Morgunblaðið - 17.04.1962, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.04.1962, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐJÐ Þriðjudagur 17. apríl 1962 Verksmiðja . í Engiandi Rætt við Hjcilta Einarsson, forstjóra FYRIR helgina var hér á ferð Hjalti Einarsson, verkfræðingur, en hann stjórnar verksmiðju Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna í Gravesend í Englandi. Mbl. hitti Hjalta að máli, og svaraði hann nokkrum spum- ingum blaðsins. — Hvað heitir fyrirtækið? — Það nefnist á ensku „Frozen Fresh (Fillets) Ltd.“, en geng- ur venjulega undir nafninu „Icelandic Seafoods“, sem við notum líka jöfnum höndum. — Hvenær var það stofn- sett? _ — f ágúst 1957 festi SH kaup á frystihúsi í Gravesend í Kent, um 30 mílur austur frá miðbiki Lundúnaborgar. Húsinu var síð an breytt í fiskvinnslustöð, og íþar höfum við haft aðsetur síð- an — Hvenær hófst framleiðslan? .— f aprílmánuði 1958. .— Og hvernig fáið þið hráefn- ið? .— Við flytjum það með skip- uin h.f. Jökla, sem er dótturfé- lag SH, beint til Lundúna. 70 manns í vinnu — Vinnur margt fólk hjá fyr- irtækinu? .— Alls um 70 manns, en allt- af bætist við, enda vex fram- leiðslan stöðugt. — Eru margir íslendingar í verksmiðjunni? — Nei, ég er sá eini. — Um hvers konar fiskfram- leiðslu er að ræða hjá y(kk- ur? — Starfsemi okkar er tvenns Ikonar. f fyrsta lagi að selja fisk, sem fullunninn og pakkaður er Iheima, og í öðru lagi að vinna úr Ihráefni, sem sent er frá íslandi og pakkað þar sérstaklega til vinnslu. — Fiskuriim, sem kem- ur fullunninn að heiman, er ýmist í neytendaumbúðum, sem við seljum heildsölum og smá- kaupmönn-um, eða í sérstökum uimbúðum fyrir blautfisksala og „fish-and-chips“-búðir (fish-fry- ing-shops). Hið- síðastnefnda er Ihér heima kallað sjöpundafiskur, því að hann er oftast settur í sjö punda umbúiðir (hálft enskt ,,stone“). Á þeim markaði eru miklar sveiflur, sem fara eftir framboði fiá togurum, eins og eðlilegt er. — Fiskurinn, sem við vinnum í Engiandi, er ýmist pakk aður í smáar umbúðir handa heildsölum og smásölum, eða í stærri umbúðir handa veitinga- húsum. Fiskstengur vinsælar — Þið framleiðið fiskstangir ? — Já, við búum til fiskstangir, sem Englendingar kalla „fish sticks“ og „fish fingers", og eru ein únsa (28 gr.) að þyngd eða þaðan af minni, svo og fisksneið- ar („uniportions"), sem eru frá einni og upp í sex únsur að þyngd. — Seljast fiskstangirnar ekki vel ? — Jú, mjög vel. Neyzla þeirra fer ört vaxandi, enda er fijót- legt að tilreiða fiskinn þannig á matborðið, bæði fyrir húsmæður og veitingahús. Hráefnið í þær Einn af 25 frystiklefabílum hjá „Icelandic Seafoods“ í Bretlandi. Hjalti Einarsson. kemur í frystum blokkum frá fs- landi. Við skerum þær niður í sneiðar með þár til gerðum vél- um. Síðan er búið um þær í pökkum af alls konar stærð, allt frá kvartpundspökkum og upp í fimmpundapakka. í fisksteng- umar notum við ýmist fisk ein- göngu, eða hann er húðaður með raspi. í þriðja lagi seljum við hann lí'ka fulteteiktan. f þessar stengur notum við flestar al- gengar fisktegundir, svo sem þors'k, ýsu. lúðu, kola og karfa. Samsetningarmöguleikar eru því margir. — Þá notum við allan úrgang. Afskorninga af fisk- blokkum notum við í fiskkökur, sem líkjast nokkuð fiskboUum, og