af saltsíld. Aftur á móti lækkaði verð á síldarlýsi mjög og hefur aldrei verið eins lágt og nú síðan fyrir síðustu styrjöld. Þeg- ar á heildina er litið, hefur verð á útflutningsafurðum batnað verulega á árinu 1961, en það nægði þó ekki til fulls til að bæta upp þær verðlækkanir, sem áttu sér stað á árinu 1960. Heildaraflinn á árinu 1961 var samikvæmt bráðabirgðatölum 634 þús. tonn á móti 514 þús. tonniwn 1960, og er þetta mesti ársafli, sem orðið hefur. Verð- mæti aflans jókst hins vegar elkki að sama skapi, þar sem aflaauikningin stafaði svo að segja eingöngu af auiknum sild- arafla. Áætlað er, að heildar- framleiðsluverðmæti sjávaraf- uxða á árinu 1961 hafi numið nærri 3.000 millj. króna á móti 2.62® millj. kr. 1960 og 2.838 millj. kr. 1959 og eru þá allar tölumar umreilknaðar til sama verðs og þess gengis, sem nú er í gildii. Um framieiðslu annarra at- vinnuvega liggja enn ekki fyrir miklar tölulegar upplýsingar. Þó er ljósrt, að um veruiega framleiðsluauikningu í landlbún- aði var að ræða, og jókst mjólk- urfr aml e iðs lan um 8% og fram- leiðsla kindakjöts um 13%. Einnig bendir allt til þess, að framleiðsla í iðnaði hafi verið jafnmikiil eða jafnvel meiri en áirið 1960, t.d. jókst framleiðsla sements um 4% og köfnunarefn- isáburður um 2%. Af þessu virð- ist óhætt að draga þá ályktun, að heildarframleiðsluverðmæti þjóðarbúsins á árinu 1961 hafi aukizt allverulega, en of snemmt er að gera um það ákveðna á- ætlun á grundvelli þeirra talna, sem nú liggja fyrir. Um áramótin 1960—1961 hafði Einar Ásmundsson hæstaréttarlögmaður Lögfræðistörf - Fasteignasala Austurstr. 12 3. h. Sími 15407 náðst sæmilegt jafnvægi í efna- hagsmálum, bæði inn á við og út á við, þótt árangurinn af efnahagsráðstöfunum í febrúar 1960 yrði ekki eins mikill og skyldi á því ári vegna óhags- stæðra ytri aðstæðna. í desem- berlok 1960 var þó talið tima- bært að lækka vexti almennt um 2%, en að öðru leyti var mörkuð svipuð stefna í peningamálum á árinu 1961 og fylgt hafði verið árið áður. Var nauðsynlegt að leggja megináherzlu á það á ár- inu að tryggja það jafnvægi, sem náðist hafði, auka gjald- eyrisforðanna og styrkja að- stöðu þjóðarbúsins út á við. Ný viðlhorf sköpuðust í efna- hagsmálum um vorið, þegar kom til víðtækra kaupdeilna, sem leiddu til verkfalla, er lömuðu mikinn hlurta efnahagsstarfsem- innar í rúman mánuð. Tilraunir til að leysa þessar deilur með hóflegum kauphækkunum urðu að engu, og að lokum var yfir- leitt samið um 14—17% kaup- hækkanir auk 4% hækkunar er koma skal til framkvæmda um mitt ár 1962. Bkki leið langur timi frá lokum verkfallanna, að- ur en svo að segja allir launþeg- ar höfðu náð samningum um hiið stæðar hækkanir. Það var frá upphafi ljóst, að þessar kaupgjaldshætkkanir voru mun meiri en það, sem atvinnu- vegirnir gátu risið undir vegna aukinna afkasta. Áhrif þeirra hluti því einkum að koma fram með tvennu móti. Annars vegar hlutu þær að hafa í för með ser versnandi afkomu útflutnings- atvinnuveganna og Xeiða að lok- um til samdráttar í ýmsum grein um þeirra. Hins vegar var fyrir sjáanlegt, að hin mikla