Morgunblaðið - 24.05.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1962, Blaðsíða 2
MORGVNBLAÐIÐ Fimmíudagur 24. maí 1962 Efstu menn B-LISTAN5 ifi SeyOttSiiroi Fétur Blöndal iðnrekandi. Sveinn Guðmundsson fram- kvæmdastjóri. Stefán Jóhannsson vélfræðingur. +< ■■■ . Hörður Jónsson verkamaður, Guðmundur Gíslason banka- bókari. — Úfvarpsumræðut Framh. af bls. 1 hættulega starfsemi komm- únista“. Sagði hann að þetta minnti á „galdrabrennur fyrri alda“ og væri „siðlaus áróður“. Framsóknarmönn- um virðist þannig enn renna blóðið til skyldunnar að hjálpa bandalagsflokki sínum, þegar flett hefur ver- ið ofan af fyrirætlunum hans um að hneppa íslendinga í kommúníska áþján. Á öðrum stað í blaðinu er sagt frá ræðum þeirra Sjálf- stæðismanna, sem töluðu við umræðumar, en sérstaka at- hygli vaxti, að Gunnar Thor- oddsen lýsti yfir, að hús- næðismálastjóm mundi í ár lána meira til húsbygginga en nokkru sinni áður, eða 100 millj. kr. Frá þessari á- kvörðun er einnig greint í grein Jóhanns Hafsteins i öðrum stað í blaðinu. Geir Hallgrímsson, borgar- stjórí, var síðasti ræðumaður kvöldsins. Hann hrakti ýms- ar af firmm andstæðinga, vék að hinum miklu verk- efnum sem framundan eru á vegum borgarinnar og lauk máli sínu á þessum orðum: „Við íslendingar lifum í góðu landi og við Reykvík- ingar lifum í góðri borg, og við ætlum okkur ekki að fórna þeim dýrmæta auði, sem við eigurn í frelsi þessa lands og æsku þessa lands. Við ætlum okkur þvert á móti að halda áfram að auðga þjóðlífið, byggja betri og fegurri borg, borg at- hafna og hagsældar, en um- fram allt borg frelsis og sjálfstæðis borgaranna. Megi úrslit borgarstjómarkosning- anna verða Reykjavík og Reykvíkingum til gæfu og gengis“. Bill brennur á Kambabrún Varð sjálfsíkveikja í tilbunum áburði? Hveragerði 23. ma.í 1 GÆRKVÖL.D I kviknaði í vöru- bíl hlöðnum áburði á Kamba- brún. Brann bíllinn mikið og allur farmurinn eyðilagðist. Eig- andi bílsins og áburðarins, Guð- mundur Bergsson, bóndi í Hvammj í ölfusi, hefur hér orð- ið fyrir miklu tjóni. Bílinn keypti hann þennan sama dag í Reykja- vík og var á heimleið. Á þriðjudaginn fór Guðmund- ur bóndi til Reykjavíkur. Festi hann þar kaup á bíl hjá Mjólk- ursamsölunni. Var hér um að ræða yfirbyggðan Chevrolet- vörubíl, árgerð 1947, sem sam- salan hefur notað til þess að aka mjóik um baeinn. Eftir að hafa fest kaup á bíln- um keypti Guðmundur fjögur tonn af tilbúnum áburði og hélt síðan heim á leið. Þegar bíllinn kom að Kömb- um, varð Guðmundur þess var, að reyk lagði frá bílnum. Nam hann þegar staðar á Kambabrún og athugaði, hverju þetta sætti. Var þá kviknað í áburðarfarm- inum á. palli bílsins. Fregnin um bílbrunann barst brátt til Hveragerðis, og munu menn hér hafa séð reykinn, enda sást hann víða að úr Ölfusi. Var brunalúðurinn hér þeyttur, og fóni slökkviliðsmenn þegar af stað. Ekkert vatn er í Körnb- um, og fóru slökkviliðsmenn því um þorpið og söfnuðu saman handslökkvitækjum. Aðrir slökkviliðsmenn fylltu vatns- poka mikinn, sem