Morgunblaðið - 15.05.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.05.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. maí 1962 MORGVNB171ÐÍÐ 3 STAKSTIINAR FEGUBÐARSAMKEPPNIN 1962 fór fram s.L laugar- dag. Hófst hún í Austurtoæj- arbói kl. 7 e.h., en þar komu stúlkurnar 6, sem í úrslit kom ust, fram í kjólum og á sund- bolum. Auk þess voru ýmis skemmtiatriði. Úr Austurbæj- arbíói óku stúlkurnar í opnr um vagni í Glaumbæ. Lúðra- sveitin Svanur var einnig á vagninum og lék f jörug lög. ★ Á miðnætti vöru úrslit sam keppninnar kunngjörð í Næt- urklúbbnum. Fegurðardröttn- ing íslands 1962 var kjörin Guðrún Bjarnadóttir, 19 ára, úr Ytri-Njarðvík. Guðrún hlaut í verðlaun ferð á feg- „Ungfrú Islands 1962“ ásamt unnusta sinum Guðbrandi Geirssyni og foreldrum sínum Bjarna Einarssyni og Sigríöi Stefánsdóttur. Guðrún Bjarnadöttir „Ungírú Island 1962“ urðarsamkeppnina „Miss Int- ernational Beuty“ á Langa- sandi 1963. Auk þess hlaut hún ýmis aukaverðlaun. önnur í röðinni varð Anna Geirsdóttir, 19 ára. Hlaut hún titilinn „Ungfrú Reykjavík 1962“ Og að verðlaunum ferð á „Miss Universe" keppnina í Miami nú í sumar o. fl. Þriðja varð Líney Friðfinns dóttir, hlaut hún að verðlaun- um ferð tii Beiruíh í Líbanon, þar sem hún tekur þátt í keppni um titilinn „Miss Europa“ í fjórða sæti var Rannveig Ólafsdóttir, sem hlaut að verð launum ferð á „Miss World“ keppnina í London. Fimmta var Auður Aradótt ir og hlaut að verðlaunum gullúr frá Magnúsi Baldvins- syni. í sjötta sæti var Guðný Á. Björnsdóttir og hlaut hún að verðlaunum dragt frá Káp unni. í Næturklúbbnum kom Guðný fyrst fram og síðan köll af kolli og fegurðardrottn ingin rak lestina. Stúlkurnar fengu allar blómvendi og skrautrituð skjöl. Sigríður Geirsdóttir, fegurðardrottning íslands 1959 krýndi fegurðardrottn- inguna 1962. ★ Bftir að úrslitin vöru kunn gjörð hópuðust Ijósmyndaar í kringum fegurðardrottning- una og ailir vildu óska henni til hamingju með sigurinn. Meðal þeirra, sem voru samankomnir til að óska Guð rúnu til hamingju voru fw- eldrar hennar Bjarni Einars- sönar frá Ytri-Njarðvík og kona hans Sigríður Stefáns- dóttir, voru þau bæði mjög ánægð með sigur dótturinnar. Einnig var þar unnusti Guðránar, Guðbrandur Geirs son frá Borgarnesi, en hann rekur nú bílasölu í Reykja- vík ásamt félaga sínum. Guðrún var enn umkringd ljósmyndurum og við tókum Guðbrand tali. — Hvernig lýst þér á allt þetta umstang í kringum Guð rúnu? — Eg er mjög ánægður með það að hún skyldi sigra, reyndar var ég viss um það frá byrjun. Ég var alveg sam þykkur þvlí að hún færi í keppmna. Slúlkurnar, sem komust í úrslit í fcgurðar samkeppninni. Frá vinstri: Auður Aradóttir (Nr. 5), Anna Geirsdóttir (Nr. 2 „Ungfrú Reykjavík 1962“), Guðrún Bjarnadóttir („Ungfrú ísland 1962“), Líney Friðfinnsdóttir (Nr. 3) Rannveig Ólafsdóttir (Nr. 4) og Guðný Á. Björnsdóttir (Nr. 6). — Eruð þið búin að vera lengi trúlofuð? — Við opinberuðum um jólin, en við kynntumst fyrst í Klúbbnum um sumarið 1960, og það var ást við fyrstu sýn að minnsta kosti hvað mig snerti. — Finnst þér ekki slæmt að missa hana til Kaliforniu næsta sumar? — Ég ætia að reyna að fara með henni, ef ég get. ★ Nú var loksins búið að mynda Guðrúnu nóg að sinni og við tókum hana tali. — Ilvernig líður þér núna? — Ég er ánægð. Ég var voðalega taugaóstyrk á með- an á þessu stóð. — Hvenær vissirðu um úr- slitin? — Ekkert fyrr en Anna var kölluð fram þá var ég ein eftir. — Hefurðu vesið í Tízku- skólanum? — Já. Ég hef líka verið á skóla fyrir tízkusýningar- stúlkur í Newcastle í Eng- landi. Ég fór þangað, þegar ég hafði lokið gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Keflavík- ur til þess að læra ensku, vél- ritun o. fl. í Pitman College í Hull. Þegar ég hafði lokið þeim skóla fór ég í tízku- sýningarskólann. Ég var alls eitt ár í Englandi. -— Hvað hefurðu unnið síð- an þú komst heim? — Ég vinn á skrifstofu hjá tföður mínum, en hann er framkvæmdastj. Skipasmíða- stöðvar Njarðvíkur. Ég hef lífca tekið þótt í tízkusýningum. — Mér þykir gaman að sýna föt og einnig hef ég gaman af dansi, en mitt helzta áhugamál þessa stundina er leiklist. — Hefurðu reynt eitthvað fyrir þér á því sviði? — Ég hef verið í leikskóla Keflav.