Morgunblaðið - 16.03.1962, Síða 23
' Föstudagur 16. marz 1962
M OP CTJN Bl 4Ð1Ð
23
Selir spdka sig
á Akureyrarpolli
MYNDIN sýnir utanríkisráff-^>
herra stórveldanna, ásamt að-
stoðarmönnum þeirra við setn
ingu afvopnunarráðstefnunn-
ar í Genf á miðvikudag. Talið
frá vinstri: Dean Rusk, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
Artur H. Dean, bandaríski
sendiherran í Sviss, Home,
lávarður utanríkisráðherra
Breta og Mr. Joseph Godber,
Mahmoud Fawsi og Abdel-
Fattan Hassan, frá arabiska
sambandslýðveldinu, Valerian
Zorin og Andrei Gromyko, ut-
anríkisráðherra Rússlands.
— Afvopnunar
ráðstefnan
Framhald af bls. 2.
ar krefjast þess, að Vesturveld-
in leggi niður herstöðvar sínar
erlendis.
Home lávarður, utanrikisráð-
herra Breta, sagði við frétta-
menn að fundinum loknum, að
brezka stjómin væri sammála
bandarísku tillögunum.
í upphafi ráðstefnunnar skarst
þegar í odda með Gromyko og
Dean Rusk varðandi tilraunir
með kjarnorkuvopn. Gromyko
fordæmdi harðlega þær fyrir-
ætlanir Bandaríkjamanna að
hefja kjamorkutilraunir á ný í
apríllok og varaði við því að
slíkt gæti orðið til þess að
Rússar hæfu einnig slíkar til-
raunir.
Akureyri, 15. mars.
SÍÐUSTU sólarhringana hef-
ur verið hjart og gott veður
hér og í nágrenninu, en all-
mikið frost, einkum síðasta
sólarhring. í nótt varð frost-
ið mest 23 gráður, en hörku-
frost var þó í allan dag.
Pollurinn er nú allur ísi lagð-
ur og er ísinn orðinn sterkur,
einkum innan til. Annars er
frosið þvert yfir í land frá Odd-
eyrartanga sunnanverðum. Þó er
smálæna inn úr álnum og upp
að Torfunefsbryggju, sem er
eitthvað , minna frosin sökum
þess að skip hafa farið eftir
henni daglega. Á ísnum fram af
innri hluta bæjarins hafa marg-
ir verið að skemmta sér á
skautum í gær og dag.
Selir í heimsókn
Gestir hafa komið upp á ís-
inn hér og hvar og í gær voru
t. d. tveir stórir selir að spóka
sig í sólskininu fram af mið-
bænum, en tveir litlir selir voru
nokkm norðar og austar og
hættu þeir sér ekki eins langt
frá ísröndinni.
Misjafn hiti eftir hæð
Það hefur vakið athygli í
frostinu í dag að það er mjög
misjafnt eftir því hvort er nið-
ur við sjávarmál eða í nokk-
urri hæð frá sjó.
Sem dæmi um þetta má
nefna að kl. 10 í morgun, er
áætlunarflugvélin frá Reykjavík
kom hingað og var í 300 m hæð
yfir Oddeyrartanga í aðflugi,
mældi hún 6 gráðu frost í þess-
ari hæð, en á sama tíma var 16
gráðu frost við sjávarmál. —
Menn hafa einnig tekið eftir því
að frost hefur verið mun minna
uppi á brekkum hér í bænum,
Rusk sagði, að hann teldi að
Hússar hefðu af öllum þjóðum
eízt efni á því að gagnrýna Banda
ríkin fyrir slíkar tilraunir, með
öðrum eins endemum og feríll
þeirra sjálfra hefði verið í þess-
um efnum á sl. hausti.
Rusk kvað tillögur Bandaríkj-
»nna í afvopnunarmálunum vera
ófullkomnar og væri það' með
vilja gert. Það væri ráðstefnunn-
ar sjálfrar að móta stefnuna í
þessum málum. Tillögur Banda-
ríkjanna væru ekki aðeins flutt-
«r sem slíkar, heldur væru þær
einnig ábending um hvaða leiðir
Bandaríkjastjórn vildi fara varð
«mdi afvopnun.
