Morgunblaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. mái 1962 — Verjum vígið Framh. aí bls. 1 Mér er ekki hlátur í hug, samt brosi ég stundum, þegar ég hugsa til „sveinsins prúða“, sem lagður er upp í síðustu för ina með tvo til reiðar, Elli- heimilið og stúkuna sína. Ég held reiðskjótarnir strjúki úr átthaga, eða hnjóti, eða snari honum af sér. Víst er, að hann nær ekki I áfanga, inn í borg- arstjórn, og er þar með seztur að á sínu pólitíska elliheimili sem algjör bindindismaður á fleiri stjórnmálaafglöp. En hvað um Alþýðuflokkinn? í ríkisstjórninni er ég í góðu samstarfi við Alþýðuflokkinn. En enginn er annars bróðir í leik. Ég leyni því þess vegna ekki, að ég undrast hve fávís- legt sumt, sem Alþýðublaðið segir um málefni Reykjavíkur, er. FRAMFARIRNAR STÖÐVAST Nokkuð meira um Framsókn? Ég sá nýlega erlendis skrýtna sjón. Búið var að beita tveim smáösnum fyrir stóran vagn. Þeir spyrntu við fótum og rykktu í. En vagninn hreyfðist ekki. Mér datt í hug: Þetta er eins og ef Eysteini og Þórarni væri beitt fyrir málefni Reykja- víkur, þeir valda þeim ekki. Ekki vegna þess að þeir séu „asnar", heldur af því að þeir hafa ekki þekkingu á málefn- um höfuðstaðarins og ekki rétt hugarfar til að vera þar í farar- broddi. Verði þeim beitt fyrir vagn Reykjavíkur, stendurhann í stað eða rennur aftur á bak. Framfarirnar stöðvast. Annars er það mikið undrun- arefni, að Reykvíkingar skuli hafa sent Framsóknarmenn bæði í borgarstjórn og á þing. Þeir hafa alltaf staðið gegn hags- munum Reykjavíkur, þegar þeir hafa þorað, allt frá því þeir rufu þing 1931 til að hindra virkjun Sogsins og fram á þenn- an dag. órækasta sönnunin er hvernig þeir hafa troðið á rétti Reykvíkinga til áhrifa á stjórn- málin með því að ríghalda allt- af í úrelta kjördæmaskipan, sem gerði Reykvíkinga áhrifalitla á málefni þjóðarinnar. Við hinir rákum þá að sönnu á flótta, en söm er þeirra gerðin. „A €TLEIГ En hvernig lízt yður á að- stöðu kommúnista um þessar mundir? Kommar eiga enn furðu sterk ltök í Reykjavík. En þó eru ■■ Alfreð Gíslason, bæjarstjóri þeir komnir á undanhald, sem þeim tekst aldrei að stöðva. Æ fleiri augu opnast fyrir þjónkan þeirra við erlenda flokksbræð- ur, og þeim fer stöðugt fækk- andi, sem vilja enn að fjar- stýrð flokksdeild kommúnista ráði miklu í málefnum þjóðar- innar og höfuðstaðarins. Komma-deildin hér er „á út- leið“, hún er „á leið til grafar“ og þurfá fslendingar ekki að syrgja þá. Hvað um málefnaaðstöðu Sjálfstæðisflokksins? Það er búið að ræða hin glæsilegu afrek og fyrirætlanir okkar svo mikið í blöðunum og á umræðufundum, að ég skal ekki reyna að bæta þar við. En ef flokkur með fortíð Sjálf- stæðisflokksins að baki, og fyr- irheitin ,sem allir vita að verða efnd, ef við höldum meirihlut- anum, — ef slíkur flokkur nær ekki eyra fólksins, skortir a.m.k. mig skýringarnar. Mér er nær að hyggja ,að framfarirnar í Reykjavík síðustu áratugina undir stjórn Sjálfstæðismanna, eigi þegar á allt er litið, hvergi á byggðu bóli sinn líka. n. •4. UPPGJÖF ANDSTÆÐINGANNA Hvernig lízt yður á kosninga- baráttuna? Það er auðvitað ánægjuefni fyrir okkur Sjálfstæðismenn, að eftir að andstæðingarnir hafa verið að leita fangs á borgar- stjóranum okkar