Morgunblaðið - 06.04.1962, Page 3

Morgunblaðið - 06.04.1962, Page 3
Föstudagur 6. apríl 1962 MORGU'NBLAÐIÐ 3 KOMMÚNXSTAR virðast nú hafa fundið. upp alveg nýjar mótbárur, sem gera þeim fært að standa gegn svo til öllum verklegum fram- kvæmdum í borgarlandinu. Kom þetta m.a. fram í gær, þegar samþykkt borgarráðs frá 30. marz sl. um úthlutun Laugamesi lá fyrir borgar- stjórn til staðfestingar. — Kvaddi þá Guðmundur J. Guðmundsson (K) sér hljóðs og kvað það álit sitt, að ekki næði nokkurri átt að byggja þama vörugeymslu, það væri svo fallegt Laugarnesið. — Skömmu síðar á sama fundi var Laugarnesið þó ekki feg- urra en svo í augum kommún- ista, að annar borgarfulltrúi þeirra, Guðmundur Vigfús- son, talaði um, að þar yrðu i framtíðinni reist verksmiðju- hús fyrir þungaiðnað. Enn síðar á þessum saina fundi gerðist það svo, að síðarnefndi borgarfulltrúinn mátti ekki heyra nefnt, að iðnaðarhverfi risi við Grensásveg, það væri svo fallegt þar og vel til þess fallið, að þar væru opin svæði. í þessu sambandi rifj- ast það svo upp, þegar sömu borgarfulltrúar fyrir nokkrum mánuðum börðust sem ákaf- ast gegn því að ný lögreglu- stöð yrði reist, þar sem gas- töðin stóð áður, því að sú lóð væri svo dýr. Að áliti kommúnista virðast þannig flestir staðir í borgar- landnu annað hvort vera of^ fallegir eða of dýrir til þess, að þar megi reka nokkra ny.t- sama starfsemi. STAKSIEIMAH BV. Þorsteinn Ingólfsson seldí afla sinn í Grimsby í gærmorgun, 117 lestir fyrir 7.746 sterlings- pund. Þetta er seinasta sala kaup Og kjör togarasjómanna. Vb. Reynir frá Akranesl kemur að gúmm íbjörgunarbátnum rn.eð mönnunum af Verði. — Vörður Framh. af bls. 1 vang og leysti fyrri vélina af hólmi kl. 18.33. Sveimaði hún yfir björgunarbátnum, unz vb. Reynir frá Akranesi kom á stað inn og tók mennina upp í kl. 18.44, en hann var um 3 mílur frá Verði, er honum barst hjálp- erbeiðnin. Hélt flugvélin þá að flakinu og hélt sig yfir því, unz varðskipið Þór kom og hóf Blökkvistarfið um kl. 19.30. Lt. Holmes frá bandaríska flotanum hafði stjórn með höndum í Nep- tune-vélinni. Þyrla frá varnarliðinu fór og á loft og var reiðuibúin að veita aðstoð, ef á þyrfti að halda. Eldurinn virðist hafa magnazt mjög skjótt í skipinu, því að á- höfnin yfirgaf það stuttu eftir að eldur kom upp. Þegar varðslkipið Gautur kom a@ v.b. Reyni, fór áhöfn Varðar um borð í hann. Var Gautur væntanlegur til Keflavikur um kl. tvö í nótt. Þegar Þór kom að Verði, log- aði hann stafna á milli. Töldu varðskipsmenn ekki unnt að ráða við eldinn nema með því móti að daela Vörð fullan af sjó fyrst, en dæla síðan sjónum aft ur úr, þegar eldurinn kafnaði. Tókst þeim að slökkva að veru legu leyti í bátnum, en ekki til full'S, enda aðstaða erfið, þar sem sjór var töluverður. Börðust þeir við eldinn, þar til kl. 23:20, að Vörður sökk 15 sjómilur NNV af Garðskaga. Þessi mynd sýnir sjúkra- húsið, sem OAS-menn réðust á í dögun s.l. þriðjudag. — Sjúkrahús þetta er í hverfi Serkja, Beau Fraisier, í út- jaðri Algeirsborgar. Hryðju- verkamenn OAS skutu níu sjúklinga til bana með vél- byssum og særðu átta. Áður en óaidarmennirnir yfirgáfu sjúkrahúsið, sprengdu þeir 15 kg. plastsprengju í skrif stofu sjúkrahússtjórans. Mynd in sýnir hversu sjúkrahúsið leit út að árásinni