Morgunblaðið - 24.05.1962, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.05.1962, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. maí 196i Dtgeíandi: H.f, Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Aug'iýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. BLOMLEGUR FJÁR- HAGUR REYKJA VÍKUR T útvarpsumræðunum ífyrra *- kvöld gaf Geir Hallgríms son, borgarstjóri, mjög glöggt yfirlit um fjárreiður Reykja- víkurborgar. Kom þar greini lega í ljós, að fjárhagur borg arinnar stendur með miklum blóma. Samkvæmt upplýsing um borgarstjóra nam hrein eign Reykjavíkurborgar í árslok 1961 rúmlega 804 millj. kr. og óx hún um 115.4 milj. kr. á árinu. Hins vegar lækkuðu skuldir á ár- inu um 3,8 milj. kr. Samtals hafa hreinar eign- ir borgarinnar aukizt tun 346.5 millj. kr. á árunum 1958 til 1961. í þeirri upp- hæð er þó ekki talinn stofn- kostnaður vegna nýrra gatna og holræsa, heldur er hann talinn með rekstrarútgjöld- um. Nam hann á þessu tíma- bili rúmum 120 millj. kr. Skuldir borgarsjóðs hafa á þessu kjörtímabili aðeins aukizt um eina millj. kr. og eru nú samtals K)4 millj. kr. Er því auðsætt, að hinar miklu framkvæmdir, sem átt hafa sér stað á kjörtímabili þvi sem nú er að líða, hafa verið kostaðar af eigin fé en ekki af lánsfé. Geir Hallgrímssorj gat þess í ræðu sinni, að rekstrarút- gjöld borgarsjóðs hefðu á sl. ári orðið 7,3 millj. kr. undir áætlim. Á þremur fyrstu ár- um kjörtímabilsins hafa rekstrarútgjöld borgarsjóðs samtals orðið 10,7 millj. kr. lægri en áætlað hafði verið, eða 1,22% undir áætlun. ★ Af þessum upplýsingum er auðsætt, að mjög vel hefur verið á fjármálastjóm borg- arinnar haldið. Útgjöldum er ár hvert haldið innan ramma fjárveitinga og verða meira að segja nokkm lægri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyr- ir. — Það er einnig mjög athygl- isvert, að þrátt fyrir þær geysimiklu framkvæmdir, sem Reykjavíkurborg hefur unnið að undanfarin ár, hef- ur verið unnt að lækka út- svör útsvarsgjaldenda jafnt og þétt. Þannig greiddu til dæmis hjón með þrjú börn og 80 þús. kr. tekjur í út- svar fyrsta ár kjörtímabils- ins árið 1958, kr. 9.643.00. En á árinu 1961 greiddi þessi sama fjölskylda kr. 6500.00 í útsvar. Útsvar þeirra hafði þannig lækkað um 3143,00 kr. á kjörtímabilinu. Traustur fjárhagur er að áliti Sjálfstæðismanna frum- skilyrði mikilla framfara og umbóta í borginni. — Þess vegna hefur borgarstjómar- meirihluti Sjálfstæðisflokks- ins jafnan lagt höfuðkapp á blómlegan fjárhag borgarinn ar. Af því hefur síðan leitt, að Reykjavík hefur getað ráðizt í hvert stórvirkið á fætur öðru og hefur notið lánstrausts innanlands og utan. Sjálfstæðismenn . munu halda áfram að fylgja þess- ari stefnu í fjármálum Reykjavíkur. Á grundvelli hennar mun verða hægt að halda uppi miklum fram- kvæmdum, og leysa þau við- fangsefni sem að kalla á hverjum tíma. Það væri mikil ógæfa fyr- ir hina íslenzku höfuðborg, ef stjórn hennar lenti í hönd um tætingsliðs, sem enga möguleika hefði til þess að veita henni örugga stjóm. Slíkt ólán má ekki henda. Reykjavík verður að njóta traustrar og samhentrar for- ystu raunsærra framfara- manna framvegis sem hing- að