Morgunblaðið - 14.04.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.04.1962, Blaðsíða 12
12 MORCUNBtAÐiÐ Laugardagur 14. apríl 1962 JMrogpisstMðfrUt Útgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavík. Frarnkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áPm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. . Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Augiýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. FRA RUSTUM TIL VIÐREISNAR Evtushenko vinsæiasta Ijóðskáld yngri kynslóðarinnar í Rússlandi Evtushenko les ljóð sín. í útvarpsumræðunum í fyrra * kvöld brá Ólafur Thors, forsætisráðherra, upp glöggri mynd af þróun íslenzkra stjómmála og efnahagsmála sL fjögur ár. Hann benti á, að auðvitað hefði vinstri stjórnin hrökklazt frá völd- um á miðju kjörtímabili vegna þess að hún réði ekki við þá erfiðleika, sem hún hafði leifct yfir þjóðina. Hana brast getu til þess að finna sameiginleg úrræði til þess að ráða fram úr vandanum. Það kom síðan í hlut núver- andi stjómarflokka aðmarka stefnunna út úr rústimum til viðreisnar og uppbyggingar. Þetta er kjami málsins. Þessar staðreyndir verða að segjast, hvenær og hvar sem rætt er um stjórnmál á ís- landi. Þjóðin öll verður að vita, hvernig vinstri stjóm- m reyndist, hvaða möguleik- ar flokkar hennar höfðu til þess að taka raunhæft á vandamálunum, hvers vegna hún gafst upp og hvemig hún skiidi við. Stjórnmálaflokka og rík- isstjómir ber ævinlega að dærna fyrst og fremst af verkum þeirra og reynslunni af störfum þeirra. Kosninga- loforð og stefnuskrár segja oftast aðeins hálfa söguna af því,' hvemig flokkar munu reynast í ríkisstjóm. I>að sannaðist mjög greinilega á Vinstri stjórninni. Hún og flokkar hennar höfðu um langt árabil, jafnvel áratug- um saman, hamrað á því, að vinstri stjórn myndi leysa ÖU vandamál í samræmi við hagsmuni hins vinnandi fólks. Hún myndi verða úr- ræðagóð og frjálslynd, þrótt- mikil og farsæl framfara- og uppbyggingarstjórn. — Hún myndi útrýma verðbólgunni og tryggja kaupmátt laun- anna ★ Reynslan sannaði það gagn stæða, eins og Ólafur Thors, forsætisráðherra, benti á í ræðu sinni. Vinstri stjórnin leiddi óðaverðbólgu yfir ís- lenzku þjóðina, þverrandi kaupmátt launa, algert öng- þveiti í efnahagsmálum henn ar. í>að kom í hlut núverandi ríkisstjómar að snúa við á óheillabrautinni, stöðva verð bólguna og skapa jafnvægi í efnahagsmálum landsmanna. Forsætisráðherra drap nokkuð á vaxtalækkunartal fcommúnista og Framsóknar- manna. Þeir teldu að lækk- un útlánsvaxta myndi leysa fjölmörg vandamál, ekki að- eins bæta kjör útflutnings- framleiðslunnar, heldur og alls almennings í landinu. En allar vaxtóurgreiðslur í öll- um lánastofnunum á öllu landinu sl. ár hefðu numið 400 milljónum króna. Hins vegar hefðu launahækkan- irnar numið 550—600 millj. kr. Nú væri því haldiðfram, að með vaxtalækkun væri at vinnuvegunum unnt að greiða alla kauphækkunina, jafnvel þótt vaxtalækkunin væri ekki nema 70 millj. kr. á ári! Hér væri um augljós falsrök að ræða, sagði for- sætisráðherra. Þetta er vissulega rétt. At- vinnuvegirnir voru gersam- lega ófærir um að taka hinar miklu kauphækkanir á sig á sl. ári og smávægileg vaxta- hækkun gat aldrei orðið nema brot áf þéirri launa- hækkun, sem framleiðslunni var gert að greiða. / Þær ráðstafanir, sem ríkis- stjómin gerði á sl. sumri til þess að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum, voru