Talsmaður Bandarikjastjórnar
wpplýsti í kvöld að Sovétríkin
befðu hafnað fjórum breytingar-
itillögum Bandaríkjamanna og
Breta varðandi bann við tilraun-
um með kjamorkuvopn. Sagði
talsmaðurinn að tillögur þessar
fcefðu verið lagðar fram á sér-
ctökum fundi sérfræðinganna Sir
Michael Wright, Bretlandi, Art-
Ihur Dean, Bandaríkjunum og
Semjon Tsarapkin, Rússlandi. —
Fundur sérfræðinganna er áfram
fcald ráðstefnunnar um bann við
iilraunum með kjarnorkuvopn,
sem frastað var um óákveðinn
tíma í fyrra.
Tillögur Breta og Bandarikja-
manna, sem Rússar höfnuðu á
þessum fundi, fólu m. a. í sér
gagnkvæmt eftirlit með ’því að
fcann við tilraunum þessum sé
fcaldið, en talsmaðurinn sagði að
Tsarapkin hafi sagt, að eina
igrundvöllinn að slíkum umræð-
um væri að finna í tillögu Rússa
frá 28. nóv. 1961, en þar er gert
ráð fyrir banni við tilraunum
með kiarnorkuvopn — án eftir-
lits. -
— Tannlæknar
Framh. af bls. 2
tannlæknaskorti og ekkert bendir
geti fyrst um sinn annast tann-
læknaþjónustu að neinu ráði í
skólum, óskar borgarstjórnin
þess, að stjórn heilsuverndar-
til, að T.L.F.f. eða félagar þess
stöðvarinnar kanni, hvort ráð-
legt muni til úrbóta, að borgar-
sjóður veiti á næstu árum til-
teknum fjölda tannlæknanema
hagkvæm lán til náms erlendis
gegn því, að þeir skuldbindi sig
þá til að námi loknu að starfa
ákveðinn títma við skóla borgar-
innar. Borgarstjórnin óskar, að
stjórn heilsuverndarstöðvarinnar
fái sérstaklega álit stjórnar T.L.
F.í. um þessa hugmynd.“
„Heilaþvottur eða slíkt“
Alfreð Gíslason tók aftur til
máls Og var all stóryrtur. Talaði
hann um, að Úlfar Þórðarson
væri í álögum, enda hefði hann
„gengið í Heinaberg Sjálfstæðis-
flokksins". Iíann kvaðst í sept.
í haust hafa tekið undir þá hug-
mynd að styrkja menn til tann-
lælknanáms. Ræðumaður lýsti
enn vantrú sinni á stjórn heilsu-
verndarstöðvarinnar og sagði að
full ástæða væri til þess að borg-
arstjóri taéki til sinna ráða. Það
hefði hann gert með góðum ár-
angri í öðrum tilfellum.
Úlfar Þórðarson kvaðst vona,
að æsingur Alfreðs Gíslasonar
stafaði ekki af neins konar heila
þvotti eða slíku. Hann benti á,
að vandamálið væri þess eðlis,
að það yrði ekki leyst í einu vet-
fangi, og að því er erlenda tann-
lækna varðaði, þá hefði Tann-
læknafélagið upplýst, að einnig
væri tannlæknaskiortur í ná-
grannalöndunum. Væri því vafa-
samt að þaðan fengjust góðir
tannlæknar. Úlfar undirstrikaði
að með samþykkt tillögunnar um
að styrkja námsmenn, væri farið
inn á nýja braut, sem vonandi
yrði til að levsa tannlæknaskort-
inn.
Guðmundur J. Guðmundsson
(K) sagði, að í hvert skipti, sem
málið væri rætt þokaðist nofckuð
áfram. Sjálfsagt væri tannlækna
skortur, en sér fyndist tannlækn-
ar hafa móralskar skyldur, og
hægt væri að ganga betur að
Tannlæknafélaginu og hefði átt
að gera það fyrr.
