Morgunblaðið - 15.05.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.05.1962, Blaðsíða 20
20 MORGUWBLAÐtÐ Þriðjudagur 15. maí 1962 GEORGE ALBERT CLAY: gina Saga samvizkulausrar konu -------- 56----- an, geta þau myndað heild. Einn ig er safnað peningum og það er þýðingarmikið nú orðið, þegar rán og gripdeildir eru úr sög- unni. Hann gekk yfir gólfið og tók upp ofurlitla tösku úr leðri. Hann hellti úr henni á gólfið og Gána sá fjöldann allan af papp- írsmiðum, sem á var skrifað með ólíkum rithöndum og á mörgum tungumálum. Auk þess voru landabréf og Ijósmyndir. Þessu hefur verið safnað síð- asta hálfa mánuðinn. sagði hann. Og við förum í graenmetisferð tál búgarðsins hálfsmánaðarlega. Hvernig hefur þetta getað bor- Izt hingað? spurði Gina, en mundi þá, að leynilögreglan var þama á hæðinni fyrir ofan þau. Einmitt þessvegna er þetta ör- uggasti staðurinn. Konurnar af- henda það, þegar þær koma sam an í samkvæmi og Lolyta flytur það svo hingað. Gina mundi, að Lolyta hafði farið í tesamkvæmj á einhvern stað þar sem ekkert te var til Snöggvast varð henni hugsað til Katos og hvernig hann hefði launað svona upplýsingar og henni datt í hug Naramashita aðmíráll í því sambandi, en hún varpaði þeirri hugsun frá sér aftur.. Héðan er það svo flutt til bú- garðsins og þangað kemur svo sendimaður ofan úr fjöllunum og flytur það þangað. >að væri auðvitað betra ef við gætum unn ið úr því sjálf, en til þess að flytja öll þessi pappírsgögn höf- um við stóra vasa á fötunum okkar. Hann leit á grannan lík- amsvöxt hennar og brosti. Þetta getur fitað þig talsvert! Gina vandist bráðlega af því að hræðast Japanina á vegunum. Þau voru bara gamall maður og gildvaxin ung kona, sem sátu að bakí tveim latrækum uxum, og þegar þau voru stöðvuð, hafði Don Diego vegabréf sitt og leyfi tilbúið. Það var einkennileg til- finning að vera með allan þenn- an ólöglega flutning á sér og fá að komast leiðar sinnar, og henni datt í hug, að ef hún hefði getað fært Kato svona flutning, gæti hún enn átt heima í Kletta- húsinu sínu. Loftið var betra úti í sveitinni og hún naut ferðalagsins, nema þegar þau urðu að fara yfir markaðstorgin í litlum bæ og sáu þar fjóra innlenda menn, sem héngu á krossum. Þeir voru alls- naktir og þeir, sem framhjá fóru ldtu undan í lotningu. Þeir hafa orðið að þjást fyrir lítilfjörleg afbrot, sagði Don Diego. Þjófnað ef til vill, eða þá að þeir hafa vanrækt að hneigja sig fyrir einhverjum háttsettum Japana — kannske vanrækt að hneigja sig fyrir bílnum þínum hér áður fyrr, Gina. Þeir fá að hanga þarna í þrjá daga og þrjár nætur, án þess að fá vott eða þurrt. Ég hef nú aldrei kynnzt þeirri hlið á Japönunum, sagði hún. Ég vissi að vísu, að mönnum var refsað, en ekkf hvernig. Það er margt, sem þú veizt ekki, Gina, sagði hann, og margt, sem þú hefur ekki séð. En nú ertu farin að sjá bg læxa. Hún hafði vonað að hitta frú Tiu á búgarðinum, en það varð ekki. Húsið var þögult og yfir- gefið, enda Þótt nokkrir menn væru að vinnu á ökrunum. Það var farið með hana inn í stóra svefnherbergið þar sem þau Vicente höfðu sofið forðum og Don Diego roðnaði þegar hann færði hana úr þungu fötunum, fór með þau út og skilaði þeim svo aftur nokkrum mínútum síð- ar. Allur tilflutningurinn á upp- lýsingunum hafði ekki tekið nema nokkrar mínútur og brátt voru