Morgunblaðið - 24.05.1962, Page 13
Fimmtudagur 24. maí 1%2
MORGVNBLAÐIÐ
13
Halldór Jóhannsson
Hvammstanga — minning
HALL.DÓR Jóharmsson endur-
skoðandi á Hvammstanga lézt
eftir skamma legu lð. þessa
mánaðar. Hann vax fæddur 22.
des. 1-889 á Haugi í Núpsd-al.
Foreldrar hans voru Jóhann Ás-
mundsson Bjarnasonar bónda á
Bjargi, Bjarnasonar prests á
Mælifelli og Arndís Halldórs-
dóttir Bjarnasonar kirkjusmiðs,
eem var kunnur í Húnavatns- og
Borgarf jarðarsýslu fyrir list-
rænar smíðar og fjölþættar gáf-
Ur. —
Halldór ólst u-pp hjá foreldr-
um sínum á Haugi, hann var
einbimi þeirra. Arndís móðir
Ihans var seinni kona Jóhanns
Ásmundssonar. Þegar Halldór
Jóhannsson var barn að aldri,'
kom það skýrt í ljós að hann var
óvenjulega góðum gáfum gasddur.
For-eldrar hans voru fáteek, en
bjargálna sem kallað var. Barna-
ekólamenntun hlaut hann ekki
aðra en að hann var til náms
samanlagt í þrjá mánuði hjá
tveim farkennurum, Eggerti
Helgasyni og Jónasi Ólafssyni,
en þessir tveir sjálfboðaliðar í
kennarastétt voru uppfrseðarar
af guðs náð.
Ég minnist þess, að það var
fært í frásögur, að þegar Halldór
var 9 ára gamall, þá skrifaði
hann betur en nokkurt ung-
menni annað í sveitinni.
Þegar hann var 10 ára að aldri
fór hann með föður sínum sína
fyrstu kaupstaðarferð til Borð-
eyrar, sem var þá viðskiptakaup-
tún Miðfirðinga. Theodór Ólafs-
son var verzlunarstjóri við Riis-
verzlun á Borðeyri. Hann hafði
frétt að þessi ungi piltur, sem
kom þar í búðina í fyrsta ski-pti,
væri svo ungur, orðinn lista-
skrifari. Theodór tók drenginn
við hönd sér og leiddi ha-nn að
•bókarapúltinu og lét hann skrifa
litla úttekt í höfuðbókina, sem
svaraði til einnar línu og lauk
lofsorði á og hafði til sýn-is búð-
armönnum.
Haustið 1908 fór Halldór í
Flensborgarskóla. Um miðjan
veturinn fór ég til sjóróðra á
6uðurnes. Ég hafði tveggja daga
viðdvöl í Hafnarfirði. >ar var
|þá Jón S. Bergmann skáld, lög-
regluþjónn. Við vorum kunnugir
©g vorum við mikið saman þessa
tvo daga. Eitt sinn barst tal okk-
«r að húnvetnskum námssvein-
um á Flensborg, en þar var Jón
kunnugur. Hann sagði mér að
einn nemandi bær-i þar af öðr-
um að gáfum og námshæfni.
Það væri Halldór Jóhannsson frá
Haugi.
Haustið 1908 an-daðist Jóhann
Ásmundsson, faðir Halldórs. >á
varð hann, tæplega tvítugur að
aldri, að taka að sér búsumsjá
með móður sinni aldraðri, en
ekki varð meira aí skólagöngu.
I>að kom strax í ljós að Hall-
dór var þeim vanda vaxinn að
etjórna búi, við þröngan efna-
hag og frumstæða erfiðleika
þeirra ára. Snyrtimennska í allri
umgengni, fyrirhyggja um af-
komu og samúð með mönnum
©g málleysingjum, fylgdust að
•lla hans búskapartíð, sem varð
löng.
Árið 1913 kvæntist Halldór
Guðrúnu Jónasdóttir, mikilhæfri
konu, aem stóð við hlið hans til
síðasta dægurs, eins og góður
engill, sem aldrei haggaði róleg-
um geðsmunum og hefur til að
•bera fágæta mannúð og mildi,
sem er ógleymanleg þeim er hana
þekkja. Þeim hjónum varð ekki
barna auðið, en ólu upp nokkur
fósturbörn, sem sum hafa haft
fram að þéssu hjá þeim meira og
minna skjól og athvarf.
Skömmu eftir að Hall-dór hóf
•búskapinn, var hann af sveitung-
um sínum kosinn í hreppsnefnd
og um leið varð hann oddviti
hennar. Ekki var honum fyrir-
fram hugleikið, að taka að sér
opinber störf og gjarnan tók
hann sér þann lögboðna rétt, að
vera laus við þau um sex ára bil
hverju sinni. En undantekning-
arlaust komst hann ekki hjá því
að starfa í nær öllum nefndum
og félagslegum málefnum í sinni
sveit, svo óskorað var tra-ust sveit
unga hans á þessum mæta
manni. Hann var úrræðagóður,
ósérhlífinn og svo vandur að
verkum sínum, að þau voru varla
umdeild nokkru sinni. í hrepps-
nefnd og sóknarnefnd var hann
svo ofx, sem borgaraleg skylda
krafði. Að einu leyti báru verk
hans af í þessu efni, en það var
allur frágangur á öllum opin-
Frarohald á bls. 15.