tekju- aukning, sem af kaupbreyting- unum leiddi, mundj koma frarn í aukinni eftirspurn eftir erlend- um gjaldeyri. Hvort tvsggja mundi því þetta verða til þess að spilla því jafnvægi, sem néðst hafði í viðskiptum þjóðarbúsins út á við, og valda nýrri verð- bólgu. Til þess að koma í veg fyrir þessa þróun ákvað ríkisstjórn- in, að breyting á gengi krónunn- ar væri óumflýjanleg, og eftir að hafa rætt málið við banka- stjóm Seðlabankans, gaf hún út bráðabirgðalög 1. ágúst þar sem Seðlabankanum var falið að á- kveða gengi ilslenzku krónunnar, að fengnu samþykki ríkisstjórn- arinnar. Hinn 3. ágúst ákvað bankastjórn Seðlabankans nýtt stofngengi krónunnar, 43 krónur hver bandarískur dollar, en var 11,6% lækkun frá því gengi, sem áður var í gildi. Bankastjórn SeðXabankans var þeirrar skoðunar, að eina færa ieiðin til þess að leysa úr þeim vanda, sem kaiupliækkanir sköp- uðu, væri breyting á genginu, ef forðast átti samdrátt í efnahags- lífinu eða endurhvarf tiil hafta- og uppbótakerfisins. Jafnframt taldi hún mikilvægt, að gripið væri til gagnráðstafana strax, en ekki látið reka á reiðanum, unz gjaldeyrisskortur eða stöðvun útflutningsframleiðslunnar krefð ist nýrra aðgerða. Mundi slikur dráttur óhjákvæmilega hafa vald ið erfiðleikum og gefið sápu- kaupmennsku byr undir báða vængi. Með gengisbreytingunni og þeim ráðstöfunum, sem fylgdi, tókst að koma að mestu í veg fyrir þær óhagstæðu afleiðingar sem kauphækkanir hetfðu ella hatft á þróun efnahagsmáJa, enda var til þeirra gripið, áður en truflandi áhritf voru farin að koma fram, svo teljandi væri, í gjaldeyrisstöðu bankanna eða starfsemi atvinnuveganna. Jafn- framt varð ekki komizt hjó, að kauphælckanir og gengislækkun in hefðu skjót og víðtæk áhrif á alilt innlent verðlag. enda hækk- aði vísitala framfærslukostnað- ar um 10,6% é tímabilinu frá júní til desember. Svo miklar verðhælakanir hljóta ætið að hafa í för með sér nýja hættu á þenslu og aukinni etftirspum, bæði vegna fjárfestingar og neyzlu. Sérstök vandamál skap- ast, vegna þess að atvinnuveg- imir þurtfa á að halda auknu rekstursfé vegna hærri kostnað- ar og vöruverðs Og veldur það nýrri eftirspurnaröldu eftir láns- fé úr bankakertfinu. Er af þess- um sökum þörf sérstafcs aðhalds og gætni í útlánum bankanna til þess að koma í veg fyrir útlána- þenslu, samfara því sem atvinnu- vegunum sé þó séð fyrir þeirri rekstrartfjáraukningu, sem er nauðsynleg til þess að halda uppi eðlilegri framleiðslustarfsemi í landinu. Mikil breyting til batnaðar varð á stöðu þjóðarbúsins út á við á árinu 1960. Það kom hins vegar ekki fram í bættum bættum greiðslujöfnuði við út- lönd á því ári vegna hins gífur- lega mikla skipainnflutnings, sem þá átti sér stað. Áframhald varð á þessari hagstæðu próun á árinu 1961, en jafnframt batn- aði greiðslujöfnuðurinn mjög verulega bæði vegna aukins út- flutnings og minni innflutnings á skipum og flugvélum. Samkvæmt skýrslum Hagstotf- unnar var vöru-skiptajöfnuðurinn óhagstæður um 130 millj. kr. á árinu 1961, en um 798 milljónir á árinu 1960, en innfluitningur skipa og flugvéla nam 596 