þau komin út í húsagarð- inn aftur, reiðuibúin að leggja af stað heimleiðis. Nú voru körfur af ávöxtum og grænmeti í kerr- unni og þau urðu að leggja af stað tafarlaust, til þess að ná heim fyrir myrkur. Mario, sem hún hafði ekki séð mánuðum saman, átti að fara með þeim. Það er gaman að sjá yður, frú, sagði þessi hæverski unglingur. Ég hef saknað yðar hérna. Nú hef ég einhvern að leika mér við, og nú getum við synt sam- an. Hann hló glaðlega. Ákafi drengsins að komast heim var eins og hjá krakka, sem á að fara að sleppa úr skól- anum. Ófriðurinn virtist alls ekkj hafa komið neitt við hann, og Gina tímdi ekki að segja hon- um, að sundpollurniiinn væri þeim nú bannaður. Mario kemur með okkur svo að hann geti ekið uxunum fram- vegis í minn stað, sagði Don Diego. Þá lítur þetta ferðalag meir út eins og kaupstaðarferð eingöngu. Mig hefði langað að hitta frú Tiu, sagði Gina. Vissi hún, að ég kom með þér? Já, henni var sagt það. En hún er veik. Kannske næst. Bað hún þig ekki fyrir nein skilaboð til mín? spurði Gina eftirvæntingarfull. Varstu að búast við því? Ég var að vona það. Það voru skilaboð og frú Tia hafði beðið fyrir þau tii hennar. Seinna, þegar þau ko^u til borg arinnar og Gina smeygði sér úr víða kjólnum, fann hún eitthvað hart í einum vasanum. Það var svartsteinshringurinn. XXXII. Það var þögult í kjallaranum. Don Diego var í hampskrifstof- unni og frú Lolyta hafði farið í samkvæm; og Gina fór að hugsa um, hvort ný ferð til búgarðsins stæði bráðlega fyrir dyrum. Luisa hafði verið úti síðan snemma um morguninn. Þetta var um miðdegishvíldartímann og Sofita og Anna lágu fyrir. svo og jómfrú Alverez. Mario var að vinna í garðinum. Lítið hafði verið talað um hjálp Ginu við að flytja upplýs- ingarnar til búgarðsins, en Gina fann samt mikilvæga breyt ingu á stöðu sinni þarna í húsinu því að nú var talað frjálslega við hana, eins og hún væri ein af hópnum og hún varð alveg steinhissa á hinu nána sambandi, sem komið var á með heimilis- fólkinu þarna og fjallabúunum. Hún var farin að finna ein« hvern frið á þessum leiðinlegu og tilbreytingaxlausu dögum. Það var einhver hvild í þessu rólega lífd, sem hún nú lifði, sem var bein andstæða við fyrri árin í Cebu, þegar hún hafði aldrei fengið tækifærd til að vera eins og hún átti að sér. Nú fann hún, að hún var orðin eins og dóttir gömlu hjónanna. Hver vissi nema hennd gæti tekizt að losna algjörlega við Vicente og vinna Tim aftur. Það var heitt inni hjá henni og hún gat ekki sotfið. Hún smeygði sér í baðsloppinn, sem Don Diego hafði gefið henni og varð hálfreið, þegar hann dróst við gólfiið, svo að hún varð að halda honum uppi. Hún gleymdi þvi, að hún hafði ekki getað haft annað með sér úr Kletta- húsinu en það, sem hún stóð L Það var enginn eldur í eld- húsinu og ekkert verdð að mat- SHÍItvarpiö l*riðjudagur 15. maí. 8XK) Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik** ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón- leikar. — 10.10 Veðurfrengir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir, til- kynningar og tónleikar. — 16.30 Veðurfregnir.' — Tónleikar. -• 17.00 Fréttir. — Endurtekið tón- listarefni). 18.30 Harmonikulög. — 18.50 Tilkynn- ingar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Hörpukonsert í B-dúr op. 4 nr. 6 eftir Hándel (Gerda Schimmel og kammerhljómsveit- in 1 Berlín leika; Herbert Haarth stjórnar). 