Morgunblaðið - 24.05.1962, Síða 5
Fimmtudagiir 24. maf 1962
M on CTllVni AÐ1Ð
6
Kostoð peningum úi ilugvélum
ÞESSIR menn á myndinni eru
meðlimir konunglega flugfé-
lagsins í Singapóré. Á síð-
ustu 10 árum hafa meðlimir
þess félags kastað rúmílega
26 mililjónum diollara úr flug
vélum sínum niður á plant-
ekrurnar í Malaya.
Áður voru peningarnir, sem
notaðir eru til að borga starfs
fólkinu á plantekrunum kaup
sendir þangað landleiðis. Oft
kom fyrir, að sendimenn kom
ust ekki á áfangastað, því að
ráðist var á þá af skærulið-
um kommúnista, sem rændu
peningunum og notuðu þó
til kaupa á hergögnum. Þegar
í slíkt óefni var kömið, vai
það tekið til bragðs að láta
flugvélar flytja peningana og
þar sem engir flugvéllir eru
á plantekrunum, kasta flug-
mennirnir pokunum niður í
fallhlifum.
Flugmaðurinn og siglinga-
fræðingurinn verða að vinna
mjög nákvæmlega, þvi að ef
þeir missa peningapoka niður
í frumskóginn, er engin leið
að finna hann þar, og það
myndi þýða þúsund dollara
tjón.
Flugvélarnar fljúga tvisvar
í mánuði til plantekranna, þar
sem hundruð manna bíða
launa sinna.
'ÁHEIT OC GJAFIR
•uossgjuAjo<i U9r — njzag;
—- 'ooot X 9JJ Q 'oz nssoui gtA juohjb
Joox U9*iq i ‘-os 4 -jSts íooi íh-d ‘.ooot
NN -wn? III
Vorhugur
Reyklausa Reykjavík,
birtunnar bær,
Himinn þinn hvelfist blár,
lieiður og tær.
Heilnæm er loftsins lind
lifandi og hrein.
Vormerkið bjarta ber
brumið á grein.
Vaknandi úr viðjum rís
vorhugur minn.
Seiðandi sigurmátt
sólar ég finn.
Heyri, sem hvísli blær,
himninum frá:
Vakir og verndar þjóð
vorhugans þrá.
Hlutverkið Guð þér gaf
gróandans borg.
Lífstraumar landsins alls
liggja um þín torg.
Þínum í barmi býr
blessun vors lands:
sigur þess eigin elds,
undraverk hans.
Opnast mér sögusvið,
sigrar og töp,
leitandans Ianga för,
leiðsögn og glöp.
Rís yfir rökkurvöld
reynslunnar blys.
Hættum oss forða frá
fortíðar slys.
Reynslan þér réttir hönd
rísandi borg.
Framtak hins frjálsa manns
fegrar þín torg.
Æskunnar eilíft vor
yngir þitt blóð.
Víkkandi sjónarsvið
sameinar þjóð.
Maríus Ólafsson.
Þetta ljóð eftir Maríus Ólafs
son birtist hér í blaðinu fyr-
ir skömmu, en svo illa tókst
til að í því voru nokkrar
slæmar villur. Við birtum
ljóðið þar af leiðandi afturí
og biðjum hötfundinn afsökun l
ar á mistökunum.
Vér þörfnumst síður lærdóms en
hugleiðinga oss til hugbóta. —
Descartes.
Hugsun er eintal sálarinnar. —•
Platon.
Lífið hefur kennt mér að hugsa, en
hugsunin hefur ekki kennt mér að
lifa. — Ilerzon.
Ilugsunin er verknaðinum meiri. —
A. Strindberg.
Hugsunin skapar mikilleik mannsins.
— B. Pascal.
Hungrið er bezti matreiðslumaðurinn.
— Cicero.
Flugfélag ísiands h.f.: Millilandaflug:
Hrímfaxi fer til Glasg. og Khafnar
kl. 08:00 í dag. Væntanleg aftur til
Rvíkur kl. 22:40 í kvöld. Fer til
Glasg. og Khafnar kl. 08:00 í fyrra-
málið. Innanlandsflug: í dag er áætl
að að fljúga til Akureyrar (3 ferðir),
Egilsstaða, ísafj., Kópaskers, Vestm.
eyja (2 ferðir og Þórshafnar. Á morg
un til Akureyrar (3 ferðir), Egilsstaða,
Fagurhólsmýrar, Hornafj., Húsavikur,
ísafj. og Vestm.eyja (2 ferðir).
