Morgunblaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. maí 1962 MORCUNBLAÐIÐ 3 Fundur utanríkisráðherra Norðurlanda í F U N D U R utanríkisráðherra Norðurlandanna hófst hér í Reykjavík í gærmorgun. Er hann haldinn í Alþingishúsinu. Fyrir hönd Danmenkur situr fundinn Kjeld Philip, efnahags- málaráðherra, í forföllum Jens Otto Kragh, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra, í veikindum Kampmanns. Fyrir Finnlands hönd kom hingað Veli Merikoksi, utanríkisráð- herra. Halvard Lange, utanrikisráðherra, situr fundinn fyrir hönd Norðmanna. Af Svía 'hálfu kom Svend Olaf af Geijer- stam, ríkisráð, en hann situr fundinn í forföilum östen Und- en, utanríkisráðherra, sem nú á við lasleika að stríða. Með ráðherrunum eru allmargir aðstoðarmenn. — Ráðherrarnir komu hingað flugleiðis á laugardag, en munu allir halda heim strax að ráðstefnunni lokinni, þ.e. á miðvikudag, nema danski fulltrúinn, Kjeld Philip, sem dvelst hér degi lengur, vegna fyrirlestrar, sem hann mun flytja á vegum Dansk- íslenzka félagsins. Ráðherrafundurinn er hald inn í sal Efri deildar Alþing- is. Stóð fyrsti fundurinn fyr- ir hádegi f gær, en næsti fundur var haldinn siðdegis. Búizt var við að fundarstörf um lyki þá að mestu. Síðasti fundurinn er fyrir hádegi í dag, og mun þá verða gefin út sameiginle'g yfirlýsing ráð herranna um störf ráðstefn- unnar. Ekki hefur verið tilkynnt neitt opinberlega um þau mál, sem rædd eru, en aðal- mál ráðstefnunnar, að þessu sinni, munu vera afstaða Norðurlandanna til Efnahags bandalagsins og einstök mál, sem tekin verða fyrir á næsta þingi SÞ. f gær sátu ráðherrarnir boð forsætisráðherra, Ólafs Thors, en í dag, að loknum fundarhöldum, munu þeir fara til Þingvalla. Morgunblaðið náði í gær til þriggja aðalfulltrúanna, og fara viðtölin við þá hér á eftir: ,Góð sambúð v/ð allar þjóðir segir Merikoski, utanríkisráðherra Finna FRfiTTAMAÐUR Morgun blaðsins hitti að máli utanríkisráðherra Finn- lands sem snöggvast Veli Merikoski f gœr. Hann heitir Veli Merikoski og er fyrr- verandi prófessor í stjórn- arfarsrétti við háskólann í Helsingfors. Hann hefir komið þrisvar sinnum áð- ur til íslands og jafnvel heilsað upp á Geysi, en hefir nú engan tíma til að heimsækja sveitirnar, því að hann fer heim aft- ur til Finnlands n.k. mið- vikudag. Næst þegar ég kem, sagði hann, er ég ákveðinn í að fara á lax- veiðar. inga, sem hér var haldið 1956. — Þessi mót eru haldin annað hvert ár og til skiptis á NO'rðurlöndum. 10 stúdent- ar og lögfræðingar frá hverju Norðurlanda eru valdir sem þátttakendur, auk eins próf- essors. Þessir ungu menn eiga að vera úr hópi hinna beztu sem völ er á á hverjum tíma, og vonandi gildir það sama um prófessorinn! Þegar hér var komið sögu var aftur horfið að hinum veigameiri umræðuefnum, veðrinu og laxveiðunum, og Merikoski utanríkisráðherra sagði að laxinn væri svo verð- mætur fiskur, að engu skipti hvort menn veiddu hann eða ekki. Það væri nóg í sjálfu sér að stunda laxveiðar. Auk þess væri laxinn slíkur föð- urlandsvinur, að hann biti ekki á hjá útlendingum, eins og glöggt hefði komið fram á sínum tíma þegar Ólafur Noregskonungur fékk engan lax í