síðustu vikurn ar, gefast þeir hreinlega upp. Framsókn rann fyrir. Þegar okkar ungi, hugum- stóri, dugmikli og raunsæi borg- arstjóri tilkynnti, að hann hyggði á að verja 1000 millj. kr. til varanlegra gatnagerða á næstu 10 árum, svaraði aftur- haldið í Framsóknargærunni ekki: Heill þér ungi athafna- maður. Nei, ónei. Þeir sögðu: vei þér, þú hinn bersyndugi. Loksins játarðu, að þú og þín- ir hafa vanrækt gatnagerðina, og var tími til kominn! öðru vísi mér áður brá. Það var árið 1953, að Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsókn mynd- uðu ríkisstjórn saman. Við á- kváðum þá í góðu samkomu- lagi, sem báðir þóttust eiga frumkvæðið að, að rafvæða sveitirnar. * JATAÐI EKKI VANRÆKSLUSYNDIRNAR Framsókn hafði þá allra flokka lang lengst farið með landbúnaðarmálin og raforku- málin, en þar höfðu sveitirnar orðið útundan. Framsókn fór þá ekki til altaris til að játa vanrækslusyndinar. Ekki aldeil- is. Hún hóf upp sigursönginn þlÓÐVILIBNIC r.ti ÆTTERNIRÓG- SÖGUNNAR TOGARARNIR BUNDNIR OG SMHUURNAR STOOVAOAR! Kosningamar rdða úr-' slitum um kaup og kjör, ÞVl ‘AÐEINS FÁST KJARA- BÆTUR AÐ STJÖRNAR. FLOKKARNIR ÖTTIST LAUNÞEGA - EINNIG EFTIR KOSNINGAR Ágö halda ófram að kjósa par til ihaldið er dnœgt? JónHsiIjurnor lolcoSor ISUNNUDAGSBLAD TÍMANS FYLGiFl Getraun SÁ, sem sendir Morgunblað- inu fyrir kl. 2 á morgun, beztu skýringuna á því, hvermg hann sá, hverju Morgunblaðið hafði breytt á meðfylgjandi myndum getur vitjað 200 kr, verðlauna til blaðsins. yfir stórhuga fyrirætlunum stjórnarinnar um rafvæðingu sveitanna, og mær brá þá venju og gaf okkur hluta heiðursins. Satt er, að gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri, gott fyrir þá, sem hafa Framsóknar-innrætið. Framsókn skildist þó fljótt, að nú hafði hún reitt of hátt til höggs gegn borgarstjóranum og geigað, og nú var gripið til þess eiturvopsins, sem Framsókn er handhægast. Geir var sagður efnaður og nú skyldi hann um- luktur íslenzkri öfund. BORG ARST J ÓRINN FÉKK LÓÐ! Þegar hér var komið sögu, þóttist Þjóðviljinn finna blóð- lyktina og geistist nú fram á vígvöllinn. Ekki skyldi komma- þáttur „Þjóðfylkingarinnar" rýr- ari. Geir var „ríkur". Hann á hlutabréf í félagi, sem á hluta- bréf í öðrum félögum. Og ásælni Geirs gekk svo langt, að hann var einn af 14 þúsund eigendum Eimskips. Hvílíkur maður!! Og ekki nóg með það, félagið sem Geir átti í, hafði fengið lóð hjá bænum. Það var að vísu fyrir fimm árum eða svo sem þrem árum áður en Geir varð borg- arstjóri. Að vísu fékk S.Í.S. og Kefluvík SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í Keflavík efnir til fundar um bæj arrnál í ikvöld kl. 8.30 í Sjáltfstæð- ishúsinu í Keflavilk. Ræðumenn á fundinum verða fimm efstu framibjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins í Keflavík Alfreð Gíslason, bæjarstjóri, Þorgrímur St. Eyjólfsson framkvæmdastj. Egg- ert Jónsson, bæjarfógeti, Sesselja Maignúsdóttir frú og Skafti Frið- finnsson forstjóri. Auk þess talar Ingveldur Pálsdóttir kennslu- kona. Fundarstjóri verður Jó- hann Pétursson kaupmaður. Allt Sjálfstæðisfólk velkomið meðan húsrúm leyfir. margir aðrir leigulóðir um leið og félag Geirs. En eins og það komi málinu nokkuð við! Það er Geir, sem