millj- ónum árið 1960, en 183 milljón- um árið 1961. í þessum tölum er reiknað með nýja genginu 1961, en til þess tíma á því gengi, sem gilti frá 20. febrúar 1960. Eins og kunngt er, er í tölum Hag- stofunnar reiknað nrueð fob-verði á útflutningi, en cif-verði á inn- flutningi. Með þessu fæst ekki réttur samanburður, þar sem inn flutningstölurnar hækka sem nemur flutningsgjöldum trygg- ingum og öðrum kostnaði. Sé bæði inn- og útflutningur reikn- aður á fob-verði og á sama gengi allt árið, kemur í ljós, að vöru skiptajöfnuðurinn hefur verið hagstæður á árinu 1961 um hér um bil 100 millj. kr. Jatfnframt sýna bráðabirgðatölur hagstæð- ari jöfnuð á duldum greiðslum á árinu 1961 en árið áður. Enn er alllangt í land, að fyrir liggi endanlegar tölur um greiðslujöfnuðinn í heild á árinu 1961, en samkvæmt bráðabirgða- áætlun hefur greiðslujöfnuður á vörum og þjónustu verið hag- stæður á árinu um 200—250 millj kr., en segja má, að þessi tala sýni rekstrarafkomu þjóðarbús- ins út á við. Er þetta í fyrsta sinn, sem greiðslujöfnuður þjóð- arbúsins út á við er hagstæður, síðan styrjöldinni lauk. Er því óhætt að segja, að náðst hafi mjög mikilvægur árangur 1 þeirra viðleitni að styrkja stöðu þjóðarinnar gagnvart útlöndum. Gjaldeyrisstaða bankanna batn aði á árinu 1961 um 400 millj. kr., reiknað á núgildandi gengi. Þar af batnaði staðan í frjáls- um gjaldeyri um 567 milljónir, og stafaði það fynst og fremst af skuldasöfnun við Rússland vegna minni útflutnings þang- að Hin bætta gjaldeyrisstaða bankanna er samkvæmt þeesu um 150—200 milljónir umtfram þann greiðsluafgang, sem átti sér stað á árinu vegna viðskipta með vörur og þjónustu. Mismun- urinn stafar í fyrsta lagi af ó- afturkræfu framlagi frá Banda- rJkjunum en af þvi voru 85 millj. kr. notaðar á árinu, og í öðru lagi af ýmsum fjármagnshreytf- ingum, en þar atf var aukning stuttra vörukaupalána innflytj- enda 52 milljónir. Samkvæmt bráðabirgðatölum námu nýjar lóntökur til langs tíma á árinu 364 millj. kr., en afborganir slikra lána 389 mill- jónum. Virðist því erlendar skuldir þjóðarinnar til langs tíma hafa lækkað nokkuð á ár- inu. . Til samanburðar mó geta þess, að á árunum 1956—1960 jukust erlendar skuldir til langs tírna um samtals 1.640 miHj. kr. reiknað á núgildandi gengi, eða að meðaltaili um 328 millj. kr. á ári. Jafnframt þeirri milkilu bót, sem átti sér stað á gjaldeyris- stöðu bankanna og greiðslujöfn- uðinum á árinu 1961, átti sér stað birgðaauikning á útflutn- ingsvörum, er nam um 186 mdilj. kr. Þróun peningaimá'la á árinu 1961 var yfirleitt hagstæð, spari- innlán jukust meir en nokkru sinni fyrr og þrátt fyrir meiri útlánaaukningu en æskileg var batnaði srtaða bankakenfisinis gagnvart Seðlabankanum, svo að grundvöllur skapaðist fyrir aukinn gjaldeyrisforða. í heild batnaði staða innlendra aðila við Seðlabankann mjög verulega á árinu, en jafnframt jókst gjaldeyriseign hans. Að- staða banka og annarra pen- ingastofnana við Seðlabankann batnaði um 294 milljónir kr. á árinu 1961, og skiptist það í aðal- atriðum sem hér segir. Skuldir vegna endurkaupa á