20.15 Erindi: Byltingarmaðurinn Thom as Jefferson;; fyrri hluti (Hann- es Jónsson félagsfræðingur). 20.45 Píanótónleikar: Sónata nr. 20 I c-moll eftir Haydn (Svjaoslav Hikhter leikur). 21.10 Ný ríki í Suðurálfu; VI. erindi: Togo, Niger og Dahomey (Eirík- ur Sigurbergsson viðskipta- fræðingur). 21.40 Pólsk þjóðlög: Mazowsze-þjóð- dansaflokkurinn syngur og leikur 21.50 Formáli að fimmtudagstónleik- rnn Sinfóniuhljómsveitar íslends (Dr. Hallgrímur Helgason). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lög unga fólksins (Úlfar Svein- björnsson). 23.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 16. mai. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón- leikar. — 10.10 Veðurfrengir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleiikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna'*: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tiJ- kynningar og tónleikar. — 16.30 Veðurfregnir. — Tónleikar, ^ 17.00 Fréttir. — Tónleikar) 18.30 Óperettulög. — 18.50 Tilkynning- ar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Erlingur Pálsson lögregluþjónn talar aftur um umferðarmál. 20.05 „Valsað fyrir vestan haf“: Har- old Coates og hljómsveit hans leika og syngja. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Eyrbyggja saga; XXI. (Helgi Hjörvar rithöfundur). b) Karlakörinn Heimir í Skaga- firði syngur. Söngstjóri: Jón Björnsson á Hafsteinsstöðum, c) Jochum Eggertsson flytur frú söguþátt: Tyeir kaffikóngar, d) Margrét Jónsdóttir les sagnip af yfirnáttúrlegum hlutum, skráðar af þórbergi t»órðar- syni. e) Dr. Símon Jóh. Ágústsson prófessor kveður rímnalög. 21.45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: „Við gröfina'*, smá- eaga eftir Svövu Jakobsdóttur (Katla Ólafsdóttir). 22.25 Næturhljómleikar: Frá hétíð nú- tímatónlistarmanna í Varsjá sJL haust. 22.25 Næturhljómleikar: Frá hátíð nú- tímatónlistarmanna í Varsjá sL haust. a) „Bréf tfl Marc Chagall", hljómsveitarverk með söng og framsögn eftir Stalislaw Wieohowicz (Halina Lukom- ska, Krystyna Szostek-Had- kowa, Zofia Rysiowna, Gust- aw Holoubek, kór og hljóm- sveit Þjóðarfilharmoníunnar f Varsjá flytja; Stanislaw Wis- lock stj.). b) Þættir fyrir píanó og hljóm- sveit eftir Boleslaw Szabelskf (Fílharmoníuhljómsveitin f Kraká leikur; Andrzej Mar- kowski stjórnar). c) „Sorgaróður til fómarlamlb- anna í Hiroshima" eftir Krzy* ztof Penderecki (Sama hljóm- sveit og stjórnandi), 23.25 Dagskrárlok. ZANUSSI 5 ára ábyrgð á frystikerfi GERÐ: 240 TS 8,5 cuft. = 216 litrar. Krómað handfang, Krómaður fótstallur. Frystihólf Affrystibakki Hitaliði (Thermosat) með sjálfvirkri afþýðingu. Emeleruð stálumgerð. Innri kiæðning úr emeleruðu stáli. Kjöt Og fiskisúffa sem rennur á stálrennuim. Sjálfvirkur rofi fyrir Ijós Raftækjaverzlunin LUKTIN Snorrabraut 44 — Sími 16242 — Æi, nú er ég búinn að gleyma því, sem ég ætlaði að segja. X Xr * GEISLI GEIMFARI X >f X- <— Það væri mikill misskilningur hjá þér að reyna að drepa okkur, Vandal. Eí John og ég finnumst látnir verður málið rannsakað.... — Það held ég ekld, Geisli.... Og þá hljóta böndin að berast að Vegna þess að ég ætla að sjá um að þér. engin lík finnist.... nokkumtíma!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.