slökkviliðið hefur, og fóru með hann ásamt lítilli dælu upp á Kambahrún. Tókst að slökkva eldinn, en bíll- inn brann mikið, einkum að aft- anverðu, svo og húsið. Vélin mun þó hafa sloppið óskemmd. Hefur Guðmundur bóndi orðið fyrir miklu tjóni af bruna þess- um. — G. M. Mbl. átti tal við Guðmund í Hvammi í gærkvöldi Sagði hann svo frá, að hann hefði verið staddur á Kambabrún á tíunda timanum kvöldið áður, þegar maður í öðrum bíl stöðvaði hann og sagði, að reyk legði upp af bíl Guðmundar. Fór Guðmund- ur þegar út og sá, að rauk upp af bílpallinum. Enginn eldur var sjáanlegur undir bílnum. Hjálp var sótt til Hvergerðinga, sem brugðu vel og skjótt við og gerðu allt, sem þeir gátu, til þess að bjarga bílnum. Tókst þeim að slökkva, áður en eldurinn komst í vélina, svo að hún er heil. Bíllinn hefur verið athug- aður, og er ljóst, að eldsupptak- anna er ekki að leita í honum, svo að allt bendir til þess, að kviknað hafi í áburðinum af ein- hverjum ástæðum. I*essi mynd var tekin fyrir fáum dögum af elzta borgara Akureyrar, Tómasi Tómassyni. Elzti borgari Akureyrar 700 ára ELZTI borgari Akureyrar verður 100 ára í dag 24. maí. Hann heit- ir Tómas Tómasson, Helgamagra stræti 4 Akureyri. Tómas er fædd ur Skagfirðingur. en eyfirzkur í föðurætt. Hann fluttist ungur til Eyjarfjarðar Og dvalist lengst af í Öxnadal. Konu sína, Jóhönnu Sigurgeirsdóttur, missti Tómas árið 1926. Eftir það bjó Tóm- as hjá Elíasi syni sínum, sem var fyrst bóndi á Hrauni í Öxna dal, en siðar bankagjaldkeri á Akureyri. Tómas missti sjónina fyrir nokkuð mörgum árum, en hefur þó fulla fótavist. — S.E.S. VEÐUR var kyrrt um allt land í gær, einungis sólfars- vindur, þ. e. hafgola að deg- inum, en logn eða hæg land- gola yfir nóttina. Loftið yfir landinu var svalt, einkum við sjóinn fyrir austan Og norð- an, en á Suðvesturlandi var hlýjast, 9—10 stig. Talsverð lægð var suður af Grænlandi Og hreyfðist norð ur eða jafnvel norðvestur. — Var talið líklegt að sjást myndi til blikunnar af þess- ari lægð nú með morgninum. — Kennedy Framh. af bls. 1 • Með óhlaðnar byssur í Thailandi. Forsetinn vék einnig að herliði því, sem Bandaríkjamenn hafa sent ti'l Thailands. Hann sagði, að hermennirnir gengju ekki með hlaðnar byssur, þar eð þeir væru í vinalandi, — og bætti því við, að ekki yrði gripið til þess að hlaða byssur þeirra, nema nauð- syn krefji. Hins vegar sagði for- setinn, að herlið Bandaríkja- manna í Thailandi yrði ekki kall að heim, fyrr en einihver lausn hiefði fengizt í Laosmálinu. • Styðja upptöku Breta. Kennedy sagði Bandaríkja* menn hafa mjög mikinn áhuga á því, að Bretland yrði fullgildur meðlimur efnahagsbandalagsins. Loks ræddi forsetinn nokkuð ástandið í Indónesíu, og sagðiist vonast til þess, að deiluaðilar þar gætu bomizt að samkomulagi, en Bandarikjamenn hefðu Lagt fram tillögur í því máli. Hefði sendi- herra Bandarífcjanna raú komið fram með nýjar tillögur, sem væntanlega gætu leitt tiil árang-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.