afurða- víxlum hækkuðu um 57 millj. kr. Aðstaða banka og sparisjóða gagnvart Seðlabankanum batn- aði um 620 milljónir en skuldir fjártfestingarlánastotfnana jukust um 269 milljónir. Hin bætta staða bankanna samtfara aukn- um Skuldum fjárfestingarlóna- stofnana stafaði að verulegu leyti af startfsemi Stotfnlána- deildarinnar, veitti hún lán, er fara skyldu til að breyta stutt- um ekuildum sjávarútvegsins í löng lán. Jafnframt skyldu við- skiptabankarnir, er við þessum lánum tóku fyrir hönd viðiskipta- manna sinna, bæta stöðu sína gagnvart Seðlabankanum jafn- mikið og nam útlánaaukningu Stofnlánadeildarinnar. Alls námu útlán Stofnlánadeiildar- innar á árinu 1961 298 millj. kr. og fór meginhluti þeirrar upp- hæðar ýmist til að læk'kka skuld ir viðskiptabankanna við Seðla- bankann eða auka innstæður þeirra hjá honum. Varð þetta meðal annars til þess, að Ut- vegsbankinn greiddi að miklu leyti upp eldri skuldir sínar við Seðlabankann, enda lækkuðu skuldir banka og sparisjóða gegn verðbráfum á árinu úr 141 í 41 millj. kr. og aðrar reiknings- skuldir úr 74 milljónum í 6 millj ónir. Auk , stotfnlánadeildarlána átti innlánsbindingin meginþátt í því að auka innstæður banka og annarra innlánsstotfnana við Seðlabankann, en alls jukuist inn stæður á bundnum reikningum um 253 millj. kr. á árinu 1961. Þegar litið er á peningastofnan- ir í heild, er því óhætt að full- yðra, að innlánsbindingin hafi átt drýgstan þátt í bættri stöðu þessara aðila við Seðlabankann á árinu 1961 Og þar með í þeirra aukningu gjaldeyriseignar, sem þá átti sér stað. Reglur um innlánsbindingu voru fyrst settar á árinu 1960 og var þá gert ráð fyrir, að bund- inn yrði helmingur af aukningu innlána á því ári. Við lokaupp- gjör innlánsbindingar fyrir árið árið 1960, sem fram fór fyrst á árinu 1961, varð ákveðið að lækka bindiskyldu fyrir árið 1960 úr 50% í 30%, og jafnframt var sama bindiskylda ákveðin fyrir árið 1961. Jafnframt var sú nýja regla tekin, að lágmarks-innláns- binding fyrir hverja stofnun á árinu 1961 skyldi vera 3% a£ heildarinnstæðu. Staða ríkissjóðs á aðalviðskipta reikningi batnaði úr 35 millj. kr. skuld í árslok 1960 í 39 millj. kr. innstæðu í árslok 1961, eða alls um 74 millj. kr. Hins vegar batn- aðf aðstaða ríkissjóðs og ríkis- stofnana í heild um 172 millj. kr., en jafnframt jukust verð- bréfakaup Seðlabankans, sem að meginhluta voru vegna þessara aðila, um 89 milljónir, svo að samtals batnaði staðan á þessum, reikningsliðum öllum um 83 millj. kr. Mikil þennsla átti sér stað í viðskiptum bankakerfisins á ár- inu 1961, og jukust útlán, innlán og peningamagn mjög mikið. —• Aukning spariinnlána nam sam- tals í bönkum og sparisjóðun* 550 millj. kr. á móti 374 millj. kr. aukningu á árinu 1960. Er þetta meiri aukning spariinnlána en nokkru sinni fyrr, og nam hlutfallsleg auking á árinu 25%. Jafnframt jukust veltiinnlán, það er að segja innstæður á hlaupareikningum og sparisjóðs- ávísanabókum, einnig mjög mik- ið eða samtals um 236 millj. kr, eða um 30%. Á árinu 1960 lækk- uðu hins vegar veltiinnlán um 35 millj. kr. Verður nánar vikið að