Morgunblaðið - 17.04.1962, Síða 24

Morgunblaðið - 17.04.1962, Síða 24
F léttasímar Mbl — eltir iokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 Sjúkrahúslæknar segja upp starfi sínu 1 GÆR sögðu flestir sjúkrahús- læknar upp starfi sinu með Þrig'g'ja mánaða fyrirvara ag míðaðist uppsögnin við næst- komandi mánaðamót. Blaðið spurðist fyrir um þetta hjá Georg Lúðvíkssyni, framkvæmda stjóra Ríkisspítalanna og stað- festi hann að þetta vaeri rétt. Hefðu uim 30 læknar sagrt upp starfi sínu hjá Ríkisspítölunum. Einnég muitu 5 læknar hjá Bæj- arspítalanum hafa sagt upp starfi. Er hér um að ræða sjúkrahús- lækna aðra en yfirlækna á sjúkrahúsum. Kandidatar eru heldur ekki hér með taldir. Ekki hafa þó uppsagnir borizt frá öll- um sjúkrahúslæknunum, og ekki vitað hvort þær eiga eftir að koma. Síðan fyrir áramót hafa farið fram öðru hverju viðræður um kaup og kjör milli heilbrigðis- málaráðuneytisins og læknanna, sem ekki hafa borið árangur enn. Þó hefur ekki slitnað upp úr þeim. Framboðslisti Sjálfstæð- ismanna í Keflavík 1 gærkvöldi var samþykktur framboðslisti Sjálfstæðisflokks- ins í Keflavík við komandi bæj arstjórnarkosningar: Aifreð Gíslason, bæj«ar®tjóri Þorgr&nur St. EyjóMsson, fram kvæmdastjóri Eggert Jónsson, bæjarfógeti Gunnlaugur Karlsson, skipstj. Garðar Pétursson, rafvinki Vilbong Amundadóttir, húsfrú Steinþór Júlíusson, skrifstofuan. Tómas Tómasson, löigfræðingur Guðmiundur Guðmundsson, sparisjóðsstjóri Álftavatn flæddi yfir bakka sína. Hér má sjá hvar það hefir flætt upp á veginn. Þýzki svanuríian sár KJARTAN brunavörður veitti því athygii að í heilan sólarhring hafði hann aðeins séð annan þýzka svaninn á Tjörninni, en svanaihjónin þýziku halda sig yfir leitt alltaf saman. í gær fannst svo karlfuglinn suður í hólunum fyrir sunnan Hringbrautina, illa haldinn. Hefur hann sennilega lent í áflogum við íslenzku svanina, og þeir leikið hann svo grátt að hann lá eftir ósjálfbjanga. Var farið með svaninn til dýralæknis, sem hreinsaði sár hans, gaf hon- um pensilín og var hann síðan fluttur inn fyrir bæ, þar sem hann mun fá umönnun þar til hann nær sér. Sesselja Magnúsdóttir, húsfrú Skafti Friðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Kristjón Guðlaugsson, verzl.m. Benedikt Þórarinsson, yfirlög- regluþjónn Kaupgjaldsmálin rædd á Dagsbrúnarfundi: Verkamenn andvígir verkföllum Marteinn J. Árnason, skrifstofu- stjóri Húsbruni HAFNARFIRÐI — Rétt fyrir hádegi á sunnudag var slökkvi liðið kal'lað að húsinu Vestur- götu 26B (Kletti) og var þá tals verður eldur á efri hæð hússins, sem er einlyft með risi, um 40 ferm. Urðu slökkviliðsmenn að rifa nokkum hluta þaksins til að komast að eldinum og tókst þá fljótlega að ráða niðurlögum hans. Þrátt fyrir það urðu bruna Skemmdir miklar, svo og af vatni Gg reyk. Heimi'lisfólk, sem er fimm tais ins, hefir orðið fyrir miklu tjóni, því að innanstokksmunir voru óivátryggðir og húsið lágt vá- tryggt. — G. E. Jfl0r0imibIaí>ií> SKAROSHLÍÐ undir Eyja- fjöllum, er mikilvæg við- skipta- og umferðamiðstöð. Framvegis verður Mbl. selt þar í lausasölu alla daga vik unnar. Það er Kaupf. Þór á Hellu, sem rekur verzlun að Skarðshlíð. Þ A Ð kom greinilega fram á Dagsbrúnarfundinum síðastl. sunnudag, að kommúnista- stjórnin í félaginu treystist ekki til að hlýðnast þeim fyrirmælum Hannibals Valdi marssonar, forseta ASÍ, að stofna til verkfalls „í þessum mánuði eða þeim næsta“, eins og hann krafðist í út- varpsumræðunum >á dögun- um. Hins vegar samþykkti fundurinn