Loftleiðir h.f.: 24. maí er Snorri
Sturluson væntanlegur frá NY kl.
06:00. Fer til Luxemborgar kl. 0:730.
Kemur til baka frá Luxemborg kl.
22:00. Fer til NY kl. 23:30.
Skipadeild SÍS: Hvassafell er í Rvík.
Arnarfell kemur til Ventspils 1 dag.
Jökulfell kemur í til NY í dag. Dísar
fell er á Hornafirði. Litlafell er í
olíuflutningum á Faxaflóa. Helgafell
er á leið til Haugasunds. Hamrafell
er á leið til Rvíkur.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: —
Katla er í Genoa. Askja er i Rvík.
Jöklar h.f.: Drangajökull er á leið
til Klaipeda. Langjökull er á leið til
Hamborgar. yatnajökuli er á leið til
Amsterdam.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla er í Ála
borg. Esja fór frá Rvík í gærkvöldi
vestur um land til Húsavíkur. Herjólf
ur fer frá Vestm.eyjum kl. 21 í kvöld
til Rvíkur. Þyrill kom til Rvíkur í
nótt. Skjaldbreið er á Akureyri. Herðu
breið er á Austfjörðum á norðurleið.
Söfnin
Listasafn íslanós: Opið sunnud. —
þriðjudag. — fimmtudag og laugardag
kl. 1:30 til 4 e.h.
Asgnmssafn, Bergstaðastræti 74 er
opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga
frá kl. 1.30—4 e.h.
Þjóðminjasafnið er opið sunnud.,
þriðjud., fimmtud. og laugard. kl
1,30—4 e. h.
Listasafn Einars Jónssonar er opið
á sunnudag og miðvikudag kl. 1,30 til
3,30 e.h.
Bæjarbókasafn Reykjavíkur, sími:
1-23-08 — Aðalsafnið, Þingholtsstræti
29A: — Útlánsdeild: 2—10 alla virka
daga, nema laugardaga 1—4. Lokað á
sunnudögum. — Lesstofa: 10—ÍG alla
virka daga, nema laugardaga Í0—4.
Lokað á sunnudögum. — Útibúið
Hólmgarði 34: Opið 5—7 alla virka
daga, nema laugardaga. — Útibúið
Hofsvallagötu 16: Opið 5,30—7,30 alla
virka daga, nema laugardag.
Bókasafn Kópavogs: — LJtlán þriðju
daga og fimmtudaga í báðum skólun-
um.
Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla
túni 2, opið dag'ega frá kl. 2—4 e.h.
nema mánudaga.
Tæknibókasafn IMSÍ, Iðnskólanura:
Opið alla virka daga kl. 13 til 19. —
Laugardaga kl. 13—15.
Ameríska Bókasafnið, Laugavegl 13
er opið 9—12 og 13—21, mánudaga, mið
vikudaga og föstudaga, 9—12 og 13—18
þriðjudaga og fimmtudaga
Látið ekki safnast rusl, eða efnis-
afganga kringum hús yðar.
Bæjarbúar: Munið, að aðstoð og sam-
starf yðar við hreinsunarmenn bæjar-
ins, er það sem mestu máli skiptir
um að unnt sé að halda götum, lóð-
um og óbyggðum svæðum í bænum
hreinum og snyrtilegum.
Sóðaskapur og draslaraháttur utan-
húss ber áberandi vitni um, að eitt-
hvað sé áfátt með umgengismenningu
yðar.
Bihlíuhátíð
Gideonfélagsins
fslenzíka Gideonfélagið er
fyrir löngu kunnugt orðið
fyrir starf sitt að útbreiðslu
Biblíunnar og Nýjatestament
isins um land allt. Þannig
munu nú að heita mó allir
unglingar á landinu á aldrin
um 12 til 19 ára, eiga bláa
Nýja testamentið, sem þeim
var geftið í tólif ára bekk
barnaskólans.