Að gefnu tilefni
Umræðunum lauk með nokkr-
um orðum Geirs Hallgrímssonar
borgarstjóra. Hann sagði gerða-
bæikur Heilsuverndarstöðvarinn-
ar sýna, að hún hefði verið vak-
andi í máli þessu og gert allt,
sem að unnt var. „Bréf mitt til
Tannlæknafélagsins var að gefnu
tílefni“, sagði borgarstjóri „grein-
argerð fræðslunefndar Tann-
læknaféiagsins var fyrsta opin-
bera merki þess að hjá Tann-
læknafélaginu ríkti nýr vilji til
að hjálpa við lausnina. Stjórn
Heilsuverndarstöðvarinnar hefði
nú ítrekað beiðni sína um srvör
Læknafélagsins við fyrirspurn-
unum um það hvaða leiðir væru
til úrbóta, og vonandi bærist
fljótlega jókvætt svar, að ein-
hverju marki.“
Frávísunartillagan var síðan
samþykkt með 10 atkvæðum gegn
3, en tillagar. um að styrkja tann
læknanema með 12 atkvæðum.
Kommúnistar sátu hjá
Július man lítt
það, sem gerðist
Fíaðurhnífur fannst í kvikiHYndahusi —
Bandaríkjamaðurinn neitar stöðugt
Kaupmannahöfn, 15. marz
Einkaskeyti til Mbl.
RANNSÓFNARLÖGREGLAN í
Kaupmannahöfn hefur nú loks
getað yfirheyrt Júlíus Steindórs-
son um atburðinn, sem varð á
veitingastaðn.um Casanova fyrir
viku, er Július hlaut þar þrjár
hnífsstungur. Segir Jörgen Teisen
rannsóknarlögreglumaður, sem
stjórnar raunsókn þessa máls, að
lögreglan hafi litlar upplýsingar
getað fengið hjá Júlíusi, og eigi
hann erfítt með að muna hvað
á ísnum
en niðri á Eyri og er það öfugt
við venju. — St. E. Sig.
gerzt hafi eftir allt það, sem fyrir
hann hafi komið.
Júlíus er enn mjög veikur en
er nú talinn úr lífshættu.
Bandaríkjamaðurinn Levem
Dixon neitar stöðugt að hafa beitt
hnífi í ryskingunum við Júlíus
á Casanova, en fundizt hefur fjað
urhnífur undir sæti í kvikmynda
húsinu á aðaljárnbrautarstöðinni
en Dixon var handtekinn á stöð-
inni. Telur lögreglan hugsanlegt
að hér sé um að ræða hnífinn,
sem notaður var í árásinni á
Júlíus og er hnífurinn nú til rann
sóknar á rannsóknastofu lögregl-
unnar. Nákvæm rannsókn mun
leiða í ljós hvort blóð er á hnífn-
um. Telur lögreglan að Dixon hafi
Iauðveldlega getað falið hnífinn í
kvikmyndahúsinu á þeim fjórum
tímurn, sem liðu á milli árásar-
innar og handtöiku hans.
— Rytgaard
Samband bindindis-
félaqa í skólum 30 ára
FYRIR réttum 30 árum, eða hinn
16. marz 1932, var stofnfundur
Sambands bindinidisfélaga í skól-
um haldinn í hátíðasala Mennta-
skólans í Reykjavík. Stofnuðu
sambandið um 600 félagsmenn úr
10 skólum; í dag em um 2000
meðlimir í sambandinu úr 12
framhaldsskólum í Reykjavík og
úti á iandi.
Á þessum þremur áratugum,
sem liðin eru frá stofnun Sam-
bands bindindisfélaga í skólum,
hefur tilgangur félagsins verið sá
sami, þó starfsemin hafi verið
mismikil eftir árum: að fylgja
þeim hluta æskufólks, sem ekki
hefur látið leiðast út á svallgötu
ófengisnautnarinnar að -samein-
ast til sameiginlegra varna gegn
hættunni, og sameiginlegrar bar-
áttu gegn því, og að fá hina til
þess að láta af villu sinni og
gerast bindindismenn.
Fyrsta ársþing SBS var háð
24. og 25. nóv. 1932 og voru
þá eftirtaldir menn kjörnir í
stjórn félagsins: Helgi Soheving,
forseti, Þórarinn Þórarinsson, rit-
ari, Klemenz Tryggvason, gjald-
keri. Meðstjórnendur: Friðrik Á.