ályktun, þar sem því var lýst yfir, að verka- menn tækju „fegins hendi“ yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um, að hún vilji stuðla að kauphækkun til þeirra verka manna, sem lægst eru laun- aðir. Er engum vafa undir- orpið, að þessi skyndilega stefnubreyting verkalýðsfor- ystu kommúnista stafar af viðbrögðum verkamanna sjálfra og alls almennings við ræðu Hannibpls, því að verkfall nú hefði í raun og veru þýtt, að launþegar hefðu verið rændir þeirri 4% kauphækkun, sem koma á til framkvæmda hinn 1. júní n. k. Á fundinum, sem var frem- I ur fásóttur, töluðu ekki aðrir laf hálfu Dagsbrúnarstjórnarinn- Fulltrúaráðsfundur í kvöld um framboðslista í K V Ö L D kl. 20:30 verður fundur í Fulltrúaráði Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík. — Kjörnefnd skilar þá til- logum sínum, og tekin verður ákvörðun um framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins Við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 27. maí n.k. Fundurinn verður haldinn í Sjálf- stæðishúsinu, og þurfa fulltrúaráðsmenn að sýna skír- teini við innganginn. ar en þeir Eðvarð Sigurðsson, form. Dagsbrúnar og Guðm. J. Guðmundsson, varaform. félags- ins. Mun það vera í fyrsta skipti um langt árabil, sem þeir verða að standa einir til andsvara fyr- ir hina kommúnísku forystu fé- lagsins, en það er vissulega tím anna tákn og í samræmi við hið breytta viðhorf verkamanna. til hennar. Eðvarð ómerkir orð Hannibals Hið athyglisverðasta við ræðu Eðvarðs var sú mikia á- herzla, sem hann lagði á, að ekki væri ætlunin að efna til stórátaka nú. Kom þetta skýr- ast fram, þegar hann svaraði að- vörun Jóhanns Sigurðssonar um að leggja út í tvísýn stórátök nú, en þá dró hann svo hraust- lega í land fyrir hönd Hanni- bais að segja, að „enginn hefði lagt það til“. Þó vildi Eðvarð hefja undirbúning að nýjum kauphækkunum á næstunni. — Taldi hann, að góður grundvöll- ur væri fyrir kauphækkunum nú vegna hinnar góðu afkomu þjóðarbúsins, sem fyrirsjáanleg væri. Hið eina, sem að áliti hans gat komið í veg fyrir góða af- komu, væri langvarandi verk- fall togaraflotans. Ríkisstjórnin hefur uirnið að kjarabótum Af hálfu lýðræðissinna töl- uðu á fundinum þeir Jóhann Sigurðsson, Sigurjón Bjarnason og Halldór Briem. Jóhann svar- aði einkum í ræðu sinni stað- hæfingum Eðvarðs um fjand- skap núverandi ríkisstjómar í garð verkamanna. Nefndi hann nokkur mál, sem ríkisstjórnin hefði komið fram og mætti vissulega telja kjarabætur, m.a. niðurfellingu tekjuskatts á lægstu tekjum, lækkun tolla og hækkun bóta almannatrygginga. Mikla athygii vöktu í því sam- bandi þau ummæli Eðvarðs Sig- urðssonar, að enda þótt hann mæti og þalrkaði það, sem rík- isstjórnin hefði vel gert í ai- mannatryggingamálum, þá væri fráleitt að telja hækkaðar bæt- ur almannatrygginga til kjara- bóta. Var auðheyrt, að þessi ein kennilega afstaða hans hlaut daufar undirtektir meðal fund- armanna. i( Unnið verði að kjarabótum með styttingu viimutíma Þá minnti Jóhann Sigurðs- son á samþykkt Alþingis í vetur um rannsókn á því, hvernig vinna megi að kjarabótum með styttingu vinnutímans. Taldi Jó- hann rétt að binda miklar von- ir við störf þeirrar nefndar, sem kosin hefði verið til þess að vinna að þeirri rannsókn. Þá varaði hann við þvi að leggja út í tvísýn stórátök að sinni og lagði til, að verkamenn not- færðu sér þá 4% kauphækkun, sem til framkvæmda kemur 1. júní n. k. og fullkannað verði, hve mikia kauphækkun vinnu- veitendur vilja fallast á til handa hinum