Morgunblaðið - 17.04.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.1962, Blaðsíða 2
MorcrnvrtriÐiÐ Þriðjudágur 17. april 1962 Gerlagróöur í Gvendarbrunnum ekki hættulegir sýklar A LAUGARDAG fcomst yfir- borðsvatn í vatnsból Reykvik- inga, Gven-darbrunnana, í hinum nviklu flóðum, sem þá urðu og voru menn varaðir við að drekka ósoðið vatn. Jörðin verk- at sem sía á djúpvatnið, enda - Hvitá Framh. af bls. 1 og á Skeiðum, en þetta var höf- uðlinan þangað, sem slitin var. Finn samgöngumar á báti Síðan var haldið niður á Ham arinn gegnt Auðsholti og litið yfir beljandi Hvítá þar sem hún hefir sameinazt Tungufljóti. Fló inn suður af Auðsholti var einn hafsjór og þvi algerlega ófært þangað. Ferjubátur er hafður til flutninga vestur yfir Hvítá. Einnig þarf að nota báta til að gegna í fjárhúsum. Þegar vaxa tók í Hvítá sópaði hún með sér íshellum, sem voru á eyrum og mýrlendi beggja vegna árinnar og lagðist ísinn á rafstaurana báðum megin árinnar og ruddi þeim burt, en línan slitnaði. Þrjár staurasamstæður eru þama eyðilagðar. í Auðsholti er þríbýli og þar eru 60 gripir í fjósum og þarf að handmjólka allar kýrnar, en vélmjóikað var áður. Er mikill bagi að þessu ástandi í Hreppum og Skeiðum, því fámennt er á heimilum, víða aðeins einn karlmaður til verka. Margir komuist einnig í vanda bæði með upphitun og eldamennsku, því svo mjög er treyst á rafmagnið að önnur eldfæri voru ekki tiltæk. Þess voru jafnvel dæmi að ekki var hægt að hita pela handa korn- barni, fyrr en eftir leit í aðra sveit eftir hitunartæki. Ekki er kostur að gera við raflínuna fyrr en flóðið sjatnar. í Skálholti var dvalizt nokkra stund og ræfct við Björn Er- lendsson bónda þar, sem gat frætt okkur um ástand af völd- um flóðanna í nágrenni við sig. Ölfusá beljar yfir bakka sína Þessu næst var haldið niður að Ólafsvöllum, yfir brúna hjá Iðu, en vegir voru þarna sæmi- lega færir, þar til kom niður í Ólafsvallahverfi. Þar voru allar byggingar umflotnar vatni. Áður en haldið var til Reykja víkur var dvalizt um stund á Selfossi. Ölfusá var nú komin í talsverðan galsa og flæddi upp undir Tryggvaskála, en mynd- imar þaðan skýra betur hvem- ig þar er ástatt. Sigurjón Rist var í óða önn að mæla vatnsmagn árinnar, er fréttamaður blaðsins fór þar um. — svo kalt niðri í jörðínni að ekki eru skilyrði fyrr gerlagróður. En yfirborðsvatnið getur verið mengað. Sýnishorn voru tekin af vatninu og lét borgarlæknÍT rannsaka þau. Það gerðu þeir Sigurður Pétursson, gerlafræð- ingur og Arinbjörn Kolbeinsson, sýklafræðingur. Reyndist vera meiri gerlagróður í vatninu, en er í djúpvatni, þar á meðal svo- kallaðir cóli-gerlar. Væri slíkt alltaf varhugavert, þó vart væri 'hætta á að fólk veiktist af þessu, og því væri fólki ráðlagt að drekka ekki ósoðið vatnið Talið var í gær að brunnarnir væm orðnir hreinir, og senni- lega leiðslurnar á leiðinni í bæinn, en yfirborðsvatn væri skarð var I veginn. Sigurður hefur í nærri ár farið vikulega og tekið sýnishorn á vegum vatnsveitunnar, til að athuga á- hrif mismunandi veðurfars á vatnsbólið. Tekur hann sýnis- horn við gamla inntakið og einn ig við nýja inntakið, þar sem er dælustöð