Morgunblaðið - 24.05.1962, Page 20

Morgunblaðið - 24.05.1962, Page 20
r$ifstMðfri$ 117. tbl. — Fimmtudagur 24. maí 1962 Jóhaim Hafstein, bankastjóri. Kosningafundur D-listans í Háskólabíói á S.IALI'SXÆf)ISFLOKKl?KINN efnir til kosningafundar í Háskólabíói næstkomandi föstudagskvöld og hefst fund- urinn klukkan 9. Fundarstjóri verður Páll isólfsson, organleikari, og fundarritari Magnús Jóhannesson, trésmiður. DAGSKRA fundarins verður sem hér segir: Ræður og stutt ávörp Ólafur Thors, forsætisráðherra. Guðrún Erlendsdóttir, héraðsdómslögmaður. Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra. (Jlfar Þórðarson, læknir. föstudagskvöld Skemmtiatriði Valur Gíslason, leikari, les upp. Einar Sveinbjörnsson Xeikur á fiðlu með píanó- undirleik. Guðmundur Jónsson syngur einsöng. Ræður og stutt ávörp Birgir Kjaran, alþingismaður. Friðleifur Friðriksson, bifreiðarstjóri. Þór Vilhjálmsson, borgardómari. Sigurður Magnússon, kaupmaður. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. Lúðrasveit Reykjavikur leikur frá kl. 8.30. Heilbrigð sparifjármyndun grundvöllur vaxandi ibúdalána: Bláa bókin 100 milljon kr. lánveitingar næðismálastjórnar á þessu „REYKJAVÍK 1962“, hin bláa bók S j á Ifstæð isflokks- ins um storf og stefnu Sjáli- stæðismanna í málum höfuð borgarinnar er nú kamin út og hefur verið borin til hverrar fjölskyldu í borginni. Þó kann að vera, að einhverj ir hafi ekki fengið bóikina og geta þeir snúið sér til hlverfaskrifstofa SjáifstieeðiB- flokksins, sem auglýstar eru á öðrum stað í blaðinu. Meira en helmingi hærri útlán en í tið „vinstri stjórnarinnar44 JÓHANN HAFSTEIN, bankastjóri, gerir í eftirfar- andi athugasemdum stutta grein fyrir meginatriðum í sambandi við lánveitingar til íbúðabygginga. Sparifj ár auknin gin grundvallaratriði: Þegar nýtt, almennt veð- lánakerfi til íbúðabygginga var stofnsett með húsnæðis- málalöggjöfinni frá 1955, sem undirbúin var og lögfest tmdir stjórnarforystu Ólafs Thors, formanns Sjálfstæð- isflokksins, gaf forsætisráð- herra eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Til byggingarmálanna þarf einnig stórfé. Er hug- myndin sú, að leysa þær þarfir til frambúðar á þann hátt, að útlán til íbúðarhúsa verði fastur liður í útlánastarfsemi peningastofnana.“ Nefnd, skipuð bankastjór- um ríkisbankanna, sem und- irbjó málið fyrir ríkisstjóm- ina, segir svo í áliti sínu: „----Nefndin álítur, að sökum þess hve húsnæðis- málið er þýðingarmikið frá félagslegu sjónarmiði og jafnframt hve íbúðir eru fjárhagslega trygg eign, þá eigi lánveitingar til íbúðabygginga að sitja fyrir um notkun á tals- Framlógum í kosningasjóð D-list- ans er veitt móttaka í Sjálfstæðis húsinu og Valhöll (Símar 17100 og 15411), einnig í hverfaskrif- stofunum um allan bæ verðum hluta þess spari- fjár, sem myndast í land- inu.“ En skapast hafði verulegt jafnvægi í peningamálum eftir gengisbreytingima 1950 og þetta sagði til sín í stór- aukinni sparifjármyndun á árunum 1952—1954. Spari- fjáraukning í bönkunum hafði verið lítil ,aðeins 8,6 millj. kr. 1951, en varð sam- tals 366 millj. kr. í bönkun- um einum árin 1952—1954. Þetta var grundvöllur hinnar nýju húsnæðismálalöggjafar og nýrra lána til íbúðabygginga, sem sigldu í kjölfarið. Vinstri stjórnin lamaði þróunina: Hin nýja húsnæðismálastjóm hóf lánveitingar sínar í nóvem- ber 1955. Til áramóta voru af- greidd A- og B-lán, sem námu 27,4 milljónum króna og árið 1956 voru afgreidd A- og B-lán, sem námu 63,7 milljónum kr. Næstu tvö ár vinstri stjórn arinnar voru afgreidd lán samtals aðeins 45,7 . millj. kr. 1957 og 48,8 millj. kr. 1958. Stórlega dró úr möguleikum bankanna til þess að veita fé til íbúðalánanna, vegna öryggisleysis í peningamálum og Iamaðrar sparifjármynd- unar. Og áhrifin af fullkom- inni uppgjöf vinstri stjórnar innar í árslok 1958 urðu þau að á árinu 1959 gat húsnæðis málastjórn ekki afgreitt A- og B-lán nema fyrir 34,5 millj. kr. Stjórnarandstæðingar nú, Fram sókn og kommúnistar, tala mik- ið um, að verðlagið hafi hækk- að í tíð núverandi stjórnar og byggingarkostnaður aukizt og því standi menn miklu ver að vígi. En hafa menn hugleitt hvað orðið hefði, ef dýrtíðar- skriða vinstri stjórnarinnar, sem Hermann Jónasson lýsti, þegar hann baðst lausnar, hefði ó- hindruð fengið að flæða yfir? Með því hefði algjörlega verið kippt fótum undan trú almenn- ings á verðgildi krónunnar og þar með loku skotið fyrir aukna sparifjármyndun í landinu, en verðlitlu krónurnar hrokkið skammt til að byggja í óðaverð- bólgu og öryggisleysi. Nú eru aft.ur nýir möguleikar: Hin heilbrigða viðreisnar- stefna núverandi ríkisstjórnar hefir aftur skapað nýja mögu- leika til stóraukinna íbúðalána með ört vaxandi sparifjármynd un í landinu og vaxandi trú á verðgildi peninganna. Lánveit- ingar húsnæðismálastjórnar hafa verið eftirfarandi í afgreiddum A- og B-lánum frá upphafi: milj. kr. Ár 1955 (frá nóv.) .. 27,4 — 1956 ................ 63,7 — 1957 45,7 — 1958 48,8 — 1959 34,5 — 1960 52,2 — 1961 ..............•. 78,0 Þegar litið er til sparifjár- aukningarinnar síðastl. tvö Framh. á bls. 19. Fundir um sam- komulagsgrund- völl í dag E IN S og Mbl. skýrði frá í gær, hafa undanfarið átt sér stað við ræður milli stjórnar Vinnuveit- endasambandsins og Dagsbrún- ar um kaup og kjör verka- manna í Reykjavik. Blaðið hef- ur nú fregnað, að fundir um væntanlegan samkomulagsgrund völl verði haldnir í báðunt stjórnunum í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.