í tilefni af Biblíuhátíð sinni
boðar Gideonféiagið til al-
mennrar samkomu í húsi
KFUM og K, að Amtmanns
stíg 4, í kvöld kl. 8:30. Bisk
upsinn yfir fslandi, herra Sig
urbjörn Einarsson, ávarpar
samkomima. Aðalræðumaður
verður ferðafulltrúi frá höf-
uðstöðvum heimssamtaka
Gideontfélaga í Ameríku, Mr.
Duane A. Darrow. Mun hann
halda aðalræðuna og mál
hans verður túl'kað. En helg
unarathöfnina framkvæmir
sr. Bjarni Jónsson, vígslubisk
up.
Þó að íslenzka Gideontfélag
ið sé deild alþjóðlegra sam-
taka, starfar það sjálfstætt,
stutt af sjálfboðaliðum og
frjálsum gjöfum velunnara
þess.
íbúð til leigu 3ja herb. og eldhús til leigu í Vesturbænum í sumar. Uppl. í shna 12467. Stúlka — Keflavík Stúlka óskast í Þvottahús Keflavikur. Upplýsingar á staðnum.
Kona óskast í frágang. Uppl. í Sportver Skúlagötu 51. Keflavík Óska eftir herbergi. Má vera lítið. Uppl. í sima 1580.
Rauðamöl Fin og gróf rauðamöl og vikurgjall, ennfremur mjög gott uppfyllingarefni. Sími 50997. Hárgreiðsla Tek permanent og lagningar. Jórunn Kristinsdóttir Sigluvogi 15. - Sími 32062
Óska eftir lítilli íbúð til leigu frá 1. júní. Fyriframgreiðsla. Uppl. í síma 16089 kL 12—3. Tek böm í gæzlu frá kl. 12—7.30 að kveldi. Tilfooð merkt „Bamagæzla 4765“, send- ist afgr. Mbl.
Bílasala Keflavíkur tekur í dag Moskwitch sem nýr, tækifærisveð. Fiat ’57, 1100 góður bálL Bílasalan Smáratúni. Sími 1826. Herbergi Ungur og reglusamur bankamaður óskar etftir herbegi 1. júní, sem næst miðbænum. Uppl. í síma 17920 eftir kl. 6.
Stúlka óskar eftir einhvers konar auka- vinnu sem hún getur tekið heim. Tilboð sendist MbL merkt aukavinna 4759. Keflavík Matarlegt í Faxaborg. Gott saltkjöt, sólþurrkaður salt- fiskur, hamsatólg, góðar kartöflur, gullauga, rauðar. Jakob Smáratúni Sími 1826
Húsnæði til Ieigu Lítið einbýlishús, til leigu. Uppl. í síma 22876. 4ra herb. nýtízku fbúð til leigu. Uppl. í síma 36976.
Fljúgum til Hellissands á föstudag. Gjögurs, Hólmavíkur og Stykkishólms á laugardag. Sími 20-375. Kona óskar eftir vellaunaðri vinnu i júní. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir hádegi á laugar- dag. merkt: „4768“.
Klæðaskápur Vel með farinn klæða- skápur með skúffum óskast til kaups. Sími 36882. Lagerpláss Rúmgott lagerplátt til leigu. Uppl. í síma 16716 frá kl. 9—6.
Barnarúm 3 gerðir. Verð frá kr. 600,00. Húsgagnavinnustofan, Hverfisgötu 96 Sími 10274. ATHUGIÐ að fcorið saman við útbreiðslo er iangtum ódýrara að auglýsa i Mergunblaðinu, en öðrum blöðum. —
Ný 4ra herk i. íbúðarhœð
108 ferm. tilbúin undir tréverk og mólningu við Satfa-
mýri til sö'lu.
NÝJA FASTEIGNASALAN
Bankastræti 7 — Sími 24300
kl. 7.30—8.30 e.'h. í síma 18546.
Bifvélavirki
Bifvélavirki eða maður vanur bílaviðgerð-
um óskast á verkstæði Olíufélagsins,
á Reykjavíkurflugvelli.
Upplýsingar hjá verkstjóranum.
Olíufélagið hf.
Sniðkennsla
Dagnámskeið í kjólasniði hefst 28. maí, lýkur 7. júní.
(42 kennslustundir).
SIGRÚN Á. SIGURÐARDÓTTIR
Drápuíhlíð 48 — Sími 19178.