og er dælt að deg- inum. Ef óvenjulegt verður er, hefur hann tekið sýnishorn af drykkjarvatninu oftar, og rann- sakað með tilliti til gerlagróð- urs. Það gerðist á laugardaginn var að Hrauntjömin, sem er skilin frá ‘brunnunum með garði hækk aði svo við að vatnið streymdi úr öllum áttum í hana, svo að hún tók að flæða i-nn í brunnana. Aðstoðarstúlkur Sigurðar, þær Sigríður Erlendsdóttir og Gyða Helgadóttir, annast gerlatalningu og efnagreiningu á rann- sóknarstofunni. e. t. v. enn í leiðslum í bænum og því ráðlagt að nota ekki vatn úr þeim fyrr en sýnishorn hefðu sýnt að allt vatn væri orðið hreint. Þess vegna voru aftur tekin sýnishorn í gær úr Gvend- arbrunnunum og leiðslum í bæn um. Sýnishom tekin vikulega Fréttamenn blaðsins fylgdust með Sigurði Péturssyni gerla- fræðingi, er hann fór til að taka sýnishorn í Gvendarbrunnum í gær. Nokkurn spotta þurfti að ganga að bmnnunum, því stórt Afli Akranesbáta AKRANESI, 16. apríl. — Heild- arafli bátanna hér í gaer var 152 tonn. Aflahæstir voru Sigurður AK með tæp 32, Sigurvon 19,7, og Anna með 16 tonn. Fiskurinn var tveggja, þriggja og fjögurra nátta. — 18 bátar eru á sjó í dag. Hér liggur skip við hafnar- garðinn og losar salt. — Oddur. Hækkaði svo í þeim að stíflan fór í kaf og gekk vatn inn í dæluhúsið. Nú í gær voru 67 cm. af pallinum við dælustöðina nið- ur að vatnsborðinu og vatnið úr bmnnunum streymdi greinilega út yfir í Hrauntjörnina, sem sannar að það er að hreinsast. Ágangur við vatnsbólin Læst girðing er kringum Gvendarbrunnana, enda sjálf- sagt að hvorki skepnur né mann fólk komist að þeim. En af ein- hverjum ástæðum vill fólk ekki virða þetta, hefur lásinn verið brotinn upp af gangandi fólki og hestamenn jafnvel farið með hesta sína að vatnsbólinu, þegar þeir hafa komizt fyrir girðingar á ísi. Einnig er álftin slæmur vágestur við vatnsbólið, og hef- ur nærvera hennar komið fram á sýnishornum. Hefur verið reynt að hrekja hana burt, fæla hana með skotum og þe&sháttar, en gengið illa. Við Gvendarbmnnana hefur Suðuráin brotið skarð í stýflu- garð, annað tjón virðist ekki hafa orðið þarna. Sigurður Péturssón, gerlafræðingur, tekur sýnishorn aí drykkjarvatninu við inntakslón Gvendarbrunna. Lýsa yfir óónægju með afstððu Bónaðorþings til frumv. um stofnlónodeildina Frá aðalfundi Búnaðarfél. Kjósarhrepps VALDASTÖÐUM, 15. apríl. — Þann 14. þ. m. var haldinn aðal- fundur Búnaðarfédags Kjósar- hrepps að Félagsgarði. Auk venju legra aðalfundarstarfa voru rœdd ýmis ræktunar- og hagsmunamáil bænda. Á fundinum mætti form. Búnalðarsamibands Kjalarnes- þings, Jóhann Jónasson, fram- kvæmdastjóri Grænmetisverzi- unar landbúnaðarins, sem gaf ýmsar glöggar og fróðlegar upp lýsingar, um starfsemi sambands ins, á s.l. ári. Stjórn félagsins var öll endurkjörin. En hana slkipa: Ólafur Andrésson Sogni, form. Magnús Blöndal Grjóteyri, rit ari; Oddur Þórðarson, Eilítfsdal gjaldikeri; Ellert Eggerbsson, Sýnir í Eyjum GUÐMUNDUR frá Miðdal heldur málverkasýningu í Vestmanna- eyjum á páskunum. Sýnir hann þar 20 olíumyndir, 40 vatnslita- myndir og nokkrar grafikmyndir. Þetta eru nær allt nýjar myndir og til sölu. Sýningin verður opnuð