sagarduft fiá vélunum, sem skera ftekinn niður, notum við í dýrafóður, handa hundum og köttum. — Hvernig er dreifingunni háttað ? — Við seljum framleiðsluvör- urnar um allt Bretland. í Lundúnum og á svæðinu kring- um borgina dreifum við vörunni með eigin bílum, sem eru 25 tálsins, allir búnir frystiklefum. Salan tvöfaldaðist á einu ári — Hvernig hefur salan gengið? — Hún eykst stöðugt. Til dæm is má geta þess, að á árinu 1961 tvöfaldaðtet hún frá því, sem hún var árið 1960. Neyzla á frystum fiski á Bretlandseyjum nemur nú um 60 þúsundum tonna á ári. Til samanburðar má geta þess, að árið 1953 var neyzlan ekki nema 11 þúsund tonn. (Hér er fryst síld ekki meðtalin). Af þessum 60 þús. tonnum er 9—10 þúsund flutt inn frá íslandi, og eru það um helmingur af innfluttum fiski til Bretlands. — Hverjir eru helztu keppi- nautar okkar um fiskinnflutning á brezka markaðinn? — Aðallega Norðmenn, en einn ig Danir, og Kanadamenn að ein- hverju leyti. — Er álitið, að fiskneyzla Breta haldi áfram að aukast? * — Neyzla þeirra á frystum fis'ki 'hefur aukizt ár frá ári, eink um þegar um er að ræða dýran fisk í hinum dýrari umbúðum. Peningalega séð eykst neyzlan því ört, og frystur fiskur verður sífellt vinsselli. Á brezkum mark aði er mikil framtíð í þessum efn um, ekki sízt vegna þess, að alltaf er verið að ýta veiðiskipum Breta sjálfra út af gömlum miðum. Þess vegna verða þeir æ háðari inn- flutningi fiá öðrum þjóðum. Fiskverð og fiskgæði — Hvað er að segja um kröfur Breta til fiskgæða? — Bretar hafa gott vit á fiski og leggja mi'kla áherzlu á gæði. Á s.l. árum hafa þeir farið út í það í vaxandi mæli að frysta um borð í veiðtekipunum, og eig endur slíkra skipa hafa lagt á það mikla áherzlu í auglýsingum, hversu ferskur slíkur fiskur sé. — Fara ekki fiskverð og fisk- gæði saman? — Ég tel, að svo niuni vera, a.m.k. með frystan fisk, en málið er svolítið annars eðlis, hvað við víkur ferska fiskinum, og hefur það sennilega valdið nokkrum misskilningi hér heima. — Þegar mikið herst að af fiski, er ávallt nýr fiskur á markaðinum, gæðin oftast góð, og þá er verðið jafnan lægst vegna mikils framboðs. — Þegar fiskskortur er aftur á móti, eru skipin lengi úti og gæði fisksins því oft lélegri, en sölur háar. Slíkur fiskskortur telst þó til undantekninga, en er alltaf mikið fréttaefni fyrir blöðin. Slík ar fréttir túlka því ekki eðlilegt ástand. — Þegar mikið framboð • Á erindi Undanfarið hefur leikflok'k urinn Gríma sýnt allnýstár- legt leikrit, Biedermann og, brennuvargana. Ég sá þetta leikrit um öaginn, og finnst ástæða til að vekja at- faygli á því, þar eð bað á svo mikið erindi einmitt til þess fólks sem lifir á þessari öld. Öld, þegar menn hvað eftir annað geta vaðið fram ; stóru ríki, eins og bæði Hitler og Stalín gerðu, og náð undir- tökunum fyrir andvaraleysi almennings og trú hans á að þetta sé svosem allt í lagi, þangað til allt er um seinan. Með yfirgangi og terrorisma er svo öllu haldið niðri, og fólk grípur í vanmætti sínum til að flýja þessa staðreynd með því að þykjast ekki sjá að hverju stefnir, reyna bara að sleikja sig upp við vald- hafana í von um að bjarga a.m.k. sér og sínum. • Bara að biarga siálfum sér Þannig fer um Biedermann, tákn hins almenna borgara. Hann uggir ekki að sér í upp