Brekkan, Sigurður Ólafsson,
Haukur Þorsteinsson og Her-
mann GuðmundssOn úr Hafnar-
firði. Mörg verkefni lágu óleyst
handa hinni fyrstu stjóm. Þegar
á fyrsta ári var hafin útgáfa rits-
ins HVÖT og kom það út allt til
ársins 1958. Á árunurn 1955—56
og frá 1958 hefur sambandið gefið
út rit með nafninu Skólablað,
sem er minna í sniðum en Hvöt
var.
Samtökin hafa tileinkað sér
sérstakan baráttudag, og er það
1. febrúar, og hefur svo verið allt
frá árinu 1935. Hafa þá hinir hæf-
ustu menn talað um bindindismól
í skólunum.
Róbert Jónsson, núverandi for-
maður SBS, sagði, að það sem
nú væri efst á baugi í félaginu,
— Kristján
Framhald af bls. 8.
ar á borgarráðsfundinum. Þá
hefði umsögn borgarritara held-
ur ekki legið fyrir, fyrr en eftir
að greitt hafði verið atkvæði uro
umsækjendurna, svo að ekki
hefði afstaða Guðmunds J Guð-
mundissonar í borgarráði getað
markazt af skoðunum borgarrit-
ara, sem raunar hefði ekkf verið
beðinn að segja neitt annað en
það, hvort umsækjendurnir væru
hæfir eða ekki og talið, að þeir
væru það allir, enda ágætir starfs
menn.
væri að stjórn hefði skipað nefnd,
sem væri að athuga möguleika á
stofnun landssambands gegn tó-
baksnautn og tóbaksbindindi í
skólum. Ennfremur beittu þeír
sér fyrir að ríkið skipaði sérstak-
an ma-nn sem veitti honum laun,
og sæi viðkomandi maður um
bindindisfræðslu í öllum fram-
haldsskólunum.
Róbert sagði Og, að í undir-
búningi væri að gefa út veglegt
afmælisblað í tilefni 30 ára af-
mælisins; einnig hefði farið fram
ritgerðasamkeppni í skólunum
um bindindismál almennt. Hefðu
milli 50—60 ritgerðir borizt og
yrði ákveðið seinna í mánuðin-
um, hver verðlaun hlytu.
Núverandi stjórn SBS er
þannig skipuð: Róbert Jónsson,
formaður, Ólafur Hallgrímsson,
varaform., Jóhanna Guðmunds-
dóttir, ritari, Sveinn Skúlason
gjaldkeri og Gerður Ólafsdóttir,
bréfritari.
— Borgarstjórn vitir
Framh. af 24
sonar ættu ekkert skylt við gagn-
rýni. Hann hefði gefizt upp á
málefnalegum umræðum, og
dróttað því að þeim mönnum,
sem aðrar skoðanir hafa en hann,
að þeir létu stjórnast af lágum
og illum hvötum.
„Gagnrýnin lifi“, sagði borgar-
stjóri, „og gagnrýnin lifir í lýð-
ræðislandi, þar sem meiri hlut-
inn ræður, gagnstætt því, sem
sums staðar annars staðar er, þar
sem stjórnarfarið er mest dásam-
að af Alfreð Gislasyni, þar er
það minnihlutinn sem ræður og
engin gagnrýni leyfð.“
Guffm. J. Guffmundsson (K)
taldi það réttlæta tillöguflutn-
ing Alþýðubandalagsmanna að
barnaverndarnefnd hefði farið
með skrum, sem væri bein póli-
tísk hlutdrægni.
Þórffur Bjömsson sagðist ekki
hafa á takteinum jafn mörg
dæmi um hlutdrægni og Alfreð
Gíslason og Guðm. J. Guðmunds-
son teldu sig hafa „en ég hef þó
einstaka sinnum", sagði ræðu-
maður, „haft illan bifur á ein-
staka starfsmönnum eða álits-
gerðum þeirra. Eg hef sterkan
grun um að mínar tillögur hafi
einstöku sinnum goldið þess hver
flutningsmaðurinn hefur verið“.
Þórður flutti síðan viðaukatil-
lögu við ályktunina um vítur á
Alfreð Gíslason. Var henni breytt
nokkuð að tillögum borgarstjóra,
en síðan var tillagan samþykkt
i heild eins og áður segir.