Morgunblaðið - 16.03.1962, Side 15

Morgunblaðið - 16.03.1962, Side 15
Föstudagur 16. marz 1962 MORGVNBLAÐIÐ 15 Guðrún Angantýs- dóttár f DAG er til moldar borin Guð- rún Angantýsdóttir. Hún fæ<Idist 12. júlí 1889 í Grunnavík við ísa- fjarðardjúp. Foreldrar hennar voru þau hjónin Guðbjörg Ein- arsdóttir og Angantýr Arngríms- son, sem bæði voru runnin upp við Djúpið og ólu þar allan aldur sinn. Þegar Guðrún var á þriðja ári, fluttust foreldrar hennar að Snæfjallaströnd, þar seim hún undi bernslcu- og æskuár sín í hópi systkina, allt þar til hún fór að vestan í fylgd með verð- andi lífsförunaut sínu.n norður í Svarfaðardai, að Hrafnsstaða- koti Þar var hún gefin Jóni Jóns- eyni 1910. Eftir tveggja ára dvöl í hinum eyfirzka dal vitjuðu þau hjónin heimahaga Guðrúnar ogl bjuggu í Bölungarvík fram til ársins 1924. Stundaði Jón þar sjó inn sem og æ síðan, meðan heilsa hans leyfði. Prá Bolungarvík hvarf Guðrún aftur til Nörður- lands og áttu þau hjónin sér heimili á Akureyri í 10 ár til 1934, er þau fluttust til Reykja- viikur. Fékkst maður hennar við innheimtustörf hér í bæ. Þeim hjónum varð tveggja barna auð- ið. Son áttu þau, er Jón hét og dó í bernsku. Guðrúnu, dóttur sína, misstu þau 1945, þá komna yfir þrítugt Það þarf ekiki að ganga í grafgötur um það, hve sár harmur var að þeim hjónum kveðinn við missi barnanna, enda var það dómur allra, er þekktiu dótturina, að þar hafi þau hjón- in séð á bak mjög efnilegri og góðri stúlku, er var foreldrum sínum til yndis og sóma. Við brottför samferðamann- anna úr heimi héðan lifir minn- ingin. Þegar Guðrún hefur nú kvatt hinztu kveðju, minnast hinir mörgu vinir hennar hinnar örlátu og gestrisnu húsmóður, sem þótti sælla að gefa en þiggja. Þagar komið var inn á heimili hennar duldist engum, að þar sat snyrtimennsfkan og hið sanna hugarfar veitandans í fyrir rúmi. Má eflaust með réttu segja, að gjafmiidi hennar og höfðings- skapur hafi verið meiri en efni stóðu til. Guðrún var kona hæg- gerð og dul 1 skapi, orðvör og mátti ekki vamm sitt vita, enda hugljúfi þeirra, er hana þekktu. Nokkur síðustu árin bjuggu þau hjónin á Hrafnistu. Þar lagð- ist Guðrún banaleguna og andað- ist að Landakoti 9. marz s.l. eftir þriggja vikna legu. Nú er hún komin til þráðra endurfunda við mann sinn. er hún unni svo mjög. Blessuð sé minning hennar. Þ. G. Félagslíf Knattspyrnufélagið Þróttur Æfingar verða um helgina i KR-húsinu: 2. fl. A og B: sunnud kl. 3.30-4.20. 3. fl.. laugardag kl. 6.55-8.35. 4. fL: laugardag 6.55-8.35. 5. fl.: laugardag 6.55-8.35. Allir, sem ætla að æfa með félaginu í vetur og sumar, eru beðnir að vera með frá byrjun. • Mætið vel og stundvíslega. Skíðafólk! Ferðir í Ármannsskálann, Jós- epsdal, á morgun kl. 2 og kl. 6 og í fyrramálið kl. 9 frá B.S.R. Skíðakennsla fyrir alla. Takið iþátt í skíðalandsgöngunni. 