er af ferskum fiski, og um leið ódýrum og góðum, minnkar sal- an á frysta fiskinum, sem er þá dýrari en hinn ferski. Þetta snýst aftur við, þegar fiskskort- ur er. Reynt er að hagnýta þess- ar verðsveiflur. — Hvað er annars um þróun brezka markaðsins og framtíð- arhorfur að segja, fram yfir það, sem áður er sagt? E. t. v. er erfitt að spá nokkru um það, en ég tel þó, að örasti vöxturinn verði í sérpakkning- um, svo sem sneiðum. smápaklkn)' ingum og tilreiddum mat, sem dreift verður í frystiskápum i almennum matvöruverzlunum, en ekki i sérverzlunum, svo sem fiskbúðum. * Hjalti Einarsson er f. 1926 í Bol- ungarvík, sonur Einars Guðfinnssonar og k. h. Eiísabetar Hjaltadóttur. Hann varð stúdent frá Akureyri 1946, laulc BS-prófi í efnaverkfræði frá Univer- sity of Illinois 1951, MS-prófi í mat- vælaiðnfræði frá Oregon State Coll- ege 1953. Hann varð verkfræðingur i rannsóknastofu Fiskifél. ísl. 1954, en 1957 tók hann við núverandi starfi sínu. — Hann er kvæntur Halldóru Jónsdóttur frá Bolungarvík, og eiga þau þrjá syni barna. Vöxtur í Miöfjarðará EGILSSTÖÐUM. 16. apríl. — Hér hefur verið stöðug hláka s.L þrjá sólarhringa og snjóa hetfur mjög tekið upp. í dag er verið að vinna að því að ryðja snjó af vegum og opna þá. Verið er að ryðja Fagradatevegi, aða'lveginn millli Héraðs og Reyðarfj., og sagði Helgi Gísilason verkstjóri mér að vegurinn yrði sennilega opnaður seint í kvöld Vötn hafa ekki hlaupið fram ennþá, enda hefur hlákan verið hæg og vatnavextir hafa ekki verið hér. Eitthvað hafa lækir þó spillt vegum, en ekki svo telj andi sé. Mikiil ís er enn á Lagar fljóti og mun það sennilega taka ncikkurn tíma að ryðja sig. — Ari. vísu getað hugsað mér aðra meðferð á stykkinu, en slíkt er alltaf meira og minna smekksatriði. En ég hugsa að kjarni þess hefði skilað sér betur, ef kórinn hefði talað betur og greinilegar. hafi, en um leið og brennu- vargarnir eru seztir að í húsi hans og búnir að ná þar fót- festu, hafa þeir algerlega yf- irfaöndina og Biedermann gengur lengra og lengra í und irlægjuhættinum við þá, af- sakandi sjálfan sig, teljandi sér trú um að þetta verði nú allt í lagj — í veikri von um að geta bjargað eign sinni, þó hús nágrannanna brenni. En auðvitað bjargar það engu. Leikrit þetta er semsagt ákaflega timabært og vekur til umfaugsunar. Eg hefði að • Vinningsnúmer þarf að tilkynna Af Norðurlandi skrifar M.J.: Mig langar til þess, Vel- vakandi góður, að biðja þig að koma því á framfæri við hin ýmsu happdrætti, að þau sendi út vinningaskrár sem allra fyrst eftir hvern drátt, Einu sinni var það venja að vinningsnúmerin voru lesin upp í Útvarpið og sat þá fólk spennt við tækin að hlusta. Þessi góða þjónusta við fólk- ið lagðist niður, hverjum sem það er að kenna. Þess í stað verðum við að bíða í há.lfan mánuð til þrjár vikur og jafn vel lengur eftir því að ná í vinningaskrár og ríkir yfir því mikil óánægja, sem von- legt er. Akureyrarumboðin hafa tjáð mér að þau verði oft að hringja suður til að rekast í að fá vinningaskrárn- ar og er þó ekki hægt að segja annað en að póstsam- göngur milli Reykjavíkur og Akureyrar séu sæmilegar. Hér virðist því um beina van rækslu vera að ræða við miða kaupendur, sem breyíast þarí til batnaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.