Morgunblaðið - 15.05.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.05.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 15. maí 1962 Þ A Ð var á dögunum, að maður nokkur spurði blaða- mann Mbl. eitthvað á þessa leið: — Hvernig fer borgar- stjóri að því að komast yfir allt, sem hann þarf að gera, hvernig getur hann haft við- talstíma fyrir hvern sem er, mitt í öllum þessum önnum, komið fram fyrir hönd borg- arinnar við sérstök tækifæri o. s. frv.? Þegar blaðamaðurinn gat ekki svarað þessari spurn- ingu, þá var forvitni hans þegar vakin. Hvernig ver þessi embættismaður, sem mest er um rætt þessa dag- ana, venjulegum degi? — Hversu margir hafa ekki velt þessu fyrir sér og ekki sízt rétt fyrir borgarstjórnar- Icosningamar. Blaðamaður- inn sá strax, að hér var upp- lagt biaðaefni og hringdi í borgarstjórann og óskaði eft- ir sam«1nnu hans. — Hvað áttu við, sagði borgarstjóri, þegar blaðamað urinn hafði náð sambandi við hann, lýsa degi úr lífi mínu, ég skil ekki í því, að dagur úr lífi mínu sé neitt merki- Borgarstjórinn á heimili sínu, ásamt eiginkonu sinni, frú Ernu Finnsdóttur og börnum þeirra hjóna. Dagur borgarstjdrans en ráðið heldur fundi reglu- lega tvisvar í viku. Þar eru tekin fyrir og rædd öll mik- ilvægustu málefni borgarinn ar og undirbúnar ályktanir fyrir borgarstjórnarfundi. — ekki gleyma borgarstjórnar- fundum, sem oft standa langt fram á kvöld og haldnir eru tvisvar í mánuði. Þar skýr- ir borgarstjóri ýmis mál og verður fyrir svörum. Embættis síns vegna verð- ur borgarstjórinn einnig að sækja athafnir og móttökur á þessum tíma dags og er þá oft krafizt af honum að hann haldi ræður eða ávörp. Aufc þessa eru svo sérstakir við- talstímar á daginn eftir sam- komulagi við t. d. stjórnir fé- lagasamtaka. Undir kvöldið reynir borg- arstjóri svo oftast að fá næði á skrifstofu sinni og vinna þar að ýmsum verkefnum, sem þar bíða hans. Taka til á skrifborðinu, eins og það er kallað, áður en dagsverk- inu er lokið. VERST AÐ GETA EKKI EEYST VANDA ALLRA VXÐ höfðum frétt, að borg- arstjórinn komi venjulega heim til sín um sjöleytið á kvöldin og gerðum honum því fyrirsát við heimili hans inn við Dyngjuveg. — Nú, þið einu sinni enn, sagði borgarstjórinn, þegar við skutumst upp að dyrun- um, gjörið svo vel að ganga inn. Eg get því miður ekki boðið ykkur neitt, því að konan skrapp niður í bæ. Við erum ekki fyrr komn- ir inn í bókaherbergi hans, þegar síminn byrjar að hringja og okkur er ljóst, að vinnudegi hans er ekki lok- ið, þótt hann sé búinn að loka skrifstofu sinni við Aust urstræti. — Er þetta ekki ákaflega legri en dagur í lífi svo margra annarra vinnandi manna. Blaðamaðurinn vildi ekki gefa sig strax og benti á, að vegna væntanlegra kosn- inga hefðu margir sérstakan áhuga á störfum hans, sem æðsta embættismanns borgar innar. — Verður það ekki talin persónudýrkun, sagði þá borgarstjóri og hló við, þú mátt svo sem koma á ein- hverja fundina á morgun, einn verður t d. kl. 9 og annar kl. 3. FRAM YFIR HADEGI ÞAÐ var um áttaleytið þenn an morgun, sem borgarstjór- inn hélt frá heimili sínu inn í Kleppsholti og niður í bæ. Næst hafði blaðamaðurinn spurnir af honum kl. 9, en þá hélt hann fund á skrif- stofu sinni með nokkrum embættismönnum Reykjavík- urborgar. Fund þennan sátu Gunnl. Pétursson, borgarritari, Tóm- as Jónsson, borgarlögmaður, Gústaf Pálsson, borgarverk- fræðingur og Páll Líndal, skrifstofustjóri á borgarskrif stofunni. Slíkir