Norðurá, á sama tíma og forseti íslands fékk lax. — En Kekkonen forseti, skaut fréttamaður Mibl. inn í, fékk hann ekki lax hér á íslandi? — Jú, svaraði finnski utan- ríkisráðherrann ' og brosti, Kekkonen forseti kemur allt- af fram vilja sínum. Svend Olaf af Geijerstam Fréttamaður Mbl. hugð- ist beina samtalinu að ut- anríkispólitík Finnlands, en Merikoski sagðist helzt ekki vilja ræða þau mál. Við skulum ræða um veðr ið, sagði hann. — Hvernig líta Finnar á norræna samvinnu. Þykir þeim hún nógu öflug? — Það má alltaf efla hana, svaraði Merikoski. Samstarfs- samningur Norðurlanda, sem gerður var á Helsingors-fund- inum, var stórt spor í áttina. —- Hvað vilduð þér segja um Markaðsbandalagið og af- stöðu Norðurlanda, einkum Danmerkur og Noregs, til þess? — Ég vil sem minnst um það segja á þessu stigi, enda er ekki enn ljóst, hver verður þróun þessara mála. Þegar fréttamaður Mbl. spurði ráðherra um sambúð Finnlands og Sovétríkjanna, svaraði hann því til, að Finn- ar ættu ekki sem stendur við neina örðugleika að stríða í sambúð við aðrar þjóðir. Við höfum góða samvinnu við all- air þjóðir, ekki sízt íslend- inga, sagði hann. Hér höfum við mætt mikilli vináttu, og ekkj sízt af þeim sökum er það einlæg ósk okkar að samstarfið eflist með hverjum degi. Eins og fyrr getur hefur Merikoski utanríkisráðherra komið hingað áður, m. a. sem prófessor á móti lögfræði- stúdenta og ungra lögfræð- ,,Aði!d œtti ekki að hindra samstarf Norðurlandanna". Ummœli Svend Olav af Geijerstam FULLTRÚI Svía á ráðstefn- unni, er Svend Olaf af Geij- erstam, ríkisrá.ð, er kom i forföllum sænska utanríkis- ráðherrans, sem undanfarið hefur kennt lasleika. Morg- unblaðið hitti hann einnig að máli í gær og ræddi nokkuð við hann þau mál, sem efst eru á baugi meðal Norður- landanna nú. — Hvaða afstöðu hafa Svíar tekið til Markaðsbanda lagsins? — Það er mál, sem mikið hefur verið rætt í Svíþjóð, einkum frá síðustu áramót- um. Hugmyndin er að Svíar hefji innan skamms viðræð- ur við löndin, sem þegar mynda bandalagið. Eg held að það sé óhætt að fullyrða, að litlar líkur séu til þess, að Svíþjóð æski upptöku á ann- an hátt en sem aukameðlim- ur. Hins vegar er það mál ekki komið á neinn veruleg- an rekspöl enn þá, því að enn liggur ekki fyrir á hvern hátt aukaaðild myndi verða háttað. Við bíðum nú eftir að línurnar fari að skýrast í því máli, er byrjunarviðræð- ur hefjast. Við höfum svipaða stefnu, hvað viðvíkur væntanlegri Myndin var tekin á fundi utanríkisráðherranna í gær. Annar frá vinstri er sænski full- trúinn, Svend Olaf af Geijerstam. Lengt til hægri er Halvard Lange, utanríkisráðherra Norðmanna. aðild að bandalaginu, og Sviss og Austurríki. Vegna stefnu okkar í utanríkismál- um teljum við okkur ekki fært að sækja .um fulla að- ild. — Hvað er að segja um stefnu Svíþjóðar í kjarn- orkumálum? — Það má segja, að þetta sé að vissu leyti opin spurn- ing. Við höfum, sem kunn- ugt er, tekið afstöðu með hlutlausu ríkjunum, á af- vopnunarráðstefnunni í Genf. Við styðjum eindregið sam- komulag um meðferð kjarn- orkuvopna, og vonum að takast megi að fá bundinn endi á tilraunir með slík vopn. — Hvað vilduð þér segja um