íkur og nú leik ég Láru ísaksen í Bör Börsson, sem Leikfélag Keflavíkur sýnir um þessar mundir. Ég hef áður le.ifcið smáihlutverk hjá leikféiaginu og leikið á skóla- skemmtunum. — Ertu að hugsa um að leggja fyrir þig leiklist? — Nei, það held ég ekki, það er aðeins tómstundagam- an. — Hefurðu nokkrar sérstak ar fyrirætlanir um framtíð- ina? — Neí, ekki ennþá. — Ætlarðu kannske að gifta þig bráðlega? — Það er alveg óákveðið. Skýringar Jiyrftu aö fylgja Morgunblaðið vakti athygli á því að í kosningastefnuskrá AI- þýðuflokksins um húsnæðis- og byggingamál væri sagt berum orðum að alveg ætti að hætta að úthluta lóðum í höfuðborg- inni til einstaklinga; í hæsta lagi þrir aðilar ættu að annast byggingaframkvæmdir, þ.e.a.s. Byggingafélag verkamanna, borgaryfirvöldin sjálf og „bygg- ingasamsteypa“, sem borgin hlutaðist til um að sett yrði á fót. A sunnudaginn reynir Al- þýðublaðið að draga í land og segir að ekkert mark sé tak- andi á þessari stefnuskrá, alls ekki sé átt við það sem þar stendur, heldur eigi einstakl- ingarnir áfram að fá að byggja. Svo mikið er þó víst, að í Al- þýðuflokknum eru menn, nægilega áhrifamiklir til að vera falið að semja stefnuskrá fyrir flokkinn, sem eru þeirrar skoðunar, sem fram kemur í stefnuskránni sjálfri, nema þá að um sé að ræða hreina af- glapa. Annars eru það vmsam- leg tilmæli til Alþýðublaðsins að rækilega sé fram tekið, þeg- ar það birtir næsta kafla stefnu skrárinnar, hvað sé „plat“ og á hverju eigi að taka mark, ef eitthvað verður þá af slíku. i Stór byggingafyrirtæki Alþýðublaðið vitnar einnig til álitsgerðar handarísks sér- fræðings í byggingamálum, Davissons, og ummæla Erlings Guðmundssonar verkfræðings, sem fór utan á vegum húsnæðis málastjórnar til að kynna sér byggingamálefni. Erlingur Guð- mundsson segir: „Ef hér risu upp stórir fram- kvæmdaaðilar, sem mundu bysgja samanlagt t.d. ÞRIÐJ- UNG (Leturbr. Mbl.) allra íbúða í Reykjavík eða jafnvel meira jafnframt því, sem verk- stæðis- og verksmiðjufram- leiðsla í sambandi við slíkar framkvæmdir mundi beinast til fárra aðila, þá gerist slíkt ekki án þess að hafa mikil á- hrif innan byggingaiðnaðarins. Mín skoðun er sú, að þetta hljóti að vera það, sem koma skal. Morgunblaðið er sammála því að nauðsyn beri til að stór byggingafyrirtæki taki að sér húsbyggingar í vaxandi mæli og e.t.v. mættu þau byggja „þriðjung allra íbúða í Reykja- vík“, eins og Erlingur leggur til. En að borgin sjálf og Bygg- ingafélag verkamanna byggðu hina tvo þriðju eins og segir í stefnuskrá Alþýðuflokksins er auðvitað hrein fjarstæða, sem einungis örgustu afturhalds- mönnum sósíalismans getur hugkvæmzt. Allt undir S.Í.S. Þegar kosningar nálgast byrja Framsóknarmenn venjulega að tala um að þeir vilji að sem flestir einstaklingar séu fjár- hagslega sjálfstæðir. En sann- Ieikurinn er hins vegar sá, að fyrsta og síðasta boðorö Fram- sóknarmanna er að styrkja sem allra mest völd og áhrif SÍS og sölsa sem mestan hluta fjár- magns þjóðarinnar undir yfir- ráð þess auðhrings. En jafn- framt hafa þeir verið aðal- hvatamenn þjóðnýtingar á fjöl- mörgum sviðum. Sem betur fer hefur SÍS ekki tekizt að leggja undir sig meginhluta atvinnu- lifs í Reykjavík, sem þó hefur verið keppt að. Þess vegna er enn verulegt fjármagn í hönd- um borgaranna, svo að þeir hafa gétað byggt sínar eigin íbúðir, stofnað atvinnufyrir- tæki og treyst fjárhag sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.