heimtar að verða borgarstjóri, en S.f.S. alls ekki. Sambandið lætur sér nægja að notast við Sigurð Jónasson, og láta svo Eystein og aðra Þjóð- fylkingarmenn nota Sigurð. Sem sagt: Þetta er alls ekki sam- bærilegt! Með öðrum orðum: Geir get- ur verið atorkumaður, ræðu- maður, dugmikill og vel viti borinn, sem sagt glæsilegur, ungur borgarstjóri,- — segja þeir. En með lóð á bakinu skal sá „þrjótur“ aldrei komast til valda og virðingar, þegar hann líka auk þess er efnaður!! HEFUR HREINAN SKJÖLD Skyldu Þjóðfylkingarmenn ekki vera upp með sér af mál- flutningnum? Ég held ekki. Ég held flestir sárskammist sín fyrir heimsku- legan og tuddalegan vopnaburð. Ég held þeir geri sér margir ljóst, að flestir hafi ógeð á svona lubbaskap og að Geir vinni, en tapi ekki á svo lúa- legri baráttu gegn honum. En við Sjálfstæðismenn erum hreyknir af borgarstjóranum okkar. Við óskum honum og okkur til hamingju með það, að skjöldur hans skuli vera svo hreinn, að andstæðingarnir hafi neyðzt til að játa uppgjöf sína með lúalegri baráttu síðustu daga gegn Geir borgarstjóra. f þessu sambandi minni ég aðeins á, að í hinum frjálsa heimi þykir það kostur, en ekki ágalli, að valdamaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af brauð- striti. Forseti Bandaríkjanna og ríkisstjóri New York-fylkis eru þannig t.d. báðir vellauðugir. En sagan um efni Geirs, þótt smávaxin kunni að vera í sam- anburði við eignir margra mætra íslendinga er þessi: GOTT EF SATT ER Faðir hans, Hallgrímur Bene- diktsson, annar þeirra tveggja íslenzkra afreksmanna, sem mesta frægð og lýðhylli hafa öðlazt allt frá dögum Gunnara og Skarphéðins, var á þeim ár- um félaus ungur maður, en gæddur ríkri athafnaþrá og flestu því, er greiða mundi göt- una til mikilla athafna, þ.á.m. drengskap og heiðarleika eins og Geir. Svo fór og sem kunnugt er, að hann varð með mestu athafnamönnum á sínu sviði. Þegar synir hans komu til þroska gerðust þeir hluthafar og meðstarfsmenn hans. Geir borgarstjóri hafði getið sér góða orðstírs, einnig á því sviði. En stjórnmálin kölluðu og því kalli hlýddi hann. Hann kaus fremur að leggja götur fyrir 1000 millj- ónir en safna sjálfur milljón, fremur að fást við hin miklu mál allra höfuðstaðarbúa en eigin mál, þótt stór væru. Og nú hefur þessum ungá manni verið fundið það eitt til foráttu, að hann sé vel efnaður, Ég segi bara — gott, ef satt er. Það er ágætt, að borgar- stjórinn þurfi ekki að segja sig til sveitar, og líka gott, að við skulum með góðri samvizku geta beðið hann að gegna æðsta embætti höfuðborgarinn- ar, t.d. næstu 20—30 árin, án þess að þurfa að greiða honum annað og meira fyrir en það brot af hásetalaunum á síld- veiðum, sem Reykvíkingar hafa fram að þessu goldið borgar- stjóra sínum. í FREMSTU RÖÐ Við Geir Hallgrímsson vorura í fyrrasumar saman þar sera einnig var staddur einn mikil- hæfasti stjórnmálamaður Ev- rópu, Lange, utanríkisráðherra Noregs. Lange spurði þá: „Er Geir borgarstjóri ekki einn af Eggert Jónsson, bæjarfógeti Þorgrímur St. Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Sesselja Magnúsdóttir, húsfrú Skafti Frifffinnsson, framkvæmdastjóri Ingveldur Pálsdóttir, kennslukona

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.