þess vegna óhjákvæmilegar og lífs nauðsynlegar eins og forsæt- isráðherra leiddi gild rök að. GRÖNDAL OG V-STJÓRNIN i^unnar Thoroddsen, fjár- málaráðherra, minntist á það í upphafi útvarpsræðu sinnar í fyrrakvöld, að Fram sóknarmenn og kommúnistar héldu því ævinlega fram, að allt hefði verið í lagi hjá vinstri stjórninni, þegar hún lagði upp laupana, nema hvað hún hefði ekki ráðið við vísitölu og verðlag. Þetta minnti sig á það, sagði fjármálaráðherra, er Benedikt Gröndal, skáld, sagði á banabeði, að hann gæti hvorki gengið né and- að, en annars liði sér vel! Þessi samlíking er vissu- lega hin snjallasta. Engum dettur þó í hug að jafna hinu djúpvitra skáldi við leiðtoga vinstri stjórnarinnar. En það er mála sannast, að þeir halda því jafnan fram, að vinstri stjórninni hafi farið allt vel úr hendi, þrátt fyr- ir það þótt hún gæti hvorki „gengið né andað“! Aðal- vandamál hennar, eins og allra annarra ríkisstjórna sl. 20 ár var auðvitað verðbólg- an og efnahagsmálin. En í þeim málum gafst hún ger- FYRSTI vísir vorsins hefur sýnt sig í Rússlandi. í Moskvu hefur snjóinn leyst, og litlir drengir eru farnir að leika sér í skenunti görðum borgarinmr. Tíu sinnum hefur vetrarsnjóinn leyst, siðan Stalin leið. Nú lifir hann aðeins, sem slæm æskuminning í huga yngri kynslóðarinnar, þeirra 100 milljóna Rússa, sem enai hafa ekki náð 25 ára aldri. Yngri kynslóðin hefur ekki verið bundin böndum þess ótta, sem steðjaði að feðrunum, nú er hún heltekin stjórnmálakenning- um þeim, sem voru í algleymingi fyrir nær hálfri öld. Samt ríkir ekki frelsi, í vestrænum skilningi í Rússlandi, — ~4>ó óánægja sé nú látin í ljós á þann hátt, sem enginn hefði þorað áður fyrr. Þótt yngri kynslóðin njóti betri lífskjara en hinir eldri, þá gerir (hún meiri kröfur til lífsins, og kvartar meir yfir því, sem á þyikir Skorta, en noikkur kynslóð hefur áður gert. Uniga fóikið leitar nú út fyrir takmörk fósturjarðarinnar eftir meiri fyllingu í líf sitt. Það sem talið var ,úrkynjaður“ smekkur, fyrir nokkrum áruom, setur nú svip sinn á unga menntamenn. Þeir leita eftir að kynna sér abstrakt list. lesa bæ/kur eftir Hemingway og J. D. Salinger (bækur þeirra fást í rússneskum þýðingum), og álhuga þeirra á jazz, virðast lítil takmörk sstt. Ljóðskáldin vlnsælust — Evtushenko vinsælastur þeirra Einikum eru það ljóðskáldin, sem njóta meira frelsis, en. þekkzt hefur, síðan byltingin var gerð. Frá fyrstu tímum, hefur sovézk alþýða hlýtt af áhuga á „upp- lesara“ og Ijóðskáld hafa verið í miklum rnetum. Þau hafa lengst af verið mestu andstæðingar óréttlætis, allt frá Pushikin til Pasternaks. í fótspor þeirra feta nú Evgeny Evtushenko, þekkt- asta og dáðasta ljóðskáld í Rúss- landi, í dag. Hann hóf feril sinn^ þar sem margir aðrir hafa lokið honum — í Sí'beríu. Vinsældir hans, sem eru gífurlegar rneðal yngri kyn- slóðarinnar, má rekja til þess 'hæfileika hans að skynja, og túlka efa og löngun jafnaldra sinna, sem eru ekiki lengur um- lulktir blekkingum, en nú að vakna til skilnings um hlutverk sitt. EvtuShenkö hefur verið lýst, sem fánabera nýju kynslóðarinn- ar, án þess þó að gerast píslar- vottur. samlega upp. Hún átti þar engin úrræði. Undir forystu hennar jókst verðbólgan stöðugt, lánstraust þjóðarinn ar út á við þvarr, og að lok- um var ekkert nema hengi- flugið framundan, að 'áliti sjálfs forsætisráðherra V- stjórnarinnar. Vinstri stjórnin gat hvorki andað né gengið. Hún logaði