lægst launuðu. ic Teknar verði upp viðræður við vinnuveitendur 1 lok fundarins var borin upp og samþyklct áilyktunartil- laga frá stjóm félagsins. Er kjarni þeirrar ályktunar á þessa leið: „Fundurinn lýsir því yfir, að hann telur óumfiýjanlegt, eins og mólum er nú komið, að kaup verkamanna verði að hækka, fyrst aðrar leiðir til úrbóta eru lokaðar. Hann tekur því fegins hendi þeirri yfiriýsingu ríkis- stjómarinnar, að hún viiji stuðla að kauphækkun til verka- manna umfram þau 4% sem koma eiga til framkvæmda 1. júní n. k. Fundurinn felur stjóm félags- ins að fá sem fyrst úr því skor- ið með viðræðum við atvinnu- rekendur hvort þeir fallast á nauðsynlega kauphækkun til verkamanna, án þess að til stæiri átaka komi.“ Flaug á bíl KL. 7:15 í gærkvöldi var leigu bílstjóri frá Hreyfli á leið aust ur með farþega. Var hann stadld ur vestan við Sandskeiðið og var að skipta um hjóibarða á bif reiðinni, þegar flugvól kom fljúgandi að honum og srvo nærri að hún rak vænginn í loftneta stöngina og kengbeygði hana, Flaug flugmaðurinn síðan áfram en farþegunum í leigubílnum var að vonum brugðið eftir þessa óvæntu árás. Leigubílstjórinn, sem heitir Gunnar Schevinig, kærði þetta tiltæki flugmannsinis til lotftferða eftirlitsins er hann kiom í bæinn. Kvaðst hann hafa séð flugvél ina, sem var tvíþekja, ætfa lend ingu á Sandiskeiðinu, en gaf þvi ekki gaum, vegna vinnu sinnar við hjólbarðann. Kona, sem var farþegi sat aftan við bilinn. Hún sá er flugvélin kom, hélt hún færi beint á bíilinn og beygði sig til jarðar. Bftir flugið var útvarpsstöng bílsins kengbogin í seilingarhæð meðaknannis. Hærri laun með styttri vinnutíma Á DAGSBRÚNARFUNDINM sl. sunnudag vakti mikla at- hygli frásögn eins starfs- manna Ofnasmiðjunnar hf., Sigurjóns Bjarnasonar, af því, hvemig þar hefur tekizt að tryggja starfsmönnum fyrir- tækisins hærri laun með styttri vinnutíma. Var svo- kaliað „premíu“-fyrirkomu- lag tekið upp í Ofnasmiðj- unni fyrir 5 árum, og hefur síðan fært starfsmönnum hennar hærri tekjur en 5 klst. yfirvinna á viku hverri gerði áður. Nefndi hann t. d., að á sl. ár hefði kaup starfsmanna Ofnasmiðjunnax verið 29% hærra en verið hefði með 5 klst. yfirvinnu, sem nú hefur verið felld þar niður. Er þetta fyrirkomulag fólgið í því, að starfsmennimir fá vikulega greitt sem svarar 5 klst. yfirvinnu — án þess þó að þurfa að vinna svo lengi — en þar að auki fá þeir svo greiðslu fyrir hvem fermetra, sem framleiddur er af ofnum umfram visst mark. Nam sú greiðsla til skamms tíma 1 kr. pr. ferm., en hefur nú hækk- að um 50%, eða upp í 1,50 kr., til samræmis við hæikk- un tímakaups. Vakti Sigur- jón athygli á því, að með þessu móti hefðu starfsmenm Ofnasmiðjunnar fengið 327,99 kr. hærra kaup á viku miðað við 1 kr. pr. femu, eða 1.7.045,48 kr. yfir árið, heldur en iðnverkamenn fá yfirleitt fyrir dagvinnu. Hefur þannig iekizt hvort tveggja í senn, að hækka laun starfsmann- inna með styttri vinmutíma »g auka framleiðslu fyrirtæk- isins. Sagði Sigurjón að lok- um, að það væri að sinu áliti nyggiiegra að reyna að sneiða hjá vinnudeilum etftir því sem unnt væri, en leitast heldur við að ná kjarabótum eftir þessari leið. Var auðheyrt á fundax- mönnum, að frásögn Sigur- jóns fékik góðan hljómgmnn. enda kom það fyrir hvað eft- ir annað á fundinum, þegar Eðvarð Sigurðsson og Guð- mundur J. Guðmundsson hófu kröfuiglamur sitt, að verkamenn hrópuðu fram í fyrir þeim: „Við viljum raun- hæfar kjarabætur“! 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.