ástandið í efnahagsmál- um, heimafyrir í Svíþjóð? Framh. á bls. 15 Sjá ennfremur við- tal við Kjeld Philip, efnahags- málaráðherra Dan- merkur á bls. 8 ■ MMMh ^*MM%MMMtMMMM<MMMM%MMM STAK8TEIHAR Sjö af átta áður Eitt helzta árásarefni Alþýðu- blaðsins á Sjálfstæðismenn bygg- ist á því, að þeir hafi skipt u*n nokkra menn á framboðslista sínum, eiiws og venja er til. Þess er þó að gæta, að sjö af átta fyrstu mönnum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins eru nú í borgarstjórnarflokki hans og hafa þetta kjörtímabil tekið þátt i undirbúningi og afgreiðslu mála. f borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokiksins eru allir að- almenn og jafnmargir varamena Varamennirnir taka meira og minna þátt í störfum borgar- stjórnarinnar sjálfir og allir kynna þeir sér mál og taka af- stöðu til þeirra í borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðisflokksins. Átt- undi maður á lista Sjálfstæðis- flokksins er hins vegar nýr, en Sjálfstæðisflokkurinn gætir þess yfirleitt að ekki færri en einn ungur maður bætist við þá, sem fyrir eru í borgarstjórnarflokkn- um. Þess vegna hefur Birgir fsleif- ur Gunnarsson verið settur í bar- áttusæti Sjálfstæðisflokksins að þessu sinni enda hinn ákjósaiv- legasti fulltrúi ungu kynslóðar- innar. Öðruvísi í Alþýðuflokknum Sjö af átta fyrstu mönnum á lista Sjálfstæðisflokksins eru þannig gjörkunnugir borgarmál- um, en, þessu er allt öðruvisi varið í Alþýðuflokknum. Þar hverfur úr framboði eini maður- inn, sem einhverja þekkingu hef- ur á borgarmálefnum Reykjavík- ur, Magnús Ástmarsson. Þekk- ingarleysi frambjóðenda Alþýðu- flokksins á þessum málum hefur líka glöggt komið í ljós bæði af stefnu Alþýðublaðsins og und- irbúningi stefnuskrár flokiksins. En það er víðar en í Reykjavík, sem framboðslisti Alþýðuflokks- ins er ólánlegur, ekki sizt í Hafnarfirði, þar sem sá maður er valinn til forystu, sem einna mest tjón hefur gert bæjarfélaginu og aðalfyrirtæki þess, bæjarútgerð- inni, og allra manna óvinsælast- ur er. Öllum hinum er ,,sparkað“, svo að notað sé orðalag Alþýðu- blaðsins. Engin vörn fyrir „þ j óðf vlkinguna“ Stöðugt bætast við nýjar upp- lýsingar um þjóðfylkingaráform Framsóknarflokksins með komm únistum. Nú síðast hefur verið frá því greint að fyrir Genfar- ráðstefnuna 1960 hafi verði sam- staða með kommúnistum og Framsóknarleiðtogunum um það að reyna að styðja sjónarmið Rússa um 12 mílna ALMENNA Aandhelgá, í þeim tilgangi að kljúfa íslendinga frá lýðræðis- þjóðunum, í stað þess að reyna til hins ítrasta að ná 12 mílna fiskveiðitakmörkum, en láta deil una um almenna landhelgi liggja milli hluta, enda skiptir hún Is- lendinga engu máli, frá beinu hagsmunasjónarmiði. Jafnfrajmt hefur verið upplýst, að í vinstri stjórninni hafi verið komið á fullt samkomulag milli Fram- sóknarmanna og kommúnista um að taka stórlán í Rússlandi til að hlekkja okkur efnahagslega við kommúnistarikin. Þessar nýju upplýsingar um samsæri þjóð- fylkingarmanna liggja nú fyrir og komast lýðræðissinnaðir Framsóknarmenn ekki hjá því að greiða þeirri klíku, sem nú ræð- ur flokknum, atkvæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.