að innan af ráðleysi og óein- ingu feeirra flokka, sem að henni stóðu. Þess vegna fór sem fór, og þess vegna er það einlæg von meginhluta íslenzku þjóðarinnar, að slík ólánsstjóm setjist aldrei aft- ur á veldisstól á íslandi. Voru áður einangraðir Fram til þess, hafa ,andimæl- endur“, sem spunnir eru af sama toga og Evtushenko, verið ein- angraðir frá alþýðunni. Nú er það viðhorf breytt, og ljóðskáld in fara nú í fyrirlestrar- og upp- lestrarferðir. um allt land. Ljóð- listin hefur þannig verið endur- vakin. Á sumarkvöldum, eru ljóð les- in upp í skemmtigörðum og torg um, og Ijóö, Sem jafnvel fengjust ekki birt, berast á vörum manna á milli. Þetta á ekki minnstan þátt í auknum vinsældum ljóð- listarinnar. Leita má sannlei'kans í fyrsta skipti um iangan tima Það má segja, í fáum orðumn, að rússneskir rithöfundar séu farnir að leita sannleikans. Sjálfur segist EvtuShenko hafa farið til Siberíu, eftir dauða Stal- ins, til þess að athuga, hvort nokkurt sannleiksbrot leyndist þar enn. Hann varð fyrir von- brigðum. í Ijóði, sem hann til- einkar heimabæ sínum, Zima, seg ir hann: „Sannleiikurinn er góð- ur, en hamingjan betri“. Síðan bætir hann við: en án sannleiks er engin hamingja“. Evtushenko lætur að því ligigja, að hinn algera sannleika sé hvergi að finna í Rússlandi, vegna þess ,að það er engin trú, og þar sem trúin er sama og ástin, þá er engin ást. Margir líta með grunsemd á fortíð feðra sinna, og álíta þá eiga einhvern þátt í glæpum Stalins, sem enn hefur ekiki verið upplýstur. í einu ljóði Evtus- henko segir svo: Að baki ræðunum kann að' leynast ljótur leikur. Við töl'Uim og tölum um það, sem við minntumst ekki á í gær. Við segjium ekkert um bað, sem við gerðum sjálf. Vantrú og gagnsefjuu Sérkenni rússneskrar æsku er vantrúin. Hún kann ekki að hafa mikil áihrif á þá, sem vinna á samyrkjubúum. eða í verksmiðj um, en áhrifanna gætir meðal þeirra, sem hlotið hafa menntun. Innan ákveðinna taikmarka, hafa skólagengnir unglingar verið hvattir til þess að hugsa sjálfir, og þar með er gagnrýnin vakin á takmörk hugsanafrelsins. Þannig verður til sefjun gegn óstöðvandi áróðri fyrir stefnu yfirvaldanna, sem sífellt varar við „óheilbrigðum skoðunum“. Ef til vill má líkja þessu við við» brögð manna á vesturlöndum, við óheyrilega skrumauglýsinga herferð, sem vekur andúð. Samt er talið. að unga kynslóð- in sé trygg heimalandi sinu, og því eina stjórnmálakerfi, sem hún þekkir. Vanþekking á því, sem gerist erlendis, er mikil, og ferða menn í Rússlandi verða oft undr andi, er þeir heyra jafnvel þá, sem harðir eru í gagnrýni sinni á rússneska stjórnarháttu segja, að innan skarnms muni Rússar fram leiða eins mikið af bílum, og öðrum vörum og gert er á vestur löndurn, án þess að samfélagið sýkist af .spillingu kapitalism- ans“. Vinsælasta leiikritaskáld unga fólksins, Victör Rozov, gegir 4 einum stað- ,,það er einkennandi fyrir það (unga fólikið) að þola ekki akriffinnsku né það sem sálarlaust er“. Óánægja með þær miklu kröf« ur, sem ríkið gerir sífellt til ein* staklinganna, kemur víða fram. Nýlega mátti lesa þessa setningu í Komaomolskaya Pravda: „Hvi skyldi löngunin eftir hamingju ,til handa einstajklingum, rekast á við það, sem er heildinni fyrir lbeztu“. — Við byggjum ekki koanmiúnisma til þess að sofa á nöglum. Byrjaði aS skrifa 10 ára Evtushenko virðist haía haft Framh. á bis. 1«. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.