lokinni. — (AP) — Ritklúbbur æskufólks RITKLÚBBUR æskufólks heldur fund í æskulýðsheimilinu á Bræðraborgarstíg 9 í kvöld, föstudag kl. 8,30. Á dagskrá er: Erlendur Jónsson talar um Hann- es Þorsteinsson, Elín Pálmadótt- ir talar um blaðamennsku og tveir klúbbfélagar lesa upp frum samið efni. í Laugarnesi - ekki Héðinshöfða SÚ VILLA var í blaðinu í gær, er skýrt var frá hinni nýju tcll vörugeymslu, að hún var sögð fyrirhuguð í Héðinshöfða, en átti að vera í Laugarnesi. Þar verður hún vestan götu, sem mun eiga að heita Héðinsgata af einhverj- um ástæðum, þótt ekki sé hún nálægt Héðinshöfða Lausaskuldir bænda " Fyrir skömmu ritaði Jónas Pétursson, alþixgismaður, grein hér í blaðinu um tillögur ríkis- stjórnarinnar í lánamálum bænda. Komst hann þar m.a. að orði á þessa leið: „Hinn 23. marz s.I. var frum- varp um lausaskuldir bænda af- greitt sem lög frá Alþingi. Lög- in eru merkilegur þáttur í þeirri endurreisn í efnahagskerfi lands- ins, sent, nú fer fram. Undangeng ið verðbólgutímabil markaði spor um allt þjóðlífið, líka meðal bænda landsins. Lausaskuldir þeirra voru orðnar meinsemdir, sem varð að lækna. Nokkrir þeirra voru komnir í vonlausa aðstöðu með að geta haldið áfram búskap. Nú hefur skapazt nýtt viðhorf og nýir möguleikar. Á næstu vikum verða þær lánaumsóknir afgreidd ar, sem nú liggja fyrir í veð- deild Búnaðarbankans. Má ætla að þannig verði allt að 80 millj. kr. af lausaskuldum um þúsund bænda færðar í fast horf í 2ð ára lánum. Sem bctur fer reyndust lang- flestir af umsækendum eiga nægilegt veð að setja í jörðum og mannvirkjum. Þeir, sem áð- ur sáu litla eða enga möguleika finna nú fast land undir fótum og sérstaklega ef það tekst, sem von er til, að fella í þennan far- veg svo til allar lausaskuldir hvers þess bónda, sem lánið fær.“ Það er vissulega rétt, sem Jón- as Pétursson segir. Hér er um mikið hagsmunamál bænda að ræða. Á því hefur verið tekið af hálfu ríkisstjórnarinnar af skyn- semi, skilningi og raunsæi. Kommúnistar á móti almannavörnum Alþýðublaðið birtir í gær for- ystugTein, þar sem. það gagn- rýnir harðlega afstöðu kommún- ista til tillagna ríkisstjórnarinn- ar um almannavarnir, en eins og kunnugt er miða þær fyrst og fremst að því að bjarga manns lífum og firra vandræðum og upplausn, ef til styrjaldar drægi, sem allir Íslendingar vona að ekki verði. Kemst Alþýðublaðið m.a. að orði á þessa leiff um> af- stöðu kommúnista: „Eina hugsanlega skýringin á þessari furðulegu afstöðu er sú, að þeir þoli alls ekki að íslenzka þjóðin horfist í augu við stað- reyndir alþjóðamála og geri þær ráðstafanir, sem allar aðrar þjóð ir telja nauðsynlegar. Kommún- istar óttast, að því meira, sem almenningur á íslandi hugsar um friðarmálin og alþjóðleg viðhorf, því ir.inna verðj fylgi kommún- ismans og fylgifiska hans í land- inu. Önnur skýring er líka til. Hún er á þá lund, að forystumenn Sovétríkjanna hafa alltaf talaff af fyrirlitningu (rétt eins og Hannibal) um almannavarnir, enda þótt vitaff sé að þær varn- ir eru til í landi þeirra. Þar sem slík afstaða er tekin austur í Moskvu finnst íslenzkum komm- únistum þeir megi til að taka sömu afstöðu. Þetta er ótrúleg skýring — en hún gæti veriff sönn“. Já, hún gæti svo sannarlega veriff sönn. •1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.