Ilngur afgreiðslumaður
óskast í karlmannafataverzlun. Reglusemi áskilin.
Tilboð merkt: „Áhugasamur — 4763“ leggist inn á af-
greiðslu blaðsins.
íbúð
Tveggja herbergja íbúð við Nesveg til sölu.
stæðir skilmálar ef samið er strax.
Upplýsingar í síma 16495.
Hag-
Bazar Hvítabandsins
verður í Góðtemplarahúsinu uppi, í dag kl. 2 fimmtu
dag 24. maá.
Mikið af góðum barnafatnaði og fl.
STJÓRNIN.
Stúlkur óskast
til starfa í eldhúsi.
GLALMBÆR
Aukastarf
Viðskiptafræðingur eða lögfræðingur óskast til að
annast bókhald og innheimtu ca. 10 klst. á viku eftir
venjulegan skrifstofutíma. Laun um 3.000 á mánuði.
Tilboð merkt .Aukastarf — 4762“ sendist blaðinu fyrir
hádegi á laugardag n.k.
Til sdlu
Kelvinator kæliskópur (8 cuft) og nýtízku dönsk hús-
gögn. bókaskápar, borðstofuborð m. 6 stólum, úr teak
og fleira.
Erik Sonderholm
Bergstaðastræti 52 — Sími 2 41 38.
Flatlock saumavél
óskast. Upplýsingar í síma 22453.
Tilboð óskast
í stóran timburskúr til niðurrifs nú þegar.
Uppl. í Coca Cola verksmiðjunni.
DÖMUR - DÖMUR
Ný sending af sumarhöttum, margar gerðir og litir.
Aldrei meira úrval en nú.
Verzlunin Jenny
Skólavörðustíg 13A.
Akranes
Húseignin Heiðarbraut 65 er til sölu strax. Húsið er
byggt sein einbýlishús, en í því geta verið tvær sér-
skildar íbúðir.
Húsið verður laust til í'búðar 5. haust. Nánari upp-
lýsingar gefur Indriði Björnsson, sími 646.
Nýjung
Gallabuxur með tvöföldum hnjám
á 2 — 10 ára. Tvöfalt slitþol.
Sama verð, fást aðeins hjá okkur
Miklatorgi.
Vinnufatabúðin
GALLABUXUR allar stærðir
LJÓSAR VINNUBUXUR allar stærðir
LJÓSAR VINNUSKYRTUR allar stærðir
AMERÍSKAR SPORTSKYRTUR
AMERÍSKAR SKYRTUPEYSUR
REIÐBUXUR allar stærðir
SPORTBLÚSSCR margar gerðir.
VINMUFATABUÐIIM
Laugavegi 76 — Sími 15425.
Reykvíkingar
BÖR
Blaðaummæli:
. . . Kom hann (Sigurjón
Vilihjálmsson) mjög á óvart
með skemmtilegum og örugg-
um leik í þessu erfiða hlut-
verki . . . Hefði engum getað
dottið í hug að leikandi hafi
aldrei sigið á leiksvið fyrr . . .
Húsið var þéttskipað og leikn-
um afbragðsvel tekið ..."
Sigurður Grímsson í Mbl.
Blaðaummæli
Reykvíkingar
BÖRSSON
JR.
verður sýndur í Iðnó fimmtudag 24. maí kl. 8.30.
Síðasta sýning
Aðgöngumiðasala frá kl. 2 í Iðnó.
Með hlutverk Bör Börssonar fer Sigurjón Vilhjálmsson.
Leikstjóri: Kristján Jón-sson.
Leikfélagið Stakkur.
Blaðaummæli:
„ . . - Mín skoðun er sú
að hann (Kristján Jónsson
leikstjóri) hafi síður en svo
reist sér hurðarás um öxl með
vali þessa viðfangsefnis. Áhorf
andinn fær þá heildarmynd af
þessari leiksýningu, að hér
séu ekki viðvaningar að
verki . . . “
Hilmar Jónisson í Alþbl.
GUÐRÚN BJARNADÓTTIR sem er einn þátttakendanna í fegurðarsamkeppninni um þessar mundir (varð feg-
urðardrottnmg íslands 1962) er stórglæsileg stúlka á svið, og mætti segja mér uð hún ætti eftir að sjást oftar, því
að framkoma hennar er með ágætum . . . Frammistaða leikenda og þó sérstaklega leiðgleði var á þann veg, að
þau mundu sannarlega sóma sér hvar. sem væri
B. H. í Ný vikutíðindi.