4 18. Hermaðurinn hafði þrjá daga til þess að komast að leyndarmál- inu og ákvað að segja kónginum ekki strax, hvers hann hefði orðið Vísari. H-ann fylgcíi systr- unum eftir næstiu nótt og allt fór þá á sama veg. Kn þriðju nóttina tók hann bikar með sér úr LESBÓK BARNANNA töfrahöllinni, til þess að hafa sem sönnunargagn. Þegar hann gekk fyrir kónginn daginn eftir, stóðu systurnar allar á hleri og voru ærið for- vitnar að heyra, hvað hann hefði að segja. En hermaðurinn hélt á hinum þremur kvistum úr görðunum og bikarn- — Bókaormur Framhald af blis. 1. „Komdu, Súsanna“. — Hann tók í höndina á henni. „Nú hlaupum við heim. Eg er svangur". Súsanna hljóp hlægj- andi af stað með honum. Hún fann ekki lengur til þreytu. En henni varð hugsað til bréfsins til mömmu, sem lá uppi í her berginu hennar. Það ætl- aði hún að brenna eða rífa í tælur og láta vind inn feykja þeim burt. — Endir. um úr töfrahöllinni, þeg- ar hann hneigði sig fyrir konunginum. 19. „Getur þú sagt mér, hvað dætur mínar haf- ast að á hverri nóttu?“ spurði konungur. „Já, víst get ég það“, svarði hermaðurinn, „þær dansa við tólf kóngssyni, sem eru í á- lögum í höll einni neðan jarðar.“ Sagði hann síð- an alla söguna. „Getur þú sannað þetta?“ spurði konungur, og hermaður- inn sýndi honum kvistina og bikarinn. Lét konungur nú kalla á systurnar og spurði þær, hvort rétt væri frá- sögn hermannsins. Þær urðu mjög undramdi og hræddar, en sáu, að ekki tjáði í mót að mæla og játuðu, að hermaðurinn segði rétt frá. Úr Grimms ævintýrum: Kóngsdæturnor tólf og götóttn skórnii baytmttttft 6. árg. 4 Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson 4r 16. marz 1962. Bókaormurinn vatn!“ „Ó, það var gott, and- varpaði Elisa. „Ég var næstum farin að halda, að við kiæmumst aldrei heim aftur." Ef Anton segir ekikert, hugsaði Súsann.. með sér, hbí „Hvernig þá?“ spurði Haraldur. „Jú, sjáðu til Hún hafði lesið einihvers staðar, að ef maðúr villtist og hetfur engan áttavita, þá þarf maður efcki annað en taka úrið sitt og halda því láréttu. Svo snýr mað ur úrinu þar tiil litli vis irinn bendir á sólina. Ná kvæmlega miitt á milili litla yísisims og tölunnar Þau voru farin að villasit, þótt Anton vildi ekki við urkenna það. Allt í einu datt Sú- sonnu noikkuð í hug, sem hún hafði leisið í bók, einu sinni á síðast liðn- um vetri. Hún leit til sól- ar, sem nú var næstum að hverfa bak við skýin. Því næst leit hún á arm- bandsúrið sitt og kallaði á Anton. „Við förum í öfuga átt,“ sagði hún, „suður er þarna. Hún benti. „Einmitt það. Og hvernig þykist þú vita það, bókaormur?" „Hlustaðu á mig,“ sagði Súsanna. Og svo hvíslaði hún einhverju að Antoni. Anton sagði ekki neitt, en skipti orðalaust um stefnu. Súsönnu var hvergi nærri rótt. Anton fór eft- ir því, sem hún hafði sagt, en ef henni skyldi nú hafa skjátlast. Þaö fór hrollur um hana við þá hugsun. Nú úx að rigna. í fulla klukkuistund héldu þau áfram, en allt í einu hrópaði Anton: „Sjáið þið, þarna er Græna- þá skal ég heldur ekki segja neitt. En Anton þagði ekki. „Það er ekki mér að þakka, að við erum á réttri leið,“ sagði hann. „Súsanna leysti vandann. Ég hefi gert óf lítið úr henni. Hún og bækumar hennar hafa bjargað okk ur.“ tólf er stefnan í há>suður*\ „Vel af sér vikið“ sagði Elsa við Súsönnu. Anton kinikaði kolli. „Mjög snjallt“, sagði hann. Framh. á bls. 4.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.