þessari þróun veltiinnlána hér á eftir. Útl'ánaaukning banka og sparl sjóða á árinu 1961 nam 349 millj, kr. á móti 298 millj. kr. útlán- um á árinu 1960. Þessi tala um útlónii á árinu 1961 gefur þó ranga mynd aí þróuninni, þar sem mjög háum upphœðum af útlánum bankanna var breytt í löng lán úr Stofnlánadeild sjáv- arútvegsins á árinu. Alls námu útlán Stofnlóna- deildarinnar, sem afgreidd voru 1961, 298 millj. kr. Þessari upp- hæð þarf að bæta við útlánaaukn íngu bankanna og verður þá aukning heildarútlánanna 647 millj., og gefur sú tala rétta mynd af hinni raunverulegu út- lánaþróun á árinu. Til saman- burðar við þessa aukningu út- lána júkust heildarinnlán í bönls um og sparisjóðum um 786 millj, kr. Útlánaaukningin varð hina vegar allmiklu meiri en aukning spariinnlána, sem hækkuðu á ár* inu um 550 millj. kr. Er þetta óhagstæðari þróun en á árinu 1960, en þá var aukning spari- innlána 77 milljónum meiri en útlánaaukningin. Þær tölur, sem nú hafa verið raktar. sýna að átt hafi sér stað meiri peningaþensla á árinu 1961 en árið áður. Kem- ur það bæði fram í aukinni seðla veltu, en aukning hennar nam 96 millj. kr. og aukningu velti- innlána. Peningamagnið, eins og það er skilgreint í peningamála- skýrslum bankans, það er að segja seðlavelta og tékkareikn- ingar í innlánsstofnunum að frá- dregnu geymslufé, jókst á árinu 1961 um 315 millj. kr. eða 28%. Þessi mikla aukning peninga- magnsins er að verulegu leyti eðlileg með tilliti til verð- og kauphækkana á árinu, svo og aukinnar framleiðslu, og því ekki öruggt merki þess, að hér sé I uppsiglingu óhófleg peninga- þensla. Eins og sakir standa, er því ekki tímabært að grípa til sérstakra gagnráðstafana í þess- um efnum, en að því getur kom- ið, ef sama þróun heldur áfram. Bankastjórnin tclur þá jafn- framt nauðsynlegt, að þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið í peningamálum og fjármálum að undanförnu verði í meginatrið- um haldið óbreyttri nú enn um sinn. Eg vil svo að lokum þakka pen ingastofnunum fyrir gott sam- starf á liðnu ári og jafnframt •bera fram þá ósk, að Seðlabank- inn megi áfram eiga sem bezt samstarf við forráðamenn þeirra, um að skapa sem traustastan efnahagsgrundvöll landi og lýð til heilla. Móðir mín elskuleg SIGRÍÐUR RUNÓLFSDÓTTIR andaoist á Landakotsspítala 14. marz síðastliðinn. Unnur H. Eiríksdóttir. Systir okkar ELÍSABET HARALDSPÓTTIR frá Hrafnkelsstöðum, andaðist í Bæjarsjúkrahúsinu 9. marz s.l. Jarðarförin hefur farið fram. Innilegt þakklæti til allra, er sýndu henni hjálp og hlýhug í veikindunum. Sigriöur Haraldsdóttir, Helgi Haraldsson, Sigurður Haraldsson. Kveðjuathöfn um föður okkar, JÓNAS SIGURÐSSON frá Súgandafirði, fer fram í Fossvogskirkju laugardaginn 17. marz 1962 kl. 10,30 f. h. Athöfninni verður útvarpað. Jarðsett verður á Suðureyri við Súgandafjörð, mánudaginn 19. marz kl. 1 e.h. Börn hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vinsemd og vinar. hug við andiát og jarðartör bróður míns GUÖMUNDAR GEIRMUNDSSONAR Ytri Knarartungu. Geirþrúður Geirrnundsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.