til. GLEÐILEGUR ÁRANGUR /'"'jaldeyrisaðstaða bankanna ^ hefur batnað um 1117 millj. kr. síðan viðreisn- arstefna ríkisstjórnarinnar kom til framkvæmda í febr- úar árið 1960. Á sama tíma hefur sparifjármyndun í bönkum og sparisjóðum landsins einnig aukizt um 1100 millj. kr. Stóraukið traust á gjaldmiðlinum og trú á þá viðreisnarstefnu, sem mörkuð hefur verið, veld ur þessari merkilegu þróun. Allir þjóðhollir íslending- ar hljóta að fagna þessari míklu breytingu til batnaðar í efnahagslífi landsmanna. Vinstri stjórnin skildi við allt í rústum. Stórkostleg skuldasöfnun, sívaxandi verð bólga og dýrtíð einkenndu efnahagslífið á valdatímabili vinstri stjórnarinnar. Þjóðar gjaldþrot vofði yfir, þegar stjórnin loks hrökklaðist frá völdum á miðju kjörtímabili. En kommúnistar og Fram- sóknarmenn hafa ekki látið við það sitja að skilja við efnahagslíf þjóðarinnar í rúst um árið 1958. Þeir hafa reynt að torvelda með öllum ráð- um viðreisnarstarf núver- andi ríkisstjórnar. Þeír hafa llrepio a dyr hjá iðnaðarmönnum mikla trú borgarstjóranum BLAÐAMAÐUR Morgun- blaðsins drap á dyr ýmissa iðnaðarmanna úr ýmsum starfsgreinum á dögunum og rabbaði við þá um ástand og horfur borgar- stjórnarmála. Gissur Sigurðsson, förm.að- ur Meistarafélags húsasmiða, tók það fram í upphafi spjalls ins, að félagsskapur húsa- smiða væri ópólitískur, þótt Ihann stæði saman af allra flokka mönnum, — og væri það lán hverju stéttarfélagi að geta haldið sig utan flokks- pólitískra átaka. En svo við snúum okkur að borgarmálunum, sagði hann, þá eigum við iðnaðarmenn mjög mikið undir börgaryfir- völdin að sækja og þurfum ................................••••'•V.tíT.ry.-.w.w.v.v.v.v.v.v/m>, ...............- mjög bagalegt fyrir okkur að hafa hvergi aðsetur fyrir rekstur okkar, en við höfum gert okkur vonir um að fá að- ild að þessu svæði. Virðist að þarna sé a. m. k. um mjög jákvæða tilraun að ræða til að mæta þessari þörf undir forystu okkar ágæta borgar- stjóra, sem glöggan skilning hefur á þessum málum sem öðrum. — Hvernig ganga bygging- arframkvæmdir í bænum, — Verkin, sem byrjað er á, ganga betur og er unnið meir að þeim, enda held ég, að við séum allir sammála um, að ekki borgi sig að festa fé arð laust um langan tíma. Hins er svo að gæta, að geysilegt átak þarf að koma til vegna hins öra vaxtar bæjarins og hinnar hröðu uppbyggingar, svo að eðlilegt er, að ekki sé unnt að uppfylla óskir allra. Bærinn getur heldur ekki byggt yfir alla sína þegna, heldur verður einstaklings- framtakið þar einnig að koma til og má vel koma fram, að við iðnaðarmenn teljum okk- ur einn þeirra aðila, sem vinna að lausn húsnæðismál- anna, með því að hafa aðstöðu til að keppa þar á frjálsum markaði Er með þessu sízt verið að gera lítið úr baráttu bæjarins gegn heilsuspillandi húsnæði, enda er hún bæði sjálfsögð og nauðsynleg. — Og að lokum? — Að lokum vil ég aðeins undirstrika það, sem raunar er áður kömið fram, að við Sjálfstæðismenn höfum mikla trú á borgarstjóranum og teljum hann heppi- legasta manninn sem völ er á. Haraldur Sumarliðason Ekki björgulegt, ef vinstri menn taka við Gissur Sigurðsson að hafa gott samstarf við þau. Ég held, að