undirbúnings fundir eru haldnir tvisvar í viku og standa þeir venju- lega í tæpa klukkustund. Þarna er rætt um einstök vandamál og önnur viðfangs- efni, sem leysa þarf. Klukkan hálfellefu er svo almennur viðtalstími borgar- stjórans tvo daga vikunnar og varir fram yfir hádegið. Yfirleitt er biðstofan orðin full út úr dyrum undir ellefu leytið og í þessum viðtals- tímum bera borgararnir fram hin margvíslegustu erindi og úrlausnarefni. Venjulega reynir borgarr- stjóri að komast heim til sín og snæða hádegisverð með fjölskyldunni, en erill dags- ins gerir það oft nauðsynlegt að snæða með einhverjum öðrum og .ræða við þá ýmis málefni um leið. Eftir hádegisverðinn vinn- ur borgarstjórinn úr viðtöl- unum frá morgninum og öðr um verkefnum, að svo miklu leyti, sem næði gefst fyrir símtölum og verkefnum frá skrifstofunni. Hefur samband við borgarstárfsmenn og stofnanir og undirbýr fundi. .... OG SfÐDEGIS ÞAÐ var ekki fyrr en kl. 3, sem blaðamaðurinn náði aftur sambandi við borgar- stjóra, en þá var hann á leið á borgarráðsfund í Skúlatúni 2. Borgarstjóri á sæti í borg- arráði og er formaður þess, Heimavinna og sím<hringingar á kvöldin. Undirbúningsfundur með embættismönnum. Frá vinstri: Páil Líndal, skrifstofustjóri, Gunnlaugur Pétursson, borgarritari, Tómas Jónsson, borgarlögmaður, Geir Hallgrímsson, borgarstjóri og Gústaf Pálsson, borgarverkfræðingur. Ennfremur eru þar afgreidd ýmis erindi borgaranna. Við spurðum borgarstjór- ann hvort við mættum koma á fundinn andartak og ljós- mynda viðstadda. — Það er víst ekki hægt að neita ykkur um það, sagði hann, mæddur > fir ásóki) okkar á annasömum degi. — Þið eruð svo heppnir, að þetta er eini borgarráðsfund- urinn á kjörtímabilinu, sem opinn er öllum. Það á að fjalla um kjörskrárkærur. Með það er borgarstjóri horfinn inn í fundarsalinn og setur fundinn. Fund þennan sátu auk borgarstjóra, borg- arráðsfulltrúarnir Auður Auð uns, Björgvin Frederiksen, Magnús Ástmarsson og vara- maður Guðmundar Vigfús- sonar, Guðmundur J. Guð- mundsson, snaraðist síðar inn á fundinn. Þarna voru einn- ig fulltrúar framboðslistanna og gættu hagsmuna listanna. Síðar á fundinum voru tek- in fyrir almenn mál og stóð fundur þessi tvo tíma. Þegar ekki eru fundir í borgarráði, þá situr borgar- stjóri fundi með ýmsum nefndum borgarstjórnarinn- ar, forstöðumönnum borgar- stofnana og fyrirtækja eða embættismönnum. Þá má erfitt starf, spyrjum við Geir borgarstjóra, þegar hann hef ur lagt tólið á. — Ég er nú svo oft spurð- ur þessarar spurningar, segir Geir, og kveikir sér í pípu. Ekki kvarta ég, enda vildi ég taka starfið að mér. Verkefn in eru mörg mjög ánægju- leg við að fást, mörg mikilvæg verkefni og hvetjandi. Það sem mér fellur verst, er það, að geta ekki alltaf leyst úr vandræðum þeirra, sem til mín leita. Menn leita stundum til mín með mál, sem mér finnst að þurfi að greiða úr, en af ýmsum or- sökum reynist það e.t.v. ekki mögulegt. — Það hlýtur að vera erfitt að gefa sér tíma til allra þeirra hluta, sem af borgar- stjóra er krafizt sem æðsta embættismanni Reykjavíkur? — Það er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur af því, segir Geir. Eftir tveggja og hálfs árs reynslú, þá get ég ekki sagt annað en þetta sé ánægjulegt og lifandi starf og ég vil halda því áfram, ef kjörfylgi er fyrir meiri- hluta Sjálfstæðisflokksins. Ýmsar skipulagsbreytingar Fram'hald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.