kl. 2 á skírdag. |! I Fermingardrengir í hrakningum Á TÓLFTA tímanum aðfara- nótt sunnudags var lögreglan beðin um aðstoð við að leita að þremur þrcttán ára drengj um, sem ckki hafði spurzt ta síðan um hádegi. Einn þeirra hafði látið þess getið heima hjá sér, að þeir ætluðu „út í eyju“, en sagði ekki, hver eyjan væri. Átti einn þeirra að fermast dag- inn eftir. Slysavarnafélagið veitti þær upplýsingar, að fyrr um daginn hefði borgari eúm hringt til þess og skýrt frá báti á Viðcyjarsundi, sem eitthvað væri í ólagi með, og virtust bátsverjar ekki ráða við neitt, enda vonzku- veður. Siðar fréttist, að bát- urinn væri lentur í Viðey, og var málið ekki athugað nánar, því að veðrið var þá ekki verra en svo, að full- orðnir menn ættu ekki að vera í hættu, og sími í eynni. Þótti nú sýnt, að hér hefði verið um drengina þrjá að ræða. Mannaður var bátur og fóru fjórir menn á hon- um út í Viðey, feður tveggja drengjanna, hafnsögumaður og lögregluþjónn. Þegar út í Viðey kom, fundust drengirnir í Viðeyj- arstofu. Þar höfðu þeir kveikt sér eld og háttað sig, enda mjög blautir eftir volkið. — Síðan höfðu þeir lagzt fyr- ir uppi í rúmfletum undir brekánaræflum, sem þeir fundu í stofunni. Voru þeir hressir og leið vel, þótt þeir hefðu gegnbiotnað. Ekki gátu þeir hringt í land og gert vart við sig, þar eð síminn er í ólagi. Bátinn höfðu þeir tekið í Vatnagörðum á þriðja tíman- um um daginn, og var hon- um skilað þangað. — Dreng- urinn var svo fermdur a sunnudag. Meðalfelli og Ólafur Á. Ólafsson Valdastöðuim. Endurskoðendur: Gísli Andrésson, hreppstjóri á Neðra-Hálsi og Steini á Valda- stöðuim. Að lokum var samþykikt, eftir farandi tillaga, með miiklum meirihiuta: Aðalfundur Búnaðarfélags Kjósarhrepps, að Félagsgarði, laugardaginn 14. apríl 1962. — Lýsir undrun og óánægju yfir afstöðu meirihluta Búnaðarþings til frv. til laga, um Stofnlána- dieild landibúnaðarins, sem nú liggur fyrir Aiþingi. Þar, sem vel mætti ætla að sú afstaða gæti orðið til þess að ekki yrðu gerðar raunhæfar ráðstafanir til endurreisnar lánasjóða landbún aðarins, sem nú eru vegna fjár skorbs, algerlega (óstarfhæfir), lamaðir. Fundurinn telur að und irstaða áframhaldandi ræktunar og uppbyiggingar í sveitum lands ins sé aðgangur að öflugum lána stofnunum, sem ebki aðeins láni fé til ræktunar og bygginga heldur einnig til jarðabóita' og framleiðslutækja kaupa. Þess vegna telur fundurinn ekki ó- eðlilegt, að á rneðan Stofnlána sjóði landbúnaðarins vex fisk- ur um hrygig, leggi bændur nokik uð af mörkum, til móts við rik- issjóð og neytendur, sem vissu lega hafa mikilla hagsmuna að gæta í að landbúnaðurinn full- nægi í sínum framleiðslu- um neyzluþörf þjóðarinnar hverju sinni. Á það má einnig benda, að framlag bænda til stofniánasjóðsins mundi auka þeim siðferðislegan styrk til úr lausnar erfiðra vandamáila stétt arinnar. Félagslíf Knattspymufélagið Fram Knattspyrnudeild, 3. og 4. fl. Ath., að æfingin hjá 3. fl, verður ekki í dag (þriðjudag), en á sama tíma kl. 7 á morgun, Æfing hjá 4. fl. verður þess i stað í dag Oþriðjudag) kl. 7 á Fraimvellinum. Þjálfark

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.