mér sé óhætt að fullyrða, að núverandi borgar stjóri hafi sýnt þessu fullan skilning, eftir því sem hann hefur haft aðstöðu ti‘1. — En hvað um aðstöðu ykkar almennt? — Við iðnaðarmenn fylgj- umst með mikilli athygli og áihuga með iðnaðarlóðinni, sem í skipulagi bæjarins er gert okkur vonir um að fá að- ild að þessu svæði. Virðist að Haraldur Sumarliðason tré- smiður sagði m. a„ að það væri ekki björgulegt, ef vinstri menn tækju við stjórn borgarmála Reykjavíkur, eins sundraðir og þeir væru. Enda kæmi slíkt varla ti'l. — Annars er mér hitaveit- an efst í huga, sagði hann. Ég er nýbúin að fá hana og finnst það mikil bót. En einnig vil ég minna á gatnagerðaráætl- unina, sem við hljótum allir að fagna, Og er nauðsynlegt að tryggja Sjálfstæðisflokkn- um brautargengi þó ekki væri ti'l annars en tryggja fram- gang hennar. — En hvað segir þú um íþrótta- og æskumálin — Ekki er hægt að segja annað. en vel hafi verið að þeim unnið, og ber íþrótta- völlurinn og íþrótta- og sýn- ingarhöllin, sem nú er í smíð- um í Laugardal, því gleggstan vott. Sömu sögu er að segja um skólamálin, og ekki mál gleyma því, að barnagæzlan á leikvöllunum léttir mjög á margri húsmóðurinni. Loks vil ég segja það, að mér þykir málflutningur vinstri flokkanna broslegur. Aðalkosningamálið er, að Sjálfstæðismenn verði áfram í meiri'hluta, samanber ræðu Einars Ágústssonar í útvarps- umræðunum, sem snerist varla um annað. Sýnir það bezt, hve við Sjálfstæðismenn höfum sterkan málstað við þessar kosningar. reynt að sleppa verðbólgunni enn á ný lausbeizlaðri eins og óargadýri á fólkið. Þrátt fyrir allt þetta hefur sú þróun orðið, sem getið var hér að ofan. Og þjóðin vill halda viðreisninni áfram og leggja þar með traustan grundvöll að framförum, upp byggingu og almennri vel- megun í landinu. ALLIR EIGI 'IBUÐ 'T'akmark Sjálfstæðismanna í húsnæðismálunum er, að sérhver fjölskylda geti búið í eigin húsnæði. Að þessu takmarki hefur verið unnið af festu og dugnaði. Stórum hluta braggaíbúð- anna hefur verið útrýmt og eru þær nú aðeins 170, en voru 466 í upphafi þess kjör- tímabils, sem nú er að hða. Er því auðsætt, að mikið hef ur áunnizt í baráttunni fyrir betra og heilsusamlegra hús- næði í bænum. Á þessu kjörtímabili hafa verið fullgerðar fleiri íbúðir í Reykjavík en nokkru sinni fyrr, samtals 2788. Frá árinu 1954 hafa verið fullgerðar hér í Reykjavík 5478 íbúðir. Á þessu sviði hefur þannig stórkostlegum árangri verið náð. Vitanlega hafa einstakl- ingarnir haft forystu í bygg- ingarmálunum. En Reykja- víkurborg hefur sjálf byggt hundruð íbúða á þessu kjör- tímabili til útrýmingar heilsu spillandi húsnæði. Á vegum borgarinnar eru nú í smíð- um 128 íbúðir, sem afhentar verða á þessu sumri. Er unn- ið að framkvæmd byggingar áætlunar, þar sem gert var ráð fyrir byggingu 800 íbúða til útrýmingar herskálum og öðru heilsuspillandi húsnæði. Er nú þegar lokið við bygg- ingu 3887 þessara íbúða. Eft- ir er að hefja framkvæmdir við 285 íbúðir og verður byrj- að á helmingi þeirra nú í sum ar. En næsta sumar verða hafnar framkvæmdir við lokaáfangann í þessari merku byggingaráætlun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.